Morgunblaðið - 22.06.1988, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1988
51
Minning:
Monika S. Helga-
dóttir Merkigili
var lagður niður sem barnaskóli. Á
fimmta áratug hefur Baddý þannig
kennt matreiðslu og hússtjóm hér
í Reykjavík og eru því ekki fáar
þær ungu stúlkur hér í bæ, sem
hafa fengið sína fyrstu leiðsögn í
hússtjóm hjá frænku okkar.
Heima á Fríkirkjuvegi 3 bjó um
nokkurt árabil þýskur menntamað-
ur, Bmno Kress. Hann og Baddý
felldu hugi saman og gengu í hjóna-
band árið 1936 og áttu þau sitt
heimili í Reykjavík. Þau eignuðust
eina dóttur, Helgu, cand. mag. í
norrænum fræðum og kennara við
Háskóla íslands.
Hin miskunnarlausa barátta
þjóða í síðari heimsstyijöldinni
markaði spor sín i lífí frænku okk-
ar. Með Helgu dóttur sína 8 mán-
aða gamla, varð hún að horfa á
enskt hemámslið flytja þýskættað-
an eiginmann sinn í fangabúðir í
Englandi. Og þau urðu kaflaskiptin
í lífí hennar við þessa atburði, að
þau skildu að stríðinu loknu. Mót-
læti þessara ára og sú óvissa, sem
lengi ríkti, markaði sín spor, þó
ekki bæri hún frænka okkar tilfínn-
ingar sínar á torg.
Baddý frænka var ákaflega fé-
lagslynd og var m.a. félagi í Odd-
fellow-reglunni. Hún hafði gaman
af að umgangast fólk og njóta
góðra stunda. Hún var ávallt létt í
lund og skemmtileg og hnyttin til-
svör hennar lífguðu upp á hin hvers-
dagslegustu umræðuefni. Hun var
svo laus við alla yfírborðskennd,
hress og blátt áfram í öllu sínu
tali og gjörðum. Þannig munum við
frænku okkar og þannig viljum við
minnast hennar.
Um leið og við kveðjum Baddý
hinsta sinni, sendum við Helgu dótt-
ur hennar og barnabörnunum
tveimur, Má og Kristínu Önnu, okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Sigurður Tómasson,
Herdís Tómasdóttir
Með Kristínu Kress eða Baddý
frænku, eins og hún var ætíð kölluð
í fjölskyldunni, er gengin kona, sem
okkur þótti öllum vænt um. Hún
hafði þann sjaldgæfa eiginleika að
taka sjálfa sig ekki of hátíðlega.
Ætíð var hún reiðubúin að slá á
létta strengi og átti auðvelt með
að sjá hið broslega í tilverunni.
Nokkrar sögur sem hún sagði af
sjálfri sér og samferðafólki sínu eru
ógleymanlegar og vekja alltaf jafn
mikla kátínu í hvert sinn sem þær
eru rifjaðar upp. Allt frá því ég var
smá stelpa, þótti mér gott að koma
til Baddýjar, því hún tók vel á
móti gestum. Hún átti alltaf góð-
gæti fyrir krakkana og leikföngun-
um hennar Helgu, dóttur hennar,
hafði hún haldið til haga, svo nóg
var við að vera. Þessi tengsl héld-
ust eftir að ég varð fullorðin og
bömunum mínum þótti jafn vænt
um hana og mér. Baddý kenndi
matreiðslu í mörg ár i Miðbæjar-
skólanum. Eg held, að henni hafi
fallið starfíð vel, þvi mannleg sam-
skipti skiptu hana miklu. Ég sakna
þess að hafa elsku Baddý ekki leng-
ur hjá okkur, en ég veit að henni
líður vel.
