Morgunblaðið - 10.07.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.07.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1988 Hæstaréttarlögmennirnir. Frá vinstri: Pétur Guðmundarson, Guðmundur Pétursson og Hákon Árnason. Málflutningsstofa kveð- ur Miðbæinn eftir 80 ár ELSTA málflutningsstofan í Reykjavík, sem starfað hefur óslitið hér í Miðbænum frá stofnun, árið 1907, flytur sig um set um þessa helgi. Þetta er málflutningsstofan í Aðalstræti 6 (Morgunblaðshús- inu). Feðgarnir Guðmundur Pétursson og Pétur Guðmundarson, hæstaréttarlögmenn, hafa rekið hana undanfarin tvö ár eftir að meðeigandi þeirra, Axel Einarsson hrl., féll frá langt fyrir aldur fram árið 1986. Stofnandi málflutningsstofunnar var Sveinn Bjömsson, málafærslu- maður, síðar sendiherra og forseti. Hann rak hana einn frá stofnun, Póstur og sími UM þessar mundir er verið að ganga frá póstþjónustusamningi Pósts og símamálastofnunarinn- ar við fyrirtækið Mark og mát sf. um dreifingu á Fjarkanum, skafmiðahappdrætti HSÍ og Skáksambands íslands. Samningurinn felur í sér að Póst- ur og sími mun dreifa Fjarkanum árið 1907. Árið 1920 taka þeir málafærslumennimir Guðmundur Ólafsson og Pétur Magnússon, síðar ráðherra og bankastjóri, við rekstri til póstafgreiðslna sinna utan höf- uðborgarsvæðisins, en þær eru 77 talsins. Mark og mát sf. greiðir sendingarkostnað, en frá póstaf- greiðslunum mun miðunum dreift til söluaðila auk þess sem þar mun verða hægt að fá vinninga greidda út af gíróreikningi Marks og máts sf. málflutningsstofunnar. Meðan þeirra naut við var hún lengst af í Austurstræti 7. Við fráfall Guð- mundar Ólafssonar urðu þeir Einar Baldvin Guðmundsson, hæstarétt- armálflutningsmaður, og Guðlaug- ur Þorláksson aðilar að málflutn- ingsstofunni ásamt Pétri. Við frá- fall Péturs Magnússonar árið 1948 varð sonur hans Guðmundur Pét- ursson hrl. meðeigandi ásamt þeim Einari og Guðlaugi. Þeir féllu báðir frá árið 1974. Þá hafði málflutn- ingsstofan verið til húsa í Aðal- stræti 6 (Morgunblaðshúsinu) frá árinu 1957. Nokkm áður en Einar Baldvin féll frá lauk Axel sonur hans hæstaréttarlögmannsprófi og varð hann þá meðeigandi að stof- unni. Nú þegar málflutningsstofan kveður Miðbæinn flytur hún í ný- byggingu á Suðurlandsbraut 4. Um leið gerist það, að þar hefur störf sem meðeigandi hennar, Hákon Ámason, hæstaréttarlögmaður. Hann hefur rekið málflutningsstofu ásamt þeim Ágústi Fjeldsted og Benedikt Blöndal. Hákon er núver- andi formaður Lögmannafélags ís- lands. Póstþj ónustusamning- ur við Mark og mát sf. Minning': GuðmundurH. Guð- mundsson frá Skerðingsstöðum Guðmundur Hinrik Guðmunds- son frá Skerðingsstöðum í Eyrar- sveit lést í sjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi 29. júní sl. tæpra 85 ára að aldri, fæddur 30. júlí 1903 á Búðum í Eyrarsveit. Foreldrar hans voru Kristín Jakobsdóttir og Guðmundur Ananiasson, sem þar bjuggu þá. Faðir hans og bróðir fórust um vorið sem Guðmundur fæddist, í Akureyjasundi, mjög sviplega. Móð- ir hans ól hann því upp. Hún giftist síðar Þorvaldi Þórðarsyni á Skerð- ingsstöðum, dugnaðar- og kjark- manni. Þau áttu saman 6 böm. Hann ól svo upp sem sína syni Guðmund og bróður hans Elberg. Fréttaritari