Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 8
8 B
MORÖUNBLAÐIÐ, VtDSHPn/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988
Landbúnaður
Bændur horfast í augii við
miskunnarleysi markaðaiins
- í Nýja Sjálandi og Ástralíu
BÚGAJffiURINN hans Ians
Woolseys á Nýja Sjálandi er mjög
afskekktur en samt má segja, að
hann sé í fremstu víglínu í þeirri
kreppu, sem nú hijáir landbúnað-
inn eða öllu heldur ríkjandi land-
búnaðarstefnu um heim allan.
Ekrurnar hans eitt þúsund og
sauðféð eru nú ekki metin á helm-
ing þess, sem var fyrir fjórum
árum.
„Ég má búast við tilkynningu frá
lánardrottnunum í næstu viku um
að þeir ætli að selja ofan af mér,“
sagði hann heldur dapur í bragði.
„Ef þeir gera það verða þeir að fara
eins að með 20.000 aðra bændur.“
Erfiðleikar bændanna stafa af
því, að Verkamannaflokksstjómin á
Nýja Sjálandi ákvað næstum á einni
nóttu árið 1984 að hætta niður-
greiðslum og ríkisstyrkjum við land-
búnaðinn. Handan Tasmaníuhafsins
eru ástralskir bændur einnig að
reyna að lifa lífinu án mikils ríkis-
styrks en þar hafa umskiptin þó ekki
orðið jafn algör. Niðurskurðurinn á
opinberum styrkjum í þessum tveim-
ur miklu landbúnaðarríkjum er til
marks um aukinn skilning á því, að
niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum
leiða meira illt en gott af sér fyrir
hið alþjóðlega efnahagslíf.
GATT-viðræðurnar og
„heilbrig'ð skynsemi“
Á ársfundi OECD, Efnahagssam-
vinnu- og þróunarstofnunarinnar, í
París nú nýlega var rætt um þessi
mál af miklum tilfinningahita. Voru
ráðherramir flestir sammála um að
vinna að umbótum á landbúnaðar-
stefnunni, en vildu hins vegar ekki
fallast á tillögu Bandaríkjanna um
að búið yrði að afnema allar niður-
greiðslur fyrir aldamót. Em það eink-
um Evrópubandalagsríkin og Japan,
sem tregðast við, en svo er nú samt
komið, að landbúnaðarmálin eru orð-
in eitt aðalumfjöllunarefnið í viðræð-
unum innan GATT, Alþjóðatolla-
bandalagsins.
Brian Chamberlin, forseti nýsjá-
lensku bændasamtakanna, segir, að
fái „heilbrigð skynsemi" ekki að ráða
í landbúnaði heimsbyggðarinnar
muni útflutningstekjur þjóðarinnar
og lífskjör halda áfram að minnka.
„Það er þess vegna sem GATT-
viðræðumar em svo mikilvægar fyr-
ir okkur Nýsjálendinga," segir hann.
Sökudólgurinn er EB
Nýsjálendingar og Ástralir hafa
nú þegar tekið inn það beiska lyf sem
sr afnám niðurgreiðslanna, og vilja,
að viðskiptaþjóðimar, sérstaklega
EB-ríkin, komi sér ekki undan því.
Fyrirtæki
Motown úreigu
blökkumanna
HLJÓMPLÖTUFYRIRTÆKIÐ
Motown sem hefur haft marga
af þekktustu blökkumönnum tón-
listarinnar á sínum snærum hef-
ur verið selt. Fyrirtækið var
mjög umsvifamikið á sjöunda
áratuginum og var á tímabili
stærsta fyrirtækið i eigu blökku-
manna i Bandaríkjunum en starf-
semi þess hafði nokkuð dregist
saman síðustu ár.
Kaupendumir vom fjárfestingar-
fyrirtæki í Boston og stórfyrirtækið
MCA sem starfar aðallega við
skemmtanaiðnaðinn í Bandaríkjun-
um. Hafa nýju eigendurnir lýst því
yfir að þeir séu að leita að blökku-
manni til að stjórna fyrirtækinu í
framtíðinni.
