Morgunblaðið - 19.06.1988, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988
° B3 7
Þaö er um að gera aö vera
nokkuÖ skotheldur
Rætt við Ara Gísla Bragason
Það liggnr jafnan í loftínu
eilítíl eftirvænting þegar von er
á bók eftír nýjan höfund. Menn
sem áhuga hafa á skáldskap
velta gjarnan fyrir sér hvað hin-
um nýja leikmanni á ritvellinum
liggi á hjarta og ná sér í bókina
til að kynna sér það. Svo eru
þeir sem safna bókum, þeir sem
eru forvitnir, þeir sem hneyksl-
ast og loks þeir sem láta sér á
sama standa. Menn líkja stund-
um tilurð og útkomu ritverks
við fæðingu og vafalaust má
finna vissa hliðstæðu með þess-
um atburðum. Eitt er þó ólíkt
með þessu tvennu, það þykir
best fyrir börn að fæðast þegar
sumarið fer i hönd, enda eru
fæðingar oft flestar að vorlagi
og fram á sumar. Það þykir hins
vegar best fyrir bækur að koma
út þegar veturinn fer í hönd,
enda koma flestar bækur út á
haustin og fram undir jól.
Þessa dagana er að koma út
ný ljóðabók eftir Ara Gísla Braga-
son, og er það hans fyrsta bók.
Þeir sem eitthvað velta fyrir sér
andlegum hræringum ungra
manna í Reykjavík um þessar
mundir kannast við Ara Gísla,
vita að hann yrkir ljóð, var í
Menntaskólanum í Reykjavík, þeir
sem gerst telja sig þekkja til
mála segja að hann sé þess konar
maður sem vinir leita uppi til að
deila með hörmum sínum.
Við mæltum okkur mót á
Mokkakaffi á Skólavörðustíg og
Ari kom með handritið að ljóða-
bókinni með sér. Ég settist við
að lesa. Ljóðin voru ekki í réttri
röð en það kom ekki að sök. Að
lestri loknum gengum við Ari
saman inn Bergstaðastræti til að
geta spjallað saman í næði. Við
námum staðar þar sem áður var
bamaheimilið Ós og settumst þar
á útidyratröppur og létum ekki á
okkur fá þó eigandi hússins ræki
upp stór augu.
Ari er fæddur í Reykjavík 3.
mars 1967, sonur hjónanna Nínu
Bjarkar Ámadóttur og Braga
Kristjónssonar og ólst upp í Þing-
holtunum og seinna í Vesturbæn-
um. Hann fór semma að velta
fyrir sér ljóðum og ljóðagerð. „Ég
byijaði að yrkja um það leyti sem
ég var í áttunda og níunda bekk
í Hagaskóla," segir Ari, þegar ég
spyr hann um upphafið. „Þetta
gerðist í tengslum við skólablað
sem ég og nokkrir félagar mínir
vorum með. Ég hélt áfram að
yrkja, oft í einhveiju samhengi
við ýmiskonar útgáfur skólablaða
eða pistla, og við uppákomur.
Þegar frá leið orti ég til að koma
á framfæri myndum sem ég hafði
gaman af að draga upp.
Ég kynnti mér snemma verk
Jóhanns Siguijónssonar og Jó-
hanns Jónssonar og seinna Noet
Coward, ég er mjög hrifinn af
honum. Jóhannamir tveir eru enn-
þá fyrir mér aðalmennimir í
íslenskum skáldskap. Fyrstu yrk-
isefni mín vom „unglingsbömmer-
ar“, ímyndað þunglyndi á köflum.
Nú skipar ástin stóran sess enda
er ég líklega á þeim aldri.“ Ari
gefur mér spyijandi homauga um
leið og hann segir þetta. Það
næðir um okkur þar sem við sitj-
um á tröppunum og ég dreg jak-
kann betur uppí háls um leið og
ég spyr Ara hvort hann sé þung-
lyndur. „Hreint ekki,“ svarar
hann. „Frekar léttlyndur held ég.
Flest af því fólki sem ég þekki
og fæst við að yrkja er fremur
léttlynt, tekur sjálft sig hæfilega
alvarlega, kannski kemur maður
lika þunglyndinu af sér í ljóðun-
um.“ Ari segir mér að hann eigi
um hundrað ljóð eftir sig og hafí
valið úr því í bókina. „Mikið af
þessu er náttúrlega msl en ég
vann út úr búnkanum um 40 ljóð
sem ég birti í bókinni, ég er nokk-
uð sáttur við þessi ljóð, þó nokkur
séu reyndar gömul.“
Ari gefur sjálfur út bók sína
og segir mér að það sé töluvert
vafstur í kringum slíkt, „en engin
ijárhagsleg áhætta," segir hann.
„Ég þarf að selja milli 50 og 100
eintök til að útgáfan standi á
sléttu. En ég stefni eitthvað að-
eins hærra. Ég geri ráð fyrir að
selja bókina sjálfur á götum, í
húsum og eitthvað í búðum."
Ég spyr Ara hvort honum þyki
ekkert erfitt að birta hugsanir
sínar á prenti. Nei, honum fínnst
það ekki. Segist enda ekki gefa
allt upp og vera hæfilega var um
sig. „Maður á nokkur leyndarmál
ennþá," segir hann og brosir. Ég
spyr hvort hann lesi mikið. „Tölu-
vert,“ svarar hann en fínnst hann
þó ekki lesa nóg, og bætir við:
„Ætli ég sé ekki meira „bíófrík“.“
Hann segist hafa séð ýmislegt í
kvikmyndum sem hafí seinna
komið honum til góða við ljóða-
gerð. „Það er nauðsynlegt að
þroska sig sem mest. Þar er
reynslan náttúrlega besti skólinn.
