Morgunblaðið - 22.06.1988, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1988
Útlánuni Borgarbóka-
safns fækkar um 14%
Minna lesið af léttmeti segir borgarbókavörður
Heildarútlán Borgarbóka-
safnsins var 14% minna á síðasta
ári en á árinu þar á undan, sam-
kvæmt ársskýrslu safnsins 1987.
Lánaðar voru 715.378 bækur
síðastliðið ár, sem jafngildir því
að hver Reykvíkingur hafi feng-
ið átta bækur að láni yfir árið,
einni bók færra en 1986. Það ár
voru 827.502 bækur lánaðar út,
liðlega 112.000 bókum fleira en
árið eftir.
hafí verið svo gott og fólk lesi minna
í sóiinni. Áberandi minnst hafí ver-
ið lánað út sumarmánuðina fjóra,
þótt desember hafí einnig verið
heldur rýr að venju. í annan stað
sagði Þórdís að safnið eigi aldrei
eins mörg eintök nýrra bóka og
þörf er á, það komi niður á eftir-
spum.
Lestrarvenjur
að breytast
bókasafnsins var ákveðið að frá og
með febrúarmánuði fengju böm að
tólf ára aldri lánsskírteini ókeypis.
Þá hófust útlán á hljómplötum,
snældum og geisladiskum af tón-
listardeild safnsins í Gerðubergi á
afmælisdegi safnsins 19. apríl. Um
3000 hljómplötur eru í eigu safnsins
og er nú unnið að skráningu þeirra
á tölvu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Finnur vingast við tvo ísbirni á leið sinni yfir ísbreiðuna.
Síðastliðið ár var 65. starfsár
Borgarbókasafnsins og í árslok átti
safnið 365.366 eintök. Lánaðar
voru út 715.378 bækur, rúmlega
112.000 eintökum færri en árið
áður. Lánþegar voru á árinu nálægt
14.300 talsins og hafði fækkað um
tæp 800 frá fyrra ári. Hver lánþegi
fékk að meðaltali um 50 bækur að
láni síðasta ár, en þar áður voru
bækumar 55 á hvem lánþega.
Útlán minnkuðu mest á Hofs-
vallasafni, um 30%, en á aðalsafni
við Þingholtsstræti voru 17% færri
bækur teknar að láni 1987 en árið
áður. Útlán minnkuðu annars af
útibúum, bókabíl og til skipa. Aftur
á móti voru 15% fleiri bækur sendar
heim til fólks á síðasta ári en 1986.
Þórdís Þorvaldsdóttir, borgar-
bókavörður, var spurð um orsakir
þess að útlánum fór fækkandi
síðastliðið ár. Hún sagði árið 1987
hafa verið dálítið sérstakt, sumarið
©
INNLENT
Þá taldi Þórdís breyttar lestrar-
venjur skýra minni útlán síðastliðið
ár en undanfarin. „Fólk sækir ekki
eins mikið í léttmetið og áður, það
nær sér í það á annan hátt en með
lestri. Líklega eiga myndbandaleig-
ur og Stöð 2 sinn þátt í þessu.“
Skýringuna á mikilli fækkun út-
lána af Hofsvallasafni sagði Þórdís
vera að útibúið væri svo lítið að
fjöldi nýrra bóka þar væri takmark-
aður. Því færri sem nýjar bækur
væm, því minni væru lánin af bóka-
safninu.
„Bókin heim" heitir sú þjónusta
Borgarbókasafnsins sem meira var
nýtt á árinu 1987 en áður og hefur
hún verið veitt í meira en tíu ár.
