Morgunblaðið - 19.06.1988, Side 2
2 B
MÖRGUNBLAÐÍÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988
Áburðarflugið flýtir
endurheimt landgæða
30 ár frá fyrsta áburðarflusinu í Gunnarsholti
Sclfossi. _________________________________
FYRSTA áburðarflugið á vegum
lndgræðslunnar var farið frá
Gunnarsholti 14. júni 1958. Þessi
veigamikli þáttur i landgrseðslu-
starfinu stendur því á 30 ára tíma-
mótum um þessar mundir. Fyrsta
flugvélin bar einkennisstafina
TF-KAZ og bar 300 ldló af áburði
i hverri ferð. Nú er burðargeta
vélanna 5 tonn. Það átti áer nokk-
urn aðdraganda að farið var að
dreifa áburði og frsei með flugvél-
um. Nú er áburðardreifingin orðin
fastur og ómissandi liður i starf-
semi Landgræðslunnar. 1958 var
dreift 320 tonnum af áburði með
einni flugvél en i ár verður 1500
tonnum dreift með tveimur flug-
vélum.
í afmælisriti Landgræðslunnar
sem bráðlega kemur út í tilefni 80
ára afmælis stofnunarinnar ritar
Stefán H. Sigfússon grein um land-
græðsluflugið. Þar rekur hann sögu
þessa flugs og tilkomu vélanna sem
ekki var baráttulaust.
Þegar hafíst var handa við að
rækta upp sanda og mela á Rangár-
völlum 1947 og 1948 kom brátt í
ljós að þörf var á stórvirkum tækjum
til' uppgræðslu og áburðardreifíngar
Morgunblaoið/Sigurður Jönsson
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Árni Gestsson forstjóri Gló-
bus hf. fyrir framan landgræðsluflugvélina Pál Sveinsson.
Atak í landgræðslu:
Það þurfa allir
að legsiast á eitt
Selfossi. V—7 <«
„Ég hef séð hvaða þrekvirki þessi
stofnun hefur unnið,“ sagði Arni
Gestsson forstjóri Glóbus hf. þeg-
ar hann kynnti Átak til land-
græðslu. Hann sagði þetta átak til
að aðstoða Landgræðsluna i veiga-
miklu starfi. Sveinn Runólfsson
landgræðslustjóri sagði mikið
verk að vinna. Þó stór landsvæði
væru örfoka þá sagði hann það
ekki óvinnandi að græða þau upp
að nýju. „Og það mun takast,"
sagði hann.
Þegar svipast er um á jörðinni
Gunnarsholti þar sem aðsetur Land-
græðslunnar er þá má sjá gífurlegan
árangur. Fyrir 60 árum var Gunnars-
holt ein stór eyðimörk, tún sandi
orpin og fólkið að flýja. Nú er þar
gróið land í sókn.
Landgræðslustarfið
hefurbyr
„Það flármagn sem fæst í gegnum
átakið mun nýtast sem bein viðbót
við það sem fæst á fjárlögum. Við
höfum tæki og aðstöðu til að nýta
það vel,“ sagði Sveinn Runólfsson
landgræðslustjóri.
„Við vonumst til að þetta átak
leiði af sér aukna fræðslu og kynn-
ingu á störfum Landgræðslunnar og
þörfina fyrir aukna gróðurvemd og
uppgræðslu. Ég vona að þetta fram-
tak þeirra átaksmanna verði fjárveit-
ingavaldinu hvatningtil að auka fjár-
veitingar til Landgræðslunnar.
Landgræðslustarfíð nýtur núna
verulegs byrs og þjóðin er að verða
meðvitaðri um ástand gróðurs í
landinu. Það vilja æ fleiri taka þátt
í landgræðslustarfinu á einn eða
annan hátt, ýmist með beinni þátt-
töku í fræ- og áburðardreifingu,
söfnun birkifræs eða með beinum
Ijárframlögum til þessa átaks sem
við vonum að verði veruleg.
Við vitum auðvitað ekki hvað kem-
ur út úr þessu verkefni fíárhagslega
en vonum að sem flestir sjái sér
fært að taka þátt í átakinu á einn
eða annan hátt.
