Morgunblaðið - 10.07.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.07.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR IO. JÚLÍ 1988 Nýja þjónustuhúsið í Laugardal eins og það blasir við gestum þegar þeir koma á tjaldsvæðið. Tjaldsvæðið í Laugardal: Nýtt þjónustuhús í þjóðlegum stíl Grafarvogur: Mælingar vegna sets undirbúnar í undirbúningi eru reglulegar dýptarmælingar í Grafarvogi vegna setmyndunar er stafar frá uppdælingu Björgunar hf. á möl og sandi vestan við Gullinbrú. Að sögn Jóhanns Pálssonar, garðyrkjustjóra, sem falin hefur verið umsjá mælinganna er óleyfi- legt að raska lífríki á þessu svæði, en djúprás undir Gullinbrú kynni að grynnka vegna sets. Náttúruvemdarráð hefur sent umhverfísmálanefnd bréf um að set sé að myndast í Grafarvogi vegna efnisvinnslu nálægt Gullin- brú og hefur Jóhanni Pálssyni verið falin umsjón dýptarmælinga til að fylgjast með setmyndun. Að sögn Jóhanns er hættan fólgin í þeim möguleika að djúprás undir Gullinbrú fyllist. „Annars er megnið af voginum grannt, þar era leirar og fuglar sækja í fjöra- dýralíf," segir Jóhann. „Grafar- vogur verður undir borgarvernd næstu sextán ár, óleyfilegt er og óæskilegt að raska blómlegu lífríki þar. Þess vegna verður fylgst Sauðárkrókur: reglulega með setmyndun í vogin- um.“ Björgun hf. dælir sandi og möl úr Faxaflóa á land vestan við Graf- arvog en meirihluti steypu og fyll- ingarefnis sem nýtt er á höfuð- borgarsvæðinu kemur frá fyrir- tækinu. Sigurður Helgason hjá Björgun hf. segir að nokkur þús- und rúmmetrar af sandi og möl fari út í voginn árlega við lóð fyrir- tækisins vestan við Gullinbrú. Hins vegar virðist sem djúprásin í Graf- arvogi sé að dýpka fremur en hitt vegna straumþunga undir brúnni. Ánægjulegt sé og eðlilegt að fylgj- ast eigi með setmyndun í Grafar- vogi. KS hættir rekstri trésmíðaverkstæðis NÝTT ÞJÓNUSTUHÚS fyrir tjaldbúðir í Laugardal, var form- lega opnað föstudaginn 8. júlí. Húsið, sem er timburhús í þjóð- legum stil hlaðið torfi að utan, gerbreytir allri aðstöðu fyrir gesti á svæðinu. Þar er góð hreinlætisaðstaða auk eldunar-, þvotta- og þurrkaðstöðu. í ávarpi sem Davíð Oddsson, borgarstjóri hélt fyrir viðstadda að þessu tilefni, kom fram að gengið hafí verið frá húsinu þannig að það geti verið viðhaldsfrítt í langan tíma, nema til komi skemmdarstarf- semi. Hann minntist einnig á útlit hússins, sem er í þjóðlegum stíl. Hluti útveggja er steinsteyptur og fyllt að þeim með jarðvegi að utan. Burðarvirki er úr tré, en vegg- klæðningar glerfiberplötur. Þakið er úr plötum, sem hleypa dagsbirt- unni í gegn, en húsið er glugga- laust að mestu. í þjónustuhúsinu, sem er 225 m2 að stærð, er góð snyrtiaðstaða. Auk salemis og vaska era þar sturt- ur og aðstaða til að þvo og þurrka fatnað. Eldunaraðstaða er í húsinu og grill á lóðinni fyrir utan. Þá er einnig gert ráð fyrir borðum og bekkjum á svæðinu fyrir utan hús- ið, sem er 115 m2, en það er ekki fullfrágengið. Tveir menn, auk af- leysingarmanns, sjá um eftirlit á svæðinu og er aðstaða fyrir þá í þeim hluta hússins, sem er fordyri. Þar er einnig sími, póstkassi, borð og stólar. Öll gólf eru lögð brennd- um leirflísum. Rekstur tjaldstæðanna er á veg- um hreinsunardeildar Reykjavíkur- borgar, en ákvörðunin um byggingu hússins, sem leysir af hólmi bráða- birgðahús er notuð hafa verið til þessa, var tekin af borgarstjóm, í nóvember á síðasta ári. Hafíst var handa við jarðvinnu í desember sama ár. Heildarkostnaður húss, lóðar og umhverfis er rúmar 32 milljónir króna á verðlagi 1. júlí 1988. Arki- tekt er Manferð Vilhjálmsson, Verkfræðistofa Braga og Eyvindar h.f. sá um burðarþol, Hönnun h.f. um lagnir og Rafhönnun h.f. um raflagnir. Lögun lóðar var í höndum Reynis Vilhjálssonar. Umsjón með hönnun, gerð útboðsgagna og byggingareftirlit hafði bygginga- deild borgarverkfræðings. Gestir á tjaldsvæðinu í Laugardal voru 16.136 alls árið 1987 og tjald- nætur 9.449. Aukning frá árinu Morgunblaðið/Þorkell Davið Oddsson, borgarstjóri og Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt húss- ins ásamt gestum við opnunina. áður var um 10,6%. Flest tjöld á vora gestimir erlendir eða 96% og svæðinu í einu vora 290 og gestir Vestur-Þjóðverjar þar fjölmennastir 659, 18. júlí á síðasta ári. Flestir eða 28%. Sauðárkróki. Vegna aukins samdráttar í byggingariðnaði á Sauðárkróki ásamt því að ekki eru fyrirsjáanleg nein stærri verkefni