Við Halldór og krakkarnir þökk-
um henni allar þær ánægjustundir
sem við höfum átt saman og vottum
Helgu dóttur hennar og bamabörn-
unum Mása og Önnu Stínu samúð
Fædd 25. nóvember 1901
Dáin 10. júní 1988
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Þessar ljóðlínur komu upp í hug-
ann er við fréttum lát ömmu okk-
ar, Moniku S. Helgadóttur, sem
okkur langar í örfáum orðum að
minnast hér. Amma bjó á Merkigili
í Skagafirði. Hún giftist Jóhannesi
Bjamasyni árið 1926. Þau eignuð-
ust átta böm. Afí lést árið 1944.
Fregnin um lát ömmu okkar kom
okkur í sjálfu sér ekki á óvart, því
síðustu æviárin hafði hún ekki ver-
ið góð til heilsunnar. Amma pkkar
var stórbrotin persónuleiki. Hun var
stálminnug og hélt andlegum kröft-
um til hinstu stundar. Hún var hlý,
hreinskilin og þannig að allir sem
henni kynntust bám ósjálfrátt virð-
ingu fyrir henni. Hún hafði gaman
af að kasta fram vísum og gat far-
ið með heilu vísurnar án þess að
reka í vörðurnar. Við krakkamir
gátum setið og hlustað á hana
tímunum saman, því hún hafði ótrú-
lega skemmtilega frásagnargáfu.
Hún var mjög gestrisin og við
krakkamir nutum góðs af því ámm
saman. Sum okkar dvöldu þar nokk-
ur sumur og var það bæði fróðlegt
og skemmtilegt. Amma var ein af
þeim sem ávallt hafði opið hús og
hjarta til að gefa sér tíma ogríæði
til að hugsa um þá er til hennar
leituðu, allt án þess að ætlast til
neins á móti.
Fædd 22. desember 1926
Dáin ll.júní 1988
í dag verður til moldar borin í
Fossvogskirkjugarði Dagbjört
Hallgrímsdóttir en hún lést á
Landspítalanum 11. þessa mánað-
ar.
Dagbjört fæddist að Stóragrindli
í Fljótum 22. desember 1926, for-
eldrar hennar vom hjónin Kristrún
Jónasdóttir og Hallgrímur Bogason,
bóndi, Knappsstöðum í Stíflu, Fljót-
um. Kristrún og Hallgrímur bjuggu
framan af af búskap sínum í hinni
undurfögm sveit í Fljótum þar sem
Dagbjört ólst upp ásamt íjórum
systkinum, Guðnýju, Boga, Jónasi
og Siguijóni, sem öll em á lífi.
Hallgrímur lést fyrir þrem ámm en
Kristrún býr að Dalbraut 27 í
Reykjavík. I móðurætt var Dag-
björt í fímmta ættlið frá Davíð
Guðmundssyni hreppstjóra Spá-
Hafí elsku amma þökk fyrir allt.
Blessuð sé minning hennar.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Börn Jóhönnu og Helga
Monika amma mín verður jarð-
sungin í dag, 22. júní. Hún fæddist
á Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi,
Skagafírði, 25. nóvember árið 1901.
Foreldrar hennar vom Helgi
Björnsson frá Syðri-Mælifellsá í
Skagafirði _og Margrét Sigurðar-
dóttir frá Ásmúla í Holtum. Mar-
grét var seinni kona Helga og eign-
uðust þau 10 böm, þar af komust
9 upp. Amma var stjötta í röðinni
og em þijú systkini hennar á lífi.
Hún átti tvö hálfsystkini og eina
uppeldissystur. Foreldrar hennar
bjuggu á Ánastöðum á ámnum
1883-1914 og á Reykjum í Skaga-
firði 1918-1932. í millitíðinni
bjuggu þau á Mælifellsá og Kol-
gröf. Helgi dó árið 1947 en Mar-
grét árið 1960. Þá bæði á 93. ald-
ursári.
Amma var búin að vera víða er
hún fór árið 1924 sem ráðskona
að Merkigili en fór ekkert þaðan
aftur, því árið 1926 giftist hún Jó-
hannesi Bjamasyni, sem þá nýlega
hafði keypt hálfa jörðina ásamt for-
eldrum sínum. Þau eignuðust 8
börn, einn dreng og sjö stúlkur.
