Morgunblaðið - 22.06.1988, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 1988
63
U& fflH
„Þurfum ekki lengur
að burðast með minn-
ingarnar frá 1974"
- sagði Rinus Michels, þjálfari Hollendinga, eftir sigurinn á
Vestur-Þjóðverjum. Hollendingar þar með komnir í úrslit gegn
Sovétmönnum eða ítölum
I Ð A 19 8 8
„ÞAÐ mikilvœgasta við þennan
sigur er að nú þurfum við ekki
lengur að burðast með minnin-
garnar um ósigurinn frá 1974,“
sagði Rinus Michels, þjálfari
hollenska landsliðsins, sem
tryggði sér í gœr rétt til að leika
til úrslita í Evrópukeppni lands-
liða, með þvf að leggja Vestur-
Þjóðverja að velii, 2:1.1974
töpuðu Hoilendingar, 2:1, fyrir
Vestur-Þjóðverjum f úrslitaleik
heimsmeistarakeppninnar. En
nú náðu þeirfram hefndum —
„það var erfitt en tókst,“ sagði
Michels.
Það var markaskorarinn mikli,
Marco van Basten, sem tryggði
Hollendingum sigur með marki á
næst síðustu mínútunni. Það var
kaidhæðnislegt að leikurinn í gær
þróaðist á svipaðan hátt og úrslita-
leikurinn 1974, nema hvað þá voru
það Hollendingar sem komust yfír
úr vítaspymu, V-Þjóðveijar jöfn-
uðu, einnig úr víti og Gerd Muller
jafnaði í lokin — en marki van
Basten í gær svipaði einmitt mjög
til marks Mflller fyrir 14 árum.
Fallegt sigurmark
Leikmenn beggja liða virtust vera
famir að sætta sig við jafntefli þeg-
ar Jan Wouters sendi fallega inn á
vítateig Þjóðveija, van Basten snéri
Jurgen Kohler af sér, renndi sér á
boltann og skoraði í fjærhornið.
Áður hafði Lothar Mattháus náð
forystu fyrir Vestur-Þjóðverja og
Ronald Koeman jafnaði úr víti.
Þótti það mjög vafasamur dómur.
Kohler reyndi að stöðva van Basten
inni í teig og virtist ná knettinum
áður en hann kom við andstæðing
sinn.
Sanngjam sigur
Sigur Hollendinga var sanngjam,
þeir léku mun betur en Þjóðverjam-
ir.
Michels, þjálfari Hollands, var í sjö-
V-Þýskaland -
Holland
1 : 2
Hamborg, Evrópukeppní lands-
lióa, þridjudaginn 21. júní 1988.
M&rk Vestur-Þýskalands: Lothar
Mattháus (víti, 55.)
Mörk Hollands: Ronald Koeman (víti,
74.), Marco Van Basten (89.)
Gult spjald: Hans Van Breukelen,
Hollandi.
Áhorfendun 61.400.
Dómari: Ion Igan, Rúmeníu.
Lið Vestur-Þýskalands: Eike Immel,
Jurgen Kohler, Matthias Herget (Hans
Pflugier vm. á 45.), Uli Borowka,
Andreas Brehme, Lothar Mattháus,
Olaf Thon, Frank Mill (Pierre Litt-
barski vm. á 85.), Wolfgang Rolff,
Júrgen Klinsmann, Rudi Völler.
Lið Hollands: Hans van Breukelen,
Berrry van Aerie, Ronald Koeman,
Frank Rijkaard, Adrie van Tiggelen,
Gerald Vanenburg, Jan Wouters, Am-
old Múhren (Wim Kieft vm. á 58.),
Erwin Koeman (Wilbert Suvqjn vm. á
90.), Marco van Basten, Ruud GulliL
unda himni að leik ioknum. „Sigur-
mark van Bastens var glæsilegt og
gat ekki komið á betri tíma.“ Hann
sagði Basten hafa leikið jafnvel enn
betur en gegn Englendingum, er
hann skoraði þrennu. „Þegar mínir
menn ientu undir urðu þeir að ein-
beita sér enn betur. Ég var ekki
mjög hress þegar Þjóðveijar skor-
uðu, en það var senniiega það besta
sem gat gerst fyrir mína menni"
sagði Michels.
