Morgunblaðið - 22.06.1988, Page 62
62
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1988
KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILD
Morgunblaöið/Björn Blöndal
BandarfkJamaAurlnn Lee Nober, á miðri myndinni, undirritar samning til eins árs við körfuknattleiksdeild ÍBK í
veitingahúsinu Brekku á sunnudaginn. Með honum á myndinni eru Stefán Kristjánsson varaformaður til vinstri og
Skúli Skúlason formaður körfuknattleiksdeildarinnar til hægri.
„Geta íslenskra
körfuboftamanna
kom mér á óvart“
- segir Bandaríkjamaðurinn Lee Nober nýráðinn þjálf-
ari hjá Keflvíkingum
KÖRFUKNATTLEIKSDEILD ÍBK
hefur undirritað samning við
Bandaríkjamanninn Lee Nober
um að hann þjálfi meistara-
flokk félagsins á næsta keppn-
istímabili. Samningurinn ertil
eins árs og mun Nober, sem
er 29 ára, jafnframt þjálfa 2.
og 3. flokk karla og aðstoða
aðra þjálfara félagsins. Eftir að
Nober hafði undirritað samn-
inginn í Keflavík um helgina
hélt hann til Englands þar sem
hann mun starfa í sumar, en
er væntanlegur aftur til lands-
ins 1. september.
Nober sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann væri ákaf-
lega spenntur að hefjast handa, sér
litist vel á aðstæður og leikmenn
ÍBK. „Ég hef horft á nokkra leiki
með liðinu af myndbandi og geta
íslenskra körfuknattleiksmanna
kemur mér skemmtilega á óvart,“
sagði Nober sem hefur verið þjálf-
ari hjá bandarískum háskólaliðum
í 10 ár. Hann sagði að mest hefði
komið sér á óvart hversu góðar
skyttur væru í liðinu og þá sérstak-
lega 3ja stiga skotmenn. „Það er
vitaskuld erfítt að átta sig á getu
liðs með því einu að sjá leiki þess
af myndbandi, en mér sýnist
Keflavíkurliðið og körfuknattleikur
á íslandi mun betri en ég reiknaði
með. Það er greinilegt að þeir þjálf-
arar sem hafa lagt grunninn hjá
IBK hafa unnið gott starf og þeir
geta verið stoltir af árangrinum,"
sagði Nober ennfremur.
„ÍBK-liðið hefur tvö síðastliðin
keppnistímabil aðeins skort herslu-
muninn á að vinna titla undir stjóm
Gunnars Þorvarðarsonar sem ákvað
að taka sér frí frá þjálfun. Hreinn
Þorkelsson leikmaður með IBK
hafði áhuga á starfínu, en hann
hefur áðurþjálfað liðið. Skúli Skúla-
son formaður körfuknattleiksdeild-
arinnar sagði að ákveðið hefði verið
að leita eftir manni með nýjar hug-
myndir, sem ef til vill gætu gert
gæfumuninn.
KAPPAKSTUR / FORMULA 1
Sjötti sigur McLaren
MCLAREN-liðið verður tæpast
stöðvað úr þessu í heims-
meistarakeppninni í Formula 1
kappakstri. Liðið með öku-
mennina Alain Prost og Ayrton
Senna hefur unnið öll mót árs-
ins, sex talsins og náð öðru
sæti í fjórum þeirra. Ökumenn-
irnir Prost og Senna berjast
innbyrðis um titil ökumanna, á
meðan McLaren-liðið hefur
svo gott sem tryggt sér titil
framleiðenda. Það þurfa
kraftaverk að gerast hjá öðrum
liðum ef þau ætla að skáka
veldi McLarens.
Senna vann á sunnudaginn í
bandaríska kappakstrinum,
leiddi keppnina frá upphafí til enda
án vandræða. Sem fyrr var það
Prost sem veitti
Gunnlaugur honum mesta
Rögnvaldsson keppni, en hann
skrífar varð síðan rúmri
hálfri mínútu á eftir
í endamark. Belginn Thierry Bout-
sen á Benetton Ford varð þriðji, en
keppnisbfll hans var með vél án
túrbóbúnaðar, þannig að árangur
hans er góður. „Ég bíð spenntur
eftir næsta ári þegar búið verður
að banna túrbóvélamar. Þá verður
spenna í þessum mótum," sagði
Boutsen.
Morgunblaöiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Belglnn Thlerry Boutsen varð
þriðji í Detroit-kappakstrinum.
Senna kvaðst sama þó enginn
spenna væri milli liða, hann þráir
heimsmeistaratitilinn meir en nokk-
uð annað. Hann mun vafalaust beij-
ast af hörku við Prost um titilinn,
þó þeir séu í sama liði. Prost hefur
13 stiga forystu á Senna, en aðrir
eiga nánast enga möguleika þó enn
séu tíu mót eftir á keppnistímabil-
inu. McLaren-liðið hefur lagt línum-
ar íyrir árið.
„Malbikið á brautinni í Detroit
molnaði smám saman upp og það
var orðið erfítt að halda bflnum á
brautinni," sagði Senna eftir
keppni. „Ég náði fljótlega tæplega
mínútu forskoti, þannig að ég gat
tekið þessu rólega í lokin."
Enn þjaka vélarbilanir Williams
keppnisbfla Riccardos Patreses og
Nigels Mansells. Margir bflanna í
keppninni biluðu og meðal þeirra
Lotus-bíll heimsmeistarans, Nel-
sons Piquets, sem enn hefur ekki
komist á verðlaunapall. Eins og
staðan er í dag í Formula 1 kapp-
akstri, þá má segja að beðið sé eft-
ir næsta keppnistímabili. McLaren
hefur tögl og hagldir í keppninni
og litlar líkur á því að það breytist
á næstunni.
Úrslit í bandaríska
kappakstrinum Aksturstimi/klst.
1. Áyrton Senna, Lotus McLaren 1,54,56
2. Alain Prost McLaren 1,55,25
3. Thierry Boutsen Benetton hring á e.
4. Andrea de Cesaris Rial hring á e.
5. Jonathan Palmer Tyrell hring á e.
6. Pierluigi Martini Minardi hring á e.
Staðan í heimsmeistara-
keppni ökumanna Stig
1. Alain Prost, Frakklandi 45
2. Ayrton Senna, Brasilíu 33
3. Gerhard Berger, Austurríki 18
4. Nelson Piquet, Brasilíu 11
SJÓNVARP
fslenska sjónvarpið sparar sér kr. 15.000 á EM-leik
Islendingar horfa á sendingar, sem eru sendar til Svalbarða
Bjami Felixson hefur aðeins lýst einum leik af tíu
að kom engum knatt-
spymuáhugamanni á óvart,
þegar ljóst var að 50% að-
spurðra, sem hringt var í kl.
18.30 10. júní, voru að horfa á
beina útsendingu frá opnunar-
leik Evrópukeppni
landsliða í knatt-
spymu i sjónvarp-
inu. Aftur á móti
hefur það komið
knattspymuáhuga-
mönnum á óvart, að
landsliðin sem hafa
leikið í beinni út-
sendingu, hafí ekki
verið kynnt fyrir
leikina eins og
tíðkast hefur. Einn-
ig hefur komið á
óvart hvað endir
sendinganna er
snubbóttur. Oft má
sjá norskan þul
koma á skjáinn, til
að kveðja og síðan
hefur komið stöðu-
mynd.
Það var aðeins í
opnunarleiknum
sem sjónvarpsáhorf-
endur fengu að sjá
liðin kynnt og þjóð-
söngva leikna.
Það er nýtt að þessi
háttur sé hafður á,
þegar sýnt hefur
verið beint frá leikj-
um í Evrópukeppni
eða heimsmeistara-
keppni. Það er sjálf-
sögð þjónusta að kynna liðin
sem leika fyrir áhorfendur. Hér
er því um afturför að ræða.
Það kom mér heldur betur á
óvart þegar ég frétti hver ástæð-
an væri fyrir því, að þetta hefur
ekki verið gert. Islendingar sitja
ekki við sama borð og aðrar
Evrópuþjóðir, sem fá allar sama
pakkann - með kynningu á
borgum, sem leikið er { hverju
sinni, með kynningu á liðum,
leikmönnum og öðrum fróðleiks-
molum um EM.