Ég tel að 80 ára starfsemi Land-
græðslunnar sýni að við höfum yfir
að ráða tækni og þekkingu til að
endurheimta fyrri landgæði. Verkið
er viðamikið og það mun ekki takast
á næstu áratugum nema allir íslend-
ingar Ieggist á eitt rneð Landgræðsl-
unni að greiða myndarlega inn á
skuld okkar við landið."
-Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Áhöfn Páls Sveinssonar í áburð-
arflugi nýlega. Davíð Henstock
flugvirki efstur í stiganum,
Sverrir Þórólfsson flugmaður og
Hafsteinn Heiðarsson flugmaður
neðst.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Kristín Aðalsteinsdóttir fram-
kvæmdastjóri Átaks f land-
græðslu með merki verkefnisins.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson leggur af stað í áburðarflug.
en til voru í landinu á þeim tíma.
Auk þess að auka afköstin var einn-
ig nauðsynlegt að geta sáð í hraun
og önnur svæði sem venjuleg tæki
komust ekki yfír.
Áhugamenn um aukna ræktun
bentu á nauðsyn þess að fá áburðar-
flugvél til þessa viðamikla starfs.
Agnar Kofoed Hansen, þáverandi
flugmálastjóri, benti í grein á glæsi-
leg dæmi frá Nýja Sjálandi um ár-
angur áburðarflugs. Runólfur
Sveinsson, þáverandi sandgræðslu-
stjóri, skrifar í 50 ára afmælisrit
Sandgræðslunnar um undirbúning
að flugvélakaupum og fullyrðir að
svo viðamikið verkefni sem sand-
graeðslan verði ekki unnin án flugvél-
ar. í sama riti hvetur Bjöm Pálsson
flugmaður til þess að flugvél verði
tekin í þjónustu sandgræðslunnar
eins og gerst hefði hjá öðrum þjóð-
um. Margir aðrir hvöttu til þess að
ríkið keypti flugvél til þessara verk-
efna. Hið opinbera skipaði nefnd í
málið sem komst að þeirri niðurstöðu
að kostnaður við kaup á vél væri of
mikill.
Fyrsta áburðarvélin var skráð vor-
ið 1958 og hlaut einkennisstafína
TF-KAJ. Hún var í eigu flugskólans
Þyts og flutt til landsins af Loftleið-
um án endurgjalds. Vélin fór síðan
Morgunblaðið/Sigurour Jónsson
Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson dreifir áburði yfir Haukadals-
heiði.
í fyrsta áburðarflugið 14. júní sama
ár og þá var fjárveitinganefnd Al-
þingis boðið austur í Gunnarsholt.
Eftir þá heimsókn var innflutnings-
leyfí veitt fyrir vélinni eftirá, en hún
var keypt á miklum haftaámm.
Árið eftir keypti Þytur aðra sams
konar vél og var hún skráð 25. júní
1959 og fékk einkennisstafina TF-
KAZ. Hún var keypt vegna þess að
fyrri vélin laskaðist.
Þáttaskil urðu í áburðarfluginu
þegar Ingólfur Jónsson, þáverandi
landbúnaðarráðherra, heimilaði kaup
á báðum vélunum sem voru báðar
notaðar til ársins 1966 en það ár
brotlenti TF-KAJ og TF-KAZ var
ekki flughæf. Þá var keypt ný vél
TF-TÚN. Hún bar 500 kíló og var
notuð til 1982. Þá var keypt önnur
vél sem hafði sömu einkennisstafi
og gat borið 800 kíló. Hún gjöreyði-
legðist í brotlendingu í júlí 1987. Þá
var keypt vélin TF-TÚN sem nú er
í notkun. Hún getur borið 1 tonn af
áburði og fræi.
Gjörbreyting með
Douglasinum
Á fundi félags íslenskra atvinnu-
flugmanna 1971 var gerð einstök
samþykkt um að bjóða fram sjálf-
boðavinnu við áburðarflug. _ Þetta
varð til þess að Flugfélag íslands
samþykkti að gefa Landgræðslunni
Douglas DC 3 vélina sem nú erí
notkun og hlotið hefur heitið Páll
Sveinsson. Tilkoma hennar hefur
gjörbreytt allri aðstöðu til áburðar
og frædreifíngar. Flugfélagið gaf
einnig mikið af þeirri vinnu sem
þurfti til að framkvæma breytingar
á vélinni.
