Morgunblaðið - 10.07.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.07.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1988 Eftirmálin eftir suðurgöngu gátu orðið óskemmtileg. Þorbjörg missti þolinmæðina við Hvamms-Sturlu. Teikningin er eftir Halldór Péturssðn í íslandssaga handa börnum eftir Jónas Jónsson. ALLAR leiðir liggja tíl ROMAR Prófessor Naumann hefur komið með þá tilgátu að íslendingamir þrettán hafi verið á ferð um 1170 og ræður hann það af því að á ein- um stað í bókinni er sagt frá því að Thrui nokkur hafi látist þriðja í páskum, 30. mars. Á miðöldum bar páskadag upp á 28. mars árin 913, 924, 997, 1003, 1008, 1087, 1092, 1171, 1182 og 1193. Honum þykir ekki ólíklegt að Thrui hafi verið á ferð um svipað leyti og íslending- amir 13. Hans-Peter Naumann er sam- mála Finni Jónssyni og Ellen Jorg- ensen að því leyti að hann telur að flest nafnanna séu frá Danmörku eða Skandinavíu sunnanverðri. Finnur Jónsson taldi það hugsan- legt að Vigdís og Kolþema á nafna- listanum væru þær mæðgumar sem getið er um í Sturlusögu í tengslum við Deildartungumál. Vigdís var systir Þóris hins auðga prests í Tungu (Deildartungu). I Sturlusögu greinir frá heldur ólánlegri suður- ^öngu Þóris og eiginkonu hans, Porlaugar, dóttir Páls Sölvasonar prests í Reykjaholti (Reykholti). Þess má geta að samkvæmt nafnaskrá sem Finnur Jónsson og Ellen Jergensen gerðu má finna á blaði 162 í Reichenau-bókinni þijár nafnmyndir af mannsnafninu Þóri og tvær sem heimfæra má til Þór- laugar. Á blaði 161 er einn Þórir og ein Þórlaug og á síðu 151 er ein Þórlaug og 7 nafnmyndir af nafninu Þórir. Ólánleg Ítalíuf ör Ekki er þess kostur að fullyrða með neinni vissu hvort þau prestshjónin Þórir hinn auðgi Þorsteinsson og Þorlaug Pálsdóttir komust á blað í Reichenau-klaustri en saga þeirra er fróðleg og um leið mannleg. Upphafið var í kærleik og guðsótta en ferðalokin vom dapurleg. Eftir- málin urðu óskapleg og síst í þeim anda sem til var stofnað. Nú er það frá þeim hjónum að segja að þau vora stórrík og „... bjuggu þau í Tungu sjö vetur eða átta. Þau áttu böm og önduðust öll. En eftir það beiddist Þorlaug að -fara af landi brott og kveðst hafa heitið Rómferð sinni í vanmætti sínum. En Þórir kvað það eigi ráð- legt að skiljast við hægindi og kvaðst ófús vera ráðabreytni. En hún bað hann mjög, og fyrir ástar sakir við hana þá lét hann leiðast og var þó tregur til.“ Svo var að sjá að Ðrottinn liti með nokkurri velþóknun á ferðalag þetta því þeim fæddist sonur í Nor- egi er Bjöm hét, seldu þau hjónin sveininn í fóstur þar í landi. „Síðan fóra þau til Róms, og kom hvorki þeirra aftur. En um sumarið eftir andaðist sveinninn Bjöm nær Selju- mannamessu." (18. júlí 1177.) Af þeim Þóri auðga og Þórlaugu er það nánar að greina: „Jón hét prestur íslenskur. Hann var Þór- hallsson, réttorður maður og breið- firskur að ætt. Hann hafði þenna vetur verið í suðurgöngu. Hann sagði svo frá að Þórir prestur hinn augði andaðist í Lukkuborg (Lucca) föstudag í imbradögum á langa- föstu (18. mars 1177), en Þorlaug hefði fram haldið ferðinni til Róma- borgar og hafði hann hitt hana á veginum er hann fór sunnan og var það eftir páska og var þá snauð og nakkvað sjúk. Þórir kráka hét maður norrænn, er þá var á suðurvegum. Hann kvaðst hitt hafa Þorlaugu um sum- arið eftir andlát Þóris nærri Maríu- messu." (15. ágúst.) Eins og oft vill brenna við, gekk ekki vandræðalaust að deila arfi. Páll prestur taldi sig eiga að taka arf eftir dóttur sína. Böðvar Þórðar- son frændi Þóris auðga taldi Vigdísi systur Þóris, réttan arftökumann bróður síns því hún var honum skyldust skilgetinna manna. Böðvar var mágur Sturlu Þórðarsonar (Hvamms-Sturlu) og naut hans at- fylgis. Á sáttarfundi í Reykholti 29. september 1180 bar það til tíðinda að móðir Þorlaugar, „Þorbjörg kona Páls var grimmúðig í skapi og Iíkaði stórilla þóf þetta. Hún hljóp fram milli manna og hafði kníf í hendi og lagði til Sturlu og stefndi í aug- að og mælti þetta við: „Því skal ég eigi gera þig þeim líkastan, er þú vilt líkastur vera en þar er Óðinn?" En lagið kom í kinnina og varð það mikið sár. Síðan hljópu upp menn Sturlu og reiddu vopnin.