Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 9
M * *; T I; MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKlPnAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21, JÚLÍ 1988 B 9 NIÐURGREIÐSLUR Á ársfundi OECD voru niður- greiðslur landbúnaðar ræddar af miklum tilfinningahita og voru flest- ir ráðherranna sammála um að vinna að umbótum í landbúnaðarmál- um. Ekki voru þeir þó allir sammála tillögu Bandaríkjamanna um að öllum niðurgreiðslum yrði hætt fyrir aldamót. Voru þar fremstir í flokki Japanir og EB-ríkin. eins næmt fyrir veðrabrigðum heims- markaðarins en samt sem áður hafa niðurgreiðslur á korni í Evrópu- bandalagsríkjunum og Bandaríkjun- um rutt áströlskum bændum út af gömlum mörkuðum og neytt þá til að minnkaði ræktarlandið um 30% frá árinu 1983. Á þessu ári munu framlög EB- ríkja til landbúnaðarins nema 33,5 milljörðum dollara en þótt niður- greiðslur í Bandaríkjunum og Japan séu einnig umdeildar eru það hin „tvöföldu áhrif" landbúnaðarstefn- unnar í EB-ríkjunum, sem ríkis- stjómunum í Wellington og Canberra gremst meira en orð fá lýst. Það er nefnilega ekki aðeins, að Ástralir og Nýsjálendingar hafi misst markaði sína í Evrópu, heldur flytja EB-ríkin út landbúnaðarfjöllin á nið- ursettu verði og eyðileggja þar með aðra markaði líka fyrir óniðurgreiddu vörunni. Robert Mackay, hagfræðingur í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðu- neytinu í Wellington, nefnir sem dæmi smjörsölu EB-ríkjanna til Sov- étríkjanna, en hún olli því, að smjör- sala Nýsjálendinga þangað er nú orðin sama og engin. Ástralir áætla, að stefna EB-ríkjanna kosti ástralska bændur einn milljarð ástralskra doll- ara árlega og hafi lækkað almennt vöruverð í heiminum um 16%. Tvöfalt heimsmarkaðsverð og hámark ósvífninnar EB-ríkin eru að vísu að myndast við að draga úr framlögum til land- búnaðarins en gagnrýnendum þeirra annars staðar finnst lítið til koma. Má í því sambandi nefna, að stefnt er að því að evrópskir bændur fái „aðeins" 200 dollara fyrir komton- nið, að það lækki úr 217 dollurum, en samt sem áður er um að ræða tvöfalt heimsmarkaðsverð. Eftir leiðtogafund EB-ríkjanna í Brussel náðu ráðherramir samkomu- lagi um örlitla lækkun á niðurgreiðsl- unum og þóttust svo góðir, að þeir sendu aðildarríkjum GATT umsvifa- laust bréf af þessu tilefni. „Við erum reiðubúnir til að skera framlögin enn frekar niður að því tilskildu, að aðrar þjóðir fari að dæmi okkar," sagði Frans Andriessen, landbúnaðarráð- herra EB, í bréfinu. Þetta finnst Áströlum og Nýsjálendingum, sem em á góðri leið með að útrýma niður- greiðslunum, vera hámark ósvífninn- ar. „Það er hneyksli, að þeir skuli láta annað eins út úr sér við okkur Nýsjálendinga," segir Trevor Lloyd, ráðuneytisstjóri í nýsjálenska iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytinu. EB þrengir að Nýsjálendingum Viðræðurnar innan GATT hafa til þessa einkennst af ágreiningnum milli Bandaríkjamanna og Evrópu- bandalagsins _ en Caims-hópurinn, þar á meðal Ástralía, Nýja Sjáland, Brazilía, Argentína og aðrir stórir útflytjendur, hefur reynt að miðla málum í von um einhvers konar sam- komulag. Þrátt fyrir allt er EB mikil- vægasti markaður Nýsjálendinga, þeir senda til dæmis helming smjör- framleiðslunnar til Bretlands, en