Burðarmagn Douglas-vélarinnar
er 4 tonn í hverri ferð. Flugþol henn-
ar er það mikið að unnt er að ná til
fleiri staða en áður var. Meðal-
flugtími hennar á tonn er 7 mínútur
en 12 mínútur á tonnið hjá minni
vélinni. Douglasinn flýgur á dreifíng-
arsvæði innan 50 til 60 kflómetra
íjarlægðar frá hleðslustað en sú
minni, TF-TÚN, flýgur yfirleitt ekki
lengra en 10 til 15 kílómetra flug.
Áukin fjárráð Landgræðslunnar
með „Þjóðargjöfínni" 1974 urðu til
þess að auka mjög áburðardreifingu
með flugvélum. Árin 1975—1980 var
dreift um þijú þúsund tonnum á ári.
Upp úr 1980 var dregið úr fjár-
magni til Landgræðslunnar og í fyrra
var dreift 1599 tonnum. í ár er fyrir-
hugað að dreifa 1500 tonnum.
- Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson.
Árni Gestsson, forstjóri Glóbus hf. og einn forsvarsmanna Átaks í
Landgræðslu afhendir Sveini Runólfssyni fyrsta framlagið í nafni
átaksins.
Verðum að stöðva
gróðureyðinguna
Þrjar milljómr
hektara örfoka
frá landnámi
Selfossi.
LÍKLEGT er að engin þjóð á
jarðríki hafi glatað jafn stórum
hluta af upphaflegum gróðurlend-
um sínum á sögulegum tíma og
Islendingar. Ætla má að þrjár
milljónir hektara hafi orið örfoka
frá landnámi og allstór hluti þess
gróðurs sem eftir stendur er f
óviðunandi ástandi. Gróður og
jarðvegseyðing er talið alvarleg-
asta umhverfisvandamálið hér á
landi. Þetta kemur fram f tilkynn-
ingu frá þeim aðilum er standa
fyrir Átaki í landgræðslu, sem
unnið verður að næstu þijú ár.
„Við verðum að stöðva þá gróður-
eyðingu sem enn á sér stað, stækka
gróðurríkið með uppgræðslu og gera
landið blómlegra til búsetu. Við eig-
um ekki að sætta okkur lengur við
þá tötrum klæddu ásýnd sem við
blasir svo víða um land. Varðveisla
og endurheimt landgæða verður að
vera forgangsverkefni. Fjármunir
hafa hins vegar verið af skomum
skammti og allt of hægt gengur
miðað við umfang þeirra vandamála
sem við er að etja,“ segir í tilkynn-
ingu átaksmanna.
Þar segir ennfremur að með nú-
verandi aðferðum, flármagni og
framkvæmdahraða megi ætla að það
geti tekið 1—2 þúsund ár að græða
upp helming þess lands sem orðið
hefur örfoka frá landnámi. Þá er
hvorki reiknað með náttúrulegri
sjálfgræðslu né frekari eyðingu.
Allt fé sem safnast í nafni Átaks
í landgræðslu mun renna beint til
Landgræðslu ríkisins. Öll áburðar-
og frædreifíng í nafni verkefnisins
verður á friðuðu landi innan land-
græðslugirðinga.
Landgræðslan hefur yfír að ráða
tækjabúnaði til umfangsmikillar
dreifingar á áburði og fræi úr lofti.
Munar þar mest um áburðarflugvél-
arnar Pál Sveinsson og TF Tún. Þær
munu í ár sinna áburðar- og frædreif-
ingu um landið. Það endurspeglar
áhuga almennings á landgræðslu að
það eru atvinnuflugmenn sem fljúga
Páli Sveinssyni, Douglas DC 3 flug-
vél Landgræðslunnar, í sjálfboða-
vinnu.
Það sem helst hvetur menn til
átaks í landgræðslu er sá árangur
sem náðst hefur í landgræðslustarf-
inu á síðustu árum. Sá árangur sýn-
ir að með meira fjármagni má ná
gífurlegum árangri í þessu efni.
- Sig. Jóns.