Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988 °B 5 Morgunblaðið/RAX Þegur leiðtogarnir skildu eftir Reykjavíkurfundinn er ekki hægt að segja þá hafa verið í sjöunda himni. Litið var á fundinn sem skipbrot afvopnunarsamninga risaveldanna og menn hinir svartsýn- ustu. Síðar kom á daginn að árangur fundarins var mun meiri en talið var og er Washington-sáttmálinn áþreifanlegt dæmi þess. Samn- ingurinn fól í sér upprætingu skamm- og meðaldrægra kjarnorku- flauga og er fyrsti afvopnunarsamningur ríkjanna. Fram að því höfðu vígbúnaðarsamningar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna falist í takmörkun á frekari vígvæðingu. Eftlr skamma'viðdvöl f Helslnkl f Finnlandi, mun Ronald Reagan Bandarfkjaforseti vera fjóra daga f Moskvu. Hér gefur aö líta nokkrra af þeim stööum, sem forsetlnn mum helmsækja f feröinni. ■ Sendiherrabústaður Banda- ríkjanna, en þar munu Reagan-hjónin dvelja. ■ U<^r _ ,, . flestiropin- berir fundir ræðu á þnðjudag. fr ■ Á miðvikudagskvöld munu leiðtogamir fara á ballettsýningu. ■ Reagan heimsækir------ klaustur á mánudag .\noheöu(< l ...-•x- • m.......................................... ' — Helsióki ■m (% 'i.ÞJóW 0 i /'J tr-l.t_____.gy.:/:;:.:.:/____ Forsetinn og frú hans ferðast til Moskvu um Helsinki. Forsetafrúin fer auk þess í sérstaka ferð til Lenmgrad. L* Moskva sovÉT- RlKIN mmm ■“Kænugaróur -V'""' KRGN / Morgunblaölö/ AM Dagskrá Moskvufundarins Sunnudagur 29. maf Mánudagur 30. maí Reagan kemur til Moskvu um kl. 14.30 og tekur Andrei Gromyko, forseti Sovétríkjanna, á móti honum á Vnúkova-flugvelli. Mikhaíl Gorbatsjov tekur opinberlega á móti Reaoan f sal heilags Georas f Kremlarhóll og munu baöir leiótogar segja nokkur orö vió tækifærió. Ekkert er ráögert um kvöldið. Klukkan 10.00 halda leiótogarnir fyrsta formlega fund sinn í Katrínarsal í Kreml. Reagan snæöir svo hádegisveró í Spaso-húsi (bústaö bandaríska sendíherrans) og heimsækir Danílov-klaustriö aö því loknu. Eftir það nefst annar fundur hans meö Gorbatsjov. Síðar um daginn mun Reagan hitta sovóska andófsmenn í Spaso-húsi. Um kvöldiö halda Gorbatsjov-hjónin opinberan málsverö innan Kremlarmúra. Þriðji fundur leiðtoganna hefst klukkan 10.00 í einkaskrifstofu Gorbatsjovs. Um hádegiö snæöir Reaaan með sovéskum myndlistamönnum, rithöfundum og kvikmyndagerðarmönnum f Rithöfundahöllinni. Klukkan 16.00 heldur Reagan ræóu f Moskvuháskóla, sem sjónvarpað veröur beint til Bandarfkjana og Sovétríkjanna. Reagan-hjónin bjóöa til kvoldveröar í Spaso-húsi. uu.j.j__________Fjórði og síðasti fundur leiötoganna, en Nancy iwieviKudagur pjeagan eyö>ir deginum f Leníngrad. Um kvöldiö sjá ’■ iunl leiötogarmr ballett-sýningu I Bolshoi og er Reagan aö þvT loknu boöiö til einkakvöldveröar í sveitasetri Gorbatsjovs. Reagan-hjónin halda morgunmóttöku fyrir Hmmtuaagur bandaríska starfsmenn f Moskvu. Kveójuathöfn er )unl haldin f Katrfnarsal í Kreml, en aö henni lokinni fljúga forsetahjónin áleióis til Lundúna, þar sem Reagan mun eiga fundi með Margaret Thatcher og Elísabetu II. Bretadrottningu. Þriðjudagur 31. maf Föstudagur 3. júnf Reagan heldur ræöu um .framtíö samskipta austurs