Morgunblaðið - 10.07.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.07.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1988 Pltirgi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Rauðu strikin að hefur verið fátítt að undanfömu, að jákvæðar fréttir berist af efnahagsmál- um. Yfirleitt hafa þær upplýs- ingar, sem komið hafa fram bent til þess, að fremur stefndi niður á við. Nú er hins vegar komið í ljós, að þrátt fyrir gengisbreytinguna í maímán- uði halda rauðu strikin svo- nefndu í flestum kjarasamn- ingum, sem gerðir voru í vetur og vor. Það þýðir, að hækkun framfærsluvísitölu hefur ekki orðið meiri en þar var gert ráð fyrir. Þessum tíðindum ber að fagna. Þau gefa vonir um, að þrátt fyrir allt sé einhver von til þess að hemja verðbólgu- vöxtinn. Þorsteinn Pálsson, forsæt- isráðherra, segir í Morgun- blaðinu í dag, að þetta sýni, að okkur hefur ekki hrakið af leið. Verðlækkun á fiskaf- urðum erlendis á undanföm- um mánuðum hefur komið illa við þjóðarbúið en nú er hugs- anlegt, að verðmeiri dollar verði til þess að bæta þann tekjumissi upp að einhverju leyti. Þetta tvennt, staða doll- ars og sú staðreynd, að rauðu strikin héldu, þrátt fyrir geng- islækkunina í maí skapar ríkisstjóminni viðspymu og veitir henni svigrúm. Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Dagsbrúnar, sagði í viðtali við Morgun- blaðið í gær, að „friðurinn yrði örugglega úti í nóvem- ber“ (!). Guðmundur J. gaf svipaðar yfírlýsingar í öðrum fjölmiðlum. Getur það verið, að formaður Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar hafi orðið vonsvikinn yfír því, að rauðu strikin héldu? Skiptir það öllu máli nú, þegar þessi áfangi hefur þó náðst að koma því á framfæri, að launakerfi þjóð- arinnar springi örugglega í loft upp í nóvember? Það er úreltur hugsunarháttur af þessu tagi, sem hefur átt sinn þátt í, að verkalýðshreyfingin hefur misst þau áhrif, sem hún hafði, undir forystu mikil- hæfra verkalýðsforingja á borð við Hannibal Valdimars- son og Bjöm Jónsson. Guð- mundur J. Guðmundsson tók mikla áhættu í sínu félagi sl. vetur við gerð kjarasamninga með svipuðum hætti og fyrr- nefndir verkalýsforingjar gerðu oft. Hann ætti fremur að vinna að því að trýggja árangur þeirra samninga en ganga fram með vígorð eins og hann hefur nú gert. Það eru blikur á lofti í efna- hags- og atvinnumálum okkar Islendinga. Við emm að sökkva í erlent skuldafen. En þegar jákvæð tíðindi berast eins og nú, er ástæða til að fagna þeim og nota þá hag- stæðu þróun þjóðinni til fram- dráttar. Það á við um verka- lýðsforingja, ekki síður en aðra - og fjölmiðla raunar einnig. Olíuverzlun á að vera frjáls Olíufélögin hafa farið fram á umtalsverða hækkun á olíuverði. Af því tilefni sagði Kristján Ragnarsson, formað- ur LIÚ, í samtali við Morgun- blaðið í gær: „Það er talað um, að við útvegsmenn eigum að hagræða og gera betur, en okkur finnst, að það megi einnig ætlast til, að þessir aðilar geri betur og að þeir, sem hafa grætt á þjónustunni við þennan atvinnuveg alla tíð, taki einhvern þátt í erfið- leikunum með okkur núna, þegar verð fellur á mörkuðun- um. Menn verða einhvers staðar að spyma við fótum gegn því, að þessi þjónusta geti endalaust yfirfært allar verðhækkanir yfír á okkur. Þeir gætu til dæmis frestað einni eða tveimur nýbygging- um á benzínstöðvum.