Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPTLAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 ,' B 11 Alþjóðaviðskipti Hvemigá að eiga viðskiptí við Alþjóðabankann eftir Úlf Sigurmundsson Rauða kverið frá Alþjóðabankan- um, þ.e. reglurnar um innkaup vegna lána Alþjóðabankans (Guid- lines, Procurment under JARD lo- ans), eru nú vinsælli lesning í Kína, heldur en Rauða kverið hans Maós, segir Indvetjinn Srinivasan sem stjórnar innkaupadeild Alþjóða- bankans (Chief, Procurement Policy Unit). Alþjóðabankinn heldur reglu- bundin námskeið fyrir þá, sem óska að selja vörur sínar og þjónustu til landa þeirra sem hann lánar til (þ.e. lönd þar sem þjóðartekjur eru innan við 3.000 dollara á mann á ári.) Undirritaður átti þess kost að taka þátt í svona námskeiði nýver- ið. Námskeiðið stendur í 4 tíma og þar eru haldin 4 erindi. Fyrst er talað almennt um bankann, stofn- anir hans og kerfið í heild, hvernig verkefnin skiptast á einstök svæði (Asía u.þ.b. 40%, Suður-Ameríka 30%, Afríka og Austurlönd nær og ákveðnir hlutar Evrópu 29%) og í vöruflokka, orkuöflun 21%, land- búnaður og dreifbýlisþróun 17% o.s.frv. ■ Þá er talað um hvernig einstök verkefni verða til og þróast í með- förum bankans og viðkomandi lands. Bent er á að hveiju fyrirtæk- in eigi að snúa sér á hinum ýmsu stigum verkefnisins og margbent á að viðskiptin og undirbúningur þeirra fari fram í löndunum sjálfum en alls ekki í skrifstofum bankans. Hlutverk bankans sé að lána og gæta þess að settum reglum sé framfýlgt. Um leið er rætt um svo- kallaða samfjármögnum (co-financ- ing) en talið er nú að hún valdi eftirspurn sem er 2,5 sinnum meiri en útlánin. Þessi eftirspurn er fjár- mögnuð með ýmsum hætti af öðrum en Alþjóðabankanum. Þá er íjallað um hvernig fyrir- tæki eigi að komast í viðskipti vegna verkefna á vegum bankans. Hér er það sem reglumar um inn- kaup, sem getið var um í upphafi, koma að notum. Arlega er keypt inn fyrir u.þ.b. 15 milljarða dollara, þar af eru rekstrarvörur og fjárfest- ingarvörur 60%, byggingarverkefni ýmiss konar 30% og ráðgjöf 10%. Af þessum upphæðum sést mikil- vægi þessara reglna, sem hafa haft mikil áhrif víða um lönd. í reglunum er að finna fræga undirreglu, sem oft hefur verið vitnað til af íslensk- um aðilum, þ.e. að verktakatilboð séu allt að 7,5% hærri en útlend. Allir eiga jafna mögtileika Að sjálfsögðu er aðalinntak reglnanna, að allir skulu eiga jafna „Á ákveðnu tímabili nutum við lánafyrir- greiðslu hjá bankanum og á velmektardögum FAO störfuðu þar margir Islendingar. Af augljósum ástæðum njótum við ekki lána- fyrirgreiðslunnar leng- ur og íslenskir starfs- menn hjá alþjóðastofn- um eru í dag sárafáir." möguleika. Um ráðgjafarfyrirtækin gilda aðrar reglur, sem líka eru vin- sælar og hafa haft álíka mikil áhrif. Til þess að koma til greina þarf viðkomandi ráðgjafarfyrirtæki að vera á skrá hjá Alþjóðabankan- um (skv. upplýsingum eru 2 ísl. fyrirtæki á skrá). Samstarfsnefnd innan bankans ásamt fulltrúum lán- tökulandsins velja í fyrstu umferð 10-16 fyrirtæki til að taka þátt í viðkomandi útboði. Smærri nefnd fer svo yfir málið einu sinni enn, fækkar fyrirtækjunum niður í sex, og þau gera tilboð. Það getur verið vandi að finna nægilega mörg sér- hæfð ráðgjafarfyrirtæki til að gera tilboð í verkefnið og stundum verð- ur að láta nægja að leita til eins fyrirtækis. Lang mest af þessum ráðgjafarverkefnum fjallar bankinn um einn (ásamt lántökulandinu) en nú upp á síðkastið hefur rutt sér til rúms ný gerð af ráðgjafarverk- efnum sem e'ru rekin saman af UNDP (framkvæmdaarmi Samein- uðu þjóðanna) og bankanum. Að lokum er fjallað um hvernig fyrirtækin fá greitt fyrir vöru sína og þjónustu. Þar kennir ýmissa grasa, greiðslur geta tekið langan tíma, á hinn bóginn er bent á að þær séu tiltölulega öruggar.’Mönn- um er ráðlagt að reikna með allt að 30 dögum og bent á vaxtamálið, sem því fylgir en jafnframt varaðir við, að greiðsla geti tekið allt að þijá mánuði. Niðurstaðan af þessu nám- skeiði er sú, að það er gagnlegt og nauðsynlegt öllum sem hyggja á viðskipti við