Franz Beckenbauer, þjálfari Vest-
ur-Þjóðveija, sagðist að vonum von-
svikinn. „Við höfum ekki verið jafn
óheppnir í áratugi. Vítaspyman sem
þeir fengu var ekki sanngjöm og
þegar sigurmark er skorað þegar
svo stutt er til leiksloka er erfítt
að kyngja tapi. Mér fannst við alls
ekki eiga skilið að tapa. Lið mitt
lék mjög vel og barðist vel allt til
enda. Ég held því J)ó ekki fram að
Hoilendingar hafí ekki átt skilið að
sigra," sagði hann.
Hollendingar í úrslit
Hollendingar sigruðu Vestur-Þjóðverja og hefndu þar með loks fyrir tapið í úrslitaieik heimsmeistarakeppninnar fyrir
14 árum. Á efri myndinni syngur Ruud Gullitt fagnaðarsögn að leikslokum. Hann er einn margra frábærra leikmanna í
liði Hollands, en liðið er einmitt mjög jafnt, þannig að Gullitt, knattspymumaður Evrópu, er ekki eins áberandi og
margur hefði haldið. Á stærri myndinni sækir hetja Hollendinga, Marco Van Basten, að Immel markverði V-Þjóðveija.
Van Basten fískaði vítaspymuna sem HoUendingar jöfnuðu úr og skoraði svo sigurmarkið i lokán.
KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓT 1. DEILD
Guðmundur sá við
fyrri félögumsínum
VALSMENN, með alla sína
stjörnuleikmenn, náðu ekki að
að að leggja baráttuglaða
Víkinga að velli og koma knett-
inum fram hjá fyrrum félaga
sínum íVíkingsmarkinu, Guð-
mundi Hreiðarssyni, á Stjörnu-
grófsvellinum í Fossvogi í gœr-
kvöldi. Guðmundum varði þau
fjögur skot Valsmanna, sem
hittu rammann - tvisvar sinn-
um í röð meistaralega undir lok
leiksins.
Leikurinn var ekki vel leikinn.
Mest var um miðjuþóf. Bar-
áttuglaðir Víkingar gáfii Vals-
mönnum sjaldan frið, en þegar
Valsmenn fengu
Sigmunduró. faeri fóru þeir illa
Steinarsson með þau. Aðeins
skrifar ijögur skot hittu
rammann á marki
liðanna í leiknum. Valsmenn áttu
þau öil, en Guðmundur Hreiðarsson,
markvörður Vals og besti maður
vallarins, sá alltaf við þeim. Fyrst
varði hann skot af stuttu færi frá
Atia Eðvaldssyni - í upphafí seinni
hálfleiksins. Síðan langskot frá
Magna Blöndal Péturssyni. Rétt
fyrir leikslok varði Guðmundur
meistaralega tvö skot á sömu sek-
úndunum - fyrst skot af stuttu
færi frá Jóni Grétari Jónssyni og
síðan skot frá Guðmundi Baldurs-
syni, sem lék sinn fyrsta leik með
Val.
Það var fátt annað í leiknum, sem
gladdi augað.
Morgunblaöiö/Júlíus
Víkingur - Valur
0 : 0
Víkingsvöilur við Stjömugróf - íslands-
mótið 1. deild. þriðjudagur 21. júní
1988.
Dómari: Sveinn Sveinsson, 6 .
Gult spjald: Þorgrimur Þráinsson.
Áhorfendur: Fékkst ekki gefíð upp.
Víkingur: Guðmundur Hreiðarsson,
Jón Oddsson, Þórður Marelsson (Einar
Einarsson 27. mín.), Stefán Halldórs-
son, Atli Helgason, Andri Marteinsson,
Jóhann Þorvarðarson, Hlynur Stefáns-
son, Atli Einarsson, Lárus Guðmunds-
son, Trausti Ómarrsson.
Valur: Guðmundur Baldursson,
Þorgrimur Þráinsson, Guðni Bergsson,
Magni Blöndal Pétursson, Steinar
Adolfsson, Ingnar Guðmundsson, Atli
Eðvaldsson, Siguijón Kristjánsson (Jón
Grétar Jónsson 78. mín.), Jón Gunnar
Bergs, Tryggvi Gunnarsson (Guð-
mundur Baldursson 73. mín.), Hilmar
Sighvatsson.
Atll Eðvaldsson, sem lék með Val
i fyrsta sinn í níu ár, í baráttu um
knöttinn við Stefán Halldórsson, til
vinstri.