Morgunblaðið - 29.05.1988, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988
B 3
í gufuvél, verð að fá gufuvél. Það
er hæpið að mér takist að fá hana
hér á landi, helst í einhverri gam-
alli síldarbræðslu en það eru full-
stórar vélar. Ég hef reynt að fá
gufuvél í Noregi. Ég held áfram
að reyna, það er varla búið að henda
öllum. Gufuvélamar voru svo víða,
t.d. í nýsköpunartogurunum.
Gufuvélar eru alltaf vinalegar og
hljóðlátar, bara þytur en engin háv-
aði. Lætin í díesel-vélunum þreyta
mann miklu meir en gufuvélar-
þytur.
Hvort ég ætla að safna toghler-
um? Ég efast _um það. Hef varla
pláss fyrir þá. Ég fékk annars hlera
gefínn síðastliðinn vetur, hafði
sjálfur smíðað hann. Skipstjórinn
sagði að ég ætti að stilla honum
upp, því þetta væri tímamótahleri
og mikið verið fískað með þessari
hleragerð. Ég held nú samt varla
að mínar framleiðsluvörur séu enn
orðnar safngripir.
Skipalíkön._ Ég hætti aldrei að
safna þeim. Ég á tíu núna og það
era mörg á leiðinni. Eitt er af göml-
um norskum línubát og annað af
sænskri skútu.
— Og myndir. Ég lét taka eftir
gömlum myndum sem Konráð
Hjálmarsson stórkaupmaður á Nes-
kaupstað hafði átt. Eg get þvi mið-
ur ekki sýnt myndimar núna því
tollurinn vill skoða þær gaumgæfi-
lega og verður ekki búinn að því
fyrr en í næstu viku.“
Enn veiðivon
Blaðamaður Morgunblaðsins
innti Jósafat eftir því hver hefði
verið stærsti „aflinn" hingað til?
Hann benti á að það væri alltaf
matsatriði. Það væri algengt að
menn kölluðu gamla hluti ,jáma-
drasl“ en oft væri þama á ferðinni
nánast „hreint gull“. T.a.m. hefði
Hraðfrystistöðin látið hann fá allt
dótið úr brúnni á togaranum Guð-
mundi Júní frá Þingeyri sem Einar
ríki átti á sinni tíð.
Sinnuleysi manna gagnvart
gömlum hlutum og véladóti hefði
fram á vora daga verið mikið, t.d.
hefðu austur á landi gamlar vélar
verið notaðar í uppfyllingar eða
bólverk. Það væri hægt að segja
margar sorgarsögur af afdrifum
gamalla minja en samt væri víða
enn veiðivon. Á einum stað á lands-
byggðinni væra ómetanlegar minjar
urðaðar í jörðu. Jósfat aftók með
öllu að upplýsa hvaða minjar væri
hér um að ræða og hvar þær væra.
„Það kemur í ljós þegar ég hef
grafið þær upp.“
Jósafat Hinriksson var spurður
hvort hann væri í samkeppni við
Sjóminjasafnið í Hafnarfirði? „Nei,
nei, langt í frá. Það er nóg pláss
fyrir mitt safn, — og þótt fleiri
væra.“
Að endingu var Jósafat inntur
eftir því, hve hár aðgangseyririnn
yrði í safnið? „Ég hef ekkert hugs-
að út í það. En til að byija með vil
ég ekki rakka inn. Ég vil halda upp
á 25 ára afmæli fyrirtækisins og
svo hef ég gaman að því að atast
í þessu."
Útgerðarmaður frá Sandgerði náði
þessum vélsima úr skipi sem strand-
aði við Reykjanes og gaf Jósafati.
SPOEX
PSORIASISSJÚKLINGAR
Ákveðin er ferð fyrir psoriasissjúklinga 21.
ágúst nk. til eyjarinnar Lanzarote á heilsu-
gæslustöðina Panorama.
Þeir, sem hafa þörf fyrir slíka ferð, snúi sér
til húðsjúkdómalækna og fái vottorð frá þeim.
Sendið það merkt nafni, heimilisfangi, nafn-
númeri og síma til Tryggingastofnunar ríksins,
Laugavegi 114, 3. hæð.
UMSÓKNIR VERÐA AÐ HAFA BORIST FYRIR 24. JÚNÍ.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.
FÉLAGSMÁLASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fjölskyldudeild
Fósturheimili óskast fyrir 11 ára dreng til að
a.m.ktveggja ára.
Æskilegt er að heimilið sé í Reykjavík eða
nágrenni.
Nánari upplýsingar gefurÁslaug Ólafsdóttir
félagsráðgjafi í síma 685911 alla virka daga.
^hBÍLTÆKI^K
í alla bíla...
af ýmsum stærbum og gerbum, auk
allskonar Iiátalara, magnara,
loftneta (m.a. rafdrilin),
margskonar tónjafnara, kraftmagnara,
hljóbdeila og fleira og fleira !
Bíltækin kosta frá kr.