Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 Kýldur poki. í þessu hali komu tveir pokar og var rækjan um 1500 kg. Guðjón Sævars- son háseti sá um að leysa frá en i brúnni fylgist karlinn með. FISKVINNSLAN FLYST CT Á SJÓ: „Seinni pungurinn erbyrjaður að gelta“ Morgunbladið fylgist med rækjufrystingu í Grindvikingi GK Magnús vinnslustjóri að pakka á fullu í 5 kg öskju. „Karlinn er í svaka stuði," hróp aði Magnús framleiðslustjóri á Grindvíkingi GK til að yfirgnæfa hávaðann í vélinni og ýmsum tækj- um, þegar ég leit inn í vinnslusalinn um borð. Dagvaktin var í óðaönn að pakka 70—90 flokknum á Jap- ansmarkað eftir að nýbúið var að hífa 1500 kg af fallegri rækju norð- an til á Húnaflóadýpi fyrir skömmu. „Ha, eru pungamir famir að blikka aftur. Já, svona á þetta að vera. Þetta er almennilegt," hélt hann áfram um leið og hann snar- aði 5 kílóa öskjunni fímlega í pönnu á borði fyrir aftan sig, greip nýja öskju með fallegri rækjumynd á lokinu, skellti henni á tölvuvogina, breiddi plastblað lipurlega í öskjuna og núllaði vigtina áður en hann tíndi 5 kíló af rækju í. Nú leit hann fyrst upp íbygginn á svip og sagði: „Nú drífum við þetta af svo við getum tekið á móti næsta hali því númer eitt, tvö og þrjú er að koma rækjunni í frostið áður en hún missir ferskleik- ann. Þá vill Japaninn ekki sjá hana og verðið hrapar." Stærstu hölin á daginn Strákarnir á dagvaktinni keppt- ust við að pakka rækjunni. Uppi á dekki var Jón Gauti háseti að hreinsa drasl úr rækjunni á færi- bandi sem lá frá móttökunni aftur við stýrishúsið. Draslið var mismik- ið eftir svæðum og eins eftir því hvaða tími sólarhringsins var. Yfír daginn gaf rækjan sig best í Húna- flóadýpinu líkt og annars staðar en svolítið var af marglittu, osti og draslfíski, sem gekk undir nafninu ormurinn. Alltaf voru nokkrar grá- lúður með og einstaka sinnum einn og einn þorskur, karfi, hlýri eða blágóma. Grálúðan var fryst fyrir Japan, þorskurinn var flattur í salt, hlýrinn var flakaður og þurrkaður í harð- fisk en draslið fór í sjóinn. Af færibandinu datt rækjan niður í flokkunarvél sem var staðsett í „steissnum“. Hægt er að flokka þrjá til fjóra flokka á Japan en minnsta rækjan fór í sér þvottakar og þaðan í lausfrystinn. Lausfrysta rækjan er kölluð iðnaðarrækja og kemur úr frystitækinu á færibandi í 30 kílóa pokum. Danir kaupa þessa rækju af Grindvíkingi GK og er hún pilluð í rækjuverksmiðju í Garðinum fyrir Danina. Allt kapp er lagt á að frysta rækju í pakkningar á Japan, því þá hleypur verðmæti aflans upp svo um munar sem þýðir betra kaup. Ekki duga slök vinnubrögð við Jap- ansrækjuna, því Japanir eru þeir kröfuhörðustu kaupendur sem Is- lendingar hafa kynnst og fella farminn hiklaust ef ekki er farið að settum reglum, en slíkt kemur í ljós við úttekt þegar landað er úr skipinu. Frystingin upphaflega fyrir loðnu Magnús framleiðslustjóri var að vigta ásamt Þorfinni 2. vélstjóra en Þorvaldur netamaður sá um að koma pönnunum í frystitækin jöfn- um höndum sem þær fylltust auk þess sem hann fylgdist með að allt- af væri nóg rækja á leið í gegnum lausfrystinn og skipti um poka þeg- ar þeir fylltust. Aðstaðan var þokkaleg og hrein- leg enda skiptir slíkt miklu máli en rækjufrystingunni er komið