Morgunblaðið - 19.06.1988, Síða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988
-
LISTAHÁTÍÐ wm REYKJAVÍK
Debra Vanderlinde
GREIN: HALLDÓR HANSEN
Debra Vanderlinde er nafn sem
fæstum íslendingum er kunnugt
enn sem komið er, en ég spái að
það verði á hvers manns vörum
eftir lokatónleika Listahátíðar í
kvöld, 19. júní. Á þeim tónleikum
mun Debra Vanderlinde syngja
„Exultate jubilate" eftir Mozart og
hina sjaldheyrðu en vandasömu
aríu Ófelíu úr óperunni „Hamlet"
eftir Ambroise Thomas.
Ef við lítum á verkefnin fyrst,
þá samdi Mozart „Exultate jubil-
ate“ fyrir „kastrat" og þá nánar
tiltekið Venanzio Rauzzini árið
1772 og var verkið frumflutt 16.
janúar 1773. Það er samið í þeim
„bravura" stíl, sem einkenndi
ítalska kirkjutónlist á átjándu öld-
inni. Nú er það næriindantekning-
arlaust flutt af söngkonum, enda
tíð kastratanna löngu liðin. Hvað
varðar óperuna Hamlet, þá samdi
Ambroise Thomast hana fyrir
Parísaróperuna eftirt samnefndu
leikriti Williams Shakespeares og
var hún frumflutt á Parísaróper-
unni 9. mars 1868. Hlutverk Ófelíu
varð flótt eftirsótt af fremstu söng-
konum heims í lok 19. aldarinnar
og ber þar fyrst að enfna sænsku
söngkonuna Christina Nilsson, sem
frumflutti hlutverkið einnig söng-
konur á borð við Adlinu Patti,
Marcellu Sembrich, Nellie Melba,
Emmu Calvé og Amelitu Galli-
Curci, sem allar sungu sig til frama
í þessu hlutverki vestan hafs sem
austan. Christina Nilsson setti
Parísarborg á annan endann með
söng sínum, ekki hvað síst með
flutningi á einföldu sænsku þjóð-
lagi, sem Ambroise Thomas fléttar
inn í magnaða kólóratúraríu, þann-
ig að þjóðlagið vitnar á sinn hátt
um hið dýpsta og einlægasta í sál
Ófelíu en flúrsöngurinn lýsir því,
hvemig Ófelía er að truflast á geðs-
munum og segja skilið við raun-
veruleika, sem er henni ofviða.
Bæði þessi verk eru samin fyrir
kólóratúrrödd, sem spannar mjög
vítt svið og þekkir enga tæknilega
örðugleika, heldur getur leikið sér
fyrirhafnarlaust upp og niður eftir
tónsviðinu og blómstrar fyrst til
muna á hæsta tónsviðinu, sem er
flestum söngvurum illaðgengilegt
eða óaðgengilegt með öllu. Þessi
söngmáti var feiknarlega vinsæll á
síðari hluta nítjándu aldarinnar og
framan af þeirri tuttugustu og
áherzlan var þá á raddfegurð og
yndisþokka ljúfra, skærra og um
fram allt sveigjanlegra tóna, en
minna lagt upp úr raddþrótti sem
slíkum eða litauðgi í raddblænum.
Söngmátinn er vafalítið nætur-
galabarkanum eðlilegri en þeim
mannlega og víst er að sumum
hefur þótt þessi söngmáti skilja
eftir lítið svigrúm fyrir mannlegar
tilfínningar.
Það er því þeim mun merkilegra,
100 ára afmæli á í dag Guðrún
Elísabet Jónsdóttir. Hún er fædd 19.
júní 1888, í Sandlækjarkoti í Gnúp-
veijahreppi, Árnessýslu, dóttir hjón-
anna Margrétar Eiríksdóttur og Jóns
Bjamasonar. Hún ólst upp ásamt 7
systkinum, 5 systrum og tveim bræð-
rum, á reglusömu velmegunarheimili
á þeirrar tíðar mælikvarða, við al-
geng sveitaheimilisstörf og heimilis-
iðnað eins og hann gerðist bestur.
Hún lærði herrafatasaum í einn vet-
ur á klæðskeraverkstæði Áma og
Bjama í Reykjavík, og matreiðslu
hjá Ingibjörgu Jónsdóttur í matsölu-
húsinu Bárunni.
25. júní 1920 giftist hún Kjartani
þegar fram á sjónarsviðið kemur
söngkona eins og Debra Vander-
linde, sem sameinar tæknilega yfir-
burði og raddfegurð 19. aldar söng-
kvennanna við hæfileikann til að
snerta áheyrendur og snerta djúpt.
