Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 Edward Woodward og lan Char- leson leika njósnara í smáþátta- röft sem nýlega var frumsýnd í Bandaríkjunum. Guðað á skjáinn Á milli ogBoi Hinn hvasseygi og kubbslegi Edward Woodward, sem leikur Bjargvættinn Robert McCall af stakri prýði á Stöð 2, kastar stundum af sór gerfi bjargvætt- arins og leikur i öðrum sjónvarps- þáttum eða myndum. Þannig fór hann til dæmis með aðalhlutverkið í nýjum tveggja þátta njósnaþriller sem sýndur var í sjónvarpi í Bandaríkjunum fyrir skemmstu sem heitir „Cod- ename: Kyril" eða Dulnefni: Kyr- il. Mótleikari hans er landi Ed- wards, lan Charleson, frægur fyrir leik í jafnólikum myndum og „The Chariots of Fire“ og „Mast- er of the Game". Smáþáttaröðin er byggð á skáldsögu eftir John Trenhaile og er svona blanda af John Le Carré og James Bond. Sögusvið- ið teygist frá Kremlarmúrum í Moskvu til MI6 í London með eltingarleikjum og James Bond- líkum brellum. Það er kannski engin furða þó menn beri smá- þáttaröðina saman við bæði Carré og Bond því handritshöf- undurinn er John Hopkins en hann skrifaði hina margfrægu sjónvarpsþætti „Smiley’s Pe- ople” og einnig handritið að Bondmyndinni „Thunderball". Sovéski súpersnjósnarinn Kyr- il (lan Charleson) er sendur í súperleyniför til London að frelsa nýhandtekinn sovéskan njósnara sem heitir Loshkevoi en hann veit um háttsetta „moldvörpu" innan KGB í Moskvu (takið eftir: efsti parturinn á öðrum þumli moldvörpunnar er af. Hafa mold- vörpur þumla?). í London hefur breski súpernjósnarinn Royston (Edward Woodward eða Bjarg- vætturinn) sett frístundanjósnar- ann Sculby (Richard E. Grant) í það að veiða allt sem hægt er uppúr Loshkevoi. Og það kemur auðvitað fljót- lega i Ijós að það er líka háttsett moldvarpa innan njósnamið- stöðvarinnar í London. Heima í „dachanu" sinu nálægt Moskvu situr svo hershöfðinginn Povin (Denholm Elliott) og sýnir nótum fyrir gitartónlist óeðlilegan áhuga (við vitum að við erum i Moskvu vegna Leninstyttanna. Einnig eru rússarnir liklegri til að segja eitt- hvað eins og: „Þú veist hverjar afleiðingar það hefur i þessum bransa að gera mistök." Smáþáttaröðin mun vera hin ágætasta skemmtun enda fara stórgóðir leikarar með helstu hlutverk. En sum æfintýrin eru kannski full-einfeldingsleg. Einu sinni þegar Kyril hefur verið um- kringdur af breskum njósnurum í húsi dregur hann uppúr pússi sínu mjög handhægt dulargerfi, gengur út og þykist vera blindur maður. Njósnararnir, sem eiga ekki að vera blindir en hefðu gott af svolitlum heilasellum með talstöðvunum sinum, láta hann sigla. -ai. MYNDBÖND Á MARKAÐNUM Sæbjöm Valdimarsson Þessum nýja þætti er ætlað að birtast vikulega og spanna yfir helstu og vinsælustu myndbönd- in á leigum borgarinnar. Stuttri umsögn fylgir stjörnugjöf og verftur listinn endurskoðaftur og bættur hverju sinni. -SV. DIRTY DANCING ★ ★★ Ég spái að þessi óvænti afþrey- ingarsmellur síðasta árs eigi eftir að tröllríða myndbandstækjum landsmanna næstu mánuðina. Eldhress tónlist og dansinn stiginn af nautn. Swayze fremstur í flokki ágætra leikara. NO MERCY^^ Engin náð í New Orleans þar sem þessi spennandi og grófi þrill- er gerist að mestu leiti. Gere kemst þokkalega frá hlutverki Chicago-löggu sem heldur til borg- arinnar í hefndarhug og lendir í ill- um útistöðum við litríkan undir- heimalýð, Akadíumenn, kuklara. En Jeroen Krabbe stelur senunni sem mikilúðlegur höfuðpaur morð- varga hinnar seiðandi Suðurríkja- borgar. RENT-A-COP ★★ Löggumynd sem líður fyrir hall- ærislegan ofleik Minelli og ves- ældarlegan Reynolds. „Öðru vísi mér áður brá ..." JUMPIN JACK FLASH ★★ Hér er Goldberg komin á háska- lega braut, lætur misvitra framleið- endur ata sér útí farsaleik sem byggður er á