Mestu verðmæti fyrirtækisins
éru talin liggja í um 15 þúsund
upptökum frá velmektarámm þess
sem hægt er að gefa út á geisladisk-
um. Var fyrirtækið selt fyrir 61
milljón dollara eða sem samsvarar
um 2,8 milljörðum íslenskra króna.
Búist er við að helstu stjörnur fyrir-
tækisins, Stevie Wonder, Smokey
Robinson og Lionel Ritchie muni
áfram halda tryggð við það.
Fyrir bæði ríkin er mikið í húfi. Land-
búnaður stendur undir 66% útflutn-
ingstekna Nýsjálendinga og nærri
40% Ástrala og afnám ríkisstyrkj-
anna veldur því, að bændumir standa
berskjaldaðir frammi fyrir miskunn-
arleysi markaðarins.
Hvergi sést Jjað betur en á Nýja
Sjálandi og í Astralíu hvað kolröng
og afbökuð viðskiptastefna í einum
heimshluta getur haft alvarlegar af-
leiðingar í öðmm. Og þegar kemur
að því að benda á helsta sökudólginn
em ríkisstjómirnar í Wellington og
Canberra ekki í neinum vafa, hann
er Evrópubandalagið.
Höfðu ekki efni á
niðurgreiðslunum
Ákvörðun Ástrala og Nýsjálend-
inga um að skera niður niðurgreiðsl-
umar má að vísu ekki síður rekja til
ástandsins innanlands en til áhyggna
af alþjóðaviðskiptum. Þegar David
Lange, forsætisráðherra, tók við á
Nýja Sjálandi árið 1984 tók hann
við fjárlagahalla, sem nam 9% af
heildarþjóðarframleiðslu, hagvexti,
sem rétt losaði 1%, og tveggja stafa
verðbólgutölu. Þá hafði ríkisstyrkur-
inn við bændur verið að aukast stöð-
ugt í rúman áratug til að hlífa þeim
við vaxandi verðbólgu, minni mörk-
uðum og olíukreppunni.
Niðurgreiðslumar vom hins vegar
komnar út í hreina vitleysu. Það var
ekki aðeins, að þær væm eins og
klafi á skuldum vafinni ríkisstjóm,
heldur einnig efamál, að þær væm
til hagsbóta fyrir landbúnaðinn. „Það
var bara út í hött, að þijár milljónir
manna gætu niðurgreitt 70 milljónir
fjár. Við höfðum einfaldlega ekki
efni á því,“ segir Chamberlin, forseti
bændasamtakanna. Niðurgreiðslum-
ar ollu líka því, að Bandaríkjamenn
tolluðu nýsjálenska lambakjötið og
þar með minnkaði markaðshlutdeild
þess vemlega. Mestu skipti þó, að
ríkisstyrkurinn hélt á floti búskuss-
um meðal þjóðar, sem verður að vera
samkeppnishæf til að komast af.
Tekjur bænda minnkuðu
um helming
Ein af fyrstu ákvörðunum nýsjá-
lensku ríkisstjómarinnar var að losa
sig við umfangsmikið styrkjakerfi,
þar á meðal við fast lágmarksverð
og niðurgreidda vexti. Sumt kom til
framkvæmda strax, vextimir hækk-
uðu t.d. úr 7% í 11%, en annað kom
smám saman. Ríkisstyrkurinn við
bændur var 1,2 milljarðar Banda-
ríkjadollara árið 1984 en á síðasta
ári var hann kominn niður í 562
milljónir dollara.
í landi þar sem fimmti hver maður
lifír af landbúnaði eða skyldum at-
vinnugreinum höfðu þessar aðgerðir
að sjálfsögðu mikil áhrif. Á árunum
1985—86 minnkuðu tekjur bænda
um helming.
Ian Woolsey, nýsjálenski bóndinn
fyrmefndi, segir raunar, að bara á
fyrsta árinu hafi tekjur búsins farið
úr 800.000 nýsjálenskum dollurum í
200.000. Hann hefur nú sagt upp
þremur starfsmönnum og hann og
kona hans eru ein um að reka búið.
