Morgunblaðið - 19.06.1988, Qupperneq 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988
Rabarbari
Þegar ég var að alast upp, var lítið sem ekkert til af ferskum ávöxtum, en
foreldrar mínir ræktuðu mikinn rabarbara. Við systkinin þrifumst vel, urðum
stór og sterk þrátt fyrir mikla rabarbaraneyslu, og var það ekki fyrr en ég
komst til fullorðinsára, sem ég heyrði að rabarbari væri óhollur, þó er í
honum bæði ávaxtasykur og málmsölt, en einnig oxalsýra, sem hindrar
nýtingu kalks. En mér finnst rabarbari góður og bý til margt úr honum,
og þegar hann kemur upp snemma sumars, tek ég hann fram yfír innflutta
ávexti. íslendingar gera ekki
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
margt annað við rabarbarann
en búa til úr honum sultu,
en áður var hann mikið nýtt-
ur í súpu og grauta. í erlend-
um matreiðslubókum skipar
hann háan sess og er metinn
að verðleikum..
Það undarlega er, að
plöntufræðilega tilheyrir ra-
barbari grænmeti en ekki
ávöxtum. Plantan er upp-
runnin í Kína, en var ræktuð
í Rússlandi fyrir 3.000 árum
og þá sem lækningaplanta,
en þar eins og í Kína voru
rætumar nýttar til lækninga.
Rabarbari er ræktaður um
alla Norður-Evrópu, og er
hann auðveldur í ræktun og
þarf ekki hátt hitastig. Ef
við gefum honum örlítinn
áburð, helst mykju, og sting-
um upp í kringum hann,
fáum við góða uppskeru.
Bestur er rabarbari snemma
sumars og þá þarf líka minni
sykur í hann, og allra Ijúf-
fengastir em hvítu hnúðarnir
neðst á leggjunum, sem ég
kallaði alltaf pemr í mínu
ungdæmi. Móðir mín skar
þessa hnúða af og matreiddi
eins og niðursoðna ávexti.
Sú uppskrift mun komin frá
frk. Helgu Sigurðardóttur,
en í þá daga var ekki mikið
um niðursoðna ávexti, en
þetta er í líkingu við þá og
raunar fínnst mér það miklu
betra og með ís eða þeyttum
ijóma er þetta hreint lostæti.
Rabarbara-„perur“
500 g rabarbarahnúðar
2V2 dl sykur
rifínn börkur af hálfri sítrónu
V2 kanilstöng
2 dl vatn
1. Setjið vatn, sykur og kanil-
stöng í pott. Sjóðið við hægan
hita í 10 mínútur. Hafið víðan
pott.
2. Setjið sítrónubörk út í..
3. Skerið hnúðana af rabar-
baranum, þvoið og snyrtið. Setjið
í löginn í pottinum. Sjóðið við
hægan hita í 10 mínútur.
4. Kælið.
Meðlæti: Þeyttur ijómi eða ís.
Rabarbara-„perur“
með marengs
500 g rabarbarahnúðar, soðn-
ir eins og segir hér að ofan.
3 eggjahvítur
2 dl sykur
50 g möndlur eða hnetur
1. Setjið soðna rabarbara-
hnúðana í eldfasta skál. Takið
kanilbörkinn úr
2. Þeytið eggjahvítumar, setj-
ið sykurinn smám saman út í og
þeytið vel á milli.
3. Setjið marengsinn yfir ra-
barbarann í skálinni.
4. Saxið möndlumar eða hnet-
umar og stráið yfir.
Fyllingin:
1 kg rabarbari
IV2 dl vatn
150 g sykur
2 blöð matarlím
150 g makarónukökur
9. Þvoið rabarbarann og ske-
rið í litla bita.
10. Sjóðið saman vatn og sykur
og setjið rabarbarann út í. Setjið
ekki alla í í einu. Heldur takið
þá sem soðnir eru upp úr og
bætið síðan í pottinn.
11. Leggið matarlímið í bleyti í
kalt vatn í 10 mínútur.
12. Sjóðið löginn af rabarbaran-
um niður þar til hann er IV2.
Takið áður allan rabarbara upp
úr leginum.
13. Bræðið matarlímið í heitum
leginum.
14. Hrærið matarlímslöginn út í
rabarbarabitana. Þejrtið í þannig
að rabarbarinn fari í mauk.
