Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPn/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 Lánskjaravísitalan Hverniggetur talnaruna orðið svo umdeild? eftir Gylfa Magnússon vísitölur eru væntanlega í hugum flestra lítt spennandi fyrir- brigði, þurrar talnarunar sem ekki virðast liklegar til að vekja áhuga almennings og enn síður að fá menn til að rífast um þær opinberlega. Samt er nú svo komið að vísitölur, og þá sérstaklega ein þeirra, lán- skjaravisitalan, eru orðnar býsna algengt umræðuefni og hefur svo verið um nokkurt skeið. Fyrr á þessu ári skipuðu ríkisstjómarflokkarn- ir nefnd sem átti meðal annars að fjalla um notkun þessarar vísitölu við verðtryggingu fjárskuldbindinga og hefur hún nú skilað áliti eins og sagt var frá i Morgunblaðinu i gær. Þróun lánskjaravísitölu og launa 1980 1981 1982 1983 1984 H»lmild: Kjararannsýknamalnd og Hagtðlur mánaðarlns 1985 1986 1-t i i l i 1987 1988 Morgunbiaötð / GM Ársfjórðungslegar hækkanir 25% 20% . 15% . 10% Lánslcjivavbitfa Vlsitata heMartauna (ASl) 1981 1982 Haimild: Kjararannsóknanafnd og Hagtðlur mánaðanns 1—I—i—I 1988 Morgunbtaöió / GM Lánskjaravísitalan er ekki gam- i alt fyrirbrigði, hún var fyrst reikn- uð út formlega í júní 1979 en í aprfl það ár voru sett lög sem heim- iluðu verðtryggingu spariQár og lána. Fram að því átti almenningur ekki kost á því að tryggja sparifé sitt fyrir ágangi verðbólgu nema með því að kaupa spariskírteini rfldssjóðs sem voru fyrst verð- tryggð árið 1964. Útgjöld meðalfjölskyldu Lánskjaravísitala er samsett úr tveimur öðrum vísitölum, fram- færslu- og byggingarvísitölu og vegur sú fyrri tvöfalt á við þá síðari i útreikningnum. Framfærsluvísi- talan á að mæla breytingar á því hvað dæmigerð íslensk Qölskylda þarf að veija miklu fé til kaupa á þeim vamingi sem hún neytir í hveijum mánuði. Hefúr verið kann- að á nokkurra ára fresti frá árinu 1939 í hvað meðalfjölskylda ver því sem hún hefur til umráða. Hve mikið fé þarf til að standa undir þessum kaupum er áætiað út frá mánaðarlegum verðkönnunum. Byggingarvísitalan á að segja til um breytingar á því hve mikið kost- ar að reisa hús. Er miðað við ákveðna tegund af fyölbýiishúsi. Við útreikning á henni er meðal annars stuðst við verð á byggingar- efnum og kauptaxta iðnaðar- manna. Ætlunin með vísitölubindingu inn— eða útlána er að tryggja að þegar til dæmis lán er endurgreitt nægi upphæðin sem lánveitandinn fær til baka að frádregnum vöxtum honum til að veita sér nokkum veginn það sama og hann gat feng- ið fyrir þá upphæð sem hann lán- aði. Vextir umfram verðtryggingu em umbun lánveitandans fyrir að neita sér um að njóta þessara gæða í einhvem tíma og á sama hátt greiðsla lántakandans fyrir að fá að njóta þess sem fékkst fyrir pen- ingana á lánstímanum. Lánskjaravísitölunni er þannig ætlað að vera mælikvarði á hve mikið verðlag breytist og áætla hvemig lánsupphæðir eða innstæð- ur þurfa að hækka (eða lækka) til að rýma ekki að raunvirði. Þetta virðist einfalt og við fyrstu sýn ekki líklegt til að valda deilum. Þó hafa nokkur atriði orðið mönnum tilefni til gagnrýni á vísi- tölubindingu lána. Vegna þess að vísitalan er ekki reiknuð út nema á mánaðarfresti og breytist því í stökkum getur orkað tvímælis að binda fjárskuldbindingar til mjög skamms tíma við hana. Hefðu til dæmis einhveijir samið sín á milli um vísitölubundið lán 30. júní síðastliðinn og það verið endur- greitt