á vegum Kaup- félags Skagfirðinga á næstunni var það ákveðið snemma á þessu ári að segja upp starfsmönnum verkstæðisins, tólf að tölu, og hætta rekstri þess. Um síðustu mánaðamót skipuð- ust mál hinsvegar á þann hátt, að kaupfélagið seldi þrem af fyrrver- andi starfsmönnum sínum verk- stæðið, þeim Hinrik Johannssyni, Bimi Svavarssyni og Einari Guð- mannssyni. Munu þeir væntanlega reka verkstæðið áfram og taka að sér öll almenn- verkefni sem við- koma byggingum og byggingariðn- aði. þá ákveðið að hætta rekstri verk- stæðisins og segja upp starfsmönn- um, en þegar umsvifín vora mest voru starfsmenn yfír þijátíu. Þá kom einnig fram, að áfram munu að minnsta kosti tveir tré- smiðir starfa hjá kaupfélaginu og annast allt smærra viðhald, en öll stærri verkefni verða boðin út. - BB í samtali við Þorkel Guðbrands- son, fulltrúa hjá Kaupfélagi Skag- firðinga, kom fram að á síðastliðn- um vetri varð ljóst að engin meiri háttar verkefni lágu fyrir hjá fyrir- tækinu, verslunar- og skrifstofu- bygging félagsins við Ártorg full- byggð og frágengin að mestu. Var INNLEN1T Evrópubandalagiðáhugasamt um samskipti við Islendinga - segir Kjartan Jóhannsson alþingismaður KJARTAN Jóhannsson alþingismaður og formaður nýskipaðrar þing- mannanefndar sem athuga á stefnu íslands gagnvart Evrópubanda- laginu, segir að Evrópubandalagið hafi mjög mikinn áhuga á sam- skiptum við ísland en Islendingar hafi ekki sinnt því sambandi nægi- lega vel. Kjartan er nýkominn úr heimsókn til Evrópuþingsins í Strassborg í Frakklandi en þangað var honum boðið til viðræðna við ýmsa ráðamenn. í samtali við Morgunblaðið sagði Kjartan að af hálfu Evrópuþingsins í Strassborg hefði komið ósk um að hann kæmi þangað til viðræðna við ráðamenn 6-7. júní. Kjartan sagðist vera mjög ánægður með þessa ferð, sem hefði verið vel und- irbúin af hálfu EB, og að hann hefði fengið tækifæri til að ræða einslega við áhrifamikla menn og gera þeim grein fyrir sjónarmiðum Islendinga og heyra betur af þeirra viðhorfum. „Mitt mat er að þetta hafí verið mjög gagnlegt, ekki aðeins fyrir mig heldur einnig íslendinga. Þær viðtökur sem ég fékk þarna sýna að þeir hafa virkilegan áhuga á íslandi og staðreyndin er sú að við höfum ekki sinnt þessu sambandi nógu vel. En í þessari ferð tókst mér að komast í persónulegt sam- band við ýmsa lykilmenn sem ég er sannfærður um að muni nýtast okkur í framhaldinu,“ sagði Kjart- an. Hann átti viðræður við forseta Evrópuþingsins, Plumb lávarð, og Willy De Clercq, framkvæmdastjóra utanríkisviðskipta, og að auki hitti Kjartan að máli ýmsa áhrifamenn sem starfa að málum sem snerta íslendinga og Norðurlönd. „í öllum þessum viðræðum gafst mér tæki- færi til að koma á framfæri sér- stöðu íslands. Við förum gjaman að ræða um fisk og skýringin er einfaldlega sú að þegar komið er að fískinum er komið að hjartanu í okkar tilvera. Ég notaði tækifærið til að benda mönnum á fiskur gæti aldrei verið aukaatriði í samskiptum við okkur heldur aðalatriðið og raunar mjög pólítískt mál og ég held að það hafi tekist nokkuð vel að efla skilning þessara manna á okkar málum,“ sagði Kjartan. Hann sagðist hafa gert viðmæl- endum sínum grein fyrir að ekki væri á dagskrá hjá íslendingum að ganga í EB heldur tryggja góð sam- skipti við bandalagið. Kjartan sagði að þeir sem hann ræddi við virtust gera ráð fyrir því að Austurríki og jafnvel Noregur væra á leið inn í EB þótt það gerðist ekki fyrr en í fyrsta lagi 1993. Hann sagðist hafa verið spurður hver viðhorf íslend- inga yrðu ef Noregur gengi í EB °S Kcfið það svar að hefði auðvitað veralega þýðingu fyrir íslendinga sem yrðu skoða málin í því ljósi þegar þar að kæmi. Hann sagði síðan að allir þeir sem hann hefði talað við hefðu látið í ljósi áhuga á að viðhalda sambandi við ísland um þau mál sem era á dagskrá EB og Evrópuþingsins. Aðspurður um störf þingmanna- nefndarinnar sagði Kjartan að til að bytja með yrði athugað sérstak- lega hvaða starf hefði þegar verið unnið í hinum ýmsu ráðuneytum og stofnunum og hjá íslenskum fyrirtækjum og samtökum. „Það þarf að gera sér sem gleggsta grein fyrir því hvaða vinnu er verið að vinna á öllum þessum stöðum þann- ig að ekki verði um tvíverknað að ræða. Nefnin mun síðan auðvitað vinna.sjálfstætt og taka sjálfstæða afstöðu til þeirra atriða sem henni ber um að fjalla," sagði Kjartan Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.