Sjálfsnámið er líka gott og ekki
síður einstaklingshyggjan," segir
Ari. Hann segist umgangast mik-
ið fólk sem fæst við að yrkja.
„Þetta fólk er oft niðri í bæ, í
hópi þess eru vinir og kunningar.
Einstaka sinnum lesum við hver
fyrir annan, mest fyrir tilviljun
þó.“
Ari Gísli hætti í MR eftir
fímmta bekk. „Ég varð gripinn
gífurlegum námsleiða og sé ekki
eftir að hafa hætt ennþá. Ég
hugsa nú samt að ég drífí mig
og ljúki prófínu, jafnvel í haust,"
segir hann. Á sumrin hefur Ari
unnið hjá Flugleiðum á Keflavík-
urflugvelli og Reykjavíkurflug-
velli. Einnig hefur hann gert einn
sjónvarpsþátt um ljóðlist og annar
þáttur er fyrirhugaður, en óvíst
um efni hans. „Eg er í lausa-
mennsku núna,“ segir Ari. „Ég
ætla að reyna að vinna eitthvað
fyrir fjölmiðla í sumar án þess þó
að ráða mig í fasta vinnu. Ég hef
áhuga á fjölmiðlun og hef jafnvel
hugsað mér að læra eitthvað sem
tengist henni." Leikhús er innan
áhugasviðs Ara og meðan hann
var í MR gerði hann leikþátt sem
sýndur var í þættinum Ánnir og
appelsínur sem var á dagskrá
Ríkissjónvarpsins sl. vetur. „Leik-
þátturinn fjallar um kaffihúsa-
prins og vin hans, taugaveiklaðan
lögfræðing. Ég dró upp „kaffi-
húsastemmningu" og áhrifamikið
samtal milli fyrmefndra vina. —
Ég hef eytt töluverðum tíma á
kaffíhúsum," bætir hann við.
Talið berst að ástinni og þeirri
hnappheldu sem hún kemur
mönnum stundum í. „Það er best
að horfa á ástina í fjarlægð en
nálgast hana þó stundum," segir
Ari. „Reynslan hefur marg oft
sýnt að það borgar sig ekki að
binda sig of fljótt. Ég er raunar
nýkominn úr föstu sambandi. Það
hafði sínar góðu hliðar, ég slapp
nokkuð heill á húfi. Það er um
að gera að vera nokkuð skotheld-
ur. Maður er ungur, á margt eft-
ir að gera, fara út í heirn." Ari
horfir þunglyndislega á gráa
stéttina og okkur er báðum orðið
kalt. Við stöndum upp og röltum
áleiðis að Mokkakaffi til þess að
fá þar í okkur hita á ný. Að lokum
gefur Ari mér miða í veisluna sem
hann ætlar að halda vinum og
velunnurum á Café Hressó að
kvöldi hins 17. júní nk. Þegar við
kveðjumst fer Ari niður í bæ til
að hitta kunningjana og heldur á
bókarhandritinu sínu undir hend-
inni. Ég horfí á eftir honum og
gef í huganum höfundinum og
bókinni hið eina veganesti sem
mér er unnt þá stundina, óska
þess að bókin njóti þess en gjaldi
ekki, að koma í þennan heim um
vorljósan dag.
TEXTI: GUÐRÚN
GUÐLAUGSDÓTTIR
TOYOTA
FJOLVENTLAVEUN
NÝKMSLÓÐ
BIL
Tvfvirk
titringsdempun
á trissu ...
TOYOTA
FJÖLVENTIA
VÉLAR
Rismyndað
brunahólf
og kerti í miðju
Ný hönnun
- tannhjóladrifnir
knastásar...
Tveir knastásar,
fjórir ventlar
og „kross-flæðf
Toyota og Qölve
Enn kynnir Toyota tækninýjung á sviði
fólksbíla, íjölventlavélina, sem er tvímælalaust
upphaiið að nýrri kynslóö bflvéla. Þessi vél hefur 4
ventla við hvem strokk, eða alls 16, og tölvustýringu
á vél og bensíninnspýtingu. Þessi búnaður eykur aíl
vélarinnar, nýtir eldsneytið betur og minnkai'
eyðsluna.
Aðrir kostír
Fjölventlavélin hefúr einnig svoneínt
„breytUegt sogkerfi“. f tveggja hólfa soggrein er annað
hóllið lokað við lágan snúning vélaiinnar. Við aukinn
snúning eykst lofttæmi í soggreininni, sérstakur
búnaður opnar hitt hólfið og eykur þar með tlæði
blöndunnar tíl bmnaliólfa. Arangurinn er ótvíræður
£5 Hraðari og betri bruni
• Meira nýtanlegt afl
Aukin sparneytni
• Snarpara viðbragð
Sem sagt: Háþróuð tækni... og bfil sem hæíir
henni. Hvort sem ekið er hægt eða sprett úr spori,
verður ánægjan af Toyota óblandin.
TOVOTA
Fjölventiavélin — bflvél fraintíðarinnar
TOYOTA