og vesturs", hittir forsætisráöherra Japans og flýgur heim til Washington. á landi. Sáttmáli í þessa veru var undirritaður við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu þann 8. desember. Langdræg kjarnorkuvopn Á Reykjavíkurfundinum voru einnig kynntar nýjar hugmyndir um fækkun langdrægra kjamorku- vopna, sem samningamenn risa- veldanna hafa rætt linnulítið á fundum sínum í Genf. (Þessar við- ræður eru í daglegu tali nefndar START-viðræður, Strategic Arms Reduction Talks). í raun virðist staðan í þessum viðræðum lítið hafa breyst frá Reykjavíkur-fundin- um. Nú líkt og þá setja Sovétmenn það sem skilyrði fyrir slíkum samn- ingi að jafnframt verði samið um takmarkanir geimvama, en svo sem alkunna er rann Reykjavíkur-fund- urinn út í sandinn er Gorbatsjov setti fram þessa kröfu, sem var með öllu óaðgengileg fyrir Reagan forseta. Lítið miðaði í samkomu- lagsátt á Washington-fundinum einkum vegna deilna um svonefnd „undirmörk" eða leyfilega samsetn- ingu kjamorkuheraflans eftir að samið hefur verið um helmings- fækkun langdrægra lgamorku- vopna. Þá er greinilegt að Sovétmenn vilja tryggja sér ákveðið neitunar- vald gagnvart áætlunum Banda- ríkjamanna um tilraunir með vam- arkerfí í geimnum. Hafa þeir lagt til að báðir aðilar skuldbindi sig til að virða ABM-samninginn frá árinu 1972 um takmarkanir gagneld- flaugakerfa í tíu ár auk þess sem hafnar verði nýjar viðrseður um þann „vanda“ sem stafí af slíkum vamarkerfum eftir að samið hafí verið um helmingsfækkun lang- drægra kjamorkuvopna. Náist ekki samkomulag verði hvorum aðila frjálst að fara sínu fram varðandi ABM-samninginn og samninginn um fækkun langdrægra kjamorku- vopna. Þannig hafa Sovétmenn enn á ný sett það sem skilyrði fyrir samningum að jafnframt verði kveðið á um takmarkanir geim- vama þó svo orðalaginu hafí lítil- ■lega verið breytt frá því sem áður var. 30-35 prósent fækkun Á Reykjavíkur-fundinum náðu þeir Reagan og Gorbatsjov um það samkomulagi að stefnt skyldi að því að fækka kjarnaoddum í lang- drægum kjamorkuvopnum þannig að þeir yrðu ekki fleiri en 6.000 hjá hvom risaveldinu um sig. Áður höfðu samningamenn orðið ásáttir um að fækka burðartækjum (þ.e. landeldflaugum, kafbátaeldflaug- um og sprengjuflugvélum) í 1.600. Vert er að benda á að samkomulag hefur einnig náðst um talningar- reglur að því marki að telja beri sprengjuflugvél búna svoköliuðum „SRAM-flugskeytum“ (Short Range Attack Missile) og/eða fall- sprengjum með kjamorkuhleðslum sem einn kjamaodd. í raun merkir þetta að heildarfjöldi leyfilegra kjarnaodda verður hærri en 6.000 þar sem ein sprengjuflugvél gæti borið allt að 24 „SRAM-flugskeyti“. Á Washington-ftindinum urðu risa- veldin einnig ásátt um að stýri- flaugar búnar kjamorkuhleðslum í skipum og kafbátum skyldu ekki taldar með i leyfílegum hámarks- fjölda kjamaodda ef samið yrði um takmarkanir þessa hluta heraflans. Þetta þýðir að leyfílegir kjamaodd- ar í vopnabúmm risaveldanna yrðu að líkindum 8-9.000. Risaveldin munu nú hvort um sig eiga 11- 12.000 kjamaodda þannig að yrði ■ gengið til samninga um helmings fækkun langdrægra kjamorku- vopna þýddi slíkur sáttmáli