Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAI 1988 Guðrún og Halldór og reiðhestarnir Þráður og Vafi. Ánægjan yfir lömbunum leyndi sér ekki. Heimilisfólkið í Hruna og tíkin Embla. Guðrún og Halldór með börnum sínum Bjarka Gunnari og Nönnu Hlín og bamfóstrunni Lindu Dögg undir ldettunum í Hruna. * " W±;.- Ávy'' ' ‘ 1 fv 1 k-jfcíf; E '.ir koma upp nytjaskógi í landi Hruna því gróður þrífst vel hér. Ég vil rækta mitt eigið grænmeti og nota náttúrulegan áburð af því að ég vil vita hvað ég borða. Fólk er farið að hugsa meira um þessa hluti. Til dæmis eru eggin úr haughænunum hennar Guðrúnar allt öðruvísi en egg úr eggjabúum. Af þeim er allt annað bragð.“ Gott að geta gripið í verk —Hvernig á það saman að sinna prestsstörfum og stunda búskap? „Það á mjög vel saman. Maður sér hlutina í öðru samhengi og allt verður þetta meiri heild þegar hægt er að sjá mannin sem hluta af nátt- úrunni. Það er mikil lífsnautn að vera prestur á svona stað og hafa greiðan aðgang að dýrum og nátt- úrunni. Prestsstarfið felur í sér vinnu við skrifborð innan dyra og mannleg samskipti. Mér þykir því gott að geta gripið í verk. Þetta á betur við mig en að vera bundinn inni á skrifstofu, þó það geti verið ágætt með.“ — Ykkur virðist líka lífið hér? „Já, okkur þykir gott að vera hér. Hér í Hrunamannahreppi er mikil uppsveifla, sem er óvenjulegt til sveita um þessar mundir. Nú er meira að segja svo komið að hús- næðisskortur er á Flúðum. Þar eru nokkrar verksmiðjur auk gróður- húsa, verslunar og ferðamanna- þjónustu. Hér er því nóg að starfa fyrir íbúa hreppsins sem eru tæp- lega 600. Sveitungamir hafa tekið okkur vel og við höfum kynnst fjölda fólks. Preststarf í sveit býður upp á mikil samskipti við fólk, jafnvel meiri en í bæjum. Karlamir segja reyndar að við séum farin að hrósa Hmna- mannahreppi svo mikið að við séum nærri því verri en Hreppamenn sjálfir." Nú er liðið eitt og hálft ár frá því að þau komu að Hmna. Guðrún segir breytinguna gífurlega. „Hér finn ég miklu meira fyrir árstíða- breytingunum og tek eftir öllum breytingum í náttúmnni sem ég gerði ekki þegar við bjuggum í Reykjavík." „Hér sjáum við fallegan fjalla- hring en áður sáum við út í næstu blokk,“ bætir Halldór við. Hann heldur áfram: „Við emm mjög sátt við þessa tilveru. Mynstr- ið í Reykjavík var orðið mjög þreyt- andi. Við unnum bæði úti og dagur- inn byrjaði á því að koma bömunum fyrir og setjast svo inn á skrifstofu og sitja þar allan daginn. Þetta var lítið heillavænlegt fyrir fjölskyldu- lífið.“ Kom í opinbera heimsókn í Hreppana með Vigdísi Eftir að Halldór lauk guðfræði- prófínu lagði hann stund á háskóla- nám í fjölmiðlafræði í Bandaríkjun- um og starfaði um tíma sem blaða- maður og útvarpsmaður. Hann sagði að raunar væri fjölmiðlastarf- ið og prestsstarfíð alls ekki svo ólíkt eins og margir héldu. Fréttamaður- inn kemur upplýsingum á fram- færi, en presturinn boðskap. Hann sagðist hafa farið út í fjölmiðlanám- ið einmitt til þess að geta komið boðskapnum betur til skila. Sumir urðu undrandi þegar Hail- dór ákvað að sækja um sveita- prestakall. Flestir muna eftir Hall- dóri er hann var forsetaritari um rúmlega fímm ára skeið. Mynd af honum komst meðal annars í heims- pressuna þegar hann tók á móti Gorbatsjov fyrir hönd forsetans er hann kom hingað á leiðtogafundinn í október 1986. „Ég hafði líka gaman af starfínu sem forsetaritari," sagði Halldór. „Við kynntumst mörgum í gegnum starfíð sem við höldum ennþá sam- bandi við. Þá eru ferðimar ofarlega í huga, sérstaklega innanlandsferð- imar. Utanlandsferðimar voru í býsna föstum skorðum og gafst sjaldan tækifæri til að skoða sig almennilega um. Aftur á móti sá maður mikið af landinu þegar for- setinn ferðaðist innanlands. Við komum einu sinni í opinbera heim- sókn hingað í sveitina með Vigdísi forseta. Þá gmnaði okkur auðvitað ekki að við ættum eftir að eiga heima hér.“ Ætlaði að verða sveitaprestur „En ég hafði alltaf ætlað mér að fara út í prestskap og hafði meiri áhuga á að starfa í sveit þar sem starfíð er fjölbreytilegra að mínum dómi. í sveitinni er maður ekki bara „helgitæknir", sem sér um kirkjulegar athafnir, eins og einn starfsbróðir minn orðaði það. Presturinn tekur meiri þátt í störf- um fólksins og verður eðlilegur hluti af daglegu lífí þess. Það er útilokað fyrir presta í stórum prestaköllum eins og sums staðar í Reykjavík að kynnast öllum. Hrunakirkja Bjarki og Embla á góðri stund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.