Morgunblaðið - 10.07.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.07.1988, Blaðsíða 34
34 MQRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1988 Nokkrum dögum eftir að ég kom til Seyðisfjarðar stóð ég yfir mold- um heiðursmanns er þar var látinn og enn rigndi þindarlaust, það drundi í Bjólfínum þegar aurskriður spruttu fram eða steinkast hrærði við úalhnu. Úr gröfinni varð að dæla vatni svo kistan sykki til botns og er rekunum hafði verið kastað upphófst þessi fomi hetjuóður til lífsins sem geymdur er í Sálminum um blómið er hann sr. Hallgrímur í Saurbæ orti. A þeirri stundu vissi ég að ýmislegt fleira en naktir klett- ar og sandur í fjöru mundi eftir standa á Seyðisfirði þegar upp stytti. Og Steinn Stefánsson gekk til mín og bauð mér heim með sér upp á kaffíbolla og hressingu. Hann var skólameistari staðarins og org- anisti kirkjunnar, mikill ræktunar- maður og átti sér andlegan urta- garð sem ég vissi síðar að seint mundi verða jarðvegfslaus og ekkert haustregn fengi neinu lífvænlegu skolað burt úr þeim garði. Hann hafði óbifanlega trú á æskufólki því sem hann hafði verið að mennta allt sitt líf, þessum unga gróðri staðarins, og ekki bara æskufólki Seyðisflarðar heldur íslensku æsku- fólki almennt. Hann bar djúpa virð- ingu fyrir menningararfi þjóðarinn- ar og trúði á hlutverk hennar á komandi tímum í samfélagi þjóð- anna. I garði Steins vaxa ótal teg- undir fijórra hugmynda og draum- sýna, það var gott að koma í þenn- an garð hans Steins frá kirkjugarð- inum undir Bjólfi sem var að sökkva í táraflóði himinsins þennan dimma haustdag. Ég kenndi hjá Steini þennan vet- ur og kynntist honum sem skóla- stjóra og kennara. Hann átti virð- ingu allra jafnt kennara sem nem- enda. Með heilindum sínum og full- kominni einlægni í öllu sínu starfi komst enginn hjá því að virða hann og ekki síður þykja vænt um hann. Djúpstæður áhugi hans yfir hvetju einasta bami skólans var honum jafneðlilegur og andardrátturinn í vitum hans, þar var engin mæða eða sjálfsmeðaumkun í för og aldr- ei talað um þessa frægu starfsað- stöðu sem alltaf er jafnerfið nú á tímum og allt raunverulegt starf virðist kafna undir fargi hennar á svo mörgum sviðum. Steinn var ekki sífellt að leita uppi nýjustu tækni og vísindi í skólastarfi, ég á við það að hann hafði enga sérstaka trúa á tækjum til kennslunnar, hans tæki var and- inn, allt gaddgett annað mátti sigla sinn sjó, skolast burt í öllu heimsins haustregni fyrir honum. Og hann var svo heppinn að hafa sér við hlið frábæra kennara, en kannski var það ekki nein heppni eða tilvilj- un, menn eins og Steinn laða að sér góða samstarfsmenn, menn sem eru sama anda og þeir sjálfir. Vet- urnir sem ég kenndi hjá Steini verða mér minnisstæðir og það er gott að leiða í hugann þær liðnu stundir. Steinn var organisti við Seyðis- fjarðarkirkju löngu áður en mig bar þar að garði og hélt því starfi áfram meðan hann dvaldist þar eystra. Hér eins og í skólanum var hann heilll og óskiptur. Eftir langan og strangan dag við kennslu og stjóm- unarstörf við alla staðarins skóla (því hann var einnig með Iðnskól- ann auk barna- og gagnfræðaskól- ans á herðum sér) kom hann reifur og glaður að ævi kirkjukórinn og sýndi þar sömu virðingu verki sínu sem í skólastarfinu. Steinn er að náttúrufari tónmenntamaður, hefur tekið það í arf frá feðrunum eins og systkin hans, og hann hefur sent frá sér tónsmíðar sem munu minna á þennan sérstæða mann, Stein Stefánsson, löngu eftir að hann er allur. Hann er upprunninn í Austur- Skaftafellssýslu eins og svo margir aðrir snilldarmenn okkar fámennu þjóðar, af fólki kominn sem geymdi í genum sínum marga snilligáfu, náfrændi Svavars Guðnasonar list- málara og Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar (svo aðeins tveir séu nefndir) en um forfeður Steins er hvergi betra að fræðast en í bókum Þórbergs af uppvexti sínum í Suð- ursveit. Við Steinn höfðum verið kunn- ingjar um árabil áður en okkar raunverulegu kynni upphófust haustið 1968 á Seyðisfirði. Það gerðu sameiginleg hugðarmál og draumar beggja um samfélagslegt réttlæti og herlaust land. 0g enn eigum við Steinn þessa gömlu drauma um landið og þjóðina, sömu óskir og vonir og þá, þrátt fyrir alla þessa dimmu haustdaga sem runnið hafa yfir óskir okkar og regnið dapra sem ætlar á stundum að sópa þeim öllum út í hafsauga. Þegar við