Morgunblaðið - 10.07.1988, Side 20

Morgunblaðið - 10.07.1988, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1988 H AEFUR BREZHNEVS Perestrojka í skugga langrar stöðnunar MÍKHAÍL Gorbatsjov aðalritari ítrekaði ásakanir sínar í garð fyrirrennara síns, Leoníds I. Brezhnevs, valdamesta manns Sovétríkjanna 1964-1982, á sovézku flokksráðstefnunni á dögunum. Aðrir ræðumenn tóku undir gagnrýni hans og sovézk blöð halda áfram að skýra frá spillingu og stöðnun í valdatíð Brezhnevs. Slíkar umræður eru ekki að skapi leiðtoga, sem Brezhnev kom til valda á sínum tíma. HÉ8 mm m LEONID I. BREZHNEV: Fallinn af stalli. Vladímir Melnikov frá sjálf stjórnarlýðveldinu Komi í Síberíu krafðist þess jafnvel að Andrej Gromyko forseti, Míkhaíl Solomentsev og fleiri valda- menn frá „stöðnunarskeiði" Brez- hnevs segðu af sér. Hörð gagnrýni á Brezhnev kom líka fram í ræðum leiðtoga flokksdeildanna í Úzbekíst- an, Kazakhstan og Moldavíu, þar sem Brezhnev hafði sterk ítök og mikil spilling gróf um sig. Óvíða var spillingin meiri en í Úzbekístan, sem liggur að Afgan- istan. Flokksleiðtoginn þar, Sharaf Rashidov, sem var náinn vinur Brezhnevs, mun hafa fyrirfarið sér skömmu eftir að rannsókn á spill- ingunni hófst 1983 og tugir emb- ættismanna hafa verið ákærðir. Lík Rashidovs var flutt úr grafhýsi í höfuðborginni Tashkent 1985 og grafið annars staðar. Hann var sviptur öllum heiðursmerkjum og titlum eftir að hann lézt og 24 ára valdaskeiði hans er Iýst sem spill- ingartíma. Glæpamafía VINURINN STSJOLOKOV: Skaut sig til bana. Pravda og fleiri blöð hafa sagt að a.m.k. ijórum milljörðum rúblna hafi verið stolið í Úzbekístan á Brezhnev-tímanum. „Glæpamafía" spilltra embættismanna réð þar lög- um og lofum, hafði einkaher, leigu- morðingja og þúsundir vinnuþræla þjónustu sinni, skipulagði eitur- lyfjasölu, stjórnaði vændi og rak spilavíti. Lögreglan var á mála hjá henni og hún teygði anga sína inn í innsta hring Brezhnevs. Á hvetju ári tilkynnti Rashidov að baðmullar-uppskeran hefði aukizt, þótt hún minnkaði stöðugt. Mafían tryggði sér hluta hagnaðar- ins og Rashidov jók áhrif sín í Moskvu. Akhmadzhan Adylov, sem Rashidov gerði að yfírmanni þriggja ríkisbúa með 30.000 verkamönnum, ríkti með harðri hendi og minnti á stigamannabarón frá miðöldum. Hann varpaði öllum, sem buðu hon- um birginn, í dýflissu, sumir verka- menn voru brennimerktir og barns- hafandi konur barðar með svipu. Mál hans er enn í rannsókn. Mafían gerði allt sem hún gat til að hindra rannsókn lögreglu- manna frá Moskvu á spillingunni 1983; reyndi að múta þeim, hafði í hótunum við þá og sá þá aldrei í friði. í hvert skipti sem þeir hand- tóku einhvern embættismann skiptu þeir um bílnúmer, svo að þeir yrðu ekki sjálfir handteknir. Þræðir mafíunnar í Úzbekístan lágu til 52 ára tengdasonar Brezhn- evs, Yuri Tsjúrbanovs hershöfð- ingja. Hann hafði stjórnað baráttu lögreglunnar gegn fjársvikum áður en hann varð aðstoðarráðherra Nik- olajs Stsjolokovs innanríkisráð- herra, eins bezta vinar Brezhnevs. Öll lögregla Sovétríkjanna heyrði undir hann og Það kom m.a. í hans hlut að samþykkja stöðuhækkanir lögregluforingja og annarra emb- ættismanna í Úzbekístan. Skömmu eftir að Brezhnev lézt var Tsjúrbanov fengið valdalítið embætti í Síberíu. Hann var hand- tekinn í janúar 1987, gefið að sök að hafa þegið 650.000 rúblna mút- ur — laun verkamanns í 270 ár — aðallega frá Úzbekístan. Hann hef- ur einnig verið bendlaður við hneyksli í Volgograd. Rannsókn í máli Tsjúrbanov er TENGDASONURINN KIO: Náin tengsl við sirkuslíf. nýlokið. Það verður bráðlega tekið fyrir í hstarétti, um leið og mál fimm fv. lögreglustjóra í Úzbekíst- an, fv. innanríkisráðherra lýðveldis- ins og tveggja undirmanna hans. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa mút- að Tsjúrbanov og hann kann að eiga dauðadóm yfir höfði sér. Hundruð embættismanna í Úz- bekístan hafa verið ákærðir fyrir mútuþægni og þrír hafa framið sjálfsmorð. Óhóf og spilling Yfírmaður Tsjúrbanovs, Stsjol- okov innanríkisráðherra, skaut sig til bana 13. desember 1984, þegar kannaðar voru kærur um að hann hefði dregið sér 700.000 rúblur á 16 ára ráðherraferli. Hann hafði verið sviptur herforingjatign rúm- um mánuði áður og ráðherradómi 1983. Kona hans stökk út um glugga á íbúð þeirra og beið bana. Stsjolokov hafði kynnzt Brezhn- ev á námsarum þeirra í Dnéprop- etrovsk í Úkraínu og starfað með honum í Moldavíu. Samkvæmt sovézkum blaðafréttum í vor notaði Stsjolokov ráðuneytisfé til að kaupa Mercedes-bíla handa sér, syni sínum, dóttur og tengdadóttur, BMW handa konu sinni og ijórar aðrar bifreiðir. Hann notaði einnig opinbert fé til að kaupa 62 lampa- hjálma úr kristal erlendis og lét ráðuneytið taka á leigu íbúðir handa einkaklæðskera sínum, einkatann- lækni, ættingjum, vinum og undir- mönnum. Auk þess hafði Stsjolokov I sinni þjónustu einkaljósmyndara, einka- arkitekt, einkanuddara, einkamat- reiðslumann og einkaævisögurit- ara. Hann lét jafnvel gera kvikmynd um ævi sína (í einu eintaki) fyrir hálfa milljón rúblna, sem ríkið greiddi. Hið opinbera borgaði einnig 36.000 rúblur fyrir blóm handa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.