Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 ÚE liEIMI EVlEMyNEANNA Robert De Niro og Charles Grodin leika saman í nýjustu mynd Martins Brests sem heitir „Midnight Run“. Myndin er nokkurskonar hasardrama um bókhaldara (Grodin) sem flýr undan mafíunni en er eltur uppi af mannaveiðara (DeNiro).„Þetta er besta hlutverk sem ég hef leikið," lætur Grodin hafa eftir sér. Hann er örugglega einn fremsti grínleikari Bandaríkjanna, heillandi, kaldhæðinn og pínulítið kjánalegur. Málið er bara að hann fékk leið á þeirri ímynd fyrir nokkru. „Ég hef í rauninni ekki fengið hlutverk hingað til sem krefst alls þess af mér sem óg get gert — sem hefur þá breidd og næmi sem ég var þjálfaður fyrir," segir Grodin sem gekk í leiklistarskóla Lee Strasberg og lék á Broadway á sjöunda áratugnum áður en hann hellti sér útí kvikmyndirnar (hann hefur leikið í allt frá myndum eins og „Rosemary's Baby" og „The Heartbreak Kid“ til „King Korig“ og „Ishtar"). „Venjulegast leik ég persónur sem eru vitlausari en ég er, fólk sem er þröngsýnt og taugaveiklað." Svo hlær hann. „Það er ekki þar með sagt að ég sé ekki þröngsýnn og taugaveiklaður." Miðið tekið á metsölumynd; Stallone spennir bogann. De IMiro og Grodin leika saman Demme ger- ir mafíugrín Jonathan Demme, sem gerði m.a. hina óborganlegu „Something Wild“ hefur lokið við nýju myndina sína en hún heitir Giftur mafín- unni(„Married to the Mob“) og er gamanmynd. „Þetta eru gæjar sem gera 250.000 dollara eiturlyfjasamning og seinna um daginn mölva þeir tyggjókúlusjálfsala — þeir elska að stela," segiraðalleikari myndarinn- ar Alec Baldwin (leikur góðviljaðan draug í „Beetlejuice") þegar hann talar'um persónur myndarinnar. í „Married to the Mob“ leikur hann mafíósa sem á fullt hús af stolnum munum og er of heimskur til að skilja ógeð konunnar sinnar, sem Michelle Pfeiffer leikur, á lífsstíl þeirra. („Fáðu þér valíum," leggur hann til.) Eins óg Demme ólst Baldwin upp á Lönguströnd „þar sem allir sem ekki voru í mafíunni vildu láta aðra halda að þeir væru það. Mað- ur heyrði kannski einhvern segja: Frank frændi minn, hann þekkir fólk. Þeir sem höfðu virkileg sam- bönd þögðu auðvitað um þau.“ Baldwin hefur á síðustu árum leikið mest í sápuóperum en er að færa sig upp á skaftið í kvikmynd- unum að undanförnu. Næsta mynd sem hann sést í verður „Working Girl" eftir Mike Nichols og svo leikur hann í „Talk Radio" eftir Oliver Stone. Alec Baldwin í „Married to the Mob.“ Rambo III berst Robert De Niro og Charles Grodin í „Midnight Run“. „Rambo 111“ er nú sýnd í bæði Bíóborginni og Bíóhöllinni og gefst þar íslenskum kvikmyndahúsa- gestum tækifæri til að kynnast þriðja æfintýri einfarans þögla, John Rambos, í þetta sinn í Afgan- istan. Þegar myndin hefst er hann í búddaklaustri í Thailandi þangað sem hann hefur farið í leit að innri friði. Vinur hans og leiðbeinandi, Sam Trautman, sem Richard Crenna leikur eins og áður, hefur upp á honum og biður hann að hjálpa sér í leiðangri til Afganistan en Rambo, sem Sylvester Stallone leikur að sjálfsögðu, neitar honum um greiðann. Trautman fer einn og sjálfur og Sovétmenn handtaka hann. Þegar Rambo heyrir af því heldur hann í sinn persónulega leiðangur að bjarga vini sínum. Myndinni, sem kostaði meira en 60 milljónir dollara, er leik- stýrt af Peter Macdonald en hann vann við Rambo II og kvikmyndaði Hamborgarahæðina. Handritið er eftir Stall- one og Sheldon Lettich ■stan en að baki þeim standa framleið- endurnir Mario Kassar og Andrew Vajna er gert hafa allar þrjár mynd- irnar. Rambo III var tekin í ísrael, Thailandi og í Kaliforníueyðimörk- inni við Yuma í Arizona. „Rambo er maður sem hefði átt að lifa fyrir 500 árum," seg- ir Stallone. „Hann er eins og Samurai hnepptur í nútímaver- öld sem hefur ekki pláss fyrir hann. Hann verður að hafa málstað, ástæðu til að lifa. ... Hann er fæddur hermaður og það líkar mér.