Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 4
Byggingaiðnaður Erum meðgott fyriv- tæki af góðri stærð - segir Vignir Benediksson eigandi Steintaks MORGUNBLAÐIÐ, VtÐSŒPn/JHVINNUlÍF FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Steintak hf. hefur látið að sér kveða á verktakamarkaðnum um nokkurra ára skeið, og síðastliðið ár var það fjórða stœrsta verktakafyrirtæki landsins, ef miðað er við veltu. Af verkum sem fyrirtækið hefur unnið má nefna ekki ómerkari bygg- ingu en Seðlabanka Islands, auk hússins að Álfabakka 8, þar sem Bíóhöllin og Broadway eru til húsa, auk þess sem Steintak hefur byggt þijá skóla fyrir Reykjavíkurborg, Ölduselsskóla, Seiásskóla og Grandaskóla. Nú um þessar mundir er fyrirtækið svo að byrja á stærsta verkefni sínu til þessa, sem er bygging fjölbýlishúsakjarna á gömlu Völundarlóðinni við Skúlagötu, en Steintak festi kaup á lóðinni fyrir nokkru. Byijaði á því að byggja bílskúr Það var Vignir Benediktsson múrarameistari og ijölskylda hans, sem stofnuðu Steintak árið 1981, og hafa stjórnað því síðan. Morgun- blaðið átti stutt spjall við Vigni, og spurði hann fyrst um söguna að baki Steintaki. „Ég tók til starfa sem sjálfstæður múrarameistari árið 1972, og byij- aði á því að byggja bílskúr. A árun- um 1975-1976 fór ég svo að bjóða í hin og þessi verk, en slíkt var mjög að riðja sér til rúms á þeim tíma. Árið 1980 fékk ég svo Ölduselsskóla- vekefnið, og í framhaldi af þvi var Steintak stofnað. Þá þegar var ég kominn með 45-50 manns í vinnu, enda fékk ég Broadway á sama tíma. Eftir þetta hefur fyrirtækið ekki vaxið ýkja mikið, þó fór starfs- mannafjöldinn í 90 manns þegar mest var að gera í Seðlabankanum. — Fyrirtæki þitt er það fjórða stærsta í greininni, er þetta sú stærð sem þú hefur valið því, eða hefur starfsemin þanist um of út? „Ég gafst fljótlega upp á því að taka að mér verk fyrir Pétur og Pál, fyrirtæki sem ætlar sér að hafa stöðugan rekstrargrundvöll verður að velja sér þau verkefni sem trygg- ar greiðslur fást fyrir. Eg valdi Steintaki fljótlega þann farveg að vera annars vegar í stórum verkefn- um fyrir trausta aðila, eins og ríki og borg, eða hins vegar sjálfstæðum eigin verkefnum, sem þetta Skúla- götuverkefni er gott dæmi um. Ég sá að til þess að það mætti takast yrði ég að hafa þetta 50-70 starfs- menn, sem er sá ijöldi er best hæfir yfirbyggingu og tækjakosti fyrir- tækisins, og það hefur mér tekist, til dæmis var hreinn hagnaður í fyrra rúmar 20 milljónir. En það er meira verk en margan grunar að halda útþenslu fyrirtækis í skefjum. Mér hefur einnig tekist að halda sömu góðu starfsmönnunum, og það er afar mikilvægt. Áskriflarsimim er83033 Fékk strax trú á Skúlagötuskipulaginu — Nú er Steintak að hefjast handa við byggingu fjölbýlishúsaþyrpingar við Skúlagötu, hvemig kom til að þið keyptuð þessa lóð? „Ég fékk tröllatrú á Skúlagötu- skipulaginu þegar það var kynnt 1986, og þegar borgin keypti Völ- undarlóðina í framhaldi af því, fór ég strax að falast eftir henni. Lóðina keyptum við svo eftir útboð, og erum nú að hefjast handa. Fjárhagsáætl- anir okkar fyrir þetta verkefhi hljóða upp á nærri hálfan milljarð króna, svo það er mikið í veði. Eins og við bjuggumst við hafa viðtökumar ver- ið feykigóðar, en ég hef þó orðið var þann misskilning að staðsetning húsanna sé slæm, vegna nálægðar- innar við Skúlagötu. Fremstu húsin í þyrpingunni munu standa í beinni línu við gamla útvarpshúsið, en Skúlagatan verður ekki áfram sú umferðaræð sem hún áður var þegar hún lokast við Skúlatorg, og Sætún fer að veita umferð í báðar áttir frá Skúlatorgi að Kalkofnsvegi. Hún verður í raun aðeins aðkeyrsla fyrir íbúa við götuna." Þarna munu verða 109 íbúðir, og í 1. áfanga verða byggð hús með 49 íbúðum. Bíla- geymsla verður undir öllu svæðinu, og ofan á henni munu húsin rísa, en á milli þeirra verða garðar. Á neðstu hæð húsanna verður síðan þjónustu- miðstöð. Húsin verða á bilinu þrjár til ellefu hæðir, og Vignir sagði, að slegist væri um þær íbúðir sem hafa mest útsýni. Arkitektar húsanna em þau Guðni Pálsson og Dagný Helga- dóttir, og sagðist Vignir hafa valið þau eftir samkeppni vegna góðra lausna, og þess góða orðs sem færi af verkum þeirra. Völundarlóðinni fylgdi forkaupsréttur á næstu lóðum við hliðina, og Vignir segist ekki vera frábitinn því að halda áfram að byggja við Skúlagötuna. „Við viljum gjarnan eiga áframhaldandi þátt í að skapa það skemmtilega hverfi sem þama rís á næstu árum.