Morgunblaðið - 14.06.1988, Page 8
8 B
DterginfiMftfófe /ÍÞRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988
F V
■ SOVÉSKI leikmaðurinn
Gennadi Litowschenko getur ekki
leikið með sovéska liðinu gegn
Irlandi, þar sem hann fékk að sjá
sitt annað gula spjald í EM í leikn-
um gegn Hollandi. Fjórðir aðrir
leikmenn sovéska liðsins fara í
leikbann, ef þeir fá gult spjald i
EM. Það eru þeir Vassilji Rats,
Sergej Alejnikow, Oleg Kuznetsow
og Alexander Micliailitschenko.
Nokkrir leikmenn annara landsliða
voru einnig með gult spjald í poka-
horninu, þegar þeir komu til V-
Þýskalands. Það eru: Gianluca
Vialli, Ciro Ferrara og Alessandro
Altobelli, Italíu, Niall Quinn og
John Aldridge, Irlandi og John
Bosmann, Hollandi.
■ SÖREN Lerby hefur sagt nei
við ítölsk félög, sem hafa óskað
eftir að hann kæmi til þeirra. Eitt
félagið er Róma. Lerby segist vera
ánægður hjá Eindhoven í Hollandi
og hann vilji ekki leggja það á eigin-
konu sína og tvo syni að fara að
flytja aftur. Lerby lék með Bayern
Miinchen og Mónaók áður en hann
fór til Eindhoven.
■ FRANZ Beckenbauer ætlar
að láta Rudi Völler, framherja
v-þýzka landsliðsins, vera í byijun-
arliðinu gegn Dönum, í dag þrátt
fyrir slaka frammistöðu gegn
Itölum. Völler hefur ekki náð að
sýna sitt rétta andlit eftir að hann
fór frá Werder Bremen til ítalska
liðsins Róma síðasta haust.
■ MATTHIAS Herget, , vam-
armaðurinn v-þýzki, er ekki í náð-
inni hjá Franz Beckenbauer eftir
leikinn gegn Itölum. Beckenbauer
sagði, að mistök eins og Herget
hefði sýnt þegar ítölum tókst að
skora, ættu ekki að eiga sér stað
hjá svo leikreyndum manni. Reynd-
ar sagði hann um liðið í heild, að
það þyrfti greinilega að læra nokk-
ur undirstöðuatriði í varnartækni.
■ ÍRAR unnu ekki einungis sig-
ur á Englendingum á Neckar-
leikvanginum í Stuttgart á sunnu-
daginn. Að morgni leikdagsins
mættust í knattspymuleik blaða-
menn þeir, frá löndunum tveimur,
sem staddir em í V-Þýskalandi til
að fylgjast með liðum sínum, á
æfingavelli VfB Stuttgart við hlið
Neckar-leikvangsins. Þeir írsku,
með Bob Hennessy fréttamann
Morgunblaðsins í Englandi, í farar-
broddi (!) sigruðu þá ensku 2:1. „Ég
náði að vísu ekki að skora, en við
unnum. Það skipti mestu,“ sagði
Bob á sunnudaginn. Trevor Bro-
oking, fyrrum leikmaður West
Ham og enska landsliðsins, sem
nú starfar sem sjónvarpsþulur,
skoraði mark enska liðsins.
I SOVÉSKA landsliðið dvelur á
sama stað allan tímann sem Evr-
ópukeppnin í V-Þýskalandi stend-
ur yfir. Liðið dvelur í Nellingen-
Ruit íþróttaskólanum í útjaðri
Stuttgart og er ástæðan sú, að
sögn Valery Lobanovsky, þjálfara
liðsins að undanúrslitin fara fram
í borginni. Sovéska liðið er það
eina, af þeim átta í keppninni, sem
ekki ferðast um og dvelur í þeim
borgum sem leikið er í hverju sinni
heldur ferðast til og frá leikstað. A
sunnudaginn fór liðið frá Stuttgart
til Kölnar, það mætir því írska í
Hannover og því enska í Frank-
furt.
■ NIKITA Simonian er örygg-
isfulltrúi landsliðs Sovétmanna á
keppninni. Hann er fyrrum marka:
kóngur í liði Spartak Moskvu. í
kringum íþróttaskólann, sem liðið
dvelur í, er há girðing og fjöldi
vestur-þýskra öryggislögreglu-
manna fyrir utan. A föstudaginn
var Simonian spurður á blaða-
mannafundí, hvort leikmennirnir
gætu farið eitthvað út fyrir íþrótta-
svæðið. „Já, þeir geta það ... en
þeim er ekki leyft það.“
ROPUKEPPNI
m
LANDSLIÐA 1988
SOVÉTMENN geta þakkað
markverði sínum, Rinat
Dassajev, fyrir sigurinn á
Hollendingum íB-riðli Evrópu-
keppninnar. Hollendingar
sóttu mun meira, en flestar
sóknir þeirra strönduðu á so-
véska markverðinum. í upphafi
síðari hálfleiks tókst svo Sovét-
mönnum að skora, úr skyndi-
sókn, og markið réði úrslitum.
Þessi lið eru talin með þeim
skemmtilegustu í keppninni og
var búist við góðum leik. En
Hollendingar tóku leikinn strax í
sínar hendur og langtímum saman
máttu Sovétmenn gera sér það að
góðu að veijast þungum sóknum
Hollendinga sem voru dyggilega
studdir af 40.000 stuðningsmönn-
um.
Hollendingar fengu þó ekki mörg
færi í fyrri hálfleik. Dassajev varði
vel skot frá Ronald Kóeman af
löngu færi og hann sá einnig við
Ruud Gullit sem komst í gegnum
sovésku vömina.