“ Kvikmyndagagnrýnandinn David Ansen skrifaði eitthvað á þessa leið í blað sitt News- weeic. „Hefur nokkurntímann verið uppi jafn óaðlaðandi sú- perhetja og John Rambo? Jafn húmorslaus, ofsóknabrjálaður og áhugalítill um gagnstæða kynið? Þessi hefndarþyrsta drápsvél hefði aldrei komist á hvíta tjaldið nema á níunda ára- tugnum. Flestir virðast hafa gleymt því að í upphafi, í myndinn- i„First Blood", var hann sýndur sem hálfgeðsjúkur Víetnamher- maður á heimleið en alltaf hetjan. í næstu Rambo-mynd var allri tvíræðni sleppt og hetjudýrkunin var alger; með smá hjálp vina sinna sigraði hann sitt persónulega Víet- namstríð og frelsaði bandaríska stríðsfanga í Suðaustur-Asíu. Uppruna Rambos má raunar rekja lengra aftur en til „First Blood". Hugmyndin að honum varð til hjá bandaríska rithöfundin- um David Morrell þegar hann horfði einu sinni á fréttir í sjón- varpi seint á sjöunda áratugnum. Hann var þá í háskóla. „Sýndar voru tvær fréttir hvor á eftir ann- arri," segir hann.„Önnur var um bardaga í Víetnam og hin um upp- þot í bandarískri stórborg." Mor- rell þótti margt sameiginlegt með fréttunum. „Eg hugsaði, hvað ef ég skrifaði skáldsögu sem færði Víetnamstríðið til Bandaríkjanna? Hvað ef ég sýndi hvernig stríðið yrði ef það væri háð hér á landi?" Hollywood var ekki lengi að kaupa kvikmyndarétt bókarinnar, sem út kom eitthvað tíu árum seinna, en það voru að minnsta kosti þrjú vandamál sem þurfti að Tvíburahrollvekja eftir Cronenberg Myndin sem hrollvekjusmiður- inn David Crononberg („The Fly“) vinnur að núna heitir „Twins" eða Tvíburar og byggir á samnefndri bók Bari Woods og Jack Geas- lands. Cronenberg kafar í þetta sinn oní hin dularfullu bönd sem tengja eineggja tvíbura. Þeir haga sér oft eins, tala eins og hugsa jafnvel sem einn og virðist sem annar viti og finni það sem hinn finnur og hugs'ar. Cronenberg hefur lengi verið heillaður af fyrirbærinu og byrjaði raunar á myndinni árið 1980 þeg- ar hann bað Norman Snider að gera uppkast að handriti. Tveim- ur árum seinna gerðist Marc Boyman framleiðandi myndar- innar og kynnti sér viðfangsefnið Jeremy Irons; galdurinn var að láta fólk halda að til væru tveir slíkir. með því að heimsækja Minne- sota-háskóla þar sem fram fer stórtæk rannsókn á tviburum. „Bókin sá okkur fyrir grunnfrá- sögninni," segir Snider. „Handri- tið fjallar um kyndugt afbrigði hins eilífa þrihyrnings." í marg-' endurskoðaðri útgáfu Cronen- bergs, sem kemur i bíóhúsin vestra í september, taka ein- eggja tvíburarnir Elliot og Be- verly Mantle, sem Jeremy Ir- ons(„The Mission") leikur, mikl- um og ógnvekjandi breytingum. Mantle-tviburarnir er heillaðir af innri gerð kvenlíkamans frá því þeir eru drengir. „Þeir eru svo ólíkir okkar,“ segir Beverly. „Við verðum að kanna þá,“ segir Elli- ot. „Hvernig förum við að því?“ spyr Beverly. „Með uppskurð- um.“ Er þetta formáli að enn frekari slimugum tæknibrellum sem áhorfendur hafa vanist frá Cron-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.