Morgunblaðið - 19.06.1988, Síða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988
Skipt í annan
Föstudagurinn 25. september
bætti upp alla okkar erfiðleika,
ófærð og óveður til þessa. Dyngju-
jökull, Dyngjufjöll og Herðubreið
t birtust í gljáfægðu sólskini og tindr-
andi snjóflekkir lýstu upp Holu-
hraunið og svarta sandana. Að
sumri til er svæðið sunnan Öskju
dularfullt og framandi og núna í
vetrarbyijun var það eins og ferða-
lag um aðra stjömu að aka hér um
á fimm litlum bílum. Við störðum
djúpt snortin á þennan óendanleika.
Jafnvel Siguijón, sem verið hafði
þögull alla ferðina, fékk málæði,
enda kominn á heimaslóðir.
Við gátum nú kastað frá okkur
vélsleðagöllunum, sem við höfðum
vakað og sofið í undanfama daga,
” og eftir allt hjakkið og spólið var
20 kílómetra ökuhraði líkastur flug-
ferð.
Aurbleyta fremur en straumur
olli okkur áhyggjum, þegar við fikr-
uðum okkur yfir Jökulsá á Fjöllum,
hveija kvíslina á fætur annarri. Við
náðum þó yfír án þess að til vand-
ræða kæmi.
Þegar nóttin skreið yfir skálann
í Kverkfjöllum bauð náttúran upp
á eftirrétt í framhaldi af kræsingum
dagsins. Við gátum í rúman klukku-
tíma séð himininn lýsast upp af
stórbrotnari norðurljósasýningu en
við höfðum áður upplifað. Bjartar
kórónur og geislar kvikuðu um him-
ininn. Aðeins þeir, sem ferðast um
óbyggt hálendið, eiga von á slíku.
Vonbrigði
Það er erfitt að búa jeppa þannig
út, að hann sé jafnfær í jöklaferðir
Hinir illræmdu farartálmar Kreppa og Kverká voru meinlitlir í haust-
frostinu.
Uppi á Fagradalsfjalli heyrðust skyndilega flugvélardrunur. Eftir
að jeppamir höfðu í skyndi troðið flugbraut settist vélin þar hjá
þeim. Þarna reyndist vera Ómar Ragnarsson á ferð.
Snæfell, drottning Austurlands.
Við Sauðafell norðan Snæfells kom olíubíll frá Essó til móts við
leiðangurinn til að birgja hann upp af eldsneyti fyrir síðasta áfang-
ann.
Jökulsá í Fljótsdal var eins og hafsjór yfir að líta.
Það vora viðbrigði að koma niður í Fljótsdalinn eftir
tvær vikur á gróðursnauðu hálendinu.
Jafnvel í rigningarsudda náði Mjóifjörður ekki að dylja
stórbrotna fegurð sína.
Jeppaflotinn fikrar sig út með Húsgöflum í mynni
Mjóafjarðar.
Á Dalatanga var fé komið heim á tún.
Takmarkinu náð eftir 17 daga ferð yfir landið
endilangt frá vestri til austurs. Vitinn yst á Dalat-
anga.
og vatnabusl. Á jökli skiptir öllu,
að bíllinn sé sem léttastur en í
vatnsstraumi getur hið gagnstæða
skipt sköpum.
Við vorum með allan útbúnað til
að sulla í vötnum, loftbarka og jafn-
vel björgunarvesti. En jafnvel
stærstu ámar, Kreppa og Kverká,
rétt náðu að guslast upp á húddið
og aðeins léttasti Nissan-bíllinn
flaut lítillega.
í Grágæsadal vorum við að bijót-
ast upp Fagradalsfjallið til að kom-
ast yfir í Brúardali, þegar ka.ll barst
frá frímerkjasafnara. Þetta var sú
gerð frímerkjasafnara, sem safnar
frímerkjastórum flötum um landið
þvert og endilangt til að lenda flug-
vél sinni á, öðru nafni Ómar. Við
tróðum flugbraut þarna uppi á fjall-
inu, sem Omar bætti í safn sitt
stuttu síðar eftir að hafa athugað
aðstæður vel í lágflugi.
Sól var að setjast, þegar hann
. flaug burt á ný. Drottning Austur-
lands, Snæfellið, blasti nú við í fjólu-
bláum roða í austri. Við ókum niður
með Jökulsá á Brú um kvöldið og
þótt komin væri mið nótt beið okk-
ar óvænt hreindýraveisla og nætur-
gisting hjá Einari bónda á Brú,
þegar þangað kom.
