Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 B 7 HVAÐ ERAÐ GERAST? og eina í Reykjavík. Auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum á Akureyri, Húsavík og í Reykjavík. Á listkynningunni eru 12 verk, 5 akrílverk unnin á striga og 7 teikningar með bleki á pappír. Verkin eru öll unnin á árunum 1987 og 1988. Kynningin er í Alþýðubankanum á Akur- eyri Skipagötu 14og lýkur 1. júlí. Gallerí Allrahanda Akureyri Gallerí Allrahanda er til húsa að Brekku- götu 5 á Akureyri. Þar er opið á föstudög- um eftir hádegi og á laugardögum fyrir hádegi. Galleríið er á efri hæð og eru þar til sýnis og sölu leirmunir, grafík, textíl-verk, silfurmunir, myndvefnaður og fleira. Ferðalög Upplýsingamiðstöð Upplýsingamiðstöð ferðamála er með aðsetur sitt að Ingólfsstraeti 5. Þar eru veittar allar almennar upplýsingar um ferðaþjónustu á (slandi. Opið er mánu- daga tilföstudaga kl. 8.30-19.00, laugar- daga kl. 8.30-16.00 og sunnudaga kl. 10.00-14.00. Síminn er 623045. Útivera Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana Nú í Kópavogi verður laug- ardaginn 11. júní. Lagt veröur af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Markmið göngunnarersamvera, súrefni og hreyf- ing. Nýlagað molakaffi. Allireru velkomnir. Útivist Á sunnudaginn verður fyrsta dagsferð sumarsins í Þórsmörk. Lagt verður af stað kl. 8 og stansað í Mörkinni 3-4 klst. Sama dag veröur 15. ferð strand- göngunnarílandnámi Ingólfs. Kl. 10.30 verður gengiö frá Stóru-Sandvík að Há- leyjabungu. Kl. 13.00 verðurgengiðfrá Valahnúk að Háleyjabungu. Brottför frá BSl, bensínsölu (í Hafnarfirði við Sjó- minjasafnið 15 mín. síðar). Helgarferðir eru í Þórsmörk og til Vestmannaeyja. Ferðafélag íslands Helgarferð til Þórsmerkur verður farin á föstudagskvöld. Laugardaginn 11. júní kl. 09 veröurfarin dagsferð um söguslóö- ir Njálu. Dr. Haraldur Matthíasson rifjar upp Njálu fyrir þátttakendur og sögustað- ir verða heimsóttir. Tvær gönguferðir verða sunnudaginn 12. júní, sú fyrri kl. 10 og er þá gengin gömul þjóðleið um Leggjabrjót frá Svartagili í Þingvallasveit í Botnsdal. Gangan tekur 6-7 klst. Kl. 13 sama dag er gengið að hæsta fossi landsins, Blym í Votnsdal. Miðvikudaginn 15. júníersíðasta, ókeypis, kvöldferðin í Heiðmörk og er brottför kl. 20 frá Um- ferðarmiðstöðinni. Viðeyjarferðir Hafsteinn Sveinsson er með daglegar ferðir út í Viöey og um helgar eru ferðir allan daginn frá kl. eitt. Kirkjan í Viðey er opin og veitingar fást í Viðeyjarnausti. Bátsferðin kostar 200 krónur. Hreyfing Keila í Keilusalnum i Öskjuhlið eru 18 brautir undir keilu. Á sama stað er hægt að spila billjarð og pínu-golf. Einnig er hægt að spila golf í svokölluðum golfhermi. Sund í Reykjavík eru útisundlaugar í Laugar- dal, við Hofsvallagötu og við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Einnig eru útisund- laugar á Seltjarnarnesi, á Varmá og við Borgarholtsbraut i Kópavogi. Innisund- laugar á höfuðborgarsvæðinu eru við Barónsstíg og við Herjólfsgötu í Hafnar- firði. Opnunartima þeirra má sjá i dag- bókinni. Ýmislegt Rútudagur — BSÍ Umferðarmiðstöðin gengst fyrir Rútudegi laugardaginn 11. júni. Þar fer fram ferða- . -fc, EF ÉG