Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 1
Tveir verktakar Verktakastarfsemi hefur blómstrað hérlendis undanfarin ár en nú hafa ýmsir verið að spá samdrætti f greininni og þá sérstaklega í húsbyggingum. I blaðinu í dag er þessi atvinnugrein skoðuð lítillega, og talað við forsvarsmenn tveggja aðsópsmikilla fyrirtækja, þá Vigni Benediktsson hjá Steintaki hf. og Sævar Jónsson hjá Loftorku hf. í Reykjavík. Þeir lýsa fyrirtækjum sínum, stöðu þeirra og verkefnum, jafnframt því sem þeir lýsa mati sínu á ástandinu á verktakamark- aðinum. Útvegsbanki 2 Sýning 2 Sjávarútvegur 5 Stálsmiðjan 6 Útflutningur 7 Erlent 8 Faxafrost 12 Pizzur 12 Umdeild talnaruna Lánskjaravísitalan og háir vextir hafa mjög verið til umræðu undanfar- ið. I blaðinu í dag er fjallað um vexti, notkun lánskjaravísitölunnar og útreikning hennar. Þá er rætt við Guðmund Magnússon prófessor í hagfræði við Háskóla Islands um samspil verðtryggingar, vaxta og verðbólgu. Guðmundur segist m.a. hlynntur verðtryggingu fjárskuld- bindinga til að forðast skaðlegar afleiðingar verðbólgunnar þótt verðtryggingin sé ekki lækning verðbólgunnar og geti jafnvel aukið hana að vissu marki. 10 VIÐSKIPn AIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ1988 BLAÐ 13 Refarækt STJÓRN Stofnlánadeildar landbúnaðarins hefur ákveðið að veita refabændum 170 milljónir króna í skuldbreytingar og lán eins og fram kom í Morgunblaðinu á þriðjudag. Áætlað er að 140-150 milljón- ir króna fari til skuldbreytinga eldri lána og að Stofnlánadeild láni Framleiðnisjóði 7 milljónir króna, svo að hann geti síðan endurlánað refabændum 14 milljónir króna. Morgunblaðið innti nokkra refa- bændur álits á þessum aðgerðum. Aðalsteinn Guðmundsson, bóndi á Húsatóftum í Skeiðahreppi, er formaður Loðdýraræktunarfélags Suðurlands. Aðspurður sagði Aðal- steinn að marga bændur munaði mikið um slíkar skuldbreytingar á lánum og vissulega gerði það bænd- um kleift að greiða lausaskuldir á komandi mániiðum. „Samt sem áður er lítil von til þess að þessar aðgerðir bjargi þeim verst settu,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Morg- unblaðið. „Þegar refarækt fór fyrst af stað fyrir tæpum áratug stóð ekki á stjómvöldum að lána til bú- greinarinnar. Það er hins vegar mitt álit að stórum hluta þess fjár hefði betur verið varið til rekstrar fóðurstöðva og rannsókna.“ Aðal- steinn kvað þó ljóst að ef ekki væri um þessar aðgerðir að ræða nú hefði refarækt líklega lagst niður hér á landi í haust. Gísla Pálssyni, bónda að Hofi í Áshreppi, leist ekki vel á skuld- breytingalán til handa refabænd- um. „Skuldirnar lækka ekki með þessum aðgerðum," sagði hann, „en þetta veltur allt á því hver lánskjör- in verða. Það sem kemur refarækt- inni best er að fóðurstöðvum verði veitt lán til að grynnka á skuldum þeirra og halda fóðurverði í lág- marki. Það væri vissulega slæmt ef sú reynsla og þekking sem skap- ast hefur hér á landi með tilkomu loðdýraræktunar færi forgörðum og vafasamt hvort þjóðarbúið hefur efni á því að láta þessa atvinnu- grein fara á höfuðið.