Morgunblaðið - 19.06.1988, Qupperneq 12
12 8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚft 19. JÚNÍ 1988
Flakið dregið upp og skoðað:
skugginn sem fylgir Kennedy
W gTwk B H C—- H M H H pH H j, Ma
ii v JHL lÆtil^ .P sp^’ Ke
/ r> 1 ° •
Edward Kennedy: þungar ásak-
anir
Mary Jo Kopechne: fór með Joseph Gargan: frændinn sem
Kennedy úr veizlunni rýfur þögnina
á Chappaquiddick?
Frændi Edwards Kennedys rýfur þögnina
Sumarbústaðurinn, slysstaðurinn og feijuhöfnin á Chappaquiddick:
„sorg... ótti... efasemdir... þreyta...“ — og sektarkennd
MARGT hefur verið á huldu um
það sem gerðist þegar Edward
„Teddy" Kennedy
öldungadeildarmaður ók svartri
Oldsmobile-bifreið út af
hrörlegri brú á
Chappaquiddick-eyju við
Þorskhöfða (Cape Cod) í
Massachusetts fyrir 19 árum og
28 ára gömul kona, sem var með
honum í bílnum, Mary Jo
Kopechne, drukknaði. Var hann
drukkinn? Ætlaði hann að bera
víurnar í hana? Reyndi hann að
hylma yfir slysið? Reyndi hann
að múta fjölskyldu hennar til að
þegja? Tók lögreglan þátt i
samsæri með honum?
etta eru aðeins nokkrar
þeirra spuminga, sem
málið hefur vakið og
skýr svör hafa ekki
fengizt við, en nú hefur
frændi Kennedys og lögfræðingur,
Joseph Gargan, rofið þögnina. Og
ef trúa má því sem hann heldur
fram í væntanlegri bók, Senatorial
Privilege (Þinghelgi) eftir Leo Da-
more, hefur Kennedy villt um fyrir
lögreglunni, blöðunum og almenn-
ingi í öll þessi ár og beitt miklum
áhrifamætti ættar sinnar til að
þegja málið í hel.
Bókin svarar ekki öllum spum-
ingum, en Gargan mun m.a. halda
því fram að Kennedy hafi hugsað
upp ráðagerð um að ljúga til um
hver hefði ekið bílnum, ekki virzt
hafa áhuga á að bjarga Kopechne
og ekki hirt um að tilkynna slysið
í tæpa 10 tíma vegna skeytingar-
leysis. Gargan leggur á það áherzlu
að ef Kennedy hefði verið sam-
vizkusamari og gert eitthvað fyrr
kynni Kopechne að vera á lífi enn
þann dag í dag.
Þótt bókin komi ekki út fyrr en
eftir nokkra daga hefur m.a. verið
skýrt frá staðhæfingum Gargans í
brezka blaðinu Sunday Times, sem
hér er m.a. stuðzt við. Fjölskylda
Kennedys hefur þegar vísað ásök-
unum hans á bug og það kemur
ekki á óvart.
Útiveizla
Eins og vikuritið Newsweek benti
á í upphafi virtist það sem kom
fyrir Kennedy, sem þá var 37 ára
gamall, áþekkt mörgum atvikum,
sem voru skráð í lögregluskýrslur
á hveiju kvöldi á þessum árstíma:
„Maður ók stúlku heim síðla kvölds
eftir veizlu í sumarbústað. Hann tók
ekki eftir brú á vegi, sem hann var
lítt kunnugur, og bíllinn steyptist
fram af brúnni." En það sem gerði
málið einstakt var að í hlut átti
„öldungadeildarmaður á uppleið, að
10 klukkustundir liðu frá því slysið
varð og þar til hann tilkynnti það
og að vitað var að samstarfsmenn
hans höfðu haft áhyggjur af því
að hann væri of drykkfelldur og
kvenhollur."
Sex ógiftar stúlkur höfðu átt
hugmyndina að útiveizla því að yrði
haldin á Chappaquiddick um sömu
helgi og hefðbundin kappsigling
átti að fara fram í Edgartown á
granneyjunni Martha’s Vineyard.
Þær höfðu allar starfað fyrir Ro-
þert Kennedy, bróður Edwards og
Johns heitins forseta, þegar hann
barðist fyrir því að verða valinn
forsetaframbjóðandi demókrata áð-
ur en hann var myrtur, 6. júní 1968.
Leiðir þeirra skildu, en þær höfðu
þrisvar sinnum áður haldið sams
konar „partí“ til að hitta aftur fyrri
starfsfélaga.
Ein þeirra, Esther Newberg, fékk
Gargan, sem var hjálparhella
Kennedy- fjölskyldunnar, til að
skipuleggja veizluna á Chappaqu-
iddick. Hann tók á leigu sumarbú-
stað á eyjunni, útvegaði stúlkunum
gistingu í Edgartown, áfengi og
mat í veizluna og útvarpstæki til
að hægt yrði að hlusta á tónlist.
Kennedy var boðið og fjórum mönn-
um öðrum: Jack Crimmins, sem var
bílstjóri Kennedys í hjáverkum,
Paul Markham, lögfræðingi hans í
Boston, Ray LaRosa, fv. kosninga-
starfsmanni og gömlum siglingafé-
laga Kennedys, og Charles Tretter,
lögfræðingi hans og kosningaráð-
gjafa.
Veizlan fór fram föstudaginn 18.
júlí 1969 eins og ráð hafði verið
fyrir gert, en gestirnir virtust eitt-
hvað niðurdregnir. Gargan man að
Kennedy fór með Kopechne um kl.
11.50 e.h. til að ná í feijuna til
Edgartown. Hann hafði tekið þátt
í siglingakeppninni (hann varð
níundi) og kvaðst vera þreyttur, en
Mary Jo var kvöldsvæf. Hinir gest-
imir misstu af síðustu feijunni og
létu fyrirberast í sumarbústaðnum.
Daginn eftir sögðu stúlkumar að
enginn veizlugestanna hefði verið
áberandi dmkkinn.
„Það hefur orðið slys
í bók Leós Damore segir Gargan
að skömmu eftir miðnætti hafi La-
Rosa komið fram í eldhús og til-
kynnt að Kennedy vildi tala við
hann. Þegar Gargan kom út sá
hann Kennedy í aftursæti eins af
bílunum, sem stóðu fyrir utan. „Það
hefur orðið hræðilegt slys,“ sagði
Kennedy. „Bíllinn fór út af brúnni
niðri í fjöru og Mary Jo er í honurn."
Gargan segir: „Hann tók fram
að hann hefði ekið bílnum og Mary
Jo verið með honum. Hann sagði
ekki hvernig slysið hefði borið að.
Hann sagði aðeins: „Það hefur orð-
ið slys.“ Meira þurfti ég ekki að
vita. Eina hugsunin, sem komst að
hjá mér, var: Farðu niður að brúnni
eins fljótt og þú getur."
Kennedy hafði ekki tekið eftir
greinilegu umferðarmerki og beygt
til hægri, en ekki til vinstri eins og
hann varð að gera, ef hann hann
ætlaði til fetjuhafnarinnar vestast
á Chappaquiddick, gegnt Edg-
artown. Því ók hann Oldsmobile-
bifreiðinni eftir moldarvegi að hrör-
legri trébrú á Poucha-tjöm austast
á eyjunni. Seinna kvaðst hann hafa
verið á um 35 km hraða, en séð
brúna svo ógreinilega að bíllinn
hefði steypzt fram af henni og út
í tjörn. Hann komst út úr bílnum