Debra Vanderlinde er með öðr-
um orðum kólóratúrsöngkona með
sál, kólóratúrsöngkona með hjartað
á réttum stað.
Hvar sem hún syngur, minnast
gagnrýnendur á kvenlegan yndis-
þokka og mannlega hlýju og það
er ekki heiglum hent að koma þeim
eiginleikum heim og saman við
kólóratúrsöng, sem eðli sínu sam-
kvæmt vill verða vélrænt fyrir það
eitt, að hann krefst algjörrar ein-
beitingar að söngtækni.
En manneskjan Debra Vander-
linde er hlý og það fer ekki fram
hjá neinum, sem á hana hlýðir.
Debra Vanderlinde hefur sungið
alveg frá blautu bamsbeini og seg- .
ist ekki muna þá tíð, að hún hafi
ekki þráð að syngja. Hún er af
tónlistarfólki komin. Móðir hennar
var píanóleikari og öll systkini
hennar lærðu að spila á það hljóð-
færi. Debra gerði það að sjálfsögðu
líka frá 4-5 ára aldri en auk þess
lærði hún klarinettuleik. Meðal
ánægjulegustu bemskuminningá
hennar er það, þegar fjölskyldan
safnaðist saman í kringum hljóð-
færið og söng saman við undirleik
móðurinnar. Og þegar hún stækk-
aði naut hún þess í ríkum mæli að
syngja bæði í kirkjukórum og
skólakórum, svo að ekki sé minnst
á það að syngja margraddað með
skátunum, þegar þeir söfnuðust
saman í kringum viðareldinn á
síðkvöldum. Og skemmtilegast
fannst henni þá að reyna að finna
sína eigin millirödd. Tónlist hefur
alla tíð haft töframátt á líf Debru
Vanderlinde, töframátt, sem hún
hefur ekki getað án verið.
Lengi vel datt henni þó ekki í
hug að líta á sjálfa sig sem efnivið
í alvöru söngkonu. Hún var alltof
feimin til að geta hugsað sér að
verða einsöngvari og var auk þess
alin upp við að finnast það vera
rangt að láta á sér bera og skera
sig úr hópnum.
Það var því ekki fyrr en hún var
búin að ljúka undirstöðunámi í
skóla, að hún sneri sér alvarlega
að söngnum, þó að hún syngi áfram
í kórum, spilaði í hljómsveitum og
lærði hitt og þetta fyrir sér í tónlist.
En þá innritaðist hún í Eastman
School of Music í Rochester, N.Y.
og stundaði þar alvarlegt tónlistar-
og söngnám í tvö ár. Því næst flutt-
ist hún til New York-borgar og
hélt áfram söngnámi í einkatímum
og fékk auk þess tilsögn í leiklist.
Náminu hefur hún haldið áfram
síðan, því að hennar mati er tónlist-
amámi aldrei lokið.
Fnimraun sína á óperusviðinu
þreytti hún sem Zerbinetta í óper-
unni „ Adriadne auf Naxos“ eftir
Ólafssyni í Vestra-Geidingaholti,
Gnúpveijahreppi. Bjuggu þau þar til
vorsins 1961 er þau seldu jörð og
bú og fluttu til Reykjavíkur á Sól-
vallagötu 74. 19. desember sama ár
missti hún mann sinn, en bjó áfram
með dætrum sínum til 1984.
Síðustu fjögur árin hefur hún ver-
ið í skjóli dóttur sinnar á Sólvallagöt-
unni. Nú eru líkamskraftar þrotnir,
en hún heldur góðu minni og skýrri
hugsun. Hún hefur verið rúmföst í
tæpt ár og nýtur hjúkrunar og um-
hyggju dóttur sinnar og dótturdóttur.
Elísabet á 3 dætur, 6 bamaböm
og 8 bamabamabörn.
Richard Straúss við Chautauqua-
óperuna. Hún hefur sungið sig til
frama á flestum þeim stöðum, sem
þeir fremstu í röðum ungra banda-
rískra söngvara sækjast eftir og
má þar utan Chautauqua minnast
á óperuna í Rochester, Virginia
Opera Theater, Chattanooga óper-
una, Wolf Trapps að ógleymdri
New York City Center-óperunni í
Lincoln Center og Kennedy Center
í Washington D.C. Hún hefur og
komið fram sem einsöngvari með
hljómsveitum um gjörvöll Banda-
ríkin.