Nokkra furðu hefur vakið hvað
tiltölulega fáir bændur hafa hætt
búrekstrinum alveg. Segir Chamb-
erlin, að enn hafi aðeins 200 bændur
orðið gjaldþrota þótt opinberir emb-
ættismenn telji, að 2.500 bændur af
65.000 eigi á hættu það hlutskipti.
Á mörgum sveitaheimilum hefur fólk
orðið sér úti um aðra vinnu með
búinu og er nú svo komið, að 30%
bændakvenna vinna fullt starf ann-
ars staðar. Bændur hafa líka fækkað
gripum og skorið nýja fjárfestingu
niður við trog, jafnvel famir að spara
við sig áburðarkaupin. „Ég gróf
tékkheftið mitt,“ segir Ian Woolsey.
í Ástralíu hefur ríkisstyrkurinn til
bænda minnkað um 11% á fimm
árum og var 330 milljónir Banda-
ríkjadollara 1985—86. Eru niður-
greiðslumar nú með því minnsta,
sem gerist t iðnvæddum ríkjum, og
Bob Hawke forsætisráðherra ætlar
að minnka þær enn meira.
Hin „tvöföldu áhrif“
ríkisstyrkjanna
Ástralskt efnahagslíf er fjölbreytt-
ara en það nýsjálenska og þvt ekki
rffljUTABREFi
Kaupum og seljum hlutabréf
gegn staðgreiðslu
Hlutafélag Kaup- gengi* Sölu- gengi* 1988 Jöfnun 1988 Arður Breyting frá 21.1.88
Almennar tryggingar hf. 1,09 1,15 0,0% 0% -12,1%
Eimskipafélag íslands hf. 2,55 2,69 100,0% 10% +41,3%
Flugleiðir hf. 2,28 2,40 50,0% 10% +40,7%
Hampiðjan hf. 1,10 1,16 25,0% 10% + 4,2%
Hlutabréfasjóðurinn hf. 1,15 1,21 20,0% 10%
Iðnaðarbankinn hf. 1,60 1,68 24,5% 9,5% + 34,6%
Verslunarbankinn hf. 1,14 1,20 24,5% 10% + 10,0%
Útvegsbankinn hf. 1,19 1,25 0,0% 3,5%
Skagstrendingur hf. 1,50 1,58 40,0% 10% + 16,7%
Tollvörugeymslan hf. 0,95 1,00 25,0% 10% + 13,1%
Áskilinn er réttur til að takmarka þá fjárhæð sem keypt er fyrir.
*Margfeldisstuðull á nafnverð, að lokinni ákvörðun um útgáfu
jöfnunarhlutabréfa.
Hlutabréfamarkaóurinn hf.
Skólavörðustíg 12, 3.h. Reykjavík. Sími 21677
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF
Ármúla 7, 108 Reykjavík. Simi68 1530
Galakonsert
LUCIANO PA VAROTTI
ÍDORTMUND
Flogið til Luxemborgar 29. okt.
Komiðheim 1. nóv.
Verðfrákr. 41.020.-
á mann í tveggja manna herb.
29.10. Flug til Luxemborgar.
Aksturá hótel.
Kvöldverður/Gisting.
30.10. Morgunverður. Skoðunar-
ferð um Luxembourg.
Ekið í rútu til Dortmund. Kvöld-
verður. Konsert i WESTFALEN-
HALLE. Gisting.
31.10. Morgunverður. Ekið til
Dusseldorf. Tími til að versla.
Hádegisverður. Ekið til Luxem-
borgar.
K völdverður/Gisting.
01.11. Morgunverður. Aksturá
flugvöll. FlugtilKeflavíkur.
Ensku-, þýsku- og frönskumæl-
andi fararstjóri allan tímann.
A dagskrá verða aríurúr:
„EUSIR DÁMORE" „LABOHEME"
„LUCIA Dl LAMMERMOOR" „TOSCA“
„NABUCCO" „TURANDOT“
„RIGOLETTO" „MADAME BUTTERFLY"
„OTELLO“ „LITALIANAIN ALGERl"
„AIDA" „IL BARBIERE Dl SIVIGLIA"
AJlar nánari upplýsingar á skrifstofunni
eöa í síma 621490.
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR