Morgunblaðið - 22.06.1988, Page 40

Morgunblaðið - 22.06.1988, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1988 Morgunblaðið/Einar Falur Eðlisfraeðileg vandamál leyst undir handarjaðri dr. Einars Júlíusson- ar. Frá vinstri eru Asta Kristjana Sveinsdóttir, Helga Þórhallsdótt- ir, Agni Asgeirsson og dr. Einar Júlíusson. A myndina vantar Hákon Asgrímsson og Stefán Hjörleifsson. Olympíuleikar í eðlisfræði: Islenskar stúlkur með í fyrsta sinn ÓLYMPÍULEIKARNIR í eðlis- fræði verða haldnir í 19. sinn í austurísku borginni Bad Ischl dagana 23. júní til 2. júlí. Keppn- islið frá 27 þjóðum leiða saman hesta sína en keppendurnir eru framhaldsskólanemar yngri en tvítugir. Skilyrði fyrir þátttöku er ennfremur að keppandi hafi ekki hafið nám á háskólastigi. Fyrstu leikamir fóm fram í Var- sjá 1965 og voru þá fimm þjóðir með, allar frá Austur-Evrópu en lið þaðan hafa einmitt skarað fram úr ásamt Vestur-Þýskalandi og Bret- landi. Hver þjóð sendir fimm manna lið og verða því alls 135 keppendur sem spreyta sig á verkefnunum. íslenska liðið er skipað tveimur framhaldsskólanemum og þremur nýstúdentum. Þau eru Agni As- geirsson MR, Ásta Kristjana Sveinsdóttir MR, Hákon Ásgríms- son MA, Helga Þórhallsdóttir MR og Stefán Hjörleifsson MR. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskar stúlk- ur taka þátt í keppninni. Hlutfall kvenna í leikunum hefur hingað til verið undir 5%. Val keppenda í íslenska liðið fór fram með landskeppni í eðlisfræði sem haldin var í febrúar og mars síðastliðnum. Landskeppnin var haldin í samstarfi við Morgunblaðið og var þátttaka meiri en nokkru sinni fyrr. íslenska liðið hefur verið í þjálfim hjá kennurum og farar- stjórum undanfarnar vikur. Farar- stjórar verða dr. Einar Júlíusson og dr. Hans Kr. Guðmundsson. Auk _ þeirra hefur Viðar Ágústsson eðlis- fræðingur séð um undirbúning. Hluti þátttökukostnaðar er greiddur með styrk á fjárlögum en auk þess hafa eftirtalin fyrirtæki ákveðið að styrkja þátttöku íslenska liðsins: Almenna verkfræðistofan, Fjarhitun, verk- og kerfisfræðistof- an Strengur, Verkfræðistofa Guð- mundar og Kristjáns, Verkfræði- stofan Hönnun, Verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar og verkfræði- stofan Línuhönnun. Pamfíll velur sér stúlku Stoltz og Masterson í Einskonar ást, sem sýnd er í Háskólabíói. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Einskonar ást („Some Kind of Wonderful"). Sýnd i Háskólabíói. Bandarísk. Leikstjóri: Howard Deutch. Handrit: John Hughes. Framleiðandi: John Hughes. Helstu hlutverk: Eric Stoltz, Mary Stuart Masterson, Craig Sheffer, Lea Thompson og John Ashton. Man einhver eftir „Pretty in Pink“ (Sæt í bleiku) með Molly Ringwald? Einskonar ást („Some Kind of Wonderful"), sem sýnd er í Háskólabíói, er ekkert ósvip- uð nema hvað núna heitir Molly Eric Stoltz. John Hughes, sem manni fínnst stundum að hafi staðið að baki öllum helstu unglingamynd- um síðustu ára, gerir handritið að þeim báðum og einkenni hans leyna sér hvergi. Og það leynir sér ekki heldur hvað Einskonar ást er lík Sæt í bleiku. Það er líka sami leikstjórinn að þeim báðum, Howard Deutch. Honum tekst aldrei betur en í hressilegu upphafi myndarinnar þegar kreditlistinn birtist undir dynj- andi rokki og svipmyndum af aðalleikurunum tveimur. Upp- hafíð gefur því miður ekki vænt- ingar um það sem koma skal. Hughes fy’allar um unglinga- ástir sem fyrr og uppbyggingin er jafn nauðaeinföld og hún er kunnugleg. Hann (Eric Stoltz, Molly Ringwaldí„Sæt“) er frekar fátækur (þarf að vinna fyrir sér með náminu) en verður samt skotinn í sætu og snyrtilegu stelpunni, (Lea Thompson, Andrew McCarthy í ,,Sæt“) sem hangir með ríka liðinu. Oh, vá, ótrúlegt, segja