daginn eftir hefði breyting lánskjaravísitölunnar ein sér hækk- að endurgreiðsluna um 5% þar eð gildi lánskjaravísitölunnar hækkaði um 5% á milli mánaðanna júní og júIS. Þessi 5% hækkun á almennu verðlagi og þar með rýmun á kaup- mætti krónunnar varð þó ekki að- faramótt 1. júlí heldur allan júní. Þá hafa heyrst raddir gagnrýna það að við útreikning lánskjaravS- sitölunnar sé tekið tillit til hækkana á öllum vömm, þannig að til dæm- is hækkun á verði áfengis verði til þess að öll útistandandi lán hækki. Þessu hefur verið svarað með þvS að benda á að ef verð á vömm eins og áfengi hækkar nokkum veginn jafnhratt og verð annarra vara hefur það engin áhrif á gildi vísi- tölunnar þegar til lengri tíma er litið þótt það geti vaidið smásveifl- um við útreikning hennar af o g tii. Rætt um breytingar „Það var kominn tími til að §alla um verðtryggingu fjárskuldbind- inga enda komin 10 ára reynsla á hana,“ sagði Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra um tilefni þess að skipuð var nefnd til að fjalla um verðtryggingu fjárskuldbindinga en nefndin skilaði áliti sfnu um sSðustu helgi. Jón segist líta svo á að ástæðan fyrir skipan nefndar- innar hafi ekki eingöngu verið áhyggjur manna af þvS sem kallað hefur verið misgengi lána og launa heldur vSðtækari. „Nýtilkomið frelsi í vaxtamálum breytir á ýmsan hátt forsendum vaxtaákvörðunar en verðtrygging- in kom fyrr til en sú skipan mála sem ákveðin var í árslok 1986,“ sagði Jón. Misgengi lána og launa Það sem kallað hefur verið mis- gengi lána og launa kemur skýrt fram á meðfylgjandi skýringar- myndum. Myndin sem ber yfír- skriftina Þróun lánskjaravísitölu og launa sýnir annars vegar hækkun lánskjaravfsitölunnar og hins vegar hækkun vlsitölu heildarlauna sem Kjararannsóknamefnd tekur sam- an og er mælikvarði á laun laun- þega innan ASÍ. Til að gera ferlana sambærilega eru báðar vísitölumar hér settar á 100 í ársbyijun 1980. Kjararannsóknamefnd hefur ekki enn gefíð út tölur um launaþróun á þessu ári og er því ferillinn fyrir laun á þessu ári byggður á áætlun. Fram til 1983 fylgjast ferlamir nokkuð vel að en á því ári hækkar lánskjaravísitalan talsvert örar en vfsitala heildarlauna. Síðan hefur lánskjaravísitalan undantekningal- ítið hækkað hægar en laun og raun- ar mun hægar síðustu tvö ár eins °g glögglega sést á hinni myndinni sem sýnir hve mikið vísitölumar hafa hækkað á milli ársfjórðunga frá 1981. Þróunin árið 1983 kom sér skilj- anlega illa fyrir þá sem voru að greiða af verðtiyggðum lánum en hagfræðingur sem Morgunblaðið ræddi við benti á að vart væri hægt að kenna vísitölubindingu lána um ófarir þeirra. Benda mætti á að ef svipað hefði gerst, þ.e. laun hefðu lækkað, en verðbólga verið lítil og vísitölubinding bönnuð hefðu áhrifín orðið þau sömu fyrir lántakendur. Umræðu um lánskjaravfsitöluna fylgir oftast tal um háa vexti en eins og alkunna er hafa vextir á íslandi breyst frá því að halda ekki í við verðbólgu í það að skila spari- fláreigendum góðri ávöxtun frá því að leyft var að verðtryggja fjár- skuldbindingar í lok sfðasta áratug- ar. Þannig er nú hægt að kaupa örugg skuldabréf með um 10% raunvöxtum en árið 1974 rýmuðu innstæður í bönkum um meira en fjórðung á einu ári. Egypskir vextir 250 f.Kr. Ekkert er nýtt undir sólinni og er umræða um háa vexti þar engin undantekning. Þannig bönnuðu til dæmis Egyptar þegar árið 250 fyr- ir Krist að taka hærri vexti af