Fallegt mark Rats
Sovétmenn voru öllu ákveðnari í
síðari hálfleik og leikur þeirra var
skipulagðari. Sterk vöm og langar
og nákvæmar sendingar á fram-
heijana færðu þeim nokkur færi.
Belanov komst einn í gegn, en Breu-
kelen varði mjög vel. En skömmu
síðar náðu Sovétmenn forystunni
er Vasily Rats skoraði með þrumu-
skoti í bláhomið, frá vítateigshomi.
Hollendingar áttu þó hættulegri
sóknir. Koeman átti tvö mjög góð
skot, en Dassajev náði að blaka
boltanum yfir þverslána og hann lék
sama leikinn er Jan Wouters reyndi
að lyfta boltanum yfir hann.
Sovétmenn, með níu leikmenn úr
liði Dynamo Kiev, léku vel, en áttu
þó lengst af í vök að veijast.
Dassajev var besti maður liðsins
þrátt fyrir að hafa byijað leikinn
illa og Sovétmenn geta þakkað hon-,
um sigurinn.
„Vöm okkar var sterk“
„Við vissum hvemig Hollendingar
myndu leika og eina ráðið var að
beita skyndisóknum. Ég var óán-
ægður með fyrri hálfleikinn. Vömin
var þó í lagi, en sóknin var ekki
nógu beitt,“ sagði Valery Lobanov-
sky, þjálfari sovéska landsliðsins.
„Ég var ánægðari með síðari hálf-
leikinn, ekki aðeins vegna þess að
við skoruðum, heldur af því að sókn-
ir okkar voru góðar og árangursrík-
ar. Við hefðum getað skorað fleiri
mörk.“
Sovétríkin -
Holland
1 : 0
Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu.
Köln 12. júní 1988.
Mark Sovétmanna: Vasilij Rats á 54.
mín.
Dómari: Dieter Pauly, V-Þýskaland.
Gul spjöld: Litowtschenko og Khidjat-
ullin, Sovétríkin.
Áhorfendur: 60.000.
Sovétrikln: Dassajev, Bessonov,
KhidjatuIIin, Kuznetsov, Demyanenko,
Litowtschenko, Zavarov (Sulakvelidze
89. mín.), Rats, Mikhailichenko, Bel-
anov (Aleinikov 80. mín.)og Protasov.
Holland: Hans van Breukelen, Adrie
van Tiggelen, Frank Rijkaard, Ronald
Koeman, Jan Wouters, Gerald Vanen-
burg (Marco van Basten 59. mín.),
Berry van Aerle, Amold Miihren, Ruud
Gullit, John Bosmann og John van’t
Schip.
Rinat Dassajev, átti mjög góðan
leik í marki Sovétmanna.
Hollendingar léku einstaklega vel,
en þegar komið var að markinu
gekk ekkert upp hjá þeim. Háar
sendingar þeirra báru ekki árang-
ur, en þó héldu þeir áfram að reyna.
Gullit var mjög frískur og skapaði
oft hættu og Koeman átti góð skot
frá vítateignum.
„Mikil vonbrigði"
„Við urðum fyrir miklum vonbrigð-
um eftir að hafa leikið svo vel í
fyrri hálfleik. Við höfum verið í
miklu uppáhaldi hjá fjölmiðlum og
það var búist við miklu. Það var
því mikil pressa á okkur," sagði
Rinus MichelSj þjálfari hollenska
landsliðsins. „Ég get ekki kvartað
yfir frammistöðu leikmanna. Þeir
stóðu sig vel í þessum erfíða leik.
Sovétmenn léku sterka vöm og
fundu svar við leik okkar."
Reuter
Vassilji Rats sést hér spyma knett-
inum frá Ruud Gullit með hjólhesta-
spymu. Það var einmitt Rats sem
skoraði sigurmark Sovétmanna gegn
Hollendingum.
v.: ... .
Óeirðaseggir
áberandi
TALSVERT hefur verið um
ólæti í ýmsum borgum V-
Þýzkalands samfara Evrópu-
keppninni i knattspyrnu.
Vestur-þýzka lögreglan hefur
þurft að hafa mikil afskipti
af fylgismönnum liðanna,
einkum enskum enskum
áhorfendum.
Enskir og írskir ólátaseggir
lentu í áflogum á sunnudags-
morgun fyrir leik þjóðanna í
Stuttgart og handtók lögreglan
þá íjörutíu og fjóra. Eftir leikinn
skeyttu þeir ensku skapi sínu á
hveiju sem fyrir varð og urðu
nokkrir vegfarendur fyrir meiðsl-
um af þeirra sökum. Þeim ensku
lenti einnig saman við v- þýzka
óaldaflokka en lögreglan kom
fljótlega á vettvang og skakkaði
leikinn.
ólætin lýsa sér einkum í áflogum,
innbrotum og skemmdarverkum.
Meirihluti þeirra hundrað, sem
settir hafa verið í varðhald, er
Englendingar. Brezkur stjómar-
erindreki sagðist harma athæfi
landa sinna en benti á að hér
væri aðeins um lítinn hluta þeirra
ensku áhorfenda, sem fylgdust
með keppninni og brezk og v-þýzk
stjómvöld myndu gera allt hvað
þau gætu til að koma í veg fyrir
ólæti.
Enskir áhorfendur eru ekki þeir
einu, sem hafa verið með ólæti.
Hollenzkir, írskir, ítalskir, danskir
og þýzkir ólátaseggir hafa einnig
komið við sögu hjá v-þýzku lög-
reglunni, sem kappkostar að hafa
allt í röð og reglu eins og Þjóðveij-
um er tamt.
Reuter
Knötturinn í netinu hjá Englendingum. I
Ray Houghton hafði skallaði knöttinn í netið.
Dassajev
fórá kost-
um í markinu