fyrir í skipinu á milli loðnuúthalda til að auka nýtingu skipsins betur. Því var úthlutað 260 tonna rækjukvóta eins og öðrum loðnuskipum í vor. Frystiútbúnaðurinn var upphaflega settur í skipið til að frysta loðnu en auk þess hefur frysting á loðnu- hrognum skilað þokkalegum ár- angri. Eftir nokkra daga í veiðiferð sem tekur venjulega þrjár vikur verður hver dagur fljótt öðrum líkur og snýst lífið um fernt: Vinna, borða, sofa og horfa á myndband. Nú var vinnan kærkomin eftir rólega byijun því búið var að horfa á öll myndböndin og sum mörgum sinnum. Klukkan hálf sjö kvölds og morgna og klukkan hálfeitt daga og nætur voru vaktaskipti hjá '■llil Jón Gauti Háseti að hreinsa rusl úr rækjunni áður en hún fer í flokkunarvélina. mannskapnum í vinnslunni, en vél- stjórarnir skiptust á vakt á tólf tíma fresti í vélarrúminu, í hádeginu og um miðnættið. Vaktaskiptin í brúnni hjá skipstjóra og stýrimanni voru á sama róli og hjá vélstjórun- um. Graslóðningarnar gefa best Skipstjórinn var alltaf á vakt á daginn og nú sat Rúnar Björgvins- son skipstjóri í brúnni og fylgdist vel með í ratsjánni því bannsett þokan grúfði yfir, svo skyggni var um 500 metrar. Þá þurfti að vakta sjálfstýringuna alveg sérstaklega, því einhver púki var hlaupinn í hana, svo hún átti til að slá út og breyta stefnunni að eigin geðþótta. A litlu tæki við hliðina á Rúnari blikkaði eitt rautt ljós en fyrir ofan það var annað rautt ljós sem var stöðugt. Þessi ljós sögðu skipstjór- anum að afli var að koma í trollið en aflamælum eða pungum, eins og sjómenn kalla þá, er komið fyrir á trollpokanum allt eftir því hversu mikið magn þeir eiga að segja fyrir um. Rúnar sagði mér að lítið væri að græða á dýptarmælinum þó hann væri með litaskjá samkvæmt nýj- ustu tækni því lóðningar á rækju- veiðum eru sjaldgæft fyrirbrigði. „Mér fínnst svona graslóðningar eins og eru núna gefa best,“ sagði hann og breytti stefnunni um 5 punkta. Á litaskjá í tækjaborðinu blikkaði hvítur depill í sífellu en frá honum lá blá lína. Sú lína sýndi leiðina sem skipið hafði togað frá því að trollið var síðast látið fara, frá vestri til austurs, og nú átti að beygja í fal- lega borgarstjórabeygju til baka. Pokahnúturinn bundinn. Hvít, rauð, gul og græn lína sýndu síðustu togin á svæðinu frá því við komum þangað. „Þetta er sami rúnturinn. Aðal- málið á rækjuveiðum er að hafa trollið sem mest í sjó á svæðum sem gefa góða rækju án þess að alltaf sé verið að rífa. Sem dæmi þá eru einhver skip að melda 2—3 tonn eftir sex tíma tog vestur af Osta- hryggnum, þar af er helmingurinn grálúða. Mér dettur ekki í hug að keyra í það þó tonnatalan kunni að vera hærri, því svona grálúðu- blönduð rækja verður fyrir svo miklu hnjaski að hún fer öll í laus- frystingu, þannig að aflaverðmætið verður ekki líkt því eins mikið og nú þegar allt að 60% fer í pakkning- ar á Japan,“ sagði hann og rétti mér þrjú samanheft blöð sem á stóð: „Rækja, ósoðin fyrir Japan. Vinnslureglur fyrir frystitogara: Sigurður 2. stýrimaður stjórnar kvöldvaktinni. Hér er hann að ganga frá i pönnur sem síðan eru settar í frystitæki. Á bak við hann sér i pökkunaraðstöðuna og er einn hásetinn að pakka í kílóa-öskjur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.