“ Þetta er rétt hjá Kristjáni Ragnarssyni. Um leið oggerð- ar eru kröfur til útgerðar og fískvinnslu um róttæka end- urskipulagningu í atvinnu- greininni er full ástæða til að gera slíkar kröfur til annarra. Olíuverzlun á íslandi er staðn- að fyrirbæri, sem engin breyt- ing hefur orðið á í áratugi. Þar kemst engin raunveruleg samkeppni að. Ekki er hægt að sjá, að olíufélögin hafi nokkurn áhuga á að komast úr þeim sérkennilegu viðskipt- um, sem við höfum átt við Sovétmenn í olíukaupum. Sennilega verða Sovétmenn á undan okkur til þess að krefj- ast breytinga á þessum við- skiptaháttum! Það er tímabært að höggva á þennan hnút og gefa olíu- verzlun frjálsa á Islandi, eins og annan innflutning. Eftir hverju er að bíða? Gagnrýni um bókmenntir og aðrar listgreinar hef- ur lengi verið umdeild — og gagnrýnd! Þeir, sem verða að leggja verk sín undir dóm gagnrýnenda eru oft ósáttir við niður- stöðu þeirra. Þeir verða líka óánægðir, ef gagnrýnendur fjalla ekki um verk þeirra. Stjómendur dagblaða verða þess stundum varir, að listamenn telja gagnrýnendur ekki hafa nægilega þekkingu eða menntun til þess að taka að sér gagnrýni. í sumum tilvikum er mjög erfitt að fá gagnrýnendur til starfa vegna þess, að þeir telja sig verða fyrir miklu aðkasti frá umhverfi sínu. Nýlega var hér á ferð tónlistargagnrýn- andi bandaríska dagblaðsins The New York Times, Will Crutchfield. Hann skrifar gagnrýni um tónlist í blað sitt nær dag- lega. Sl. þriðjudag birtist viðtal við hann hér í Morgunblaðinu. Fróðlegt er að kynn- ast viðhorfi hans til gagnrýni. Hann segir m.a.: „Almenn gagnrýni beinist að kjarna verksins, sem var flutt, en svo er líka hægt að fjalla um bakgrunn þess og þá er hægt að fara víða og ágætt, ef það er gert að einhverju leyti í blaðagagnrýni. En forsendur mínar sem blaðamanns eru fyrst og fremst að skila gagnrýni um tón- leika þannig, að áhugafólk, sem var ekki viðstatt, fái hugmynd um, hvort það hefði orðið sammála niðurstöðum mínum eða ekki. Með þessu á ég við, að gagnrýnand- inn verður að gefa áhugasömum lesendum einhveija hugmynd um, hvað hann heyrði — og svo hvaða skoðun hann hefur á því, sem hann heyrði, en halda þessu tvennu aðskildu. Til þess, að þetta takist er nauðsynlegt að setja inn nóg af staðreyndum. Ef not- ast er við almennar fullyrðingar verða þær að vera nákvæmar. Leitast við að sýna hlutdrægni, einhliða sjónarmið og fordóma sína, fremur en að reyna að fela þá. Þá geta þeir, sem eru ekki sammála, skilið forsendurnar, sem liggja að baki þeim skoðunum, er koma fram í gagnrýninni. Að vissu leyti er gagnrýni ekki byggð á staðreyndum, heldur snýst hún að mestu um það að dæma. En fyrir áhugafólk er hægt að skrifa svo, að gagnrýni sé skýr og hlutlaus, svo það fái hugmynd um, hvað þama fór fram. Það dugir ekki að segja, að manni hafi fallið eitthvað vel, eða nötrað af vanþóknun. Ef sagt er, að eitthvað hafi verið spilað of hratt, þá þarf að gefa hugmyndir um hratt miðað við hvað. Það snýst allt um að gefa upp á hvaða forsendum maður hefur myndað sér þá skoðun, sem er sett fram.“ Það er fyllsta ástæða til að vekja at- hygli á þessum sjónarmiðum tónlistar- gagnrýnanda The New York Times. Þau sýna, að hann gengur til þess verks, sem hann hefur tekið að sér af mikilli alvöru og hefur hugsað mjög rækilega um það, hvemig standa eigi að gagnrýni. Það skipt- ir t.d. miklu máli, þegar harður dómur er felldur að útskýra fyrir lesandanum hveij- ar forsendumar eru. Annars er hætta á því, að gagnrýnandi verði sakaður um sleggjudóma. Það er mikið ábyrgðarstarf að taka að sér að skrifa gagnrýni. Þegar fjallað er um verk annars fólks, sem mikil vinna hefur verið lögð í, er ekki við hæfi að umgangast slík verk öðru vísi en af fullri alvöru, jafnvel þótt þau’ falli gagnrýnanda ekki i geð. Það er því réttmætt að gera