“ BYGGINGAR — Gunnar Gunnarsson skrifstofustjóri Stein- taks, og Vignir Benediktsson framkvæmdastjóri. Fjölbýlishúsaþyrping- in á innfelldu myndinni mun rísa við Skúlagötu á næstu 2-3 árum. Verktakar Við finnum lítið fyrir samdrætti ennþá - segir Sævar Jónsson framkvæmdastjóri Loftorku LOFTORKA er i raun tvö fyrirtæki, annað í Reykjavík og hitt í Borgar- nesi. Loftorka í Reykjavík fæst aðallega við gatnagerð og hefur lagt áherslu á malbikunarframkvæmdir. Sævar Jónsson er framkvæmda- stjóri Loftorku í Reykjavík og var hann spurður um starfsemi fyrirtæk- isins sem er eitt stærsta verktakafyrirtæki á landinu og horfurnar á verktakamarkaðinum. „Við erum nú umsvifamesti mal- bikunarverktakinn," sagði Sævar. „Það hefur verið nóg að gera. Síðast- liðið ár var mikil spenna í öllum fram- kvæmdum og þetta ár virðist ætla að verða allt að því jafnannasamt í verktaka— og byggingariðnaði. Loft- orka í Reykjavík er með ríflega 100 manns í vinnu en ívið færri starfa í Borgamesi. Loftorka í Borgarnesi hefur rekið um árabil steypustöð og rörasteypu. Síðustu ár hafa þeir svo bætt við sig framleiðslu á eininga- húsum. Auk þess hafa bæði fyrirtæk- 'SAGAl kCLASSj jérstök afgreiðsla er fyrir Saga Class farþega við innritun í flughöfnum. FLUGLEIÐIR -fyrirþfg- — in starfað við hefðbundnar hús- tyggingar. Það hefur ekki enn dregið úr hús- byggingum en menn eru farnir að reikna með að þar verði samdráttur næsta vetur. Það er nokkuð víst að framkvæmdir náðu hámarki í fyrra og þótt þær hafi eitthvað minnkað er nóg að gera hjá flestum verktök- um í Verktakasambandi íslands, að minnsta kosti fram á haust. Síðustu misseri hefur stjóm Verk- takasambandsins með Gunnar Birg- isson formann í fararbroddi unnið mjög ötullega og markvisst að því að verktakar innan sambandsins fái hlutdeild í framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli sem lið í því að stækka markaðsvæði fslenskra verk- taka. Þau mál virðast vera að taka rétta stefnu fyrir okkur sem viljum að ísland sé einn markaður og teljum að vallargirðingin eigi ekkert að hefta okkur. Þar hafa Islenskir aðal- verktakar um árabil haft einkaleyfí á framkvæmdum. Þetta er þó flókið mál og verður ekki unnið í skyndi. Sem dæmi um árangur sem náðst hefur er að verk- takasamsteypan Núpur sf. sem við hjá Loftorku vorum aðilar að ásamt sex öðrum verktökum byggði höfnina í Helguvík. Ef verktakar í Verktakasambandi Islands fengju hlut af þessari köku þá myndi það þýða minni sveiflur í verktakaiðnaðinum. Þama eru gífur- legar framkvæmdir ef miðað er við aðra hluta íslands. Verktakar horfa einnig björtum Morgunblaðið/Einar Falur ALVER —-Sævar Jónsson framkvæmdastjóri Loftorku í Reykjavík segir að verktakar horfi björtum augum til fram- kvæmda við álver. augum til framkvæmda við álver ef úr verður. Bygging álvers og virkj- ana er stórmál fyrir okkur en það hefur vantað stórframkvæmdir síðan virkjunarframkvæmdum við Hraun- eyjarfoss og Sultartanga lauk. GENGISBREF ORUGG AVOXTUN Gengisbréf eru hentug og gefa háa ávöxtun Verðtryggð og óverðtryggð veðskuldabréf óskast í umboðssölu. Helstu kostir Gengisbréfa eru: * Há ávöxtun - Raunvextir (vextir umfram verðbólgu) voru sl. þrjá mán. 20.2% á ársgrundvelli og sl. sex mán. 17.4% á ársgrundvelli * BréFin eru að jafnaði innleysanleg samda:gurs * Ekkert innlausnargjald tekið við innlausn bréfanna Skróö erdaglegt gengi bréfanna. Gengi 20.07. '88 er 1.448. Verð á Gengisbréfi aó nafnvirói 5000,- er kr. 7.240,- Verö á Gengisbréfi aö nafnviröi 50.000,- er kr. 72.400,- Nánari uppl. veita: Kristján V. Kristjánsson, viöskiptafræöingur og Siguröur örn Siguröarson, viöskiptafrsöingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.