„Bækur eru sendar til þeirra sem
af einhveijum ástæðum eiga ekki
heimangengt," segir Þórdís, „hægt
er að hringja á bókasafnið og biðja
um þessa þjónustu. Yfírleitt fer
bókavörður, ræðir við manneskjuna
og hlustar eftir hvers konar bækur
hún vill lesa. Síðan má panta bæk-
ur símleiðis og þeim er svo ekið
heim til lesenda. Borgarbókasafnið
veitir ýmsa aðra sérþjónustu en
heimsendingar. Fyrir utan lán til
skipa og úr bókabflum eru bækur
lánaðar á félagsmiðstöðvar aldraðra
víðsvegar um borgina og í fangels-
in.“
í tilefni af 65 ára afmæli Borgar-
Farandsýning á tíu ára
afmæli Alþýðuleikhússins
Alþýðuleikhúsið frumsýndi á
17. júní fjölskylduleikritið
„Ævintýri á ísnum“ í tilefni 10
ára afmælis sins i höfuðborg-
inni. „Þetta er grínleikrit án
orða, sem hægt er að leika bæði
innan og utan dyra,“ sagði leik-
stjórinn, Margrét Árnadóttir, í
samtali við Morgunblaðið en leik-
hópurinn er um þessar mundir
að skipuleggja leikför um landið.
Margrét sagði að Alþýðuleik-
húsið halda upp á afmæli sitt á
götunni þar sem leikhúsið hefur að
jafnaði verið húsnæðislaust. Far-
andsýningin nú væri önnur í röðinni
en á Listahátíð 1980 setti Alþýðu-
leikhúsið á fót götuleikhús. Margrét
þekkir auk þessa vel til farandleik-
flokka þar sem hún hefur starfar
með „Els Comediants" frá Spáni í
sjö ár.
Að sögn Margrétar er „Ævintýri
á ísnum" byggt á gamalli íslenskri
þjóðsögu, sem segir frá því er eldur-
inn slökknaði í Grímsey. Segir ævin-
týrið frá Finni, sem býr ásamt
ömmu sinni á eyju langt norður í
hafí. Einn daginn slökknar eldurinn
og fer drengurinn þá í ferð yfír
ísbreiðuna til að leita elds og lendir
í mörgum ævintýrum.
Leikarar eru Árni Pétur Guðjóns-
son, Erla B. Skúladóttir og Kolbrún
Ema Pétursdóttir. Sögumaður er
Margrét Ámadóttir og tónlistina
flytur Margrét Kristín Blöndal.
Leikmynd og búninga gerði Dom-
inique Poulain, en hún hefur starfað
undanfarin 12 ár að grímugerð fyr-
ir sjónvarp og leikhús.
Félag bókagerðarmanna:
Bráðabirgðalögnm
harðlega mótmælt
FÉLAG bókagerðarmanna hefur
sent frá sér ályktun sem sam-
þykkt var á stjórnarfundi þann
13. júní síðastliðinn. Þar segir
að Félag bokagerðarmanna mót-
mæli harðlega mannréttinda-
brotum íslenskra stjórnvalda
Félags- og hagsaga
það sem koma skal
— segir ritstjórn tímaritsins „Sagnir“
SAQniR
„Sagnir“ er timarit sem
sagnfræðinemar hafa gefið út
siðastliðin ár. Út er kominn 9.
árgangur tímaritsins og er
áhersla lögð sem áður á að
gera almenningi sagnfræðilegt
efni aðgengilegt. í þessu nýja
hefti „Sagna“ er gert annað og
meira en safnað staðreyndum
sögunnar. Nýttar eru kenning-
ar úr öðrum greinum s.s. mann-
fræði, hagfræði og félags-
fræði. Kom þetta fram í sam-
tali við _ Theódóru Kristjáns-
dóttur, Árna Daniel Júliusson
og Jón Ólaf ísberg i ritstjórn
tímaritsins.
í þessu hefti er ekki lögð hefð-
bundin áhersla á stjálfstæðishetj-
ur eða afmörkuð atvik, heldur
reynt að leita dýpra í söguna.
Fjallað er um breytinguna þegar
ísiand breyttist úr frumstæðu
bændaþjóðfélagi í tæknivætt físk-
veiðisamfélag, og er reynt að
greina þróunarlínu t.d. með sam-
anburði við önnur fískveiðisam-
félög við Norður Atlantshaf. Einn-
ig er grein þar sem fjallað er um
hvemig saltfískframleiðsla hófst
og óx við tsafjarðadjúp.