15. Myljið makrónukökumar
gróft í lófanum og setjið yfir
botninn.
16. Hellið rabarbaramaukinu
yfir. Látið stífna í kæliskáp í 2-3
klst.
Meðlæti: ís eða þeyttur ijómi.
5. Hitið bakaraofn í 130-
140oC. Setjið skálina í miðjan
ofninn.
Meðlæti: ís.
Rabarbararúlla
(bökuð í sneiðum)
Byijið á að útbúa lög til að
hella yfir kökuna.
2 dl flórsykur
safi úr V2 sítrónu
IV2 dl vatn
1. Setjið flórsykur, sitrónusafa
og vatn í pott. Látið sjóða þar
til sykurinn er vel uppleystur.
Sjóðið þá áfram í 2 mínútur.
2. Kælið og geymið.
Deigið:
250 g hveiti
3 tsk. lyftiduft
125 g smjör eða smjörlíki
40 g haframjöl
u.þ.b. IV2 dl mjólk
3. Setjið hveiti og lyftiduft í
skál.
4. Skerið smjörið smátt og
myljið saman við.
5. Setjið haframjöl út í og svo
mikið af mjólkinni að þetta verði
mjúkt en ekki klístrugt deig.
6. Fletjið deigið út á hveitistr-
áðan smjörpappír. Þetta á að
vera u.þ.b. 30x20 smf
Fyllingin:
V2 kg rabarbari
75 g púðursykur «
1 tsk. kanill
IV2 dl rúsínur
.25 g brætt smjör
7. Þvoið rabarbarann 0g ske-
rið í þunnár sneiðar. Sétjið í skál
ásamt rúsínum.
8. Blandið saman kanil og
púðursykri og setjið út í.
Rúllan:
9. Smyrjið helrhingi smjörsins
yfir útflatt deigið.
10. Setjið rabarbarafyllinguna á
og vefjið þétt upp á lengdina.
11. Skerið rúlluna í 8 þykkar
sneiðar.
12. Setjið rúllurnar á smurt eld-
fast mót eða kökumót. Setja má
bökunarpappír inn í mótið. Gætið
þess að rúllurnar snúi rétt, þann-
ig að þetta líti út eins og snúðar.
13. Smyrjið rúllurnar með því
sem eftir var af brædda smjör-
inu.
14. Hellið sítrónuleginum yfir.
15. Hitið bakaraofn í 200°C,
blástursofn í 180°C. Setjið mótið
í ofninn og bakið í 25-30 mínút-
ur.
Meðlæti: ís eða þeyttur ijómi.
Rabarbarakaka
Deigið:
100 g hveiti
100 g maizenamjöl
150 g smjör eða smjörlíki
1 egg
1 msk. kalt vatn.
1. Setjið hveiti og maizena-
mjöl í skál.
2. Skerið smjörið smátt og
myljið saman við.
3. Setjið vatn og egg út í og
hnoðið samfellt deig.
4. Geymið deigið í kæliskáp í
2 klst.
5. Fletjið deigið út og leggið
á botninn og upp með börmunum
á bökunarmóti. 25 sm í þvermál.
6. Pikkið deigið með gaffli.
8. Kælið botninn.
Rabarbarakaka með ha-
framjöli
V2 kg rabarbari eða rabar-
barahnúðar
50 g rúsínur
rifinn börkur af 1 appelsínu
100 g flórsykur
75 g smjör
100 g hveiti
75 g haframjöl.
1. Smyijið eldfasta djúpa skál,
helst með flötum botni.
2. Þvoið rabarbarann og ske-
rið í mjög þunnar sneiðar.
3. Setjið rúsínur, appelsínu-
börk og 1 dl sykur saman við
rabarbarann. Hrærið saman.
4. Setjið rabarbarann í ská-
lina.
5. Setjið hveiti í skál, myljið
smjörið saman við þar til þetta
verður komótt.
6. Setjið haframjöl og 1 dl af
flórsykri saman við hveit-
ið/smjörlíkið.
7. Stráið deigmolunum jafnt
yfir rabarbarann í skálinni. Þrýs-
tið niður.
8. Hitið bakaraofn í 190°C,
blástursofn í 170°C. Setjið ská-
lina neðarlega í ofninn og bakið
í 35-40 mínútur.
Meðlæti: Þeyttur ijómi eða
jógúrt hrærð út með hunangi.