Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, VQDSKDPTI/iaVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 Fyrirtæki Þungamiðjan er í smiðjurekstrmum — segir Skúli Jónsson, forstjóri Stálsmiðjunnar og Hamars, en róttækar breytingar standa nú yfir á rekstri fyrirtækjanna HAMAR hf. var upphaflega stofnað sem vélsmiðja árið 1918. Árið 1933 stofnuðu Héðinn og Hamar Stálsmiðjuna sem sameignarfélag. Hamar hefur einnig um árabil starfrækt innflutningsstarfsemi sem þó hefur aldrei verið stór hluti af rekstrinum. Haustið 1985 urðu ákveðin þáttaskil i rekstri Hamars þegar fyrirtækið keypti hlut Héðins í Stálsmiðjunni. Sú breyting leiddi til þess að ákveðið var að selja eignir Hamars i Borgartúni og sameina smiðjureksturinn við rekstur Stálsmiðjunnar í byijun árs 1986. Innflutningsstarfsemin var um sama leyti flutt út á Grandagarð. Nú standa frekari breyting- ar fyrir dyrum hjá fyrirtækinu sem fela í sér aukna áherslu á smiðjureksturinn jafnframt því fyrirtækið hyggst draga sig út úr innflutningi. Sérstaka athygli hefur vakið að Hamar lét af hendi þrjú þekkt merki í landbúnaðarvélum. Eins og fram hefur komið fór umboð fyrir Deutz dráttarvélar til Þórs hf., Búvélar hf. fengfu umboðið fyrir Niemeyer sláttuþyrlur og Vélar og þjónusta tóku við umboði fyrir Krone rúllu- bindivélar og heyhleðsluvagna. Skúli Jónsson hefur verið forstjóri Hamars frá 1984 og Stálsmiðjunnar frá sameiningu fyrirtækjanna. Hann var fyrst spurður hver til- gangurinn hefði verið með því að sameina smiðjur Hamars og Stál- smiðjunnar árið 1985. „Tilgangurinn hjá okkur var að leggja meiri áherslu á smiðjurekst- urinn en við höfðum gert áður. Við sáum ákveðna kosti í því að geta sameinað smiðjurekstur Hamars sem var inn í Borgartúni og Stál- smiðjuna. Það sem vannst með því var hlutfallslega minni yfirbygging. Ifyrirtækið varð einnig fjölhæfara vegna þess að Hamar hafði renni- verkstæði og vélaviðgerðir fyrst og fremst á sinni könnu. Starfsemi Stálsmiðjunnar fólst á hinn bóginn í stálsmíði innan húss og utan. Við að sameina þetta hvort tveggja telj- um við okkur komna með alhliða málmiðnaðarfyrirtæki. Við erum t.d. með sérstaka tæknideild hér sem vinnur í tilboðum, teikningum, eftirliti o.fl. Þar sem verkefnin eru að mjög miklum hluta bundin við sjávarútveginn var staðsetningin hér við höfnina augljóslega betri kostur en inni í Borgartúni. Hús- næðið var orðið dálítið afskekkt og flutningar afskaplega tafsamir á þessum umferðaræðum. Það var ástæðan fyrir því að húsnæðið í Borgartúni var selt í ársbyrjun 1986. Þá á sér stað formleg samein- ing. Vélaverkstæðið flutti hingað fljótlega, renniverkstæðið seinni hluta ársins en reksturinn var frá upphafi ársins rekinn undir sömu stjórn. Sameining fyrirtækjanna þýddi að við gátum rekið fyrirtækin með helmingi færra skrifstofuliði en meðan þau voru aðskilin og þar fyrir utan hefur starfsmönnum í smiðjunni fjölgað. Við erum með um 120 manns í þessu fyrirtæki þannig að þetta er eitt stærsta málmiðnaðarfyrirtækið á landinu fyrir utan Slippstöðina á Akureyri og okkar starfsmenn eru alfarið málmiðnaðarmenn." Hvernig hefur reksturinn gengið frá því sameiningin átti sér stað? „Við höfum séð það að þessi sam- eining hefur skilað okkur mikið fljótari og betri árangri en við þorð- um að vona. Afkoman á síðustu tveimur árum hefur verið mjög góð. Nettóhagnaður síðasta árs var um 14 milljónir þegar búið var að greiða skatta. Verkefni hafa verið gríðarlega mikil og á síðasta ári var nettó veltan 250 milljónir sem er 55% aukning frá fyrra ári. Það má segja það að árið í fyrra hafi verið fyrsta árið þar sem hagræðingin var að fullu komin fram. Á árinu 1986 vorum við að hluta til með tvöfaldan kostnað sem er eðlilegt á ákveðnu tímabili þegar svona sameining á sér stað. Við höfum lagt í gríðarlega miklar end- FLUGLEIDIR -fyrírþfg- Rýmri farangursheimild er á Saga Class, 30 kg í stað 20 kg. urbætur sem kostuðu vel á annan tug milljóna í tengslum við flutning- ana. Þar vegur þyngst einangrun í smiðjunum, nýtt hitakerfi, nýtt raf- magnskerfi o.fl.