„í rauninni hef ég verið ákaflega
heppin með kennara og fengið mjög
góða tilsögn í söng,“ segir Debra
Vanderlinde „en þó fölnar það allt
við hliðina á því, sem ég hef lært
af því að hlusta á plötur úr hljóm-
plötusafni mannsins míns og á því
að tala við hann um það, sem við
höfum verið að hlusa á saman."
Og þetta ætti engan að undra, sem
til þekkir, því að eiginmaður Debru
Vanderlinde er hinn þekkti gagn-
rýnandi New York Times, Will
Crutchfield, sem er algjör sjór af
fróðleik um allt er lýtur að tónlist.
Á þessu segist Debra Vander-
linde hafa kynnst ógrynnis ósköp-
um af söngvurum, bæði frægum
og ekki svo frægum, sem sungu
af afburðartækni og kunnu að
framleiða hreina, tæra og und-
urfagra tóna, jafnframt því sem
þeim var lagið að tjá sig af sak-
lausri sönggleði sem er í flestu gjör-
ólík því, sem við eigum að venjast
nú. Hún telur að söngvarar á borð
við Amelitu Galli-Curci, Pol Plan-
gon, Fernando de Lucia, Conchita
Supervia, Maria Ivogún, Elisabeth
Schumann og Mattia Battistini
hafi haft á sig djúpstæð áhrif. Sér-
hver þessara söngvara hafa ekki
einungis sungið af afburðatækni,
heldur hafí hver um sig átt sér sinn
sérstæða og mjög svo persónulega
stfl.
„Mér er fátt ljúfara en að tala
um það, sem hefur haft sterk áhrif
á listamannsferil minn. Við getum
vel kallað það innblástur. Það er
af mjög miklu að taka. Ég minnist
Mary Martin í „Peter Pan“ og
„Sound of music", sem hreif mig
upp úr skónum, þegar ég var bam.
Og svo þess hvemig Cynthia Greg-
ory dansaði í „Svanavatninu" (það
mætti í raun kalla það kólóratúr
dans og sannar að enginn þarf að
skammast sín fyrir að njóta þess
til hins ýtrasta að leika sér að
tæknilegri getu). Og svo voru það
flauelstónarnir hennar Galli-Curci,
hin svo til fullkomna tækni og
ómengaða raddfegurð . . . tækni-
legur töframáttur Joan Suther-
land .. . hvemig ég heillaðist, þeg-
ar Hildegard Behrens söng „Todes-
verkúndung" í Valkyijunum, sem
ég sá fyrir tveim árum á Metra-
politan ópemnni. .. Hvernig Jon
Vickers söng Otello, Canio og Pars-
100 ára afmæli:
Guðrún E. Jónsdóttir
Morgunblaðið/Þorkell
Sópransöngkonan Debra Vanderlinde ásamt manni sinum Will
Crutchfield og dótturinni Victoriu 4 mánaða.
ifal. Það heyrist á sjálfri röddinni,
hvílíkur andans maður hann er og
hvemig hann gefur sig allan í því,
sem hann tekur sér fyrir hend-
ur . . . Hvernig Tito Schipa söng
„Le plus beau moment du jour“ og
Claudia Muzio „O del mio amato
ben“ ... hvernig Souzay söng „La
Barcheta" .. . hvernig Paderewski
lék næturljóð í F-dúr eftir Chop-
in .. . ástríðuþrunginn, sem bar
uppi söng Fischer-Dieskaus á
þrennum tónleikum, sem ég heyrði
nýlega í New York og minntu mig
á það, að ljóðið er eitthvað það
háleitasta sem til er í listrænni tján-
ingu... hvemig Betty Milder
syngur ballöðurnar sínar. Hún
syngur aldrei eitt aukatekið orð
sem er ekki borið uppi af drama-
tískri lífsreynslu — það er eins og
tjáningin taki undir sig stökk í
hennar eigin fijóa hugmyndaheimi
og hitti áheyrandann beint í
mark ... Og svo var það Kabuki-
uppfærsla, sem gaf mér nákvæm-
lega þá liti og myndir sem ég
þurfti á að halda til að túlka ljóð
eftir Massenet, sem ég syng.. .Og
svo er það önnur sinfónínan eftir
Rakhmanínov, sem minnir mig allt-
af á, að það hlýtur að vera einhver
von fyrir heim, þar sem slík tónlist
heyrist. . . og svo er það „Ich bin
der. Welt abhanden gekommen"
eftir Mahler og nærri hvaða tónlist
sem vera skal eftir Schubert. Allt
þetta hefur tekið sér varanlega
bólfestu innan í mér. . . það hefur
snert mig í hjartastað og í því er
innblásturinn fólginn.