Elsta dóttir hennar lést árið 1981.
konufelli á Skagaströnd, kallaður
Laga-Davíð. Hún var því í framætt
af Geitaskarðs- og Eyvindastaða-
ættum.
Dagbjört giftist Garðari Óla Am-
kelssyni frá Siglufirði, bifreiða-
stjóra og nú síðari ár starfsmanni
BSÍ.
Gæfa þeirra var mikil, þau eign-
uðust fimm börn, elst Axelína María
sambýliskona undirritaðs, Kristrún
Lilja gift Viðari Sigurðssyni, Erla
Björk gift Magnúsi Ástvaldssyni,
Arna Kristín og Garðar Már er búa
í foreldrahúsum.
Garðar og Didda komu fyrst á
Seltjamamesið árið 1954 er þau
fest kaup á húsi er heitir Bakka-
kot. Húsið var vart íbúðarhæft er
þau fluttu inn og ýmsa hluti vant-
aði sem í dag þykja sjálfsagðir. Á
þessum tíma var Seltjamamesið
sveit og eins og í sveitinni var vatn
sótt í bmnn og kolaofn hitaði her-
bergin í risinu sem búið var í. Þau
hjónin vom afar samhent við að
lagfæra og byggja húsið upp,
bjuggu þau í Bakkakoti í 9 ár.
Árið 1963 byggðu þau sér svo hús
að Vallarbraut 2. Þrátt fyrir stóra
fjölskyldu var þar ávallt nóg hús-
rými, oft var gestagangur og næt-
urgestir, sumir í lengri tíma.
Hér að framan hefur verið dreg-
inn upp rammi af lífshlaupi Diddu
en innan þess ramma er saga konu,
er lagði mikið á sig ásamt manni
sínum til að afla sér og fjölskyldu
sinni lífsviðurværis. Hún hlífði sér
hvergi, kvartaði aldrei og vann af
samviskusemi og trúmennsku öll
þau störf er henni vom falin. Hún
var hæglát kona en einnig glaðlynd
og alltaf var stutt í brosið.
Hún hafði mikinn áhuga á að
Amma hefur verið ekkja frá 1944
er hún missti mann sinn. Var þá
yngsta dóttir þeirra Jódís aðeins
16 daga gömul. Það hlýtur að hafa
verið átakanlegt fyrir móður að
standa við kistu manns síns og
halda á barni þeirra undir skírn.
Heim að Merkigili hélt hún og bjó
þar með reisn. Hún ásamt börnum
sínum og smiðum, byggði upp á
Merkigili árið 1949 og var efni í
húsið flutt yfir Merkigilsgljúfur á
hestum.
Á Merkigili er rólegt og hljótt inn
á milli fjallanna. Ég er fædd þar
og uppalin til 15 ára aldurs og var
ein barna þar nema á sumrin en
var þó á Merkigili næsta sumar á
eftir. Síðan ég stofnaði mitt heimili
fyrir nokkmm ámm höfum við far-
ið til ömmu og verið þar í okkar
frítíma á hveiju sumri. Þar var
ætíð gott að vera og dóttir okkar
sótti fast að komast þangað. Ég
og móður mín, Margrét, vomm
síðustu afkomendur hennar sem
fluttum frá henni árið 1973. Stuttu
áður flutti Skarphéðinn sonur henn-
ar að heiman. Þá var Jóhannes
þekkja landið sitt og var mjög fróð
um það, hafði mikla ánægju af að
ferðast hér um, sem þau hjónin
gerðu á sumrin er tími leyfði. Er
fjölskyldan kom saman vom oft rifj-
' aðar upp ferðasögur sem allir höfðu
ánægju að heyra. Nú þegar horft
er til baka dylst mér ekki að í raun
hafí Didda verið fyrst og fremst
Fljótakona og kom það vel í ljós
síðastliðið sumar er haldið var ætt-
armót í Fljótunum. Þar sem ég
hafði ekki séð sveitina hennar fyrr
vildi hún endileg sýna mér hana.
