Morgunblaðið - 29.05.1988, Blaðsíða 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1988
TOM SELLECK
Erfitt hlutskipti
að vera kyntákn,,
Selleck ásamt
meðleikurum
sínum í Magn-
um P.I., þeim
Larry Manetti
og Roger Mos-
ley.
Stór, dökkhærður og bangsaleg-
ur bandarískur leikari með mik-
ið yfirvaraskegg." Eitthvað á þessa
leið er Tom Selleck lýst í einu upp-
flettiritinu um kvikmyndaieikara,
og þykir mörgum lýsingin eiga
nokkuð vei við.
Tom Selleck hefur stundum verið
kallaður „hinn nýi Clark Gable
Hoilywood", og víst er að hin tlu
þúsund aðdáendabréf, sem hann fær
í viku hverri, undirstrika vel þær
vinsældir sem hann nýtur á meðal
almennings. Hann var eit sinn kos-
inn kynþokkafyllsti karimaður í
heimi, og fyrir leik sinn í sjónvarps-
þáttunum „Magnum P.I.“ fær hann
meira en tvö hundruð milljónir króna
á ári hveiju. Hann hefur einnig leik-
ið fáein hlutverk harðjaxla í kvik-
myndum sem notið hafa nokkurra
vinsælda, en mestrar hylli á þeim
vettvangi hefur hann samt notið
fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Þrír
'menn og bam“, sem sýnd hefúr
verið hér á landi við geysimikla
aðsókn.
í raunveruleikanum er Tom
Selleck frekar þögull, hæverskur og
ja&vel feiminn maður. Hann á
stundum erfítt með að koma fyrir
sig orði, en tjáir sig þó á fágaðan
og sannfærandi hátt.
„Ég hef aldrei verið mikið fyrir
að láta á mér bera,“ viðurkennir
Tom Selleck, „Og það er erfitt hlut-
skipti að vera talinn kyntákn. Þegar
aðdáendumir þyrpast að, þá reyni
ég alltaf að leita að nálægustu und-
ankomuleið."
Selleck er fæddur 29. janúar 1945
í Detroit. Hann er sonur fasteigna-
’sala, og ólst að mestu leyti upp í
Los Angeles, þar sem hann ieitaði
eftir frama sem hafnaboltaleikari,
en fékk skólastyrk við háskólann í
S- Kalifomíu fyrir getu sína í körfu-
knattleik. Ekki sóttist honum námið
við háskólann vel, og hætti hann
fljótlega og fór að reyna fyrir sér
sem fyrirsæta í sjónvarpi, en leiklist-
arferil sinn hóf hann með því að
leika í sjónvarpsauglýsingum. Hann
komst síðan á samning hjá kvik-
myndaveri, og fékk nokkur minni-
háttar hlutverk í fyrstu.
Það var ekki fyrr en eftir að hann
hafði leikið í sjónvarpsmynd með
James Gamer, að raunverulegur
ferill hans hófst. Farið var að gera
sérstaka sjónvarpsþætti um persón-
una sem hann lék í þessari mynd,
en það var einmitt einkalögreglan
Magnum. Samstundis nutu þættim-
ir geysiiegra vinsælda, og Tom
Selleck varð stjama á einni nóttu.
Til þess að vinna að þáttunum, sem
nú hafa verið framleiddir í átta ár
samfleytt, þá varð Selleck að hafna
aðalhlutverkinu í „Leitinni að týndu
örkinni", ásamt aðalhlutverkum í
ýmsum öðmm kvikmyndum. Hann
lék þó í þremur kvikmjmdum, þegar
því varð við komið vegna sjónvarps-
þáttanna, en engin þeirra náði þó
verulegum vinsældum.
Það var ekki fyrr en í Kvikmynd-
inni“Þrír menn og bam“, sem það
kom greinilega í ljós að hann hafði
alla þá hæfíleika sem þarf til að
prýða stjömu á breiðtjaldinu.
„Ég held að þetta hafí verið mitt
besta hlutverk til þessa. Það er í
rauninni ekki hægt að leika á móti
smábami, heldur verður maður bara
að sjá hvað skeður og bregðast síðan
við því,“ segir hann.
Tom Selleck á einn stjúpson frá
Tom Selleck ásamt Jillie Mack eiginkonu sinni.
Hér er Tom
Selleck í hlut-
verki sfnu í
kvikmyndinni
vinsælu „Þrír
menn og bam“.
hjónabandi sínu með leikkonunni
Jacki Ray, en á einnig von á erf-
ingja með núverandi eiginkonu
sinni, sem heitir Jillie Mack og var
dansari í söngleiknum „Cats“. Henni
giftist hann á síðastliðnu ári, en þau
hittust fyrst í London árið 1983.