átti oft leið til Guð- mundar eftir að hann kom hingað á sjúkrahúsið og nam mikinn fróð- leik um fyrri hluta aidarinnar af honum. Sveitin var hans aðall. Hann gerði ekki víðreist um dag- ana, aldrei til útlanda, máske til Reykjavíkur. Þorvaldur fósturfaðir hans stundaði jöfnum höndum sjó og landbúnað og þar nam Guð- mundur undirstöðu lífs síns. Guð- mundur giftist aldrei. Ágúst Lárus- son frá Höfða var nábúi Guðmund- ar um 14 ár og lýsir honum þann- ig: Hann var einstakur maður, fljót- ur að rétta hveijum sem þurfti hjálparhönd, spurði aldrei um laun. Hafði mikið yndi af skepnum og átti kindur meðan hann gat sinnt þeim. Hann eignaðist Skerðings- staði og bjó þar uns hann flutti í Grundarfjörð og keypti þar lítið hús sem hann bjó þar og átti nokkrar kindur. Bærinn á Skerðingsstöðum brann og þá seldi Guðmundur jörð- ina Jóni Sveinssyni. Fyrir 10 árum var tekinn af honum vinstri fótur- inn, hafði hann þá lengi verið með meinsemd sem endaði þannig. Þessu öllu tók Guðmundur með sérstakri yflrvegun. Seinustu ævi- árin var hann á sjúkrahúsinu hér og þar endurnýjuðum við gömul kynni. Þannig farast Ágústi orð og bætir við: Betri nágranna var ekki hægt að hugsa sér. Velvirkur og vandaður var hann. Grundfirðingur í húð og hár. Undir þetta allt tekur fréttaritari sem kynntist Guðmundi vel og heimsótti hann hressan og kátan stuttu fyrir andlátið sem bar mjög brátt að. Árni Malín A. Hjartar- dóttir — minning Fædd ll.júní 1890 Dáin 28. júní 1988 Hún hvarf hljóðlaust úr þessari jarðvist án allrar fyrirferðar, eins og þegar hún skaust hljóðlát inn í veröldina norður á Uppsölum í Svarfaðardal. Sá fijósami og fagri dalur hefir getið af sér öll býsn af góðu og gagnmerku fólki. Hún var smávaxin, nettbyggð með gang- visst og sterkt hjarta, sem gekk næstum í heila öld, en best var þó hjartalagið, sem var hlýtt, samúðar- fullt og skilningsríkt. Ekki skorti hana gáfumar, hún var með af- brigðum vel gerð til orðs og æðis. Ljóðræn var hún og skáldmælt og orti talsvert allt fram á efri ár, en flíkaði því ekki. Hún er ein besta manneskja, sem ég hefl kynnst og þó að hún væri hálfgildings tengda- móðir mín man ég ekki eftir, að hún hafí nokkm sinni skammað mig. Mörgum mun þykja slíkt baga- legt. Ef ég kom slompaður heim í gamla daga um miðja nótt þegar við bjuggum öll undir sama þaki sagði hún aðeins: „Hefir nú blessað- ur drengurinn fengið sér einum of mikið?" Malín varð 98 ára, enda í móður- ætt af sterkum og langlífum stofni. Móðir hennar dó um nírætt. Bróðir í Ljóðmælum Bólu-Hjálmars, sem kom út á fyrri stríðsámm, má finna eftirfarandi kvæði á bls. 158, sem skáldið nefnir: Gisting á Skuggabjörgum 1849. Gunnlaugur, sem þar um getur, er langafí Malín- ar og dóttir hans Margrét, sem skáldið vegsamar hvað mest í kvæð- inu, er amma Malínar. Svo kvað Bólu-Hjálmar: Gunnlaugs mig að garði bar um grimu kalda, manndómsverkin mjög til snillda mér auglýsa bóndann gilda. Góðmennskan og greiðinn allur gafst á bænum, vafínn hvíluvoðum frýnum værð ég beið í hrakning mínum. Dóttir bónda dávæn mér í dyrum mætti, vel mér gisting vífíð játti, vissi hún hveiju lofa mátti. Tryggðalegur svipur sást á svanni blíðum, það er skart á kvenna