“ I íslenskum bókmenntum er greint frá farsælli suðurgöngum heldur en ferðalagi þeirra Þóris og Þorlaugar. í Brennu-Njálsögu segir m.a. frá suðurgöngum þeirra Flosa Þórðarsonar og Kára Sölmundar- sonar. Flosa nægði ekkert minna heldur en lausn frá sjálfum páfan- um eftir það stórvirki að brenna inni Njál og annað heimilisfólk að Bergþórshvoli. Flosi fór líklegast hina „vestri leið" suður um Frakk- land til Rómar en svo er sagt frá heimför Flosa að hann hafí farið hina „eystri leið“. í Njálu segir einn- ig af suðurgöngu Kára. Hann hóf upp göngu sína í Norðmandí, gekk suður til Rómar og fór aftur hina „vestri leið“ og tók upp skip sitt í Norðmandí. Höfundi Njálu þykir hlutur Flosa og Kára síst verri eft- ir suðurgönguna. Af lestri Islendingasagna má ráða að söguhöfundar vilja síður skilja svo við söguhetjur sínar þann- ig að tvísýnt megi teljast um sálar- heill þeirra. Við veraldlegt hugrekki og glæsileik bætist guðhræðsla og iðran að ógleymdum þeim mann- dómi og ferðakjarki sem slíkar ferð- ir lýsa, því það var á engan hátt víst að suðurgöngumaður sneri aft- ur eins og sagan af þeim hjónunum Þóri auðga og Þorlaugu vitnar um. í íslendingasögunum greinir einnig frá Auðuni hinum vestfírska sem fór til Noregs á dögum Har- alds harðráða sem féll í misheppn- aðri tilraun til innrásar í England árið 1066. Auðunn fór frá Noregi til Danmerkur og gaf Sveini kon- ungi Úlfssyni lifandi bjamdýr frá Grænlandi. Auðunn réðst til suður- ferðar en þáði farareyri af kon- ungi, „silfur mjög mikið". Ekki seg- ir mikið af Auðuni í Róm en á heim- leiðinni tók hann sótt mikla og gerð- ist févana svo að hann varð að troða stafkarls stíg og biðja sér matar. Þegar kom aftur til Danmerkur kom Auðunn orðinn „kollóttur og heldur ósællegur". Ekki komu allir slyppir og snauð- ir úr suðurferðum. Rækilegast seg- ir af ferðum höfðingjans og læknis- ins Hrafns Sveinbjamarsonar á Eyri við Arnarfjörð, hann réðst í suðurferð um 1170. Hrafn sigldi frá Noregi til Kantaraborgar á Eng- landi, þar sem hann heiðraði hinn helga biskup Tómas Becket. Frá Englandi fór hann suður til Frakk- lands til Ilansborgar til að vegsama hinn heilaga Egidius. Frá Ilansborg fór Hrafn „vestur til Jakobs", þ.e.a.s. til St. Jago di Comgostella. Þaðan fór hann til Rómar. Á ferða- laginu varði Hrafn fé sínu „til helgra hluta“. Hrafn var að þessu leyti ekki ólíkur ferðamönnum nú- tímans þótt innkaupin væra helgi- gripir en ekki minjagripir af því taginu sem nú tíðkast. Einar Amórsson prófessor segir að hinn heilagi Egidius hafí hlotið franska nafnið St. Gilles og hafí dýrlingurinn stofnað samnefndan bæ í Suðaustur-Frakklandi. Jarðn- eskar leifar hins helga manns vora þó að sögn Guðbrands Jónssonar prófessors í borginni Toulouse í Suður-Frakklandi og taldi Einar því að þar væri Ilansborg. Ekki munu allir fræðimenn vera þessu sam- mála og telja sumir líklegra að II- ansborg sé bærinn St. Gilles. Markús Gíslason í Saurbæ á Rauðasandi fór til Rómar nokkra fyrir aldamótin 1200. Hingað til lands kom hann með klukkur góðar frá Englandi. Sturlungar gengu ekki Óvíst er, að alltaf hafí það verið guðhræðsla og kristilegt