allir og klappa pamfílnum á bakið. Sjálfur situr maður ósnortinn. En stelpan er að nota strákinn til að hefna sín á ríka gæjanum sem hún hefur sparkað. Stoltz er hins vegar fúlasta alvara — eða er hann að reyna að komast nær ríka og fallega liðinu og nota stelpuna í þeim tilgangi? Vá, maður, ótrúlegt. Hann á druslulega vinkonu (Mary Stuart Masterson, Jon Ciyer í „Sæt"), sem er skotin í honum, en hann gerir sér ekki grein fyrir því. Ógoldnar ástir, maður. Vá. Eins og áður er ríka liðið líka vonda liðið; ef þið sjáið einhvem keyra Porche í Hughes-mynd þá vitið þið að það er óþokkinn í myndinni. Ef einhver keyrir gamlan fólksvagn á maður að halda með honum. Eins og áður em samtöl Hughes skemmtilega skrifuð; hann er alltaf að reyna að skilja tilfínningar ungling- anna og hann fer ansi liðlega um veröld þeirra og vill skilja hana og skýra, en hann er farinn að herma fullmikið eftir sjálfum sér. Eric Stoltz (Gríman) ber höfuð og herðar yfír hinn unga og efni- lega leikarahóp, einlægur, vand- aður, hófsamur og fjallmyndar- legur, en kannski einum of sak- leysislegur. Masterson verður að beijast við tárvot augun mestan- part myndarinnar og Thompson að passa upp á útlitið og báðum ferst þeim það vel úr hendi. John Ashton (Löggan í Beverly Hills) leikur ágætlega pabba Stoltz, sem vill að sonur sinn fari í há- skóla, en senuþjófurinn í þau alitof fáu skipti sem hann birt- ist, heitir Elias Koteas. Hann leikur pönkforingja og minnir mest á glettilega DeNiro frá því í gamla daga. radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Veiðimenn Út er komið 9. heftið af hinu vinsæla riti Vötn og veiði, sem Landssamband veiðifé- laga gefur út. í þessu hefti er kort og lýsing á 40 ágætum veiðivötnum á Suð-vesturl- andi. Getið er nýju vatnanna sem til urðu við vatnsmiðlun í Tungnaá, en þau vötn eru nú einhver bestu veiðivötn á landi hér. Þessi rit fást í bóka- og sportvöruverslunum og hjá Landssambandi veiðifélaga, Bolholti 6, 105 Reykjavík, sími 31510. Sendum í póst- kröfu hvert á land sem er. \ þjónusta | Vantar verkef ni í trésmíði, múrverki og málningu, t.d. glugga- og þakviðgerðum, smíði á gluggum, innrétt- ingavinnu á íbúðum og skrifstofum, múrvið- gerðum á þakrennum og tröppum, flísalögn. Einnig smíðum við sólstofur og grindverk í garða, sumarhús og viðgerðir á þeim. Verktakafyrirtækið Stoð, símar 41070, 21608 og 985-27941. atvinnuhúsnæði Við Austurstræti Til leigu 300 fm hæð á besta stað við Austur- stræti. Húsnæðið er á annarri hæð og er til leigu strax. Upplýsingar gefa Kristinn Sv. Helgason og Helgi Magnússon í síma 603060. Austurstræti - til leigu Skrifstofur - lagerrými Til leigu um 100 fm skrifstofuhæð við Austur- völl auk um 40 fm lagerrýmis. Laus nú þegar. Upplýsingar í síma 21960 kl. 8.00-16.00. Viljum kaupa eða leigja 200 fm - 500 fm húsnæði í hjarta borgarinn- ar á götuhæð. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 24. júní merkt: „Öruggar greiðslur - 2786. Skrifstofuhúsnæði Höfum til leigu 236 fm skrifstofu- eða þjónustu- húsnæði á besta stað við Smiðjuveg í Kópa- vogi. Góð bílastæði. Laust strax. Upplýsingar í síma 46600. Skrifstofuhúsnæði Til leigu hluti af „penthouse" í Lágmúla 5. Upplýsingar í síma 689911 eða á skrifstofu okkar, Lágmúla 5, 7. hæð. Birkir Baldvinsson hf. Skeiðarás - Garðabæ Ca 230 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Góð lofthæð. Stórar innkeyrsludyr. Afhendist strax tilbúið undir tréverk. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. Verslunarhúsnæði f miðbæ Nýtt verslunarhúsnæði ca 230 fm á góðum stað í miðbænum. Afhendist tilbúið undir tréverk. Góðir greiðsluskilmálar. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.