fjár- skuldbindinugum en um það bil 24% á ári. Vextir af láni á öðru en peningum voru hins vegar ákveðnir með lögum 50% án tillits til lánstfma en það þætti víst flest- um nútímamönnum rífleg ávöxtun á skömmum tíma í engri verðbólgu. Oldum saman bannaði kirkjan kristnum mönnum að taka vexti. Trú gyðinga bannaði þeim það aft- ur á móti ekki og hafa verið leidd rök að því að vextir greiddir gyð- ingum hafí átt þátt í því að fólki af öðrum trúarhópum var stundum uppsigað við þá fyrr á öldum og að enn eimi eftir af því. Raunar er múslimum enn í dag bannað að taka vexti samkvæmt Kóraninum. Hvað sem vöxtum fyrr á öldum líður er rétt að raunvextir hafa ekki verið hærri á íslandi frá því á þriðja áratuginum en vöruverð lækkaði til dæmis um meira en helming á árunum 1920 til 1927. Við slíkar aðstæður þarf ekki háa nafnvexti til að ávaxta sparifé, nóg er að geyma seðlana undir koddan- um. Oft er rætt í sömu andránni um vexti og verðbólgu. Samspilið á milli vaxta, verðtryggingar og verðbólgu er hins vegar ekki auð- skilið. Dr. Guðmundur Magnússon, prófessor í hagfræði, var spurður um mat hans á áhrifum þess hve algengt er að semja um verðtrygg- ingu á íslandi og það hvort háir vextir geti verið verðbólguhvetj- andi. „Þegar verðtrygging sparifjár hófst fyrir um áratug var banka- kerfíð að leggjast í rúst við bruna sparifjár á báli verðbólgunnar," sagði Guðmundur. „Bankamir urðu æ meiri skömmtunarskrifstofur í kjölfar minnkandi fjárhagsspam- aðar að tiltölu við þjóðarfram- leiðslu. Verðtryggingin og nýlegt vaxtafrelsi hefur náð þeim mark- miðum að efla spamað og eyða skaðlegum áhrifum verðbólgunnar á sparifé. Þetta hefur haft í för með sér hækkun raunvaxta en hækkunin er ekki öll af þessum rótum sprottin. Mikil þensla í þjóð- félaginu lýsir sér í mikilli eftirspum eftir lánsfé, verðbólgu og háum vöxtum. Sem kunnugt er hefur verð- ttygging launa lengi verið við lýði hér á landi í einni eða annarri mynd og miklu lengur en verð- ttyKífing fjárskuldbindinga. Ef þjóðarframleiðslunni er skipt í launatekjur og ijármagnstekjur eru laun um tveir þriðju hlutar en ijár- magnstekjur um þriðjungur henn- ar. Þróun raunlauna er því miklu þyngri á metunum en þróun raun- vaxta þegar skýra á verðbólguna. Það liggur í hlutarins eðli að verðtrygging er ekki besta lausnin á verðbólgunni, heldur fremur sú næstbesta. Hún upprætir hana ekki og getur torveldað aðlögun að breyttum aðstæðum. Þetta fer beinlínis eftir því hvaða markmið- um þjóðfélagið vill ná varðandi hagvöxt, verðbólgu, atvinnu og tekjuskiptingu. Góð dæmi um það hvemig vísitölubinding launa tor- veldar aðlögun að breyttum að- stæðum og veldur verðbólgu eru olíuskellimir á síðasta áratug og aflabresturinn 1982 til 1983. Allir áttu að fá hærra kaup þótt þjóðin yrði fátækari. Vaxtafrelsið Rökin fyrir vaxtafrelsi eru þau að markaðurinn ráði ráðstöfun fjár og lánsfé fari fremur til arðbær- ustu verkefnanna en ella. Einnig er hvatt til innlends spamaðar og dregið úr þörfínni fyrir erlendar lántökur. Þess vegna var með verð- tryggingu og vaxtafrelsi vonast til þess að hreinar verðbólgufjárfest- ingar og svonefnd offjárfesting minnkaði og hagvöxtur nyti góðs af. Hins vegar mátti búast við því að rekstrarfé^ fyrirtækjanna yrði dýrara og að þessi hluti vaxta- kostnaðar væri verðbólguhvetjandi að því marki sem hann færi út í verðlagið. En rekstrarfé er yfirleitt aðeins lítill hluti fjárþarfar hvers fyrirtækis. Varðandi