“ Hver er ástæðan fyrir því að þið hafið ákveðið að draga ykkur út úr innflutningi landbúnaðar- tækja? „Þegar sameining á smiðju- rekstri Hamars og Stálsmiðjunnar var gerð var ákveðið að færa smiðjurekstur Hamars inn í Stál- smiðjuna en jafnframt halda fyrir- tækjunum aðskildum. Varðandi innflutningsstarfsemi Hamars varð ljóst eftir flutningana að hún bjó ekki við jafngóðar aðstæður eins og inn í Borgartúni. Það varð veru- leg veltuauking í innflutningsdeild- inni á síðasta ári og líklega metár í innflutningi á dráttarvélum. Engu að síður var þessi ákvörðun tekin. Við teljum að fjárfesting í land- búnaði hljóti að dragast saman á næstu árum. Það eru margir aðilar innflutningi á landbúnaðartækjum og samkeppnin er mjög hörð. Við urðum að hafa innflutningsstarf- semina í húsnæði út á Grandagarði sem hafði í för með sér ákveðið óhagræði. í vor var ákveðið að hætta alfarið í innflutningi á land- búnaðartækjum og núna er verið að skoða rækilega hvað verður um aðra innflutningsstarfsemi. Þunga- miðjan í rekstrinum er smiðjan og við höfum frá árinu 1986 lagt meiri og meiri áherslu á hana. Smiðju- reksturinn gekk mun betur en inn- flutningurinn og þar sáum við ákveðna möguleika auk þess sem árangurinn hefur verið góður og vaxandi. Við stóðum einnig frammi fyrir nýjum fjárfestingum vegna innflutningsstarfseminnar, ef henni hefði verið haldið áfram. Um þessar mundir er verið að huga að frekari hagræðingu í Stálsmiðjunni. Það þarf m,a. að stækka húsnæðið þannig að við ákváðum að það væri fysilegra fyrir okkur að leggja frekari áherslu á smiðjureksturinn og jafnframt að draga úr innflutn- ingsstarfseminni. Málið er í vinnslu og væntanlega skýrist fljótlega hver niðurstaðan verður. Nú hefur komið fram að verk- efni hafa heldur verið að drag- ast saman í skipaiðnaði. Hvernig horfir með verkefnastöðu ykkar? „Fyrirtækið eru vel sett varðandi verkefni í smiðjunni. Verkefni koma mikið gegnum tilboð og verkin eru gjarnan boðin út á alþjóðamarkaði. Nýlega fengum við tvö tiltölulega stór verk sem eru meiriháttar breyt- ingar á tveimur skipum en þar vor- um við lægstir í útboði. Þarna er um að ræða breytingar á Gjafari frá Vestmannaeyjum og Hafbergi frá Grindavík þ.e. smíði á nýju stýr- ishúsi og nýjum skut, uppsetning á spilkerfi og aðrar meiriháttar end- urbætur. Verkefnastaðan hjá okkur er því tiltölulega góð. Þessi verk- efni endast fram í desember og með öðru sem fellur til erum við tiltölu- lega vel settir. Við höfum hins veg- ar fundið að það hefur verulega dregið úr viðgerðarverkefnum á þessu ári miðað við það sem var áður. Ég held að það endurspegli ákveðið ástand í þjóðfélaginu. Menn MALMIÐNAÐUR — Skúli Jónsson, forstjóri Hamars og Stálsmiðjunnar. Hann segir smiðjureksturinn hafa gengið mun betur en innflutninginn og þar hafi stjómendur fyrirtækjanna séð ákveðna möguleika jafnframt því sem árangur hafi verið góður og vaxandi. halda að sér höndum og vilja sjá betur hvernig hlutirnir þróast. Engu að síður teljum við okkur mjög vel setta. Það er ánægjulegt þegar verk- efnin haldast hér innanlands. Menn hafa gjarnan talað um að það þyrfti að fara til útlanda með verkefni og að íslensku stöðvarnar séu ekki samkeppnisfærar. Þarna kom ann- að á daginn og ég held að ef að íslenskar stöðvar sitja við sama borð og erlendar séu þær fyllilega samkeppnisfærar. Það er hins veg- ar erfítt að mæta niðurgreiðslum og slíku erlendis frá en ef við lítum á þetta á jafnréttisgrundvelli held ég að það sýni sig að við erum samkeppnisfærir. Það sem við höf- um þurft að kyngja er að fjármögn- un og bankatryggingar virðast allt- af renna betur í gegnum bankakerf- ið ef um erlendar