strangar kröfur til gagnrýnenda og ekki síður til stjórnenda dagblaða um val á gagnrýnendum. í fyrrnefndu viðtali Morg- unblaðsins við Will Crutchfield fjallar hann nokkuð um tilgang gagnrýni og þau áhrif, sem hún getur haft. Hann segir m.a.: „Umræður um listir hafa alltaf verið hluti af því andsvari, sem listir kalla á, hluti af því að upplifa list. Gagnrýni er því fyrst og fremst skipulögð umræða um fyrirbærið, sprottin upp af löngun til að hugsa og ræða um viðbrögð, sem listin kallaði fram. En gagnrýni þarf að vera nógu vönduð til að næra tónlist- arlífið, með því að halda á lofti góðum fyrirmyndum og fordæmum, ræða kost og löst að dómi gagnrýnandans og yfirleitt að skerpa þá umræðu, sem sprettur af tónlistarflutningi. Svo á gagnrýni að þroska smekk bæði áheyrenda og flytjenda ... Vönduð, jákvæð gagnrýni eflir tónlistar- fólk vafalaust. Neikvæð, en vönduð gagn- rýni, fær hugsandi tónlistarfólk kannski til að hugsa sinn gang. I raun gerist það kannski aðeins í tvö skipti af fimmtíu, en það er líka gott.“ Umræður um vexti Fyrir nokkrum árum snerust umræður um vaxtamál mjög um þá staðreynd, að lánskjaravísitalan hækkaði mun meira en kaupgjald. Afleiðingin var sú, að fjölmarg- ir launþegar stóðu frammi fyrir greiðslu- byrði, sem þeir réðu engan veginn við og stöðugt gekk á eignir þeirra. Gerðar voru sérstakar ráðstafanir á sínum tíma til þess að veita þessu fólki aðstoð. Nú er nokkuð langt síðan þessar umræður féllu að mestu niður. Ástæðan er væntanlega sú, að dæm- ið hefur snúizt við. Á síðustu misserum hefur kaupgjald hækkað meira en láns- kjaravísitalan. Á sama tíma og ástandið hefur lagast hjá launþegum, hefur það versnað hjá at- vinnurekendum. Þeir horfast nú í augu við umtalsverðan samdrátt í efnahagslíf- inu. Fjölmörg íslenzk fyrirtæki búa yfír litlu eigin fé, hafa lengi verið rekin á lán- um og þegar hvort tveggja gerist í senn að raunvextir umfram verðtryggingu hækka og samdráttur verður í atvinnulíf- inu, komast fyrirtækin í svipaða aðstöðu og launþegar fyrir nokkrum árum: Þau standa ekki undir greiðslum af lánum. Þetta er væntanlega skýringin á því, að atvinnurekendur hafa nú frumkvæði að umræðum um vaxtastefnuna og láns- kjaravísitöluna. Enn er beðið eftir niður- stöðum nefndar, sem viðskiptaráðherra skipaði, til þess að gera tillögur m.a. um endurskoðun á lánskjaravísitölunni. Félag íslenzkra iðnrekenda hefur lagt fram til- lögur um gengistryggingu lána og aðrar ráðstafanir til þess að auðvelda fyrirtækj- um að standa undir lánum. Ein hugmyndin, sem bæði iðnrekendur og aðrir hafa reifað að undanförnu, er sú, að fyrirtækin fái heimild til þess að taka lán, bæði tjárfestingarlán og rekstrarlán, á erlendum markaði. Talsmenn þessarar hugmyndar segja, að hún mundi leiða til aukinnar samkeppni milli bankanna, þar sem íslenzku bankarnir yrðu að keppa við erlendu bankana og að þessi samkeppni mundi þrýsta vöxtunum niður. Þessi hug- mynd lítur vel út á pappírnum. Það er hins vegar skoðun bankamanna, sém höfundur Reykjavíkurbréfs hefur rætt við, að í raun yrði ekki um slíka sam- keppni að ræða og að þessi viðskipti mundu ekki hafa nokkur áhrif í þá átt að lækka vexti. Bankamennirnir segja, að ástæðan sé sú, að einungis örfá íslenzk fyrirtæki mundu teljast gjaldgeng í viðskiptum við erlenda banka. Að þeirra dómi er fíár- hagur flestra íslenzkra fyrirtækja þannig, að þau mundu ekki teljast lánshæf í við- skiptum við erlenda banka. Að einhveiju leyti sé ástæðan sú, að allt aðrir viðskipta- hættir tíðkist milli fyrirtækja og banka erlendis en hérlendis og íslenzk