Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 14
14 B_____________________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988_ SKÍÐASKÓLINN í KERLINGARFJÖLLUM HEIMSÓTTUR Svifið niður brekkur í glampandi sól Morgunblaðið/Sverrir „Besta borgunin að fólk fari ánœgt héðan." Valdimar Örnólfsson ásamt konu sinni Kristínu Jónasdóttur. ÞAÐVAR blíðskaparveður þegar blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins heimsóttu Sklðaskólann í Kerlingarfjöllum. Við kynntum okkur starfsemi skólans og tókum tali nokkra af þeim fjölmörgu sem þeystu niður brekkurnar í glampandi sól. Skíðaskólinn hefur verið starfræktur síðanárið 1961. Skólinn er kenndur við umhverfi sitt, Kerlingarfjöll, sem eru á miðhálendi Islands, milli Langjökuls og Hofsjökuls. Að sögn Valdimars Örnólfssonar hófst starfsemi fyrirtækisins Fannborgar, sertí á skólann, með tveimur ferðum í Kerlingarfjöll sumarið 1961 og var þá gist í skála Ferðafélagsins í Ásgarði. Nú þegar 27 ár eru liðin f rá fyrstu ferðinni eru aðstæður aðrarog betri. Skíðakennarar hressir að vanda, talið frá vinstri: Jónas Valdimarsson, yfirskíðakenn- Af skíðasvæðinu er útsýni fagurt. ari, Jakobína Guðmundsdóttir, Þorgrímur Kristjánsson og Eyjólfur Kristjánsson. Nemendur gista í Fannborgar- skálanum eða svokölluðum nípum sem eru fimm tals- ins. Nokkrar lyftur eru á skíðasvæðinu og þar má finna brekkur við flestra hæfi. Skíðaskól- inn hefur kennt um 20 þúsund manns á skíðum frá stofnun. Skólinn nýtur engra styrkja frá ríkinu en á 25 ára afmælinu færði ríkið skólanum borholu að gjöf en vatnið úr henni er ekki nægilega heitt. Nemendasamband skólans safnar nú fyrir varmadælu til þess að hita vatniö úr borholunni. Þegar hún kemst í gagnið, verða heitir pottar, sem búið er að setja upp, teknir í notkun. Valdimar sagði að vonast væri til þess að þetta gæti orðiö í næsta mánuði og þá yrði einnig tilbúið nýtt baðhús. Að sögn Valdimars er það ekki nema undanfarin 5 ár, sem aðsókn hefur veriö nægileg til þess að standa undir rekstri skólans. Upp- bygging á svæðinu hefur átt sér stað smám saman og enn er verið að bæta aðstöðuna. Starfsfólkið, sem er um 25 talsins leitast við að skapa þægilegt andrúmsloft. „Við leggjum áherslu á að fólki líði vel hérna hjá okkur og höfum aldrei lit- ið á þetta sem gróöafyrirtæki. Fyrir okkur er það besta borgunin að fólk fari ánægt héðan. Það er einstök tilfinning að mæta gömlum nem- endum sínum svífandi niður brekk- urnar í Bláfjöllum á veturna", sagði Valdimar að lokum. Aldrei stigið á skíði áður „Við höfðum varla séð skíði áður en við komum hingað, hvað þá stig- ið á þau,“ sögðu þeir Stefan Schmidt og Klaus Jeppesen frá Danmörku. Þeir komu hingað ásamt hópi evrópskra unglinga á vegum Lions-hreyfihgarinnar. Klaus sagðist hafa verið á Djúpavogi en Stefan bjó á Selfossi. Flópurinn hitt- ist síðan i lok ferðarinnar í Skíða- skólanum í Kerlingarfjöllum. Þeir sögðust hafa ferðast nokkuð en þegar þeir voru spurðir hvað þeim hefði líkað best á íslandi, svöruðu þeir án umhugsunar: „Allar fallegu stúlkurnar." Um skíðakunnáttu sína sagði Stefan að hann gæti nú rennt sér niður brekkurnar án þess að detta oft á leiöinni. „Það er krafta- verki næst hversu vel okkur hefur gengið að læra að skíða," sögðu þeir félagarnir og renndu sér fim- lega af stað niður brekkuna. Æfingar gífurlega tímafrekar Næst hittum við að máli meðlimi A-liðs skíðalandsliðsins, þau Guð- rúnu H. Kristjánsdóttur, Valdimar Valdimarsson og Örnólf Valdimars- son. Með þeim var þjálfari þeirra Helmut Mayer og tveir aðstoöar- „íslenskar stúlkur þaft fegursta á landinu, aft landslaginu ólöstuðu." Félagarnir Klaus Jeppesen og Stefan Schmidt frá Danmörku. A-lift íslenska skfftalandsliðsins: Örnólfur Valdimarsson, Reykjavík, Guftrún H. Kristjánsdóttir, Akureyri og Valdimar Valdimarsson, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.