stöðvar er að ræða. íslenskar stöðvar fá aldrei bankatryggingar þegar verið er að semja um verk. Sem dæmi má taka þau verk sem við sömdum um ný- lega og eru upp á 60-70 milljónir. Ef verkin hefðu farið til útlanda er engin spuming um það að erlendu stöðvarnar hefðu beðið um banka- ábyrgð og fengið. Við hins vegar fáum algjört nei og það sama á við um önnur íslensk fyrirtæki. Hér er um verulegan aðstöðumun að ræða því það skiptirf’máli að greiðslur standist á þeim tíma sem þeim er lofað. Þannig er erlendum stöðvum auðvelduð samkeppnin við okkur. Þegar við sitjum við sama borð þá held ég að við séum alveg fyllilega samkeppnisfærir." Hvernig lýst þér á þá alls- heijarúttekt sem nú stendur fyr- ir dyrum i skipasmíðaiðnaðinum? „Ég held að það sé mjög þarft verkefni. Hér er verið að leggja Ný útgáfa ■m 0 ÚTFLUTNINGSRÁÐ hefur látið gefa út á ný sameiginlegan kynn- ingarbækling útflytjenda á tækni- vörum til fiskveiða og fiskvinnslu, en þessi bæklingur kom fyrst út fyrir réttu ári og bar enska út- gáfan nafnið Iceland, The Cutting Edge of Fisheries Technology og var gefin út i um 13.000 eintökum. — Reynslan af fyrstu útgáfunni hefur verið mjög góð, sagði Jens Ingólfsson, markaðsstjóri hjá Út- flutningsráði í viðtali við viðskipta- blaðið. — Útflutningsfyrirtæki, sem kynnt voru í bæklingnum, hafa und- antekningarlaust orðið var við mikla aukningu fyrirspurna um vörur sínar og mörg þeirra hafa rakið umtals- verð ný viðskipti beint til bæklings- drög að stefnu fyrir stjórnvöld varð- andi skipaiðnaðinn. Meðan að við stundum hér fiskveiðar þarf flotinn á ákveðinni þjónustu að halda. Að mínu mati er afskaplega mikilvægt að til séu stór og lítil fyrirtæki sem geta sinnt þeirri þjónustu. Það er þörf á því að til séu sæmilega öflug fyrirtæki sem geta sinnt meirihátt- ar viðgerðum. Stærri fyrirtækin þurfa einnig á því að halda að hafa meiriháttar verkefni sem kjölfestu í sinni starfsemi. Við vitum að við erum að keppa á alþjóðlegum vett- vangi og að stjórnvöld erlendis hafa mótað ákveðna pólitíska stefnu í sínum löndum. Ég held að það sé ekki síður þörf fyrir íslensk stjórn- völd að móta sína stefnu að þessu leyti. Það er afskaplega gagnlegt að kortleggja ástandið og það hjálp- ar mönnum að setja sér markmið að hveiju skuli stefna. Við höfum aldrei gefið okkur út fyrir að vera skipasmíðastöð þó Stálsmiðjan hafi á sínum tíma smíðað fyrsta stál- skipið, sem var dráttarbáturinn Magni og einig fyrsta stálfiskiskip- tið sem var Arnarnes. Aðrar stöðv- ar hafa mun betri aðstöðu til að smíða skip. Við hins vegar höfum einbeitt okkur að viðgerðarverkefn- um. Staðsetningin hér í Reykjavík hefur ákveðin þægindi í för með sér varðandi alla þjónusta. Fyrirtækin hér eru einkafyrirtæki og hafa ekki haft stuðning ríkisvaldsins. Úti á landi hafa bæjarfélögin oft talið það mjög mikils virði að svona fyrirtæki væru starfandi og hafa jafnvel stutt við þau beint eða óbeint. Ég held að það sé mikil þörf á því að svona starfsemi sé öflug hér í Reykjavík eins og annarsstaðar á landinu og að því stefnum við“, sagði Skúli Jónsson að lokum. sameigin- ■ » w 0 ins. Þar sem enska útgáfa bæklingsins var á þrotum, hefur Útflutningsráð nú endurútgefíð hann. Nokkrar breytingar hafa orðið frá fyrstu út- gáflinni. Þannig hafa þijú ný út- flutningsfyrirtæki bæzt í hóp þeirra, sem fjallað er um. Þau eru Isal með álbobbinga, Vélsmiðja Húvetninga með skelfiskplóg og vinnslukerfí og Asiaco með ýmiss veiðafæri. Upplag nýju útgáfunnar er 5000 eintök og verður dreifingu hennar beint að sérstökum áherzlumörkuð- um samkv. ákveðnum póstlistum, en auk þess verður bæklingurinn notað- ur sem fyrr á alþjóðlegum sjávarút- vegssýningum og til að svara fyrir- spurnum. ÞAÐ ER EKKERT PLAST ÞOLNARA EN TRÖLLAPLAST HEILDSÖLUBIRGÐIR TRÖLLAPLASTIÐ ER BLÁLEITT SStete

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.