hugarfar sem knúði fólk til suðurgöngu. Menn urðu stundum fyrir margvís- legu harðræði og stórmælum af kirkjunnar hálfu, fyrir ýmsar yfír- sjónir eður stórsyndir. Alkunna er að Sturlu Sighvatssyni var stefnt til Rómar að ráði Hákonar konungs og erkibiskupsins sumarið 1234. í Róm tók hann stórar skriftir. „Hann var leiddur á millum allra kirkna í Rómaborg og ráðið (sbr. veita ráðn- ingu, innsk. blaðam.) fyrir flestum höfuðkirkjum. Bar hann það drengi- lega sem líklegt var en flest fólk stóð úti og undraðist, barði á bijóst- ið og harmaði er svo fríður maður var svo hörmulega leikinn og máttu eigi vatni halda bæði konur og karl- ar.“ Þess má þó geta að e.t.v. hefur Sturla verið eitthvað betur búinn undir slíkar hörmungar en aðrir Rómferlar; trúlega hefur hann ekki verið göngumóður, því: „ ... réð hann til suðurferðar og fór hann til Danmerkur og fann þar Valdi- mar konung hinn gamla og tók hann allvel við honum. Var hann þar um hríð. Gaf Valdimar konung- ur honum hest góðan og enn fleiri sæmilegar gjafir og skildu þeir með hinum mesta kærleik. Fór Sturla suður í þýðeskt land. Hann fann þar Pál biskup úr Hamri og vora þeir allir samt í för út í Róma og veitti biskup Sturlu vel föraneyti og var hinn mesti fulltingsmaður allra hans mála, er þeir komu til páfafundar." Frændi Sturlu, Órækja Snorra- son, þáði einnig hest af Valdimar konungi er hann réð til suðurferðar. Þótt þeir Sturlungar hafí ferðast suður með nokkram hægindum er engin ástæða til að gera lítið úr því ferðalagi sem pílagrímsför til Róm- ar var. Orðið „suðurganga" vísar til þess að almennt hafa menn geng- ið þessa leið. Samkvæmt Leiðarvísi Nikulásar Bergssonar ábóta mun hann hafa lagt að baki 33 km á dag að meðaltali. Talið er að ferðin frá Álaborg í Danmörku til Rómar hafí varla tekið minna en 9-10 vik- ur. Svona ferðalag á miðöldum hlaut að verða kostnaðar- og áhættusamt og tímafrekt. Það var því einkum á færi efnaðra manna, þó sjálfsagt hafí ýmsir fátækir far- ið þangað og beiðst ölmusu, frá degi til dags á leiðinni. Búast mátti við ránum á landi jafnvel þótt pílagrímar skyldu njóta sérstakrar friðhelgi að kirkjulögum. íslending- ar urðu þar að auki að sigla yfír hafíð og sjóferðir frá íslandi voru ekki hættulausar. Frá ákveðnum sjónarhóli má líta á kirkjuna sem ferðaskrifstofu síns tíma. Kirkjan hvatti heldur en ekki til suðurferða og dæmdi jafnvel menn til slíkra ferðalaga. Því var eðlilegt að hún reyndi að greiða götu ferðalanga með ýmiss konar fyrirgreiðslu, meðal annars vora ýmis klaustur gististaðir pflagríma, þar á meðal var klaustrið í Reich- enau. Hugfar og ástæður ferðalang- anna var annað en nú tíðkast í ferð- um til Rínardalsins og Ítalíu. En ef mönnum koma suðurgöngur til foma ókunnuglega fyrir sjónir mættu þeir hugleiða hvenær sá tími rennur upp, að sú tíð verður rann- sóknarefni, þá fólk flaug í hópum til að dýrka sólina fremur en guð. Við samantekt var m.a. stuðst við grein eftir Einar Amórsson. „Suð- urgöngur íslendinga í fornöld." Saga. Tímarit söguféiagsins. II og nýja útgáfu af Sturlungu og Leið- arvísi Nikulásar Bergssonar sem Svart á hvítu gefur út. Samantekt: PLE Langar þig ekki ígóðan sumarbústað? Svona einn alvöru Hefuröu hugleitt hvaö sumarhúsiö getur oröiö notalegt í vetrarkyrröinni líka... Sýnum fullinnréttað frístundahús í Brautarholti laugardag og sunnudag kl. 13 til 17og aðra daga á verslunartíma. 6 ára góð reynsla í íslenskri veðráttu. ELDASKÁLINN Brautarholti 3, 105 R. S 621420 rukka Flotvesti Viöurkennd flotvesti til í öllum stæröum. Vélar & Tski hf. TryB0v*0ðtu 1«. Bimmf 21286 og 21480.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.