Víð fengum þær fréttir, að
Hrafnkelsdalur væri ófær en við
tókum lítið eftir því, þegar við ókum
hann í suður á leið okkar í Snæ-
fell. Það var að færast yfir vonsku-
veður á ný og Snæfellsskálinn hrist-
ist og skókst í öskuroki um kvöldið.
Það lætur ekki að sér hæða hálend-
ið á þessum árstíma:
Við náðum talstöðvarsambandi
við Bruce, flugmanninn okkar, sem
setið hafði veðurtepptur á Hvera-
völlum í viku. Flugferð hans þangað
inneftir í samfloti með okkur hafði
á stundum litið glæfralega út. Það
hefði verið óðs manns æði að halda
áfram á slíku fisi við þau veðurskil-
yrði, sem ríkt höfðu síðan. Þar eð
litlar líkur voru á batnandi veðri
og 250 kílómetra flug yfir óbyggðir
skildi okkur nú að, sáum við ekki
annan kost en hætta við þá tilraun
að fljúga vélinni yfir landið. Þetta
voru mikil vonbrigði fyrir okkur og
ekki síst Bruce, sem yrði nú að leita
færis að fljúga yfir Kjöl suður á
Flúðir.
Fleira varð til að valda okkur
vonbrigðum þetta kvöld. Það upp-
götvaðist, að við höfðum skilið eftir
mikilvægar filmur við „flugvöllinn"
á Fagradalsfjalli fyrir sólarhring.
Við óttuðumst að þær fykju út í
bláinn ef þær voru þá ekki þegar
foknar í þeim 10 vindstigum, sem
nú næddu um óbyggðirnar. Þórar-
inn og Guðmundur „buðust“ því til
að fara og ná í þær um nóttina á
meðan við hin gæddum okkur á ljúf-
fengu fjallalambi. Þetta var.yfír 200
kílómetra torfæru að fara og furðu-
legt, að menn leggi annað eins á
sig fyrir einn viskípela. Og reyndar
ennþá furðulegra, að þeir skyldu
finna það sem þeir leituðu að uppi
á fjalli í hávaðaroki og nætur-
myrkri.
Niður til sjávar
Það voru viðbrigði eftir tvær vik-
ur á gróðursnauðu hálendinu að
koma niður í Fljótsdalinn. Við tók-
um því á okkur krók inn í Hallorms-
staðaskóg til að þreifa á tijánum.
Essó hafði sent olíubíl til móts við
okkur langleiðina inn í Snæfell. Við
gátum þannig birgt okkur vel upp
fyrir síðasta áfangann. Siguijón
hafði fullyrt, að Jökulsá á Fljótsdal
yrði enginn farartálmi. Við áttum
bágt með að trúa honum, þegar við
sáum gripinn. Þetta var straum-
harður hafsjór yfir að líta og einir
40 til 50 metrar yfir á hinn bakk-
ann.
En Siguijón vissi hvað hann
söng. Áin var ekki eins djúp og hún
virtist og botninn þama rétt ofan
við flúðimar var sléttur. Við kom-
umst yfir án erfiðleika og héldum
niður að Lagarfljóti.
Á Egilsstöðum biðu okkar höfð-
inglegar móttökur, veisla og lúxus-
gisting í sumarhúsum hjá Hlyn og
Eddu í Miðhúsum. En endamarkinu
var ekki náð og því lögðum við enn
af stað á þungskýjuðum morgni
niður í Mjóafjörð, sem skartaði
sínum fegurstu rigningarskúrum á
þessum þungskýjaða morgni. Jafn-
vel í sliku veðri birtist stórfengleg
náttúra Qarðarins með þverhnýpt-
um hengiflugum og hvössum þús-
und metra háum fjallstindum. Við
ókum gegnum skriðurnar norðan
megin íjarðarins. Vegurinn sveigði
í norður þegar út úr firðinum kom
og fylgdi Dalsfjallinu út að vitanum
á Dalatanga.
Við vorum komin alla leið, rúma
800 kílómetra, á 17 dögum á fimm
bílum með 11 manns og einn hund
innanborðs. Við lofuðum að taka
aldrei upp á svona vitleysu aftur,
en úr því það heyrði enginn til okk-
ar er ekkert víst að við stöndum
við það ...
(Kvikmynd um leiðangurinn „88o
í austur" verður frumsýnd innan
skamms.