síðustu deilur um þá afurð, epli og kindakjöt geta haft alvarleg áhrif á útflutningstekjur þeirra. Fyrir Ástrali er vandinn ekki eins mikill en „við getum ekki lokað aug- unum fyrir 320 milljóna manna markaði", segir starfsmaður í ástr- alska viðskiptaráðuneytinu. Offramleiðsla og innanlandsmál Sérfróðir menn efast raunar marg- ir um, að utanaðkomandi þrýstingur fái miklu breytt um landbúnaðar- stefnu EB-ríkjanna. „Offramleiðslu og viðskiptaerfiðleika af þeim sökum er alltaf að rekja til ástandsins í inn- anlandsmálum," segir Andy Stoec- kel, forstöðumaður Alþjóðaefnahags- málamiðstöðvarinnar, sjálfstæðrar rannsóknastofnunar. „Ríkisstjómir breyta aðeins stefnunni vegna þrýst- ings heima fyrir. Það verður að sýna þeim fram á, að það sé þeim sjálfum fyrir bestu.“ Segist Stoeckel telja, að EB-ríkin hafi kastað á glæ einni milljón ársverka i framleiðsluiðnaði með fjáraustrinum í landbúnaðinn. Þeir eru líka til, sem segjast efast um, að rétt sé að skera niður ríkis- styrkinn og ætlast síðan til, að aðrar þjóðir geri það einnig. Chamberlin, formaður nýsjálenskra bænda, bend- ir hins vegar á, að kæmi ekki fleira til, væri niðurskurður ríkisstyrkjanna lítið vandamál. Ian Woolsey, nýsjálenski bóndinn fyrmefndi, er ekki eins viss í sinni sök. Segist hann að vísu viðurkenna, að nauðsynlegt hafi verið að minnka niðurgreiðslurnar en telur, að það hafí átt að gera smám saman. Þá kveðst hann hafa litla trú á, að við- skiptaviðræður ríkjanna beri mikinn árangur á næstunni. „Tíminn er ein- faldlega að renna út fyrir marga bændur,“ segir hann. Bretland Bretar að verða skuldlausir HAGFRÆÐINGAR hjá bresku verðbréfamiðluninn Greenwell Montagu hafa spáð því að ef svo fer sem horfir geti breska rikið orðið nær skuldlaust um næstu aldamót. Fyrirtækið áætlar að í ár verði afgangur á bresku fjárlögunum upp á 3,2 milljarða punda, sem er tvöfalt meira en breska fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir, og að í framtíðinni geti hann orðið enn meiri. Hagfræðingar Greenwell Montagu þykja spá nokkuð áreiðanlega um framvindu efnahagsmála í Bretlandi. Skýringin á þessu em samsöfnuð áhrif af aðhaldi ríkisstjórnar Margr- étar Thatcher í ríkisútgjöldum und- anfarin ár. Minni skattheimfu og engar lántökur hefur þurft til að fjármagna ríkisútgjöldin. Vöxtur hagkerfísins gerir það síðan að verkum að hlutfall skulda ríkisins af þjóðarframleiðslu fer sífellt lækkandi. Með sama áframhaldi ætti árleg- ur afgangur af fjárlögum að geta orðið um 1,5% af þjóðarframleiðslu Breta næstu ár og telur Simon Briscoe, hagfræðingur hjá Green- well Montagu, að það muni duga til að greiða þijá íjórðu af skuldum ríkisins fram að aldamótum og að þá verði hægt að lækka skatta vem- lega, jafnvel fella niður tekjuskatt. Fyrirtæki BAe ákveður að kaupa Rover BRITISH AEROSPACE hefur nú ákveðið að standa við tilboð sitt til bresku ríkisstjórnarinnar um að kaupa Rover bílaverksmiðjurnar. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu á þriðjudaginn þá átti fyrir- tækið í vandræðum með að fá nefnd sem skipuð var á vegum Evrópu- bandalagsins til að leyfa kaup BAe á Rover. Skömmu eftir að nefndin féllst á að leyfa kaupin gegn því að breska ríkið, sem á Rover, drægi úr fyrirhuguðum styrkjum til Rover um 331 milljón punda dró BAe til- boð sitt til baka. Nú hefur stjórn BAe ákveðið sig og ætlar að kaupa Rover fyrir 150 milljónir punda eða jafnvirði um 12 milljarða íslenskra króna. Alls ætl- aði breska ríkið að fella niður 800 milljónir punda skuld Rover eða sem samsvarar meira en 62 milljörðum íslenskra króna við sölu fyrirtækis- ins. Nefndin sem EB skipaði gat hins vegar ekki fallist á nema 469 milljóna punda styrk frá ríkisstjórn- inni. Auk þess fær BAe að nýta sér hluta af tapi Rover síðustu ár eða um 500 milljónir punda til frádrátt- ar tekjuskatti í framtíðinni. Samvinna milli Air France ogLufthansa Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FRANSKA flugfélagið Air France og þýska flugfélagið Lufthansa hafa gert með sér samning um samvinnu á flugleiðum til og frá Vestur-Berlín. Samkvæmt samkomulagi sem gert var í lok síðari heimsstyijaldar- innar hafa einungis bresk, frönsk og bandarísk flugfélög leyfi til að fljúga til Vestur-Berlínar, Luft- hansa hefur því ekki mátt fljúga þangað. Air France flýgur nú að- eins á einni leið; Berlín-Dusseldorf- París, og mun mikill áhugi á að bæta við leiðum. Önnur félög sem nú fljúga til Vestur-Berlínar eru British Airways og PanAm. Hið nýja félag, sem verður að 51% í eigu Air France og 49% í eigu Lufthansa, mun fljúga til fjög- urra borga í Vestur-Þýskalandi, enn hefur ekki verið uppgefið hvaða borgir það verða. Áð auki hefur verið samþykkt að leyfa bandarísku flugfélögunum TWA og American Airlines að hefja flug til borgarinn- ar. Það er því ljóst að framboð mun aukast gífurlega og sérfræðingar ýmsir efast að svo skyndileg fram- boðsaukning sé skynsamleg. P*ú getur frestað, flýtt eða breytt flugi hvenær sem er og jafnvel keypt miðann á brottfarardegi. Reynt er að halda lausum á síðustu stundu. FLUGLEIDIR -fyrírþíg- AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 27. júli Alcyone 10. ágúst Bakkafoss 24. ágúst NEWYORK Bakkafoss 25. júlí Alcyone 8. ágúst Bakkafoss 22. ágúst HALIFAX Bakkafoss 30. júli BRETLAND/ MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 24. júli Álafoss 31. júli Eyrarfoss 7. ágúst Álafoss 14. ágúst ANTWERPEN Eyrarfoss 26. júlí Álafoss 2. ágúst Eyrarfoss 9. ágúst Álafoss 16. ágúst ROTTERDAM Eyrarfoss 27. júli Álafoss 3. ágúst Eyrarfoss 10. ágúst Álafoss 17. ágúst HAMBORG Eyrarfoss 28. jpli Álafoss 4. ágúst Eyrarfoss 11. ágúst Álafoss 18. ágúst FELIXSTOWE Tinto 27. júli Dorado 3. ágúst Tinto 10. ágúst IMMINGHAM Tinto 28. júlí Dorado 4. ágúst Tinto 11. ágúst BREMERHAVEN Tinto 26. júli Dorado 2. ágúst Tinto 9. ágúst NORÐURLÖND/ EYSTRASALT ÞÓRSHÖFN Reykjafoss 30. júlí ÁRHUS Skógafoss 26. júli Reykjafoss 2. ágúst Skógafoss 9. ágúst GAUTABORG Skógafoss 27. júli Reykjafoss 3. ágúst Skógafoss 10. ágúst HELSINGBORG Skógafoss 28. júlí Reykjafoss 4. ágúst Skógafoss 11. ágúst KAUPMANNAHÖFN Skógafoss 28. júli Reykjafoss 4. ágúst Skógafoss 11. ágúst FREDRIKSTAD Skógafoss 29. júli Reykjafoss 5. ágúst Skógafoss 12. ágúst SANDEN Urriðafoss 21. júlí HAMBORG Urriðafoss 23. júli Áætlun innanlands. Vikulega; Reykjavík, ísa- fjörður, Akureyri, Dalvík, Húsavik. Hálfsmánaöar- lega: Siglufjöröur, Sauðár- krókur og Reyðarfjörður. Vikulega: Vestmannaeyjar. EIMSKIP Pósthússtræti 2. Sfmi: 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.