í raun 30-35 prósent fækkun! Samsetning kjarnorkuheraflans Tillögur risaveldanna í viðræðum um fækkun langdrægra kjamorku- vopna taka eðlilega fyrst og fremst mið af hagsmunum þeirra sjálfra. Þær sýna ljóslega mismunandi sam- setningu kjamorkuheraflans og þá ólíku herstjómar- eða vamarstefnu sem að baki býr. Þannig leggja Bandaríkjamenn ríka áherslu á að fá Sovétmenn til að fækka landeld- flaugum sínum en Sovétmenn vilja hins vegar fyrst og fremst setja skorður við fjölda kjarnaodda í kaf- bátum en á því sviði njóta Banda- ríkjamenn yfírburða. Þá er Sovét- mönnum einnig umhugað um að ná fram verulegum takmörkunum á fjölda langdrægra stýriflauga um borð í skipum og kafbátum og hafa þeir hingað til talið að semja beri bæði um þær flaugar sem geyma hefðbundnar sprengjuhleðslur sem og þær sem búnar eru kjamaodd- um. Bandaríkjamenn hafa lýst sig reiðubúna til að semja um takmark- anir þessara vopna ef unnt er að ná fram samkomulagi um frám- kvæmd eftirlits en leggjast á hinn bóginn gegn því að það taki einnig til flauga með hefðbundnum sprengjuhleðslum. Annað mjög mikilvægt atriði sem enn er óleyst varðar hreyfanlegar landeldflaugar og hugsanleg vopn gegn þeim. Sovétmenn ráða nú yfír tveimur gerðum slíkra flauga; SS- 25 sem ber einn kjamaodd og SS- 24 sem ber tíu slíka og er án nokk- urs vafa ógnvænlegasta gereyðing- arvopn sem smíðað hefur verið. Bandarflqamenn eiga á hinn bóginn enn ekki hreyfanlega langdræga kjamorkueldflaug en lögð hafa ver- ið drög að því að flaugum af gerð- inni MX, sem geta borið tíu kjama- odda, verði komið fyrir á færanleg- um skotpöllum. Því þarf ekki að koma á óvart að Bandaríkjamenn hafa lagt til að hreyfanlegar land- eldflaugar verði bannaðar með öllu nema sýnt verði fram á að eftirlit með fækkun þeirra sé í raun fram- kvæmanlegt. Sovétmenn hafa ekki viljað ljá máls á því að slíkar eld- flaugar verði gerðar útlægar. Almennt er litið svo á að nánast sé útilokað að eyðileggja hreyfan- legar landeldflaugar við upphaf kjamorkuátaka. Að öllum líkindum yrði svonefndum „torséðum sprengjuþotum" (sem á ensku nefn- ast „Stealth") beitt gegn hreyfan- legum landeldflaugum Sovétmanna en þessar þotur eiga að geta kom- ist óséðar inn á yfírráðasvæði óvin- arins þar sem þær munu ekki koma fram á ratsjám. Bandaríkjamenn ráðgera að koma sér upp rúmlega 130 þotum þessarar gerðar og yrði hlutverk þeirra m.a. það að leita uppi hreyfanlegar eldflaugar Sovét- manna og granda þeim með fall- sprengjum búnum kjamorkuhleðsl- um við upphaf kjamorkuátaka. Stýriflaugar í flugvélum Loks má nefna að risaveldin eru á algjörlega öndverðum meiði hvað varðar fækkun stýriflauga í flugvél- um auk þess sem mikið ber á milli í umræðum um talningarreglur. Þannig hafa Bandaríkjamenn lagt til að íjöldi flauga, sem draga iengra en 1.500 kílómetra, verði takmark- aður en Sovétmenn vilja binda drægni þeirra við 600 kílómetra. Samningamenn Bandaríkjastjómar hafa lagt til að talningarreglan verði sú að miðað verði við sex flaugar í hverri sprengjuþotu. Sov- étmenn vilja hins vegar að miðað verði við þann fjölda sem hver gerð sprengjuþotna getur borið og yrði þá að jafnaði