Morgunblaðið - 19.06.1988, Side 10
88ei intn. .ei HUOAair/uua ,aiOAjanuDíiov.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988
Félagar í Jöklarannsóknafélag-
inu í íshelli sem er um 100 metr-
um undir jökii á Grímsfjalli.
Jarðhiti hefur myndað hvelfing-
una.
insúlínspraiitima
í j öldaferðum
Jón Sveinsson. Morgunblaðið/KGA
GÓÐ heilsa er gulli betri segir
máltækið, en fáir leiða hugann
að því fyrr en eitthvað bjátar á.
Fyrir 25 árum var Jón Sveinsson
á fyrsta ári í menntaskóla. Hann
hafði lést óeðlilega og var alltaf
þyrstur. Hann leitaði því læknis
og í ljós kom að hann var með
sykursýki. Síðan hefur hann
þurft að sprauta sig með insúlíni
á hveijum degi. Jón er þó
ákveðinn í að láta sjúkdóminn
ekki aftra sér frá þvi að lifa sem
eðlilegustu lífi. Samt lifir hann
þó að vissu leyti óvenjulegu Iífi
— ekki vegna sjúkdómsins heldur
vegna þess að hann dvelur oft
uppi á jöklum starfs síns vegna.
Jón er rafmagnstæknifræðingur
og vinnur á Raunvísindastofnun
Háskólans meðal annars við
mælingar á jöklum. Jöklarnir
eiga greinilega hug hans allan
því hann er líka félagi í
Jöldarannsóknafélaginu.
élagar mínir og
samstarfsmenn í
jöklaferðunum vita
hvemig ástatt er
fyrir mér og taka
fullt tillit til þess í
öllum okkar sam-
skiptum. Það er
nauðsynlegt að þeir viti takmörk
mín og hvað hugsanlega gæti kom-
ið fyrir,“ sagði Jón þegar blaðamað-
ur Morgunblaðsins hitti hann að
máli á dögunum. „Ég hef sem betur
fer aldrei orðið ósjálfbjarga eða
upplifað neitt sem ég hef ekki ráðið
við sjálfur í sambandi við sjúk-
dóminn.“
Jón segist ekki hafa fundið fyrir
sykursýkinni að öðru leyti en því
að hann hafði lést og var síþyrstur,
eins og áður segir. Honum datt
ekki í hug að hann væri með sykur-
sýki, en hélt að þetta stöðuga vatns-
þamb væri bara ávani.
„Það var meiri háttar áfall að
uppgötva að ég var með sykursýki.
Það hlýtur að vera þannig hjá hveij-
um þeim sem lendir í þessu. Þetta
var mjög óvænt."
Mikill þorsti er algengasta ein-
Jón og Helga Haraldsdóttir kona hans á Hvannadalshnjúki.
kennið á insúlínháðri sykursýki. En
sykursýki er í raun og veru tvenns
konar. Annars vegar sykursýki sem
kemur fram hjá eldra fólki og þarf
það þá ekki að sprauta sig með ins-
úlíni, heldur passa upp á mataræðið
og nota töflur. Hins vegar sykur-
sýki hjá ungu fólki sem stafar af
því að insúlínframleiðslan í brisinu
bregst. Þá þarf sjúklingurinn að fá
insúlínsprautur tvisvar til fjórum
sinnum á dag.
Minnsta málið að
sprauta sig
„Það er minnsta málið að sprauta
sig,“ segir Jón. „Það er kannski
erfitt svona til að byija með, en
þegar frá líður og ýmsir aðrir erfíð-
leikar sem fylgja sjúkdómnum koma
oft fram þá er sprautan minnsta
málið, enda eru nú til góð áhöld til
þessara hluta."
Talið er að um 2000 íslendingar
hafí sjúkdóminn, en þar af eru 400
háðir insúlíni. Hjá ungu fólki leyna
einkenni sjúkdómsins sér ekki og
koma þau oftast frekar skyndilega.
Sykursýki er fyrst og fremst öld-
runarsjúkdómur og eldra fólk getur
gengið með insúlínóháða sykursýki
árum saman án þess að hafa hug-
mynd um það. Einkennin eru lítil
og stundum finnst sjúkdómurinn
vegna þess að sjúklingurinn leitar
læknis af öðrum ástæðum, sem oft
eru afleiðingar sykursýki. Dæmi um
þetta er skemmd á augum og æða-
kerfi, en þeir sem hafa sykursýki
geta orðið blindir skyndilega.
Jón lenti sjálfur í því fyrir
skömmu. Hann var að beygja sig
og hnerraði í þeirri stöðu. Við það
sprakk eitthvað í öðru auganu.
Hann segist hafa verið orðinn stein-
blindur að tveimur tímum liðnum,
en nú hefur þetta jafnað sig aftur
að nokkru leyti.
— Hefur meðferð sykursjúkra
breyst frá því að þú fékkst sjúk-
dóminn?
„Já það hefur margt breyst og
raunar má segja að ég hafi vitað
ósköp lítið um þennan sjúkdóm
fyrstu tólf til þrettán árin sem ég
hafði hann — hveijir væru fylgi-
Með Helga Björnssyni jarðeðlisfræðingi á Grímsfjalli sumarið 1987.
kvillar hans og hve mikilvægt mat-
aræði er. Ég var á sífelldu flakki á
þessum árum og hafði sama lækninn
aldrei nema í stuttan tíma í einu.
Þegar sykursýkin uppgötvaðist átti
ég eftir þijú ár í menntaskóla á
Akureyri. Þá bjó ég í tvö ár austur
á landi og eftir það í eitt ár í
Reykjavík. Loks lá leiðin til Þránd-
heims í Noregi og þar bjó ég í þijú
ár.
í Noregi kynntist ég fyrst sam-
tökum sykursjúkra og á fyrirlestrum
hjá þeim heyrði ég fyrst um hversu
þýðingarmikið rétt mataræði er. Það
er ekki nóg að fá insúlín því maður
verður að halda reglu á mataræðinu
svo blóðsykurinn sveiflist ekki til
og frá.
Nú til dags er lögð áhersla á allt
aðra hluti en fyrir 20 árum og margt
sem vitað er um nú var ekki þekkt
þá. Til dæmis var undantekning að
fólk væri látið sprauta sig oftar en
einu sinni á dag. Nú er þetta gert
tvisvar til íj'órum sinnum á dag til
að blóðsykurinn sé í meira jafnvægi.
Fræðslan hefur aukist gifurlega
og það tel ég koma í veg fyrir að
sykursýkissjúklingar einangrist. Því
meiri fræðslu sem maður fær og
vitneskju um sjúkdóminn og hegðan
hans þeim mun betur getur manni
liðið. Það er sagt að þetta sé einn
af fáum sjúkdómum sem sjúklingur-
inn á að vita sem mest um.“
Samtök sykursjúkra voru stofnuð
hér á landi 1971 og segir Jón þau
hafa breytt miklu fyrir sykursjúka.
Fyrsta markmið þeirra var að koma
á reglubundinni læknisfræðiþjón-
ustu við sykursjúka sem gerðist með
stofnun göngudeildar sykursjúkra
1974. Eftir að fólk er einu sinni