Mér er sérstaklega minnisstætt, er
við stóðum fyrir ofan Stífluna ({
Hólunum) og horfðum á spegilslétt
vatnið í síðustu geislum sólarinnar,
hvað stoltið skein úr andliti hennar
en um leið hryggð yfir að vera far-
in úr þessu fallega umhverfi.
Þó að Didda hafi margt reynt
og því kynnst til hlítar hinum alvar-
legu hliðum lífsins, var hún afar
glaðlynd og leit fremur á björtu
hliðar lífsins. Því var hún vinamörg
alla tíð. Munu vinir hennar minnast
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfiindar getið. Sama gildir
ef sálmur 'er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubiii.
Dagbjört HaJlgríms-
dóttir — Minning
Helgason, dóttursonur hennar, hjá
henni þar til Helgi Jónsson frá
Herriðahóli í Rangárvallasýslu flutti
að Merkigili árið 1974. Þar bjuggu
þau tvö ein síðustu 14 árin. Það fór
vel á með ömmu og Helga og hefur
hann reynst henni vel. Hún hugsaði
um inni og alltaf var snyrtilegt
þar, nóg kaffi og brauð fyrir gesti
og gangandi. Alltaf var amma hress
í anda og minnið gott og það sem
einkenndi hana var greiðasemi. Hún
var boðin og búin til að aðstoða ef
hún gat er hún vissi að einhver var
í vanda staddur.
Hún var formaður Ábæjarsóknar
svo lengi sem ég man og bar hlýjan
hug til Ábæjarkirkju. Lét hún með-
al annars gera veg þangað en þar
er messað einu sinni á ári, oftast
fyrsta sunnudag í ágúst. Eftir
messu var venja að bjóða kirkju-
gestum í kaffi út að Merkigili og
hafði amma þá gaman af að tekið
væri lagið og spilað á orgelið.
Amma fór á Sjúkrahúsið á Sauð-
árkróki síðastliðið haust þá var
heilsu hennar farið að hraka en hún
hafði oft á orði „ég er fótalaus“ og
var það orð að sönnu. Hún var þar
samfellt þar til nú í maí er ég, Jódís
og Margrét dætur hennar fórum
með henni í Merkigil yfir hvítasunn-
una. Erfitt er að lýsa því hve ánægð
hún var þegar hún kom inn í eldhús
og settist í sætið sitt við borðið, það
Ijómaði allt andlitið. Ekki man ég
hvað hún sagði en lengi hafði hún
þráð að komast heim. Ákveðið var
að við myndum fara með henni
heim aftur að hálfum mánuði liðn-
um því allt gekk svo vel. Fljótlega
eftir að hún kom aftur á sjúkrahús-
ið versnaði henni. Það leiddi hana
síðan að hinstu hvílu. Hún lést dag-
inn eftir að við ætluðum með henni
heim að öllu óbreyttu. Merkigil var
eini staðurinn þar sem hún vildi
vera, það var hennar heimili. Nú
fer hún ein og óstudd.
Ég kveð ömmu mína með kærri
þökk fyrir samfylgdina. Blessuð sé
minning hennar.
Monika S. Baldursdóttir
hennar nú með söknuði og þakklát-
um hug.
Ömmubörnin eru sjö og eru Öll
ung að árum, þau sjá nú á eftir
góðri ömmu.
Samferðamenn, gjörist glaðir,
grátið ekki dauða minn.
Heim þig kallar himnafaðir,
nú hættir störfum líkaminn.
En ekki þrjóta andans leiðir
ykkur þó ég skilji við.
Nú eru vegir nógu greiðir,
nú er líf mitt fullkomið.
Gangið því til grafarinnar
glaðir, burt frá þessum stað,
ár eru talin ævi minnar
en andinn lifir, munið það.
Þegar likams brestur bandið,
bikar hérllfs tæmið þið,
svífið yfir sólarlandið,
saman aftur búum við.
(Sálmur, höf. ókunnur)
Blessuð sé minning hennar.
Gunnar Böðvarsson
Blóma- og
skreytingaþjónusta W
hvert sem tilefnið er. ^
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Állhcimum 74. sími 84200