VÆRI ÞÚ í tengslum vlð Llstahátfð sýnlr ÞjóðlelkhúslA á litla svlð- Inu nýtt fslenskt verk eftir Þorvarð Helgason, Ef ág vasri þú, f leikstjórn Andrósar Slgurvinssonar. Ef ég v»ri þú eru sögur nokkurra kvenna sem sagðar eru f þremur samtengdum myndum. Upphaflega var verkið fjórlr einþáttungar frá hendi höfundar, en elnn þátturinn er f uppsetnlngu Andrósar notaður sem forlelkur, mllli- kaflar og eftirleikur. Þmttirnlr heita: Morgunleikfimi, Mors et vlta, Tvftal eftlr náttmál og Geirmundur Hrafn Karlsson. í hverjum þmtti fara tvmr leikkonur með aðal- hlutverkln. kynning og rútusýning og eru það um 30 aðilarsem kynna starfsemi sína. Rútu- dagurinn hefst kl. 10og stendurtil kl. 18. Fjöldi skemmtiatriöa verða og má þar meöal annars nefna að Jón Páll dreg- ur rútu og Sykurmolarnir koma fram. Bíóin í borginni BÍÓBORGIN Björgum rússanum ★ ★ Mynd um vináttu skipreka rússa og þriggja, amerískra stráka, kem- ur á hárréttum tíma þíðu í samskift- um stórveldanna. Boðskapurinn um vináttu og bræðralag þjóðanna er skýr en melódramað heldur útblásið og væmið. — ai. Veldi sólarinnar ★ ★ ★ Framsækin og metnaðarfull, en Spielberg kannski fullhátíðlegur á hæstu nótunum. Konfekt fyrir aug- að — síður eyrað — og hinn ungi Christian Bale er eftirminnilegur í erfiðu aðalhlutverki. Mynd fyrir vandláta. — sv. Sjónvarpsfréttir ★ ★ ★ '/2 Einstaklega skemmtileg og mein- fyndin rómantísk gamanmynd um fólk í sjónvarpsfréttum þar sem meiru máli skiptir að velja rétt bindi við jakkafötin en skrifa góða frétt. Holly Hunter, William Hurt og Al- bert Brooks fara á kostum og James L. Brooks leikstýrir af smekkvísi, skynsemi og hugsun sem er sannar- lega dýrmæt í því skelþunna skemmtanafári sem imbinn heldur sífellt að fólki. — ai. Fullt tungl ★ ★ ★ Töfrandi rómantísk gamanmynd frá Norman Jewison með Cher í aðal- hlutverkinu. Myndin fjallar um Ást- ina með stórum staf og Cher er ómótstæðileg. — ai. HÁSKÓLABÍÓ Einskis manns land ★ ★ Athyglisverður smákrimmi sem nær sér á strik í atriðum sem sýna kvöl þess sem finnur jörðina brenna undir sér á einskismannslandi. Din- tótt, endaslepp, en ber leikstjóran- um þess glöggt vitni að hann á eftir að gera betur. — sv. STJÖRNUBÍÓ Að eilífu? ★ ★ Unglingar verða foreldrar, sem skapar bæði unglinga- og foreldra- vandamál eins og gengur. Rokkí og karate leikstjórinn John G. Avildsen tekur sér frí frá hasarnum til að Qalla um mannlegar tilfinn- ingar og vandamál og Molly Ring- wald stendur sig vel í óskahlut- verki. — ai. Dauðadansinn ★ ★ V2 Norman Mailer hefur grimmt gam- an af að filma sína eigin skáldsögu með Ryan O’Neal í kynlífs- og morðmálum í þungskýaðri sveit- inni. Sannarlega kjaftshögg á amerískan hversdagleika. — ai. Illur grunur ★ ★ ★ Hæggeng á köflum og rokkar á milli drama, spennu og ástarsögu, en kostir hennar sem spennumynd- ar hafa vinninginn. — sv. BÍÓHÖLLIN Lögregluskólinn 5 ★ Lögregluskóla-myndirnar eru fyrir krakka sem finnst það fyndið ef einhver missir niður um sig bræk- umar. Húmorinn er ræfilslegur og leikurinn skrípalegur en vinsældim- ar ótrúlegar. — ai. Baby Boom ★ ★ ★ Ágæt siðfræði inn við beinið, þó er eins og allir viðkomandi séu með glýju í augum