Tom Selleck er á móti eiturlyfja-
neyslu og fóstureyðingum, og er
mikill aðdáandi Reagans forseta.
Aðal áhugamálið er hafnabolti.
„Þær fáu frístundir sem ég á í
einkalífinu nota ég í rólegheitum,
og dunda þá helst við það að smíða
húsgögn og gera upp antíkhús-
gögn,“ segir kyntáknið Tom Selleck.
MYNDLIST
Tolli heldur einka-
sýningu í Kóreu
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
Þoriákur Kristinsson, myndlistamaður.
of Al*p|f 809 -g-H [^i
MniEWIH HHH'fsJHS
«b SH.M e «. «•«■«« MVIH'WNU
hhs»h».*h««*#hss »s nmiiu.HUH
*** ■ ♦*! H> MH 4SM
*«■ ftoe ». sooo.
“*"'••• ■**•" »«wt* •*« «•*•» *■«•«■ •**«>■
1:*." I2**1 *’,*° "*" ,a « •>i*** ■* ««• sas m*
«•« ■•.•*•>» Mis ... a.i. «■• ni|. *U1HU •
*•• ■• ■••■ • •■««•■■'-
•a« ***•• rra.
—lml imtaamm.
•n HMI ■■.■•in*
*****•«••>***---
“*• «»««.
•nou* *• .«•«•• •*•. ‘V
Umfjöllunin í kóreska dagblaðinu um væntanlega
einkasýningu Tolla f Seoul.
Nýlega barst Fólki í fréttum í
hendur dagblað frá Seoul í
S-Kóreu, og þar sem ekki fór á
milli mála, að í þvi var ljósmynd af
málverki eftir mjmdlistamanninn
Tolla (Þorlák Kristinsson), ásamt
einhverri umfjöllun um listamann-
inn, þá vakti það óneitanlega for-
vitni um það, hvað væri þama á
seyði.
Að lokinni nákvæmri textarýni
með aðstoð sérfræðinga kom í ljós,
að listamaðurinn er að fara að opna
málverkasýningu í Seoul á hausti
komanda. Að fengnum þessum upp-
lýsingum þótti ærin ástæða til þess
að hafa samband við Tolla sjálfan,
og inna hann eftir nánari upplýsing-
um um þennan viðburð.
„Þetta er einkasýning sem ég
held þama í miðborg Seoul, í gall-
eríi sem heitir Yoon, og leggur
megináherslu á að sýna framsækna
nútímalist, og þá helst eftir kóreska
listamenn," sagði Tolli. „Sýningin
kemur til með að standa frá 14.-23.
september í haust, og er búin að
eiga sér langan aðdraganda, eða
næstum því fjögur ár, en að baki
svona nokkru liggur alltaf geysileg
undirbúningsvinna. “
Aðspurður sagði Tolli, að ekki
væri neitt samband á milli mál-
verkasýningarinnar og ólympíuleik-
anna, en setningarathöfn þeirra
verður einmitt í Seoul þann 17. sept-
ember. Það væri einungis tilviljun
að svo hitti á, að þessa tvo merki-
sviðburði bæri upp á sama tíma.
Þar sem þetta er að öllum líkind-
um í fyrsta skipti, sem íslensk menn-
ing er kynnt í Kóreu, þá vakna
spumingar um það, hvemig það
hafí komið til að Tolli sýnir málverk
sín þar.
Ástæðuna sagði hann fyrst og
fremst vera þá, að um langt skeið
hafi hann haft nána samvinnu við
kóreskan mjmdlistamann að nafni
Bong Kyou-In, sem var samtímis
honum á listaskóla í Vestur-Berlín,
og hefðu skapast sambönd í Seoul
fyrir hans tilstilli. Þeir félagar hafa
sýnt saman víða um heim, til dæm-
is í Frakklandi, Þýskalandi og víðar,
en Bong Kyou-In mun halda einka-
sýningu hér á landi í sumar.
Sagði Tolli að kóreskir listamenn
væru í nánum tengslum við fram-
sækna listamenn á vesturlöndum,
þar sem þeir hafá margir hveijir
stundað nám þar, og áhugi fyrir
framsækinni list væri talsverður í
S-Kóreu, eftir því sem hann best
vissi.
Síðustu einkasýningu sína hélt
Tolli á Sauðárkróki í mars síðast-
liðnum, og er óhætt að segja að það
sé stórt skref stigið frá Sauðárkróki
til Seoul.