“ Hjalti Haraldsson, bóndi á Ytra- Garðshorni í Svarfaðadal, hefur stundað refarækt í sjö ár. Að sögn Hjalta hefur refaræktin gengið illa hin síðari ár og er hann um þessar mundir einnig að hefja minkarækt. „Ég er bartsýnn á framtíðina," sagði Hjalti. „Það hefur sýnt sig að verð á refaskinnum fylgir gengi Bandaríkjadals og því ætti verð á skinnum að fara hækkandi. Aðgerð- ir til bjargar refabændum koma sér vel nú, enda tel ég mikla framtíð í refarækt á íslandi. Menn eiga að draga lærdóm af þeim mistökum sem gerð voru til dæmis við fjár- mögnun fóðurstöðva og úthlutun leyfa. Gangi það eftir ætti ekkert að standa í vegi fyrir farsælli refa- rækt hér á landi," sagði Hjalti að lokum. SKULDBREYTING Aðalsteinn Guðmundsson formaður Loðdýraræktunarfélags Suðurlands telur að stórum hluta þess fjár sem lánaður hefur verið til refabúa hefði betur verið varið til rannsókna og uppbyggingar fóðurstöðva. Réttarfar Víxlar, tékkar og skulda- bréf aðfararhæf án dóms samkvæmt frumvarpi til nýrra aðfararlaga AÐFÖR (fjárnám) verður unnt að gera samkvæmt skuldabréfum, vixlum og tékkum, án þess að áður sé fenginn dómur, ef frumvarp til nýrra aðfararlaga verður að lögum á næsta Alþingi. Frumvarp þetta er nú til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu. í frumvarpinu er ennfremur gert ráð fyrir því, að gera megi aðför hjá þeim, sem gerzt hafa ábekingar á vixlum eða tékkum eða tekið hafa að sér sjálfskuldarábyrgð samkv. skuldabréfi eða hjá eiganda verðmætis, sem hefur verið sett að veði með skiúdabréfi. Aðför til fullnustu kröfu verður einnig gerð fyrir verðbótum, vöxtum, málskostnaði eða inn- heimtukostnaði og væntanlegum kostnaði af frekari aðgerðum. Ef frumvarpið verður að lögum, má ætla að það hafi í för með sér verulega fækkun ásko- runarmála, þar sem slík mál vegna skuldabréfa, víxla og tékka eru mikill hluti þeirra. í frumvarpinu er ákvæði, þar sem segir, að færist gerðarþoli undan því að veita þær upplýs- ingar við aðfarargerð, sem sýslumaður telur óhjákvæmilegt til framgangs hennar, er sýslu- manni heimilt að skerða frelsi gerðarþola sam- kvæmt kröfu gerðarbeiðanda, þar til gerðarþoli uppfyllir upplýsingaskyldur sínar, þó ekki leng- ur en í 24 klukkustundir. í greinargerð með frumvarpinu segir, að þessi heimild sé m. a. til þess ætluð, að ráðrúm gefist til athugunar á, hvort háttsemi gerðarþola kunni að vera refsi- verð og til að fyrirbyggja, að hann eigi þess kost að spilla sakargögnum eða hagsmunum gerðarbeiðanda á nokkurn hátt. í frumvarpinu koma fram reglur, sem leggja bann við því, að gert verði fjámám í kröfum um ógreidd laun. Kröfur þessar eiga að njóta þessarar verndar í einn mánuð frá lokum þess tímabils, sem unnið var til þeirra. # Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir, að afnumin verði skylda til að birta dóma eða úrskurði fyrir gerðarþola til að marka upphaf aðfararfrests. Er þetta rökstutt með því, að sú skylda ein út af fyrir sig veiti gerðarþola enga réttarvernd og hafi óþarfa kostnað og fyrirhöfn 5 för með sér. Fyrirmæli frumvarpsins munu leiða til þess, að framkvæmd aðfarargerða verða í höndum stjómvalda, en til þessa hafa handhafar dóms- valds farið með þessar gerðir. iMWIIiSMI mr i' liti'! • Lítil von að skuld- breytingar og lán bjargiþeim verstsettu - segir Aðalsteinn Guðmundsson formaður Loðdýraræktunarfélags Suðurlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.