í tímaritinu er að fínna grein
um verslunarviðskipti sex bænda
í Húnavatnssýslu um miðja
nítjándu öld og er einungis farið
n g Mni - W ;«rg, 19««
Morgunblaðið/Sverrir
Theódóra Kristjánsdóttir, Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur
ísberg, fyrir utan Árnagarð.
eftir búnaðarskýrslum og verslun-
arbókum um hvað selt var og
keypt og þannig fengnar upplýs-
ingar um umhverfí þeirra og að-
stæður.
í tímaritinu má einnig fínna
grein um sagnfræði og fjölmiðlun
þar sem m.a. kemur fram að sagn-
fræðin nýtist ekki fjölmiðlum. Þau
geta þess að sjaldan sé leitað til
sagnfræðinga sem álitsgjafa í
sambandi við fjölmiðla af hvaða
ástæðum sem það væri. Þótt þau
óski þess „að fjölmiðlar leiti álits
þá getur sagnfræðin ekki notað
aðferðir fjölmiðlunar eða slegið
sér upp á fyrirsögnum" sagði
Ami Daníel Júlíusson.
Tímaritið „Sagnir" 9. árgang-
ur.
Að þeirra sögn er áhugi á fé-
lags- og hagrænum þáttum sög-
unnar að aukast meðal nemenda
í sagnfræði. Þremenningamir
segja, að á Norðurlöndum og öðr-
um Evrópulöndum sé sagan skoð-
uð á þennan hátt, en hins vegar
byggi sagnfræðin á íslandi, fram
að árinu 1960, á grunni sjálfstæð-
isbaráttu þjóðarinnar. Hafa sagn-
fræðingar síðan þá reynt að
byggja upp nýjan grundvöll, og
telja þau sig fylgja þeirri stefnu.
Þau sögðu að þessi aðferð væri
leið þeirra út úr „kreppu sagn-
fræðinnar."
„Sagnir" er ekki venjulegt
skólablað heldur rit sem byggir á
ströngum fræðilegum kröfum,
sem m.a inniheldur ritgerðir
þeirra sem hafa lokið, eða eru að
ljúka cand. mag. námi. Það er
gefíð út í 2000 eintökum, með
um 1000 áskrifendur. Tímaritið
er að fínna á bókasöfnum og skól-
um, og er einnig seltí bókabúðum.
með afnámi samnings- og verk-
fallsréttar.
í fréttatilkynningu frá Félagi
bókagerðarmanna segir að stefnu-
leysi ríkisstjómarinnar felist meðal
annars í slíkum ráðstöfunum í stað
rökrænna aðgerða. Félag bókagerð-
armanna mótmælir áróðri atvinnu-
rekenda og ríkisstjómarinnar að
verkafólk lifí um efni fram. Þá
bendir félagið á að þrátt fyrir 18%
kaupmáttaraukningu á síðasta ári
er kaupmáttur nú aðeins 5—10%
hærri en hann var 1982. Félag
bókargerðarmanna lýsir yfír stuðn-
ingi við allar þær aðgerðir sem bein-
ast gegn mannréttindaskerðingum
ríkisstjómarinnar.
Stýrímannaskólinn:
5 daga end-
urmenntun-
arnámskeið
FIMM daga endurmenntunar-
námskeið var haldið fyrir starf-
andi skipstjórnarmenn vikuna
30. mai til 3. júní sl. með svipuðu
sniði og verið hefur undanfarin
vor.
Þátttakendur voru 15 og var
nægileg þátttaka í tveimur grein-
um; notkun tölvuratsjár (ARPA)
og voru þátttakendur fjórir, og í
meðferð og notkun tölva, þar sem
þátttakendur vom 11.
Frá Eimskipafélagi íslands vom
5 þátttakendur, Skipadeild Sam-
bandsins 2, Ríkisskip 2, J. Lauritsen
1, 2 frá Stýrimannaskólanum og 3
á eigin vegum.
Þetta er sjötta vorið síðan 1982
að endurmenntunamámskeið er
haldið við Stýrimannaskólann og
hafa samtals 103 skipstjómarmenn
sótt námskeiðin, nokkrir oftar en
einu sinni.
Kennarar á námskeiðinu vom
Þorvaldur Ingibergsson í tölvurat-
sjá og Jón Þór Bjamason í meðferð
tölva.