Morgunblaðið - 10.07.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.07.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1988 H AEFUR BREZHNEVS Perestrojka í skugga langrar stöðnunar MÍKHAÍL Gorbatsjov aðalritari ítrekaði ásakanir sínar í garð fyrirrennara síns, Leoníds I. Brezhnevs, valdamesta manns Sovétríkjanna 1964-1982, á sovézku flokksráðstefnunni á dögunum. Aðrir ræðumenn tóku undir gagnrýni hans og sovézk blöð halda áfram að skýra frá spillingu og stöðnun í valdatíð Brezhnevs. Slíkar umræður eru ekki að skapi leiðtoga, sem Brezhnev kom til valda á sínum tíma. HÉ8 mm m LEONID I. BREZHNEV: Fallinn af stalli. Vladímir Melnikov frá sjálf stjórnarlýðveldinu Komi í Síberíu krafðist þess jafnvel að Andrej Gromyko forseti, Míkhaíl Solomentsev og fleiri valda- menn frá „stöðnunarskeiði" Brez- hnevs segðu af sér. Hörð gagnrýni á Brezhnev kom líka fram í ræðum leiðtoga flokksdeildanna í Úzbekíst- an, Kazakhstan og Moldavíu, þar sem Brezhnev hafði sterk ítök og mikil spilling gróf um sig. Óvíða var spillingin meiri en í Úzbekístan, sem liggur að Afgan- istan. Flokksleiðtoginn þar, Sharaf Rashidov, sem var náinn vinur Brezhnevs, mun hafa fyrirfarið sér skömmu eftir að rannsókn á spill- ingunni hófst 1983 og tugir emb- ættismanna hafa verið ákærðir. Lík Rashidovs var flutt úr grafhýsi í höfuðborginni Tashkent 1985 og grafið annars staðar. Hann var sviptur öllum heiðursmerkjum og titlum eftir að hann lézt og 24 ára valdaskeiði hans er Iýst sem spill- ingartíma. Glæpamafía VINURINN STSJOLOKOV: Skaut sig til bana. Pravda og fleiri blöð hafa sagt að a.m.k. ijórum milljörðum rúblna hafi verið stolið í Úzbekístan á Brezhnev-tímanum. „Glæpamafía" spilltra embættismanna réð þar lög- um og lofum, hafði einkaher, leigu- morðingja og þúsundir vinnuþræla þjónustu sinni, skipulagði eitur- lyfjasölu, stjórnaði vændi og rak spilavíti. Lögreglan var á mála hjá henni og hún teygði anga sína inn í innsta hring Brezhnevs. Á hvetju ári tilkynnti Rashidov að baðmullar-uppskeran hefði aukizt, þótt hún minnkaði stöðugt. Mafían tryggði sér hluta hagnaðar- ins og Rashidov jók áhrif sín í Moskvu. Akhmadzhan Adylov, sem Rashidov gerði að yfírmanni þriggja ríkisbúa með 30.000 verkamönnum, ríkti með harðri hendi og minnti á stigamannabarón frá miðöldum. Hann varpaði öllum, sem buðu hon- um birginn, í dýflissu, sumir verka- menn voru brennimerktir og barns- hafandi konur barðar með svipu. Mál hans er enn í rannsókn. Mafían gerði allt sem hún gat til að hindra rannsókn lögreglu- manna frá Moskvu á spillingunni 1983; reyndi að múta þeim, hafði í hótunum við þá og sá þá aldrei í friði. í hvert skipti sem þeir hand- tóku einhvern embættismann skiptu þeir um bílnúmer, svo að þeir yrðu ekki sjálfir handteknir. Þræðir mafíunnar í Úzbekístan lágu til 52 ára tengdasonar Brezhn- evs, Yuri Tsjúrbanovs hershöfð- ingja. Hann hafði stjórnað baráttu lögreglunnar gegn fjársvikum áður en hann varð aðstoðarráðherra Nik- olajs Stsjolokovs innanríkisráð- herra, eins bezta vinar Brezhnevs. Öll lögregla Sovétríkjanna heyrði undir hann og Það kom m.a. í hans hlut að samþykkja stöðuhækkanir lögregluforingja og annarra emb- ættismanna í Úzbekístan. Skömmu eftir að Brezhnev lézt var Tsjúrbanov fengið valdalítið embætti í Síberíu. Hann var hand- tekinn í janúar 1987, gefið að sök að hafa þegið 650.000 rúblna mút- ur — laun verkamanns í 270 ár — aðallega frá Úzbekístan. Hann hef- ur einnig verið bendlaður við hneyksli í Volgograd. Rannsókn í máli Tsjúrbanov er TENGDASONURINN KIO: Náin tengsl við sirkuslíf. nýlokið. Það verður bráðlega tekið fyrir í hstarétti, um leið og mál fimm fv. lögreglustjóra í Úzbekíst- an, fv. innanríkisráðherra lýðveldis- ins og tveggja undirmanna hans. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa mút- að Tsjúrbanov og hann kann að eiga dauðadóm yfir höfði sér. Hundruð embættismanna í Úz- bekístan hafa verið ákærðir fyrir mútuþægni og þrír hafa framið sjálfsmorð. Óhóf og spilling Yfírmaður Tsjúrbanovs, Stsjol- okov innanríkisráðherra, skaut sig til bana 13. desember 1984, þegar kannaðar voru kærur um að hann hefði dregið sér 700.000 rúblur á 16 ára ráðherraferli. Hann hafði verið sviptur herforingjatign rúm- um mánuði áður og ráðherradómi 1983. Kona hans stökk út um glugga á íbúð þeirra og beið bana. Stsjolokov hafði kynnzt Brezhn- ev á námsarum þeirra í Dnéprop- etrovsk í Úkraínu og starfað með honum í Moldavíu. Samkvæmt sovézkum blaðafréttum í vor notaði Stsjolokov ráðuneytisfé til að kaupa Mercedes-bíla handa sér, syni sínum, dóttur og tengdadóttur, BMW handa konu sinni og ijórar aðrar bifreiðir. Hann notaði einnig opinbert fé til að kaupa 62 lampa- hjálma úr kristal erlendis og lét ráðuneytið taka á leigu íbúðir handa einkaklæðskera sínum, einkatann- lækni, ættingjum, vinum og undir- mönnum. Auk þess hafði Stsjolokov I sinni þjónustu einkaljósmyndara, einka- arkitekt, einkanuddara, einkamat- reiðslumann og einkaævisögurit- ara. Hann lét jafnvel gera kvikmynd um ævi sína (í einu eintaki) fyrir hálfa milljón rúblna, sem ríkið greiddi. Hið opinbera borgaði einnig 36.000 rúblur fyrir blóm handa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.