spuminguna um það hvort verðtrygging fjárskuldbind- inga og háir vextir valdi verðbólgu er rétt að benda á það að verð- bólga hefur þráfaldlega verið mikil hér á landi þegar raunvextir hafa verið lágir og engin verðtrygging sparifjár verið fyrir hendi. Það er því alls ekki rétt að það séu endi- lega háir vextir sem valda verð- bólgunni. Þessu er nánast öfugt farið ef Iitið er yfír sögulegt sam- band milli vaxta og verðbólgu. Þess vegna gáfust menn upp á lág- vaxtastefnu í hinum stóra heimi. Eða hvað myndi gerast ef vextir væru nú lækkaðir vemlega? Ætli nokkur búist við öðm en að eftir- spum eftir lánsfé myndi enn auk- ast og verðbólga vaxa enn meira? Ef við lítum á vextina sem hlut- deild fjármagns í þjóðarframleiðsl- unni eins og laun sem hlutdeild vinnu, má halda því fram að lágir vextir ýti undir kaupkröfur á Iíðandi stund sem komi niður á hagvextinum til lengri tíma vegna ónógrar spariflármyndunar. Við stöndum frammi fyrir því í fyrsta skipti að þurfa að aðlaga okkur aðstæðum, það er lækka raungengi krónunnar til að ná jafn- vægi í þjóðarbúskapnum, þegar raunvextir láns^ár em jákvæðir og meira að segja tiltölulega háir. Osveigjanleiki í bæði kaupi og vöxt- um gerir aðlögunina erfíðari en ella. Sanngimissjónarmið mæla með því að bæði launþegar og fjár- eigendur leggi sitt af mörkurn." Guðmundur segist því hlynntur verðtryggingu flárskuldbindinga sem leið til að forðast skaðlegar afleiðingar verðbólgunnar. Verð- tryggingin sé þó ekki lækning verð- bólgunnar og geti jafnvel aukið hana að vissu marki. Guðmundur segist einnig aðhyllast vaxtafrelsi til að tryggja sem mesta arðsemi og framboð sparifjár.„Háum vöxt- um á fijálsum fjármagnsmarkaði ber hins vegar ekki að mgla saman við verðtiyggingu," sagði Guð- mundur. „Eg hallast að því að spa- rifjáreigendur geti ekki gert kröfu til þess að hafa allt sitt á þurru á hveiju sem gengur í þjóðfélaginu fremur en launþegar. Ég vænti þess að innlánsstofn- anir geti horfíð frá verðtryggingu skammtímaskuldbindinga þegar meira jafnvægi kemst á í efnahags- málum. Rétt er að vekja athygli á því í þessu sambandi að hlutafé og eigið fé fyrirtækja er óverðtryggt fjármagn. Þess vegna hafa fyrir- tæki með tiltölulega mikið hlutafé og góða eiginfjárstöðu meira svigr- úm til að aðlaga sig breyttum að- stæðum en þau sem treysta mikið á lánsfé ef ekki er borgað með láns- fénu. En þótt raunvextir séu háir þýð- ir það ekki að vaxtastefnan sé röng heldur að menn hafa ekki breytt hegðun sinni nægilega í samræmi við hana og lögmál markaðarins almennt. Enn eru gerðir óraun- hæfir kjarasamningar. Enn fjár- festa fyrirtæki um of í góðæri. Enn safnar ríkissjóður og þjóðarbúið skuldum eflendis. En hvemig má það vera að menn lúti ekki lögmálum markaðarins? Er það af þvi að launþegar og fyrir- tæki hafa ekki þurft að ábyrgjast afleiðingar ákvarðana sinna og gerðra samninga? Er það ekki vegna þess að launþegar hafa ekki þurft að óttast atvinnuleysi og fyr- irtæki greiðsluþrot? Kemur það alltaf á óvart að góðærinu Iinni? Það að gera vextina að blóra- böggli fyrir slæmri stöðu þjóðar- búsins nú er að rugla saman orsök og afleiðingu. Ástæðan fyrir því að innlent lánsfé er dýrara en er- lent um þessar mundir er sú sama og fyrir því að verðbólgan er meiri hér en í nálægum löndum. Hvort- tveggja endurspeglar misvægi sem ekki fær staðist til lengdar. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.