Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 7

Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 7
jBorsnnÞfatiia /ÍÞRÓTTtR ÞRWJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 B 7 Ruud Gullit. Gullit dýrasti knatt- spymu maður Evrópu HOLLENDINGURINN Ruud Gullit, sem leikur með AC Mflanó, er talinn dýrasti knattspyrnumaðurinn, sem tekur þátt í Evrópukeppni landsliðs í V-Þýskalandi. Hann er metinn á 560 millj. ísl. króna. Spánveijinn Emilio Butragueno, sem leikur með Real Madrid, er næstur á blaði - þessi 24 ára sóknarleik- maður, er metinn á 459 millj. kr. ftalinn Gianiuca Viaili, sem leikur með Sampdoría, er metinn á 439 millj. kr. Þetta kemur fram í Sport-Bild. í grein sem ítalinn Antonio Cali- endo, sem hefur mjög góð sam- bönd hjá ítölskum félögum, skrifar. Spánveijinn Michel, sem skrif- aði undir nýjan átta ára samning við Real Madrid, sama dag og Spánveijar unnu Dani, er í fímmta sæti á listanum yfir tutt- ugu dýrustu knattspymumenn- ina. Hann er metinn á 304 millj. kr. í fimmta sæti kemur Ronald Koeman, vamarleikmaðurinn skotfasti hjá Eindhoven, sem er metinn á 304 millj. kr. Félagi hans Gerald Vanenburg er metinn á 189 millj. kr., eins og Olaf Thon, Bayem Munchen og Sovétmennirnir Sawarow, Protassow og Belanow, sem leika allir með Dynamo Kiev. Jttrgen Klinsmann hjá Stuttg- art, er metinn á 162 millj. kr. Gary Lineker, Barceiona, JUrgen Kohler, Köln, Johnny Bosman, Meeelen, Marco van Basten, AC Mílanó og Woif- gang Rolff, Leverkusen, eru metnir á 141 millj. kr. John Bames, Liverpool, er metinn á 117 millj. kr. og þá koma Winter, Ajax og danski leikmaðurinn Flemming Povls- en, Köln, sem em metnir á 94 millj. kr. í tuttugusta sæti kem- ur Irinn David Kelly, Walsall, sem er metinn á 67 millj. kr. WM Reuter Rasmussen varði vítaspyrnu og fékk svo á sig klaufamark Spánverjar skoruðu mjög umdeilt rangstöðumark stemmningin er ekki eins mikil og áður. Sören Lerby, Michael Laud- rup, Morten Olsen og Preben Elkjær Larsen leika ekki eins vel og þeir gerðu í Evrópukeppninni í Frakkl- andi og heimsmeistarakeppninni í Mexikó," sagði Ottó Rehhagel, þjálfari v-þýska meistaraliðsins Werder Bremen. Munoz ánægður „Við lékum vel gegn Dönum," sagði Miguel Munoz, þjálfari Spánverja, sem var mjög ánægður með leikinn. Þegar hann var spurður um rang- stöðumark Butragueno, sagði hann: „Ég sá ekki að hann hafi verið rang- stæður. Þið verðið að spyija línu- vörðinn. Markið var gullfallegt.“ „Erum ekki með eins gott líð ogáðuri* „Þegar ég sá atvikið í sjónvarpinu, þá sá ég að Butragueno var allt að tveimur metrum fyrir innan vöm okkar þegar hann fékk knöttinn. Hann var rangstæður. Það eru dómarinn og línuverðimir sem dæma. Við tökum þessu mótlæti eins og sannir íþróttamenn. Við getum ekki breytt dómum eftir á,“ sagði Sepp Piontek, þjálfari danska landsliðsins, sem var ekki ánægður eftir leikinn. „Leikmenn mínir léku ekki eins og ég óskaði eftir fyrir leikinn. Þeir voru ekki nægilega klókir. Við vorum með leikinn í okkar höndum fyrstu tuttugu mín., en féllum einu sinni ofan í gömlu í gryfjuna - sofnuðum á verðinum í sóknarákafanum og Spánveijar bmnuðu fram í skyndisókn og skor- uðu mark í sinni fyrstu sókn. Ég er ósáttur við úrslitin. Það hjálpar ekkert að segja að leikurinn hefði átt að enda með jafntefli. Við verðum að horfa í augu við það að við erum ekki með eins gott lið núna og við vorum með í Mexikó fyrir tveimur árum og í Evrópu- keppninn í Frakklandi fyrir fjórum árurn," sagði Sepp Piontek. Markið umdeilda Emilio Butragueno