Ástæðan? Jú, það er 15.000 kr.
ódýrara á hvem Ieik, fyrir sjón-
varpið, að fá beinar sendingar
frá EM, sem eru sendar til Sval-
barða - heldur en að vera í
samfloti með öðrum Evrópu-
þjóðum. Sjónvarpið hefur verið
að spara sér 15.000 kr. á leik,
með því að svipta menn, sem
borga afnotagjald, sjálfsagðri
þjónustu. Þetta er gert á sama
tíma og stórgróði hefur verið á
beinu útsendingunum vegna
tekna af seldum auglýsingum í
sambandi við leikina. Sjónvarpið
hefur sett áhorfendur sfna undir
sama hatt og fáeina menn norð-
ur á Svalbarða. Menn í Noregi
láta ekki bjóða sér sendingar til
Svaibarða, þó að þær séu ódýr-
ari. Þar horfa menn á Evrópu-
pakkann.
I sambandi við beinu útsending-
arnar hefur komið á óvart, að
þegar verið er að sýna mönnum
atburði beint, þá eru þulir enda-
laust að blaðra um leikmenn -
hvaðan þeir koma, með hvaða
félögum þeir hafa leikið, hvað
þeir séu gamlir og hve marga
landsleiki þeir hafa leikið. Þetta
eru þeir að gera á sama tíma
og texti með upplýsingar um
leikmenn birtist á skjánum. Þá
hefur það komið mönnum á
óvart, að sá maður hjá sjón-
varpinu, sem hefur mesta
reynslu og þekkingu til að lýsa
leikjum, hefur aðeins lýst einum
leik af tíu. Það er Bjami Felix-
son, sem hefur unnið mörg
kraftaverk fyrir sjónvarpið í
efnisöflun á undanfömum árum.
Hver ástæðan er fyrir því, að
Bjami hefur aðeins lýst einum
leik, eiga menn erfítt með að
skilja. Sá gmnur læðist óneitan-
lega að mönnum, að ákveðnir
menn séu að reyna að koma
Bjama út í kuldann.
Þeir sem þekkja Bjama, vita að
hann hefur ekki boðið knatt-
spymuunnendum upp á send-
ingar ætlaðar mönnum á Sval-
barða. Hann hefði boðið upp á
sama pakka og aðrar Evrópu-
þjóðir hafa fengið að sjá - leiki
með tilheyrandi kynningum.
Eftir að hafa horft á EM í sjón-
varpinu, hefur það runnið upp
fyrir mönnum að sjónvarpið þarf
að fá samkeppni til að betri þjón-
usta verði í framtíðinni. Sú sam-
keppni kemur þegar Stöð 2 hef-
ur gengið í Evrópusamband
sjónvarpsstöðva. Þá verða sjón-
varpið og Stöð 2 að skipta með
sér leikjunum, eins og tíðkast í
mörgum Evrópulöndum. Þegar
það gerist, verður okkur ekki
áfram boðið upp á sendingar
ætlaðar Svalbarða.
Margir telja að þá fyrst fái
Bjami Felixson að njóta sín aft-
ur í beinum útsendingum, því
að það kæmi engum á óvart -
sumir segja að það sé næsta ,
víst, að Bjami Felixson fylgi í
kjölfar Ómars Ragnarssonar og
fari til Stöðvar 2.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um það, hvað mikill liðs-
styrkur það væri fyrir Stöð 2,
að fá Bjama. Hann er eins og
Ómar, með gífurlega mikla
reynslu sem sjónvarpsmaður og
mikil og góð sambönd. íslenskir
íþróttaáhugamenn myndu fagna
því að fá aftur að njóta krafta
og þekkingar Bjama Felixsonar
í beinum útsendingum frá
fþróttaviðburðum hér heima,
sem úti í heimi.
Sigmundur Ó.
Steinarsson.
Bjarnl Fellxson
Knattspyrnuáhugamenn hafa saknað hæfni hans
í lýsingum á leikjum frá EM í V-Þýskalandi.