Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 2
2 B
fttsrgmiftlðMft /ÍÞRÓTTIR ÞRIDJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988
Gunnar Jónsson
mHÉWF
FOLX
■ STEINAR Adolfsson, leik-
maðurinn efnilegi hjá Val og Arnar
Bjarnason, leikmaður með KA,
skoruðu sín fyrstu mörk í 1. deildar-
keppninni í gærkvöldi.
I GUÐJON Þórðarson, þjálfari
KA, klæddist búningi Akureyrar-
liðsins í fyrsta skipti í gærkvöldi.
Guðjón, sem kom inn á sem vara-
maður rétt fyrir
SigmundurÓ. leikslok gegn Völs-
Steinarsson ungum, lék alls 212
tóksaman j deiidarleiki fyrir
Skagamenn -
síðast 1986. Guðjón lék fyrst með
Skagamönnum fyrir sextán árum,
1972.
■ GUNNAR Jónsson kom
Skagamönnum á bragðið gegn
Víkingum. Það voru þá liðin sjö
ár síðan hann skoraði síðast fyrir
Skagamenn - í leik gegn Þór,
1981. Gunnar var markahæsti leik-
maður Skagamanna það ár, með
7/1 mörk.
I ÞAÐ má fara allt aftur til
annarar umferðar 1987, til að sjá
að Valsmenn hafi skorað meira en
þijú mörk í leik. Þá unnu þeir stór-
sigur, 7:1, yfir Keflavíkingum.
■ HLYNUR Birgirsson varð
fyrstur Þórsara til að skora mark
gegn Valsmönnum í Reykjavík í
sjö ár. Bjarni Sveinbjömsson
skoraði síðast, 1981, þegar Þórsar-
ar máttu þola stórtap, 1:6. Til gam-
ans má geta að Hilmar Sighvats-
son, sem skoraði mark gegn Þór
í gærkvöldi, skoraði einnig gegn
Þór, 1981.
1
Jón Gunnar Borgs
■ JÓN Gunnar Bergs skoraði
sitt fyrsta mark fyrir Val í sex ár
í 1. deild, þegar hann skoraði
stórglæsilegt mark gegn Þór í
gærkvöldi. Jón Gunnar skoraði
síðast gegn ísafirði 1982. Hann
gekk síðan til liðs við Breiðablik
og skoraði tvö mörk í 1. deild fyrir
Biikana 1984.
■ GUNNAR Jónsson setti
fímmtugasta markið í 1. deild í ár,
þegar hann skoraði fyrsta mark
Skagamanna gegn Vikingum.
■ SNÆVAR Hreinsson, leik-
maður Völsungs, varð fjórði leik-
maðurinn í 1. deild í sumar, til að
vera rekinn af leikvelli. Snævar
fékk einnig að sjá rauða spjaldið í
fyrra, eins og þeir Pétur Péturs-
son, KR, Daníel Einarsson,
Keflavík og Kristján Olgeirsson,
Völsungi, sem hafa fengið að sjá
„rautt" í sumar.
KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD (SL-DEILD)
Islandsmeistaramir í
gang í síðari hálfleik
Draumur Þórsara að vinna Val loks í Reykjavík varð að engu
VALSMENN sýndu mikinn
styrk, seiglu og kraft er þeir
unnu ekki aðeins upp tveggja
marka forskot Þórs frá því í
fyrri hálfleik heldur bættu um
betur og sigruðu örugglega
með tveggja marka mun. Þar
með gerðu Valsmenn draum
Þórsara um að vinna Val í
Reykjavík að engu, en Þór hef-
ur aldrei unnið Val í Reykjavík
frá því þeir léku fyrst í 1. deild
1978.
Þórsarar voru mun betri í fyrri
hálfleik, börðust vel og náðu
mörgum ágætum sóknum. Sérstak-
lega upp kantana þar sem vamar-
^■■■■1 menn Vals voru oft
Vatur sofandi á verðinum.
Jónatansson Fyrsta marktæki-
skrifar færi Þórs kom á 8.
mínútu er Guð-
mundur Valur komst einn í gegn
en skaut beint í fangið á Guðmundi
markverði.
Hlynur meðtvö
Síðan var komið að kafla Hlyns
Birgissonar. Hann kom Þór yfír á
32. mínútu er hann skoraði með
viðstöðulausu skoti eftir að hafa
fengið boltann út við markteig
hægra megin frá Siguróla. Hann
bætti síðan öðru marki við fyrir
leikhlé og var það sannkallað
draumamark. Hann fékk boltann
rétt fyrir utan vítateig Vals lék á
vamarmann og skoraði með ban-
anaskoti uppundir vinkilinn hægra
megin. Þess má geta að þetta eru
fyrstu mörkin sem Þór nær að skora
gegn Valsmönnum í Reykjavík
síðan 1981.
Valsntenn yflrspiluðu Þórsara
í sfðari hálfleik
Það var eins og annað Valslið léki
síðari hálfleik. Það hreinlega yfír-
spilaði Þórsara, sem virtust ekki
þola mótspymuna og má segja að
þeir hafi grafíð sína eigin gröf með
lélegum vamarleik.
Steinar Adólfsson skoraði eftir að-
eins fimm mínútur sitt fyrsta mark
í 1. deild. Hann fékk sendingu frá
Val Valssyni inn fyrir vöm Þórs
og afgreiddi boltann snyrtilega í
homið fjær af stuttu færi.
Hilmar Sighvatsson jafnaði fyrir
Val úr vítaspymu sem dæmd var á
Nóa Bjömsson er hann fékk boltann
í hönd eftir skalla frá Jóni Gunnari
Bergs.
Valur-Þór
4 : 2
Valsvöllur, Í8land8mótið - 1. deild,
mánudaginn 13. júní 1988.
Mörk Vals: Steinar Adólfsson (50.),
Hilmar Sighvatsson (66. v.), Ingvar
Guðmund88on (72.) og Jón Gunnar
Begs (88.).
Mörk Þóra: Hlynur Birgisson (32. og
41. mín.).
Gult spjald: Ekkert.
Dómari: Guðmundur Stefán Marías-
son 7.
Línuverðir: Þórður Ólafsson og Sveinn
Sveinsson.
Áhorfendur: Fékkst ekki upp gefið.
Lið Vals: Guðmundur Baldursson,
Þorgrímur Þráinsson, Siguijón Kristj-
ánsson, Magni Blöndal Pétursson, Jón
Grétar Jónsson (Jón Gunnar Bergs vm.
61. mín.), Steinar Adólfsson, Guðni
Bergsson, Hilmar Sighvatsson, Valur
Valsson, (Baldur Bragason vm. 80.
mín.), Ingvar Guðmundsson, Tryggvi
Gunnarsson.
Lið Þóre: Baldvin Guðmundsson, Birg-
ir Skúlason, Nói Bjömsson, Kristján
Kristjánsson (Páll Gíslason vm. 70.
mín.), Einar Arason, Halldór Áskels-
son, Júlíus Tryggvason, Siguróli Kristj-
ánsson (Sveinn Pálsson vm. 51. mín.),
ólafur Þorbergsson, Hlynur Birgisson.
LEIKMAÐUR HELGARINNAR
Steinar Ingimundarson
„STEINAR er dæmigerður
skorari, þefar uppi öll mark-
tækifæri og skorar grimmt.
Hann hefur staðið sig vel með
Leiftri og er verðugur leik-
maður helgarinnar, sagði Lár-
us Loftsson, þjálfari U-16 og
U-18 landsliðanna, um Stein-
ar Ingimundarson.
Steinar, sem er 19 ára, hóf
að leika með Leiftri í 2. deild
í fyrra, en lék einn leik með KR í
1. deild árið áður. í yngri flokkun-
um var hann jafnan markakóngur
og hann heldur uppteknum hætti
Steinar Inglmundarson.
með Leiftri — hefur gert öll mörk
liðsins í 1. deild.
„Það var sterkur leikur hjá Stein-
ari að fara til Leifturs. Hann var
fastamaður i landsliðinu skipað
leikmönnum 16 ára og yngri, en
síðan kom lægð og því þurfti hann
að fara til annars félags til að
rífa sig upp, sem hann hefur nú
gert.
Eg hef mikla trú á Steinari. Hann
hefur öðlast mikla reynslu með
Leiftri, vill standa sig og á örugg-
lega eftir að koma inn í tuttugu
og eins árs landsliðið fyrr en
seinna," sagði Lárus.
Morgunblaðid/Július
í Ieiknum í gærkvöldi. Það Birgir Skúlason, hinn eitilharði vamarmaður Þórs,
Tryggvl Gunnarsson með knöttinn
sem sækir að honum.
Ingvar Guðmundsson kom Vals-
mönnum yfír með marki frá víta-
teig eftir að boltinn hafí borist út
til hans úr þvögu við Þórsmarkið.
Jón Gunnar Bergs gerði svo útslag-
ið er hann skoraði stórglæsilegt
mark rétt fyrir leikslok. Hann fékk
sendingu frá Siguijóni frá hægri inn
í vítateiginn tók boltann snyrtilega
niður, snéri sér við og þrumaði efst
í homið fjær. Sannarlega góður
endir á góðum hálfleik íslands-
meistaranna.
„Þetta var kaflaskiptur leikur. Fyrri
hálfleikur var mjög slakur að okkar
hálfu, leikmenn vora sofandi og
Þórsarar nýttu sér það. Síðari hálf-
leikur var allur annar og er ég
mjög ánægður með hann. Ef við
leikum næstu leiki eins og í síðari
hálfleik óttast ég ekki úrslitin,"
sagði Hörður Heigason, þjálfari
Vals.
„Við misstum tökin á þessu í seinni
hálfeik. Fengum á okkur tvö klaufa-
mörk strax í byijun og náðum ekki
að vinna okkur út úr því. En við
eram alls ekki búnir að segja okkar
síðasta, við fengum ekki nema þijú
stig úr fyrstu fjóram leikjunum í
fyrra og þetta getur ekki farið nema
upp á við úr þessu,“ sagði Nói
Bjömsson, fyrirliði Þórs.
P
Steinar Adólfsson, Val, Hilm-
ar Sighvatsson, Val, Ingvar
Guðmundsson, Val, Jón
Gunnar Bergs, Val, Hlynur
Birgisson, Þór, Birgir Skúla-
son, Þór.