fyrirtæki séu ekki tilbúin til að eiga viðskipti við banka á þeim nótum. Nú er ekki ólíklegt, að íslenzk atvinnu- fyrirtæki mundu á nokkrum tíma aðlaga sig kröfum erlendra viðskiptabanka til þess að geta átt við þá viðskipti og losnað undan jámhæl bankanna hér. Og út af fyrir sig má segja, að þar með væri þeim tilgangi náð, að fijálsari viðskipti milli landa á lánamarkaði mundu stuðla að end- urskipulagningu og umbótum í atvinnulífi okkar. Það er eftirtektarvert, að í ýmsum efnum leita menn leiða til þess að tryggja aðhald utanlands frá í því skyni að koma hér á bæði umbótum og auknum aga. Til- lögur um að tengja krónuna evrópskri mynteiningu eru byggðar á sömu rökum: þ.e. að þá gætum við ekki lengur fellt gengi krónunnar að eigin geðþótta. Ein- hveijir munu vafalaust líta á þessar hug- myndir, sem merki þess, að við séum að byija að gefast upp við að stjórna eigin málum — aðrir, að þær séu einfaldlega í öö^l UUl .U1 ----------- __________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10! JÚLÍIWS'__31 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 9. júlí Morgunblaðið/Einar Falur samræmi við sívaxandi samstarf og sam- skipti þjóða í milli og að við séum ekki frekar að afsala okkur sjálfstæði okkar en þær Evrópuþjóðir aðrar, sem tengjast ECU. Fjármálakerfið gagnrýnt Umræður um vaxtamál tengjast því, að bæði stjórnmálamenn og atvinnurekendur beina spjótum sínum í auknum mæli að bankakerfinu og telja, að í úreltum starfs- háttum þess sé að finna skýringu á marg- víslegum vanda atvinnuveganna. Dæmi um þessa gagnrýni er að fínna í ræðu Víglundar Þorsteinssonar, formanns Fé- lags íslenzkra iðnrekenda á ársþingi sam- takanna í maímánuði sl. Hann sagði m.a.: „Almennt verður það að segjast um íslenzka bankakerfið, að það virðist þungt og dýrt í rekstri og þarfnast mikils vaxta- munar inn- og útlána til að standa undir kostnaði. Vaxtamunur í bankakerfínu hér er með því hæsta, sem þekkist í heiminum. Til viðbótar miklum vaxtamun gera ýmis úrelt vinnubrögð hjá bönkunum það að verkum, að heildarfjármögnunarkostnaður fyrirtækjanna verður ennþá meiri en vaxtamunurinn sjálfur segir til um. Ein- föld dæmi þessu til skýringar eru skammtímafjármögnunarformin, sem not- uð eru til fjármögnunar sem í eðli sínu eru langtímafjármögnun. Sem dæmi um þetta má nefna afurðalánafjármögnun til útflutnings- og samkeppnisiðnaðar, þar sem verið er að framlengja sama láninu í öllum meginatriðum á 14-30 daga fresti og krefja um þóknun til viðbótar vöxtum í hvert sinn, þannig að raunverulegur fjár- magnskostnaður fyrirtækjanna hleypur upp um 4-6% á ári til viðbótar raunvaxta- stigi viðkomandi lánaforms ... Mörg önnur atriði koma hér til athugunar í sambandi við beitingu raunvaxtastefnunnar. Þannig er t.d. eðlilegt að spyija, hvort ekki sé rétt að breyta vaxtaákvörðunum þannig, að svigrúm banka- og lánasjóða til fyrir- varalausrar hækkunar á vöxtum eldri vísi- tölubundinna útlána verði takmarkað en vextir á nýjum útlánum breytist örar og meira en nú er. Til þess geta legið margvísleg rök, sem of langt mál er að telja upp hér. í því sambandi má þó nefna betra öryggi lántakenda varðandi fjárfest- ingarákvörðun." Eitt svar bankanna við gagnrýni af þessu tagi er t.d. það, að þeir hafi leitazt við að minnka vaxtamun milli innlána og útlána með því að hækka í þess stað þjón- ustugjöld bankanna, en tilraunir í þá veru hafi á köflum verið stöðvaðar m.a. vegna hótana alþingismanna um lagasetningu til þess að koma í veg fyrir slíkar hækkanir! Annar þáttur í gagnrýni stjórnmála- manna og