Morgunblaðið - 10.07.1988, Blaðsíða 55
blóma lífsins. Hún hét Malín og var
Malín Hjartardóttir sem fæddist
1890 látin heita í höfuðið á henni.
Einhveiju sinni spurði ég minn
gamla íslenskukennara að norðan,
prófessor Halldór Halldórsson, um
merkingu Malínamafnsins. Hann
kvað það sennilega styttingu úr
Maríu Magðalenu auk fleiri skyldra
nafna eins og t.d. Marlín, Maren
o.s.frv.
Þegar til Akureyrar kom í byijun
aldarinnar réðst Malín sem „pige í
huset“ eða hjálparhella á þremum
helstu menningarheimilum staðar-
ins, fyrst hjá Guðmundi Hannessyni
síðar prófessor. Mikið dáði hún
Guðmund alla tíð. Hún gætti Leifs,
kornungs sonar þeirra hjóna, sem
síðar fórst í flugslysi yfir Kaup-
mannahöfn er hann var þar við
flugnám, fyrstur íslendinga. Þá var
hún um skeið á heimili séra Geirs
vígslubiskups og Sigríðar Jónsdótt-
ur háyfirdómara. Henni fannst frú
Sigríður bæði góð og gagnmerk
kona. Þar gætti hún Jóns, sonarins,
síðar læknis. Hún hafði alltaf ljós-
mynd af Jóni í matrósufötum á
kommóðunni sinni. Þá var hún um
hríð hjá etatsráði J.V. Havsteen á
Oddeyri. Thora, kona hans, reyndist
henni brigða vel og skenkti henni
kvæðakver með fallegri áritun að
skilnaði. Etatsráðsfrúin, sem var
aldönsk, var ljóðelsk.
Ung að árum sigldi Malín til
Englands til að læra vélpijón. Við
heimkomu stofnsetti hún Pijóna-
stofuna Malín ásamt Eiríki raf-
virkjameistara, bróður sínum, á
Laugavegi 20. Þar var og Una syst-
ir hennar lengst af við afgreiðslu.
Tómas borgarskáld, eftirlæti og
augasteinn Reykvíkinga, var ekki
lengi að helga því þarfa fyrirtæki
veglegan sess í heimi bókmennt-
anna er hann vanhagaði um rímorð
á móti sjálfum friðarenglinum
Stalín:
... og rimsins vegna í peysum,
frá Pijónastofunni Malín.
Sú stutta svaraði um hæl:
Rímsins vegna rændir þú,
rótlaus maður,
peysum tveimur pakka úr,
og puntaðir þá Hitler og Stalín,
en vita máttu þær voru ekki úr,
vinnustofunni Malín.
Malín giftist Sigurgeir Friðriks-
syni, bókaverði, þingeyskrar ættar,
grandvörum gæðadreng, mennta-
og mannkosta manni, sem hún
missti eftir 10 ára ástríka en barn-
lausa sambúð. Það má með sanni
segja, að Unnur, kona mín, bróður-
dóttir Malínar, hafi gengið henni í
dótturstað. Hjörtur, faðir Malínar,
var fæddur í Grímsey, en ólst upp
við Eyjafjörð. Hann var sonur Guð-
mundar hreppstjóra þeirra eyja-
skeggja. Sigu þeir frændur í björg
og þóttu skákmenn snjallir og þáðu
fflabeinstöfl af prófessor Fiske, sem
frægt er orðið. Séra Jón Norðmann,
sálusorgari eyjaskeggja, síðar á
Barði í Fljótum, telur heimili Guð-
mundar hreppstjóra hafa verið með
hvað mestum menningarbrag meðal
eyjarskeggja í ágætri Grímseyjar-
lýsingu sinni. Móðir Hjartar og
amma Malínar var upprunninn í
sjálfum gáfnageyminum, Þingeyj-
arþingi.
Jæja, nú er ég búinn að teygja
lopann langt framyfir öll hugsanleg
mörk og hún sem bað okkur lengst
allra orða að forðast allt óþarfa
vesen við útför sína, þegar hún lá
banaleguna á Hrafnistu. Hjúkr-
unarliðið þar reyndist henni með
afbrigðum vel, sem við þökkum af
heilum hug. Það er eins og hún
hafi tekið með sér heila öld fróð-
Ieiks og fræða, gamalla atburða og
atvika og annarra minnisverðra
tíðinda, sem falla í gleymskunnar
gröf við andlát hennar. Og bráðum
siglum við, okkar kynslóð, sömu
leið.
Alltaf vorum við Malín á and-
stæðri skoðun um framhaldslíf, en
virtum skoðanir hvors annars. Ef
húri getur nú skyggnst um nýja
himingeima og rennt augum yfir
þessi minningarbrot mín þá veit ég
að hún myndi aftur segja: „Hefir
nú blessaður drengurinn fengið sér
einum of mikið?“
Örlygur Sigurðsson
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1988
A5:
í FATA- 0G
SKÓMARKAÐINUM
Laugavegi 91
(City 91, áður Domus)
Vörur frá
Stefanel,
Skæði
og Fanný
Toyota Land Cruiser fer jafn léttilega um
götur bæjarins sem úti á þjóðvegunum.
Vökvastýrið gerir haiin lipran í akstri og
farþegarýmið er búið öllum þægindum og
lúxus sem smekkmenn kunna að meta.
Útlitshönnun bílsins er sterkleg og traust-
LAND CRUISER II BENSÍN
Júlíverð 1.339.000,-
Tilboðsverð 1.139.000.-
LAND CRUISER II DÍSIL
Júlíverð 1.459.000.-
Tilboðsverð 1.359.000.-
LAND CRUISER STATION SJÁLFSKIPTUR
Júlíverð 2.099.000,-
Tilboðsverð 1.799.000.-
Ath. verð án afhendingarkostnaðar.
TOYOTA
vekjandi. En hann er ekki útlitið eitt heldur
sameinast í Toyota Land Cruiser aflmikil vél,
sterkur fjaðurbúnaður, drif og uridirvagn.
Hvort sem þú skreppur með fjölskyldunni á
skíði, í lax eða í lengri ferðir þarftu voldugan
bíl sem treystandi er á.
TIL AFGREIÐSLU STRAX!