kvöddumst eystra var það á kyrrum haustdegi uppi í Fjarðarheiðinni þar sem úðann leggur jrfír veginn af Gufufossi í sunnan andvara. Og það var kominn fölvi í lyngið og himinn og jörð að draga út pússi sínu dimmrauða liti haustsins og þennan fjarbláa lit himinsins sem aðeins er til á himn- um. Og nú 18 árum síðar heilsa ég þér á ný, gamli vin, og óska þér til hamingju með daginn, til ham- ingju með þín gáfuðu og velgerðu böm, bæði þau sem þú áttir með þinni góðu konu Amþrúði Ingólfs- dóttur frá Vakursstöðum í Vopna- fírði og hin öll sem þú lést þér jafn- annt um í skólanum eystra. Guð blessi þér ævikvöldið, góði vin. Rögnvaldur Finnbogason, Staðastað. _________Brids___________ Arnór Ragnarsson Sumarbrids 44 pör mættu til leiks sl. þriðju- dag í Sumarbrids. Spilað var í þrem- ur riðlum. Úrslit urðu (efstu pör); A Dúa Ólafsdóttir — Véný Viðarsdóttir 243 Hrefna Jónsdóttir — Sæmundur Björnsson 238 Jón Guðmundsson — Úlfar Guðmundsson 236 Gullveig Sæmundsdóttir — Sigríður Jónsdóttir 231 Guðrún Jóhannesdóttir — Gróa Guðnadóttir 224 Lovísa Eyþórsdóttir — Ester Valdimarsdóttir 217 B Guðmundur Eiríksson — Jón Steinar Gunnlaugsson 190 Bjöm Amarson — Þórarinn Andrewsson 190 Anton R. Gunnarsson — ísak Öm Sigurðsson 187 Bemódus Kristinsson — Ragnar Jónsson 175 Sigrún Jónsdóttir — Ingólfur Lilliendahl 175 C Láms Hermannsson — SteingrímurJónasson 195 María Asmundsdóttir — Steindór Ingimundarson 177 Guðmundur Baldursson — Jóhann Stefánsson 166 Hjálmar S. Pálsson — Sveinn Þorvaldsson 162 Guðmundur Karlsson — Gunnar Karlsson 158 Spilað var í þremur riðlum sl. fímmtudag í Sumarbrids og vom þátttakendur rúmlega 40 pör. Úrslit urðu þessi (efstu pör); A-riðill: Gunnar Þórðarson — Sigfús Þórðarson 270 Jón Stefánsson — Sveinn Sigurgeirsson 251 Steingrímur ÞórisSon — Þórir Leifsson 232 Eiður Guðjohnsen — GunnarBragiKjartansson 230 Guðjón Jónsson Óskar Karlsson 224 Ólína Kjartansdóttir — Ragnheiður Tómasdóttir 220 B-riðill: Hjálmar S. Pálsson — Sveinn Þorvaldsson 176 Anton R. Gunnarsson — Jömndur Þórðarson 172 Alfreð Kristjánsson — Hörður Jóhannesson 171 Björgvin Víglundsson — Einar Sigurðsson 166 Dröfn Guðmundsdóttir — Ásgeir P. Ásbjörnsson 166 Einar Guðmundsson — Jón Björgvinsson 163 C-riðill: Ámi Loftsson — Sveinn Eiríksson 179 Jón Ingi Björnsson — Ólafur Lámsson 177 Ragnar Jónsson —' Þröstur Ingimarsson 176 Rúnar Lámsson — ValdimarElíasson 163 Baldvin Valdimarsson — Jón Viðar Jónmundsson 162 Kristján Ólafsson — Rögnvaldur Möller 158 Og eftir 19 spilakvöld í Sum- arbrids er staða efstu spilara í heild- arstigakeppninni þessi: Sveinn Sigurgeirsson 248, Anton R. Gunnarsson 210, Guðlaugur Sveinsson/Magnús Sverrisson 189, Hjálmar S. Pálsson 160, Láms Hermannsson 154, Jakob Kristins- son 152, Sveinn Eiríksson 123, Jör- undur Þórðarson 111, Hermann Lámsson 108, Guðjón Jónsson 104 og Sveinn Þorvaldsson 102. .. Sumarbrids verður spilaður alla þriðjudaga og fimmtudaga út sum- arið í Sigtúni 9, fram undir miðjan september þegar búast má við að félögin á Stór-Reykjavíkursvæðinu fari að hugsa sér til hreyfings, til vetrarkeppni. Sem fyrr opnar húsið kl. 17.30 (heitt á könnunni) og hefst spila- mennska um leið og hver riðill fyll- ist. Allt spilaáhugafólk velkomið. 1989 árgerðirnar af MAZDA eru nú væntanlegar innan skamms og þess vegna lækkum við verðið á síðustu bílunum af árgerð 1988. Dæmi um verð: Júlíverð Tilboðsverð nú MAZDA 121 L 3 dyra 1.1 I.................... ................... 537.000 464.000 MAZDA 323 LX 3 dyra 1.3 I.......................................... 539.000 499.000 MAZDA 323 LX 5 dyra 1.3 I.......................................... 594.000 543.000 MAZDA 323 GLX 5 dyra 1.5 I ......................................... 636.000 590.000 MAZDA 626 LX 4 dyra/vökvast. 1.8 I ................................ 871.000 731.000 MAZDA 626 GLX 4 dyra sj.sk./vökvast. 2.0 I...................... 1.008.000 889.000 MAZDA 626 LX 5 dyra sj.sk./vökvast. 1.8 I ......................... 937.000 845.000 MAZDA 626 GLX 5 dyra sj.sk./vökvast. 2.0 I...................... 1.026.000 905.000 MAZDA 626 GTI 2 dyra vökvast. álfelgur vinsk. og sóllúga .... 1.225.000 1.088.000 Þetta eru án efa bestu bílakaupin í dag. Tryggið ykkur bíl strax, því aðeins er um takmarkað magn bíla að ræða! BILABORG H.F. FOSSHÁLS11 ,SÍMI 6812 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.