atvinnurekenda á bankakerfið og þá sérstaklega á ríkisbankana er, að fjárfestingar þessara aðila hafi á undan- förnum árum verið alltof miklar og of mikið lagt í fasteignakaup og nýbygging- ar. I samtölum við höfund Reykjavikur- bréfs hafa bankamenn sjálfír talið, að þá beri fyrst og fremst að gagnrýna fyrir það, að hafa ekki komið í framkvæmd hugmyndum um sameiningu og samruna banka. Seinagangur -í þeim efnum sé ámælisverður en ekki sum þeirra atriða, sem nefnd hafa verið hér að framan. Umræður af þessu tagi eru jákvæðar. Þær stuðla að framförum. Þróaður pen- ingamarkaður er forsenda blómlegs at- vinnulífs. Þess vegna skiptir höfuðmáli, að bankakerfinu takist að aðlaga starfsemi sína breyttum tíma. Viðskipti við erlendar fjármálastofnanir Flest bendir til þess, að innan tíðar verði Islendingum heimilað að eiga viðskipti við erlendar fjármálastofnanir. Geir Hallgrímsson, Seðlabankastjóri, upplýsti í viðtali við Morgunblaðið í gær, föstudag, að bankinn hefði fyrir nokkru sent við- skiptaráðherra tillögur um að heimila ís- lendingum að kaupa erlend verðbréf skv. ákveðnum reglum og útlendingum að kaupa verðbréf hér. „Hér er ef til vill far- ið hægt af stað, en það er varlegra þar til við höfum náð betra jafnvægi í efna- hagsmálunum,“ segir Geir Hallgrímsson. Takmarkanir á fjármagnsmarkaði og viðskipti með peninga milli landa eru með- al síðustu leyfa af því haftaþjóðfélagi, sem við bjuggum við. Með því að opna fyrir viðskipti landsmanna á erlendum fjármála- mörkuðum er t.d. verið að gera voldugum sjóðum á borð við lífeyrissjóðina kleift að ávaxta fé sjóðfélaga með öðrum hætti en hér hefur tíðkazt. Kannski er mesti ávinn- ingurinn þó sá, að smátt og smátt verðum við knúin til að laga okkur að siðum og háttum annarra þjóða í atvinnurekstri og efnahagslífi. Miðað við tæplega hálfrar aldar sögu lýðveldis okkar í efnahagsmál- úm getur það ekki orðið annað en framför! En margs er að gæta. Við eigum áreið- anlega ekki marga menn, sem eru sérfróð- ir í viðskiptum á fjármagnsmörkuðum er- lendis. Það er auðvelt að tapa miklum fjár- munum í slíkum viðskiptum. Þess er skemmst að minnast, að fyrir allmörgum árum fóru íslenzku tryggingafélögin að taka þátt í endurtryggingum úti í heimi. Þessar tryggingar virtust mjög hag- kvæmar við fyrstu sýn og fyrstu árin streymdu peningar í kassa tryggingafélag- anna. Síðan snerist dæmið við. Bótakröf- uraar streymdu inn, mörg félaganna töp- uðu verulegum fjármunum á þessum við- skiptum og nú eru þau sennilega flest, ef ekki ÖII, hætt að taka þátt í slíkum endur- tryggingum. Þó fór það svo, að eitt þeirra félaga, sem þátt tók í þessum viðskiptum varð gjaldþrota, en það var endurtrygg- ingafélag samvinnuhreyfingarinnar. Talið er, að það sé eitt stærsta gjaldþrot, sem orðið hefur hérlendis. Reynsla tryggingafélaganna sýnir, að viðskipti á erlendum fjármagnsmörkuðum geta verið sýnd veiði en ekki gefin. Þess vegna er áreiðanlega mikilvægt að fara hægt af stað, eins og Geir Hallgrímsson segir og rasa ekki um ráð fram. „Það er hins vegar skoðun banka- manna, sem höf- undur Reykjavík- urbréfs hefur rætt við, að í raun yrði ekki um slíka sam- keppni að ræða og að þessi viðskipti mundu ekki hafa nokkur áhrif í þá átt að lækka vexti. Bankamennirnir segja, að ástæðan sé sú, að einungis örfá íslenzk fyrir- tæki mundu teljast gjaldgeng í við- skiptum við er- lenda banka. Að þeirra dómi er fjárhagur flestra íslenzkra fyrir- tækja þannig, að þau mundu ekki teljast lánshæf í viðskiptum við er- lenda banka.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.