Aðspurð viðurkennir Debra
Vanderlinde að hin létta sópran-
rödd hafí ekki alltaf átt uppi á
pallborðið í seinni tíð, þótt pendúll-
inn virðist vera að snúast aftur.
„Satt að segja hefur öll fágun í
raddmenningu átt undir högg að
sækja. Ljóðatónleikar hafa til dæm-
is ekk( verið eins vinsælir og þeir
vom. Áheyrendur em orðnir vanir
klunnalegum og hávaðasömum
ópemsöng, þar sem söngvarinn
hefur annað hvort mikla en ekki
að sama skapi fallega rödd, eða
þá litla rödd, sem hann reynir að
belgja til hins ýtrasta, þannig að
raddfegurð hverfur eins og dögg
fyrir sólu.
Í augnablikinu er eins og radd-
menning sé á undanhaldi — góður
söngur er sjaldheyrðari en var fyr-
ir ekki svo löngu. En það væri
dásamlegt að sjá þetta snúast við,
því að mig langar til að trúa því,
að góður söngur sé hluti af vest-
rænni menningu, sem eigi eftir að
halda áfram að næra mannkynið
andlega."
„Já, þú spyrð mig um ráð til
ungra söngvara. Ég held, að það
em mestu máli skiptir, sé að ná
tæknilegu valdi á röddinni sjálfri
til þess að söngnemandinn geti
síðan notað þetta vald til að tjá sig
í söng. Lærið „bel canto“ lærið að
syngja með fallegri, óbrotinni línu
— lærið að syngja trillur og hrein,
tær hlaup. Lærið að syngja fallega
veikt ekki síður en sterkt og reynið
að ná valdi á að syngja á öllum
styrkleikagráðum þar á milli. Þið
skuluð ekki vara að beijast við að
reyna að syngja sterkar en rödd-
inni er eðlilegt, því að þá hættir
tónninn að blómstra og verður
mattur og ljótur. Og að því kemur
að söngvarinn getur ekki sungið
öðmvísi en á fullu og röddin missir
stöðugleikann. Lærið að hlusta og
reynið ekki að koma ykkur undan
því að móta fallegar laglínur, nota
smekkvíst „mbato" og syngja fal-
legar melódíur. Hlustið á hvemig
söngvarar fyrri tíma sungu, því að
þá var söngmennt sennilega miklu
meir lifandi hefð en nú er. Og
umfram allt, verið ekki hrædd að
spyija og hættið ekki að spyija
fyrr en þið fáið svör, sem þið emð
ánægð með.“
„Hérna á Listahátíð ætla ég að
syngja skreytta útgáfu af „Exult-
ate Jubilate" sem ég hef haft mjög
gaman af að læra.
Eins og þú veist er maðurinn
minn sérfróður um sönghefðir fyrri
tíma. Við kynntum okkur saman,
hvemig Mozart skreytti aríu eftir
J.S. Bach, sem minnir mjög á fyrstu
aríuna í „Exultate Jubilate". Og
svo fómm við líka fyir það, hvernig
hann skreytti aríu í ópemnni „Lucio
Silla“, sem sungin var af sama
söngvara og fmmflutti „Exulate".
Með tíð og tíma langar mig til að
læra að skreyta 18. aldar tónlist á
sama hátt og þeirra tíma söngvarar
gerðu. Þeir skreyttu samkvæmt
innblástri augnabliksins og vom
því aldrei eins frá einum flutningi
til annars. Mér finnst eins og þessi
afstaða sé vel til þess fallin að blása
lífí í tónlist, sem annars gæti hætt
til að verða óinnblásinn lestur á
dauðum nótum, ef til vills sam-
vizkusamlega útfærður en lífvana.
Arían úr Hamlet höfðar hins
vegar til mín fyrir það, að hún
gefur mér tækifæri til að syngja
ástríðufulla, dramatíska tónlsit inn-
an þess ramma sem léttri kólórat-
úrrödd er eðlilegt.
Ég elska rómantíska tónlist, þar
sem „mbato“ og „portamento"
bætist við leiftureðli flúrsöngsins.“
Og loks lýsir Debra Vanderlinde
ánægju sinni yfir að vera komin
til íslands. í för með henni er eigin-
maður og kornung dóttir, Victoria,
sem er ekki nema nokkurra mán-
aða gömul og í sinni fyrstu utan-
landsferð.
Ég fyrir mitt leyti vil bjóða fjöl-
skylduna velkomna til landsins og
þykist þess fullviss, að tónleikarnir
19. júní eigi eftir að verða eftir-
minnileg lyftistöng fyrir Listahátíð.