yfir bandaríska gróðadraumnum. En ádeilan á mannlega þáttinn nær í gegn, ekki síst fyrir sannfærandi kraft stór- leikkonunnar Diane Keaton, og Sam Shepherd stendur orðið fyrir hinn sanna bandaríska bústólpa. — sv. Þrír menn og barn ★ ★ ★ Þrír piparsveinar taka að sér sex mánaða gamla stúlku í þessari bráðskemmtilegu og indælu gam- anmynd sem byggð er á frönsku myndinni „Trois hommes et un couffin". Tom Selleck er senuþjóf- urinn. — ai. Aftur til baka ★ V2 Döngunarlítill draugagangur þar sem handritshöfundar koma öllu í algjörar ógöngur. Heldur veikburða leikhópur kann fátt til bjargar. — sv. Fyrir borð ★ ★ V2 Létt, brosleg en vantar sterkari brodd. Hawn er ætíð skemmtileg á að horfa, en mætti að ósekju vera kröfuharðari á handritin. — sv. Hættuleg fegurð ★ ★ ★ Formúlan gengur fimavel upp, ekki síst fyrir tilstuðlan Whoopi Gold- bergs sem á hér sinn langbesta gamanleik. — sv. Spaceballs ★ ★ ★ Mel Brooks gerir grín að stjömu- stríðs- og öðmm geimvísindamynd- um, framhaldsmyndum, leikfanga- gerð og sölubrögðum í Hollywood á sinn frábærlega geðveikislega máta. — ai. REGNBOGINN Lúlú að eilífu ★ ★ Dularfullt púsluspil sem engan veg- • inn gengur upp. Schygulla er fuil armæðuleg í aðalhlutverki en marg- ar uppákomurnar ganga upp og eru skemmtilega grá- glettnar. Best tekst kvikmyndagerðarfólkinu upp í meinháðsku atriði þegar átómatí- skar metsölu „skáldkonur", a la Steel, Krantz, Collins og Co em teknar á beinið. — sv. Hann er stúlkan mín ★ Brendan Behan orti „því hver er hvað og hvað er hver“ o.s.frv., en hér em hvorki hann né Billy Wilder á ferðinni. Lunkin hugmynd leysist upp í geyspa. — sv. Sumarskólinn ★ V2 Carl Reiner hefur verið skemmti- legri og fijórri en í þessari sumar- mynd um leikfimikennara sem verð- ur að kenna enska málfræði á sum- amámskeiði. Fátt fyndið en margt kjánalegt. — ai. Hetjur himingeimsins ★ Að slepptum hriplekum söguþræði, síðustu mínútunum og Dolph Lund- gren í hlutverki Garps, má hafa gaman af Mattel-leikföngunum. — ai. Síðasti keisarinn ★ ★ ★ V2 Epískt stórvirki. Efnið og kvik- myndagerðin með ólíkindum margslungin. Síðasti keisarinn er næsta óaðfinnanleg að allri gerð og hefur kvikmyndaárið 1988 með glæsibrag. — sv. Metsölubók ★ ★ Brian Dennehy og James Woods eru ólíkir en góðir saman í þessari Wambaugh-legu félagamynd. Vondi gæinn á líka að vera góði gæinn en það gengur ekki upp í þessu tilfelli. Victoria Tennant er algjörlega .út á þekju. — ai. LAUGARÁSBÍÓ Martröð um miðjan dag ★ Einskonar nútímavestri, kryddaður yfirgengilegu ofbeldi og gæti verið framleiddur af Libby’s, slíkur er tómatsósuausturinn! Útbrunnir leikarar í engu stuði en furðu góð- um átakaatriðum bregður fyrir. — sv. Aftur til L.A. ★ ★ Cheech Marin sýnir á sér glænýja hlið vímulausra elskulegheita í þess- ari að mörgu leyti ágætu gaman- mynd um ólöglega innflytjendur í Mexíkó. Marin er þokkalegur leik- ari og það má hafa gaman af mynd- inni hans. — ai. Hárlakk ★ ★ V2 Óvenju háttvís Waters í dansmynd frá sjöunda áratugnum. Eftirsjá og meinfyndni dæmafáss kvikmynda- gerðarmanns, sem nú verður að líkindum farið að taka alvarlega. — sv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.