Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 16
NBAPUNKTAR
■;<.jna.i:<cni.iMqi:<n;«rí=fic.j:in.w
Bill Fitch, þjálfari Houston Rockets,
var rekinn í síðustu viku
Brown
til
Spurs?
LARRY BROWN, þjálfari Kans-
as háskólaliðsins sem vann
háskólakeppnina ívor, hefur
nú verið boðin þjálfarastaðan
hjá San Antonio Spurs, sem
Pétur Guðmundsson leikur
með. Brown hefur að sögn ver-
ið boðinn langtímasamningur
og mun fá í sinn hlut 700.000
dali á ári í grunnlaun ef hann
tekur starfið að sér.
Brown hefur verið mjög eftir-
sóttur af NBA-liðunum, en
hefur ekki viljað yfirgefa Kansas.
Brown sagðist á sunnudag hafa
fengið tilboð frá
Spurs, en neitaði
hvorki né játaði
sögusögnum um að
hann væri þegar
búinn að taka tilboðinu. Fréttamenn
CBS-sjónvarpsstöðvarinnar sögðu
að forráðamenn San Antonio hefði
sagt að þetta mál myndi ganga í
gegn einhverja næstu daga.
Gunnar
Valgeirsson
skrifar
Fitch rekinn frá Houston
Bill Fitch, þjálfari Houston Roc-
kets, var rekinn í síðustu viku og
á laugardag var Don Chaney ráðinn
í hans stað. Fitch tókst ekki að
koma liði sínu áfram í úrslitakeppn-
inni nú og hefur Akeem Olajuwon,
miðhetji Houston, lýst yfir megnri
óánægju sinni með liðið. Chaney
þjálfaði áður hjá Los Angeles Clipp-
ers og binda menn miklar vonir við
hann í Houston.
Matur frá mömmul
„Magic" Johnson fékk heldur betur
gleðifregnir þegar hann mætti í
leikinn gegn Detroit á sunnudag.
Johnson hafði boðið foreldrum
sínum á leikinn, en þau búa í Mic-
higan-fylki (Detroit er í Michigan).
Móðir hans tók sig til og kom með
tvo pappakassa fulla af heimatil-
búnum mat handa syni sínum. Jo-
hnson bað móðir sína að geyma að
opna kassana þar til leikmenn færu
til leiks í síðari hálfleik. A meðan
Lakers-liðið tók Detroit í kennslu-
stund í seinni hálfleik, tók frú Jo-
hnson sig til og opnaði kassana
góðu með kjúkligaréttum, kartöf-
lusalati, tertum og öðru góðgæti.
Hún lagði þetta á borð fyrir leik-
menn Lakers og kunnu þeir vel að
meta þetta. Johnson sagði: „Félög-
um mínum veitir ekkert af heimatil-
búnum mat þessa fimm daga sem
við verðum hérna i Detroit.“
IÞROIUR
„Galdur"
Johnson
óstödvandi
„Magic“ Johnson frábær þegar
Los Angeles sigraði Detroit í þriðja
leik liðanna
LIÐ Los Angeles Lakers er
heldur betur komið af stað í
úrslitum NBA-deildarinnar
eftir slakan fyrsta leik gegn
Detroit Pistons. Á sunnudag
var þriðji leikur liðanna í
Detroit, en liðin höfðu unnið
sitt hvorn leikinn í Los Ange-
les. Lakers-liðið spilaði þenn-
an leik mjög vel og sigraði
verðskuldað 99:86. Það var
fyrst og fremst stórleikur
„Magic“ Johnson sem skóp
þennan sigur Lakers. Jo-
hnson stjórnaði ieik liðsins
frábærlega og áttu bakverðir
Pistons í miklum erfiðleikum
með hann í leiknum.
Mikill hiti var í Silverdome-
höllinni í Detroit á sunnu-
dag og við upphaf leiks var 32
gráðu hiti niður við leikvöllinn.
Hitinn virtist ekki
Gunnar angra leikmenn
V algeirsson neitt að ráði í fyrri
skrifar hálfleik, sem var
mjög jafn og vel
leikinn af báðum liðum. Staðan
eftir fyrsta leikhluta var 23:21
fyrir Lakers og liðið hafði eins
stigs forystu í hálfleik, 47:46.