einkar ófyndnu hand- riti. ROXANNE ★★★ Cyrano de Bergerac á léttu nót- unum, eða einsog Steve Martin getur einn afgreitt hann. Vel skrif- að, hnyttið handrit, Martin fer á kostum, eins Rossovich í hlutverki þöngulhaussins og Hannah er hin æsilegasta. Ánægjuleg afþreying. BEVERLY HILLS COP II ★★ Nánast endurgerð fyrri myndar- innar, aðeins örlitlar breytingar á leikurum í aukahlutverkum, tæpast mælanlegar á handriti né töku- stöðum. En áhorfendur eru greini- lega ekki búnir að fá nóg af Alex Foley. Fyrir aðdáendur Eddie Murphy. CRITICAL CONDITION ★ Titillinn á ekki síður við stöðu leikferils Pryors sem vonandi hrap- ar ekki neðar. Innantóm og fárán- lega alvörublönduð erkiþvæla. Pry- or og fleiri góðir menn reyna björg- unaraðgerðir án árangurs. RAISING ARIZONA ★ ★ ★ Cohen-bræður (Blood Simple) fara óhikað ótroðnar leiðir og út- koman er frumleg, bráðfyndin uppákoma um lánleysingja í þjóð- félaginu sem taka það til bragðs að ræna kornabarni þegar önnur úrræði bresta! Hunter (Broadcast News) og Cage eru óborganleg í aðalhlutverkum. Ósvikin skemmt- un. AMAZING STORIES III ★★1/2 Þessi þriðja spóla af sjónvarps- þáttunum gefur þeim fyrri ekkert eftir. Óvenju haldgott skemmtiefni um atburði á mörkum draums og veruleika. RADIO DAYS ★ ★ ★ Angurværar minningar Allens frá uppvaxtarárunum í Brooklyn, einkum þeim gífurlegu áhrifum sem útvarpið hafði á líf og drauma almennings á þessum blómatíma þess (í lok fjórða áratugarins). Al- len hefur oft gert betur en skiss- urnar eru flestar bráðfyndnar og áleitnar, kvikmyndatakan og end- ursköpun tíðaranda og umhverfis með miklum ágætum. NUMBER ONE WITH A BULLET ★ Bang og aftur bang. Annars flokks kvikmyndagerðarmenn bjástra við útjaskaða formúlu. Þreytulegt. SKELETON COAST ★ Allt að því dýrðlega lélegur óskapnaður um aflóga gamal- menni í hetjuhlutverkum. MALONE ★★ Þokkaleg afþreying, byggð á sígildum söguþræði. Reynolds nokkuð líflegur en góður hópur leikara í aukahlutverkum mun betri. Nokkuð hröð atburðarás og vel unnin átakaatriði. ISHTAR ★★Va Ein kunnari mistök síðari ára í sögu kvikmyndanna. Heildarmynd- in gengur alls ekki upp, en með jákvæðu hugarfari má hafa gaman að mörgum, einstökum köflum myndarinnar; New York-þættin- um, Hoffman í túlkshlutverkinu og Grodin og blinda kameldýrið eru bráðfyndin. SECRET OF MY SUCCESS ★★Vz Ungur sveitastrákur á uppleið - með öllum ráðum — í stórborg- inni. Þunnur þrettándi en Michael J. Fox er einstaklega aðlaðandi leikari og bjargar myndinni fyrir horn. ONE FLEW OVER THE CUCKOO’S NEST ★★★★ Hef verið oftar spurður um þetta sígilda meistaraverk en nokkuð annað myndband. Hélt það vera horfið af markaðnum, en það er a.m.k. eitt eintak til hjá Mynd- bandaleigu kvikmyndahúsanna, Skipholti. En það á ekki langt eftir! BURGLAR ★★ Goldberg og Goldwaith ofleika af kappi í heldur klénni gaman- mynd um ólánlega innbrotsþjófa. BLIND DATE ★★★ Edwards stýrir þeim Willis og Basinger af gamalkunnu öryggi framhjá blindskerjum farsans. Will- is virðist hafa alla burði til þess að slá í gegn á tjaldinu sem á skján- um. 52 PICK-UP ★ ★V2 Dæmigerð mynd sem nýtur mun meiri vinsælda á leigum en í kvik- myndahúsum. Harðsoðinn þriller um náunga (Scheider), sem grípur til sinna ráða er hann verður fórn- arlamb fjárkúgara. Vel mönnuð, einkum skúrkahlutverkin. LETHAL WEAPON ★ ★ ★ Lífsseig, enda fyrsta flokks löggu-og bófamynd, prýdd stjörnu- leik Glovers og Gibsons sem skapa einkar athyglisvert tvíeyki. HAUNTED HONEYMOON ★★ Þreytt og klisjukennd hryllingss- kopmynd sem á þó sín augnablik. Gene Wilder ræður tæpast við að vera bæði bíll og bílstjóri, en hann leikstýrir, skrifar handrit og leikur aðalhlutverkið án umtalsverðra til- þrifa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.