Morgunblaðið - 29.05.1988, Síða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR. 29- MAÍ 1988
FERÐALANGARNIR
Ingvar bflvirki og Hafþór leiðangursstjóri.
Jón kvikmyndastjóri og Bruce flugstjóri.
Guðmundur bílstjóri.
Páll og Þórarinn kvikmyndagerðarmenn.
Arni ljósmyndari.
urðum loks að láta undan þeim
kröfum, þegar hann gat sannað,
að ekki væru aðrir Vestmanneying-
ar í hópnum.
Græjurnar
Við höfðum sett markið á föstu-
daginn 11. september. Þá skyldu
bflamir fullfrágengnir og tilbúnir
til brottfarar.
Það skýtur skökku við, að þjóð-
flokkurinn, sem fyrstur fékk til
umráða akfæran veg á íslandi, skuli
þjást öðrum fremur af jeppaáráttu.
Það verður ekki iitið fram hjá Suð-
umesjunum, þegar finna skal hent-
uga jeppa til að aka öfuga leið yfir
ísland. Tveir bflanna komu því það-
an, aðrir tveir komu úr Reykjavík
og einn frá Egilsstöðum. Samtals
fimm bflar af' gerðunum Nissan
Patrol og Toyota Landkrúser og
Hælúx.
Þetta vom vel búnir bflar, upp-
hækkaðir með spilum, dísilvélum,
flestum hugsanlegum gerðum tal-
stöðva og ýmist giænýir eða svo
dekraðir, að ekki þurfti neinar stór-
breytingar á þeim. Þó þurfti að
taka undan þeim inniskóna og setja
Snæfellsnes. Flugvélin var því rifin
í sundur í snatri í flugskýlinu í
Mosfellssveit og sett á toppinn áður
en haldið var vestur. Ekki bytjaði
það glæsilega.
Eins og nafnið gefur tii kynna
er Öndverðames eins vestarlega á
Snæfellsnesi og landið nær. Þangað
liggur troðningur að gulum leiftr-
andi vita. Nesið tók á móti okkur
með ágripi af íslenskri veðurfræði,
roki, kulda og rigningarúða frá
hafinu.
Við tókum stefnuna 88 gráður i
austur og lögðum af stað. Því aust-
ar, sem leið okkar lá, þeim mun
greinilegri voru ótíðindin. Veturinn
hafði haldið innreið sína strax
fyrstu nóttina og málað fjöllin hvít.
„Reynið ekki að gera áætlanir,
það er ekki hægt á hálendinu," var
sennilega besta heilræðið, sem við
fengum í nestið. Það getur haustað
á vorin og vorað á haustin. í fyrra
hafði sumarið enst fram í nóvem-
ber, nú var veturinn skollinn á 15.
september. Ef snjóað hefði á jöklin-
um væm bflamir allt of þungir.
Vorum við of seint á ferðinni, voru
áætlanir okkar vonlausar? Utlitið
var ekki gott
Þótt enn væri miður september var náttúran orðin vetrarleg þegar komið var upp úr byggð.
f
Martine landfræðingur.
Gunnar bQstjóri.
Bára bústýra.
Siguijón bílstjóri.
Selskapsmærin Valkyija.
í staðinn dekk af stærðinni frá 33
til 40 tommur. Það þurfti að koma
fyrir síma og skiptiborði í samræmi
við tíðarandann og smíða sterkar
grindur fyrir flugvélina ef svo skyldi
fara, að henni þyrfti að kippa á
toppinn. Fjaðrabúnaður var styrkt-
ur, áttavitar og lóranstaðsetningar-
tæki stillt og flugradíó keypt svo
hægt yrði að hafa samband við von
Richthofen. Sá siðastnefndi var í
óðaönn alveg fram á síðustu mínútu
að bæta við eldsneytisgeymum á
fisið, rífa mótorinn í sundur og setja
hann saman aftur og koma fyrir
Gufunesstöð, svona ef allt annað
skyldi bregðast.
Lokaátakið var að kaupa eða
snikja fatnað á mannskapinn, vara-
hluti, mat, sem dygði til jóla og
eldsneyti, sem komið var fyrir á
Hveravöllum og í Nýjadal.
Það fór helgi í þennan lokaundir-
búning og því var það ekki fyrr en
mánudaginn 14. september, sem
við lögðum af stað vel útbúin og
sennilega allt of vel útbúin með
allt frá björgunarvestum til blysa
og með kortabækur, 100 metra
kaðal, linubyssu og logsuðutæki,
planka og drullutjakka. En maður
veit jú aldrei.
Það haustaði snemma í vor
Það var þungbúið, þegar við héld-
um upp, það þungbúið, að Bruce
von Richthofen taldi óráðlegt að
leggja fljúgandi af stað vestur á
Við lögðum á ráðin í heita pottin-
um á Húsafelli um kvöldið. Það
yrði að létta bflana, að minnsta
kosti að losa þá við flugvélina. Um
nóttina var henni því raðað saman
á ný.
Veður hafði ekkert breyst um
morguninn, milli skúra gátum við
þó reynt flugvélina og komið henni
í loftið. Hún var tilbúin, en við
ákváðum að biða til næsta dags í
von um að aðstæður skánuðu til
ferðar yfir Langjökul.
Á föstudagsmorgni eru aðstæður
ekki betri, en tíminn leyfir ekki
lengri bið. Við verðum að leggja
af stað upp Kaldadal í snjóhvítri
þoku. Hafþór er fremstur. Þegar
hann hefur lagt að baki brú, sem
verður á vegi okkar, týnir hann
veginum, bfllinn hallast, skellur á
hliðina og síðan á toppinn. Þakið
leggst saman og húddið einnig, loft-
netaskógurinn kubbast f sundur og
Hafþór skríður út með brotna öxl.
Bfllinn er greinilega stórskemmdur
og ég kemst að þeirri niðurstöðu í
þokunni, að leiðangrinum sé lokið.
Ég kynni sárþjáðum leiðangurs-
stjóranum þessa skoðun mína.
Hann var að ljúka við að velta fyr-
ir sér bflnum í orðsins fyllstu merk-
ingu, samt lítur hann á mig furðu
lostinn. En áður en hann nær að
svara mér, sviptir Langjökuii af sér
þokunni. Það er brostið á snarvit-
laust sólskin.
Textí: Jón Björgvinsson
Myndir: Ámi Sæberg