Lakers tekur völdin
Los Angeles byijaði þriðja leik-
hlutann af miklum krafti og aug-
ljóst að þjálfari liðsins, Pat Riley,
hafði lesið hressilega yfir sínum
mönnum í hálfleik, þrátt fyrir
ágætan leik liðsins. James Worthy
byijaði með því að skora átta
fyrstu stigin í síðari hálfleik og
kom Lakers níu stigum yfir,
55:46. Lið Lakers var nú komið
í mikinn ham. Vömin var geysi-
sterk og „Magic“ Johnson stjóm-
aði hverju hraðaupphlaupinu af
öðru sem gaf körfu. Þegar þriðja
leikhluta lauk hafði Lakers náð
15 stiga forystu, 78:64, og hafði
liðið því unnið leikhlutann með
31 stigi gegn 18. Þessari forystu
tókst Detroit aldrei að ógna í
síðasta leikhlutanum, þrátt fyrir
ágætan leik Isiah Thomas og
flestir hinna 38.000 áhorfenda
fóru vonsviknir heim. Þjálfara
Detroit, Chuck Daly, var vísað af
leikvelli þegar fimm mínútur voru
til leiksloka fyrir að mótmæla
dómi, en þá voru úrslit leiksins
þegar ráðin.
Liöin
Lið Los Angeles spilaði þennan
leik mjög vel sem heild. A.C. Gre-
en átti sinn besta leik í úrslita-
einna helst upp úr. Liðið var nokk-
uð jafnt í fyrri hálfleik, en í þeim
síðari réðu leikmenn lítið við and-
stæðingana. Thomas skoraði 20
af 40 stigum liðsins í seinni hálf-
leik og var eini leikmaðurinn sem
spilaði þann hálfleik vel. Thomas
var stigahæstur Detroit með 28
stig og Dantley kom næstur með
14.
Lykillinn að sigri Lakers var að
leikmönnum tókst vel upp að ná
fráköstum við eigin körfu. Þetta
gerði það að verkum að liðinu
tókst að ná mörgum hraðaupp-
hlaupum. Reynsla Los Angeles
kom vel í ljós í þessum leik, en
Detroit hafði sett mikla pressu á
Lakers með því að vinna fyrsta
leik liðanna. Nú er ljóst að Lakers
geta ekki tapað þessari keppni í
Detroit, en þar fara nú næstu
tveir leikir fram.
í ham
James Worthy, sem hér
skorar, átti enn einn
stórleikinn fyrir Lak-
ers, skoraði 24 stig, þar
af 12 í þriðja leikhlut-
anum.
Frábær
„Magic" Johnson var
besti maður vallarins,
skoraði 18 stig, átti 14
stoðsendingar og náði
6 fráköstum. Hvað eftir
annað sendi hann
knöttinn eins og
byssukúlu í gegnum
vörn Detroit á fría sam-
heija, sem ekkert
þurftu annað að gera
en leggja knöttinn í
I körfuna.
keppninni, skoraði 21 stig og var
mjög sterkur í vöminni. Hann
fékk uppreisn æru í þessum leik
eftir að Adrian Dantley hafði far-
ið mjög illa með hann í fyrsta
leik liðanna. Abdul-Jabbar var
mjög traustur bæði í vöm og sókn
og skoraði 12 stig. James Worthy
átti enn einn stórleikinn fyrir Lak-
ers, skoraði 24 stig, þar af 12 í
þriðja leikhlutanum. Besti maður
vallarins var þó „Magic" Johnson
sem skoraði 18 stig, átti 14 stoð-
sendingar og náði 6 fráköstum.
Hefur hann átt betri leiki tölu-
lega, en í þessum leik lék hann
frábærlega og kom vöm Detroit
mjög oft í mikil vandræði. Hvað
eftir annað sendi hann knöttinn
eins og byssukúlu í gegnum vörn
Detroit á fría samheija, sem ekk-
ert þurftu annað að gera en leggja
knöttinn í körfuna. Var augljóst
að hann kunni vel við það að vera
kominn heim aftur, en Johnson
er uppalinn og spilaði alla sína
skólatíð í Michigan-fylki.
Hjá Detroit stóð Isiah Thomas
LOTTO: 1 21 24 26 29