bankann. Upplýsing- ar er best að fá í gegnum Norður- landaskrifstofu bankans. íslenskur fulltrúi þar í dag er Björn Líndal og frá ágúst nk. Jónas Haralz, en hann verður jafnframt stjórnandi skrifstofunnar. Einnig er hægt að fá upplýsingar á skrifstofu við- skiptafulltrúa í New York og nám- skeiðsgögn liggja fyrir í Utflutn- ingsráðinu. Allar götur síðan 1946 hafa ís- lendingar verið aðilar að Sameinuðu þjóðnunum og bankanum. A ákveðnú tímabili nutum við lánafyr- irgreiðslu hjá bankanum og á vel- mektardögum FAO störfuðu þar margir íslendingar. Af augljósum ástæðum njótum við ekki lánafyrir- greiðslunnar lengur og íslenski starfsmenn hjá alþjóðastofnunum eru í dag sárafáir. Orkustofnun fékk verkefni Fyrir um það bil einum og hálfum áratug hófu ísl./ensk ráðgjafarfyr- irtæki að leita á þennan markað til að afla sér verkefna. Ekki verður sagt, að þau hafi haft erindi sem erfiði enda þótt einstök verkefni hafi fallið í 2-3 þeirra í skaut. Ber hér margt til. Fyrirtækin eru smá og hafa lítið fjárhagslegt bolmagn. Aðstoð og þjónusta opinberra aðila við þessa starfsemi hefur verið til- viljanakennd og ekki tengd neinni stefnu. En vegna þeirrar reynslu sem aflast hefur er hópi manna á íslandi ljóst hvað þarf til að komast að og hvernig slík starfsemi á að líta út. Þá er hægt að gera sér grein fyrir hvað hún kostar yfir tímabilið þangað til hún fer að skila árangri fyrir fyrirtækin. Hér þarf að gera dálitla áætlun og bera kostnaðinn saman við aðra kosti sem við eigum völ á. Skv. bæklingi, sem Sameinuðu þjóðimar gefa nú út og hægt er að kaupa í aðalstöðvunum, er ísland 43. hæsti greiðandinn af 158 lönd- um til Sameinuðu þjóðanna, en 15. hæsti greiðandi pr. höfuð. Góð við- miðun að afla verkefna frá SÞ og Alþjóðabankakerfinu væri að afla sömu upphæða í verkefnum fyrir ísl. fyrirtæki og við greiðum í heild til allra stofnanna SÞ. Jafnframt myndi stjórnvöld marka þá stefnu að Islendingar fengju fyllilega í sinn hlut það sem þeim ber af starfs- fólki við stofnanir SÞ. I síðasta mánuði bar svo við, að Orkustofnun náði til sín verkefni á vegum OPS deildar SÞ í New York og ríkisstjórnar Djibouti. Þetta verkefni fengu þeir vegna sérþekk- ingar sinnar og vegna þess, að þeir voru í Djibouti og vissu hvernig málum var háttað. Bmgðist var snöggt við og komið með tillögu, sem.var samþykkt. M.ö.o. salan fór fram á staðnum. Svona starfsað- ferðir vísa veginn. Höfundur er viðskiptafulltrúi í New York. REYKJAVÍK Teigur Glæsilegur veitingasalur Borðapantanir í síma 689000 HVER ER VATNSHRÆDDUR? EKKI ISHIDA-VOGIN! mmwmm Iwkw um flug og ferðamái IATA, alþjóðasamtök tlugfélaga, í samvinmi við Flugtíðindi boða til hádcgisverðarfundar um flug og fcrðamál mánudaginn 25. júlí n.k. Sérstakur gcstur fundarins verður Dr. Gúnter-0. Eser, aðalframkvæmdastjóri IATA, og mun hann ræða um nýjustu strauma og stefnur í alþjóðlegum flugrekstii sem og ferðamálum og svara fyrirspumum. Dr. Gúnter 0. Eser mun m.a. fjalla um eftirtalin atriði: • Áhcrslubreytingar í empskum \ í flugmálum • Samntna flugféluga • Ftjálsræðisstrauma t farþegaflugi ríða um hcini • Aukna tæknivæðingu og hagræðingu í farþcgaþjónustu • Santkeppni á Norður-Atlantshafs ; flugleiðinni • Framtíðarliorfur í flugflutningum • Hlutverk IATA í breytilegum Ðugheinti Dr. Gúnter 0. Eser, aðalframkvæmdastjóri IATA. Fundartími: 25. júlí, kl. 12:00 • Fundarstaður: Hótel Saga, Grillið Verð: kr. 2.000,- Pátttaka tilkynnist á skrifstofti Flugtíðinda, Pósthússtræti 13, í síma 623234 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 22. júlí. IATA Alþjóðasamtök flugfélaga r* rtrrríjttMjrnt _ fÆ. ttur wut Fréttablað um flugmál Pnkup 4X4 með 6,2 Itr, dísilvél, sjálfskiptingu og nauðsynlegum búnaði. Nýr bíll með frábæra aksturseiginleika og mýkt. Vandaður vinnubíll fyrir kr1.728.000. CÓÐ_GREIÐSLUKJÖR RTI BiLVANGURstr HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Umboðsmenn: Akureyri, Véladeild KEA—Reyðarfirði, Lykil Njarðvíkum, Bílabragginn —Borgarnesi, Bílasala Vesturlands Vestmannaeyjum, Carðar Arason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.