sést hér senda knöttinn fram hjá Throel Rasmussen, markverði Dana. Butragueno var greinilega rang- stæður þegar hann fékk knöttinn. „Verðum með í baráttunni" Frank Stapleton, fýrirliði Irlands, var fjallhress eftir sigurleikinn gegn Englandi. „Við verðum með í baráttunni um Evrópumeistar- attitlinn. Fyrir EM voru við ekki nefndir á nafn þegar rætt var um þá sem væru sigurstranglegastir," sagði Stapleton, sem á við meiðsli að stríða á læri. írar leika gegn Sovétmönnum á morgun. „Við erum bjartsýnir fyrir leikinnm, því að við höfum náð góðum árangri gegn liðum frá Austan- tjaldslöndunum," sagði Stapleton. Throel Rasmussen. Reuler Knötturinn sést hér fara yfir Rasmussen og í netið, eftir aukaspymu Rafael Gordillo. Spán veijar skoraðu úr fyrstu sókn sinni Spánveijar skoruðu sitt fyrsta mark eftir aðeins fimm mín. Morten Olsen, fyrirliði danska landsliðsins, var þá of seinn að fara fram, þann- ig að ekki tókst að veiða Michel í rangstöðugildru. Hann komst einn inn fyrir vöm danska liðsins og sendi knöttinn til Ricardo Gallego, sem renndi knettinum síðan aftur til Michel, sem skoraði - 1:Ö. Michael Laudrup svaraði síðan fvrir Dani með þrumuskoti, eftir að hafa leikið vamarmenn spánska liðsins grátt. Á 35. mín. var dæmd víta- spyrna á John Sivenbæk, sem felldi Michel. Það var Michel sjálfur sem tók vítaspymuna. Honum brást bogalistin og Rasmussen varði. Butragueno skoraði síðan annað mark Spánveija á 53. mín. Hann var á auðum sjó langt fyrir innan vöm danska liðsins og átti auðvelt með að skora. Gordillo setti þriðja markið, 3:1, með fallegu skoti úr aukaspyrnu, Undir lokin náðu Dan- ir að minnka muninn í, 2:3. Flemm- ing Povlsen skallaði knöttinn glæsi- lega í netið - knötturinn fór á stöngina, efst upp í markhominu á marki Spánveija og þaðan í netið. Danir gerðu síðan harða hríð að marki Spánvetja, en án árangurs. TROEL Rasmussen, mark- vörður danska landsliðsins, var í sviðsljósinu í Diisseldorf, þar sem Danir máttu þola tap, 2:3, fyrir Spánverjum. Rasmussen byrjaði vel og varði vítaspyrnu frá Michel, en síðan fékk hann mjög klaufalegt mark á sig. Hann stóð út í miðjum mark- teig og mátti horfa á eftir knett- inum fara yfir sig, eftir auka- spyrnu Rafael Gordillo, sem sendi knöttinn með „banana- skoti" af 30 m færi - yfir danska varnarmúrinn og yfir Rasmussen. Knötturinn hafn- aði rétt fyrir neðan þverslánna. Danir vom ekki sáttir við annað markið sem Spánveijar skor- uðu, en Emilio Butragueno var rangstæður þegar hann fékk knött- inn og skoraði. „Spánveijar unnu sanngjaman sigur, þrátt fyrir að þeir skomðu rangstöðumark, 2:1, og einnig mjög ódýrt mark, 3:1. Danska landsliðið er ekki það sama og áður - baráttuandinn og Spánn - Danmörk 3 : 2 Evrópukeppni landsliða í knattspymu. Hannover 11. júnl 1988. Mörk Spánveija: Michel (5 mín.), Emilio Butragueno (53.) og Rafael Gordillo (67.). Mörk Dana: Michael Laudrup (25.) og Flemming Povlsen (84.). Dómari: Albert Thomas, Hollandi. Gul spjöld: Tomas og Camacho, Spáni. Áhorfendur: 60.000. Spánn: Ándoni Zubizarreta, Tomas, Manucl Sanchis, Genar Andrinua, Jose Antonio Camacho (Miguel Soler 46. mín.), Ricardo Gallego, Victor, Michel, Rafael Gordillo (Martin Vazquez 87. mín.), Emilio Butragueno og Jose María Bakero. Danmörk: Troels Rasmussen, Sören Busk, Marten Olsen (Lars Olsen 66. mín.), Ivan Nielsen, John Sivebæk, John Helt (John Jansen 46. mín.), Jan Heintze, Sören Lerby, Michael Laudr- up, Preben Elkjær Larsen og Flemming Povlsen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.