klæðum og kenniteikn á fleiri gæðum. Góðkvendis sig geð út braut hjá gullskorð ungri, ástin hreyfði hugar glingri, hefði ég verið nokkuð yngri. Heilsan verði húsi því frá hæða stilli, enginn sjáist auðnugalli, arfur sá til niðja falli. Hamingjan styrki húsfélag til handa beggja, aldrei byrgi gleði-glugga gríman undir - björgum Skugga. - hennar, Eiríkur, tengdafaðir minn, varð næstum 96 ára og bróðir Gam- alíel komst líka á tíræðis-aldur. í glensi og gamni hefl ég stundum strítt minni allt of góðu eiginkonu á að vita vonlaust væri fyrir mig, grallaraspóann, að láta mig dreyma um að verða einhvem tíma tví- kvæntur. Allir af þessum ólseiga Uppsalastofni virðast fara létt með að lifa maka sína og það með mikl- um yfírburðum. Þetta mikla langlífí í ætt Malínar má eflaust rekja til skagfirskra skálda og skemmtimanna. Afí Malínar, Eiríkur Pálsson frá Potta- gerði í Skagafirði flutti í Svarfaðar- dalinn með heitmey sína, Margréti, dóttur Gunnlaugs á Skuggabjörg- um í Deildardal í Skagaflrði. Þegar Arngrímur málari fékk hann til fyr- irsetu í mannamyndagerð eins og marga svarfdælska bændur orti þessi hnittni afi Malínar um sjálfan sl^‘ Eiríkur á Uppsölum á sér fáa maka. Mont er í þeim manninum mynd lét af sér taka Sagt er að Eiríkur hafí sent eina af þremur dætrum sínum til frænd- fólksins norður í Skagaíjörð til að forða henni frá að falla fyrir málar- anum Arngrími, sem þótti mikið glæsimenni og kvenhollur vel. Aldr- ei greip Eiríkur Hjartarson, dóttur- sonur hans og tengdafaðir minn, til slíkra örþrifaráða til að bægja einum málararæfli til viðbótar frá fjölskyldunni. Síðari kona Arngríms málara var prestsdóttir frá Skinnastað, ömmu- systir Kristjáns forseta, sem reit ævisögu Amgríms af hvað mestri snilld. Langafi Malínar var Páll í Potta- gerði, en sá bær er í eyði og var skammt frá Sjávarborg. Pottagerð- is-Páll var maður hraðkvæður, eins og margir Skagfirðingar. Þeir kváð- ust eitt sinn á Páll og rímnaskáldið mikla, Sigurður Breiðfyörð. Þá hitti skrattinn ömmu sína. í lok þeirrar viðureignar kvað Breiðfjörð, sem Vestur-íslendingurinn nefndi óvart Mister Bradford þegar ég var ungur í Ameríku: Nú með list og gáfnagnótt, að góðu kenndur, þú hefír fyrstur sigur sótt í Sigga hendur. Páll var sonur Þorsteins Pálsson- ar á Reykjavöllum í Skagafírði, sem var bróðir Sveins Pálssonar læknis og þess stórmerka náttúrufræðings, sem fyrstur jarðarbúa uppgötvaði hreyfmgu skriðjökla. Prófessor Páll Eggert kallar þá alla feðgana skáld í Islenskum æviskrám, þá Þorstein á Reykjavöllum, Pál í Pottagerði og Eirík á Uppsölum, sem var kall- aður Pijóna-Eiríkur af því að hann mun fyrstur manna hafa komið með pijónavél í Svarfaðardal. Um aldamótip fluttu foreldrar Malínar til Akureyrar, þar sem fað- ir hennar réðst sem aðstoðarmaður fomvinar síns, Einars Pálssonar spítalahaldara, föður Matthíasar Einarssonar yfirlæknis í Reykjavík, sem átti og bjó lengst af í því heims- fræga húsi, Höfða. Um Einar og bræður hans var ort: Á Myrká teljast mega vel, menntaðir yngissveinar, Gísli, Snorri og Gamalíel, Grimur, Jón og Einar. Einar var sagður heitbundinn vinkonu móður Malínar, sem dó í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.