gert ráð fyrir 20 flaug- um í hverri þotu. Þama ber gífur- lega mikið á milli sem sést best á því að verði t.d. gert ráð fyrir 900 stýriflaugum um borð í herþotum mættu Bandaríkjamenn hafa til- tækar 150 sprengjuþotur yrði mið-- að við þeirra talningarreglu. Sov- éska talningarreglan kvæði hins vegar á um að þotur þessar mættu ekki vera fleiri en 45. Eftirlit Næðu risaveldin samkomulagi um þau flóknu deiluefni sem hér hafa verið tíunduð ætti enn eftir að semja um framkvæmd eftirlits. Menn eru almennt sammála um að gildi Washington-sáttmálans um upprætingu meðal- og skamm- drægra kjamorkueldflauga á landi felist ekki síst í skýrum og afdrátt- arlausum eftirlitsákvæðum hans. Var það áberandi eftir fundinn í Washington að menh töldu að þau ákvæði gætu verið mikilvægur vegvísir í viðræðum um fram- kvæmd eftirlits með fækkun lang- drægra kjamorkuvopna. Þess ber að gæta að Washington-samningur- inn kveður á um algera útrýmingu tiltekinna vopnakerfa en í viðræð- um um langdrægu vopnin er ein- ungis verið að tala um fækkun þeirra. Á þessu tvennu er regin- munur því eftirlit er sýnilega mun auðveldara í framkvæmd ef samið er um algera upprætingu tiltekinna eldflauga. Einmitt þetta réð afstöðu Atlantshafsbandalagsins eins og kom greinilega fram á fundi ut- anríkisráðherra aðildarríkjanna í júní á síðasta ári. í umræðum um framkvæmd eft- irlits með Washington-sáttmálan- um á Bandaríkjaþingi hefur komið fram að bandaríska leyniþjónustan telur sig ráða yfír nauðsynlegum tækjabúnaði til að haida uppi full- nægjandi eftirliti. Hins vegar hafa bandarískir sérfræðingar sagt að þróa þyrfti nýjan og fullkomnari búnað til að halda uppi eftirliti í samræmi við samkomulag um fækkun langdrægra kjamorku- vopna. Þótt tillögur um fram- kvæmdaatriði hafí eftir því sem best er vitað ekki verið lagðar fram mun vera gert ráð fyrir eftirliti á staðnum líkt og í Washington- samningnum en bersýnilega verður mun erfíðara að skjalfesta fram- kvæmd þess þar sem hér er um gerólíkan vopnabúnað að ræða í flestu tilliti. Tvíhliða samskipti Gera má ráð fyrir því að á Moskvu-fundinum verði gerðir smærri samningar sem fyrst og fremst verða til þess fallnir að auka traust í samskiptum risaveldanna. Að líkindum verður undirritað skjal sem skuldbindur basði ríkin til að skýra frá eldflaugaskotum í til- raunaskyni yfír landi með ákveðn- um fyrirvara. Þá er hugsanlegt að gengið verði frá samkomulagi um eftirlit með friðsamlegum kjam- orkutilraunum neðanjarðar. Raunar gerðu risaveldin með sér sáttmála í þessa veru í maímánuði árið 1976 en hann hlaut ekki staðfestingu öldungadeildar Bandaríkjaþings líkt og samningurinn um takmarkanir kjamorkutilrauna neðanjarðar, sem gerður var tveimur ámm áður. Loks bendir margt til þess að undirritað verði plagg þar sem tíundaður verði sá árangur sem hingað til hefur náðst í viðræðum um fækkun lang- drægra kjamorkuvopna. Banda- rískir embættismenn hafa hingað til verið tregir til að skjalfesta það sem áunnist hefur en eftir því sem næst verður komist hafa þeir nú fallist á þessa kröfu Sovétmanna. Sjá næstu siðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.