Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 Lausar eru til umsóknar nýjar stöð- ur aðstoðardeildarstjóra á eftirtöldum deildum Landspítalans: Barnalækningadeildum. Handlækningadeildum. Krabbameinslækningadeild. Kvenlækningadeildum. Lyflækningadeildum. Taugalækningadeild. Vífilstaðaspítala. Öldrunarlækningadeildum. Umsóknarfrestur er til 1. september 1988. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 601300. RÍKISSPÍTAIAR LANDSPÍTALINN ÚTSALA 20-50% afsláttur Fataefni Gardínuefni Skartgripir Sumarbolir Bútar Sængur- fatnaður Opiðfrákl. 10-18 Geríð góð kaup ftlnabuiin Þverholt 5, Mosfellsbæ, S. 666388 Bandaríkin: „Sameinaðir“ demókratar sundraðir vegna kontra- skæruliða Atlanta, Reuter. NÚ ÞEGAR demókratar hefja kosningfabaráttu sína gegn re- públikönum af fullum krafti og státa sérstaklega af þvi hversu sameinaður flokkurinn gangi til kosninga, hafa flokksleiðtogar hans látið í ljós ríkar áhyggjur af skoðanaágreiningi tveggja helstu oddvita hans þegar stuðn- ingur Bandaríkjanna við kontra- skæruliða í Nicaragua er annars vegar. Michael Dukakis forsetafram- bjóðandi flokksins hefur hvað eftir annað fordæmt stuðning Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta við kontrana, en á hinn bóginn hefur Lloyd Bentsen varaforsetaefni Duk- akis ávallt stutt forsetann í þessu máli og hafði auk þess áhrif á kol- léga sem einn af leiðtogum demó- krata í Öldungadeildinni. „Demókratar taka ekkert algilt hugsjónapróf, sem þeir krefjast að menn standist," sagði Jim Wright, þingflokksformaður demókrata í fulltrúadeildinni, í samtali við Reut- ers-fréttastofuna. „Demókratar geta verið fullkomlega ósammála hverjir öðrum um hvað landi og þjóð er helst til heilla." Sjálfur hefur Wright barist gegn stuðningi við kontrana með oddi og eggju og ennfremur átt beinar við- ræður við stjóm sandínista í Mana- gua um pólitíska lausn sambúðar- erfíðleika Nicaragua og Banda- ríkjanna. Þegar Wright var spurður hvort ágreiningur Dukakis og Bentsens í máli þessu kynni ekki að skaða kosningabaráttu demókrata sló þögn á Wright í nokkur andartök og starði hann hugsi fram fyrir sig áður en hann svaraði: „í sannleika sagt kann ég ekki svarið við þess- ari spumingu" og ræddi málið ekki frekar, en vanalega stendur ekki á svömm hjá Wright. Demókratar vonast til þess að fá frjálslynda repúblikana og óháða kjósendur á miðju litrófi stjóm- málanna til liðs við sig með því að bjóða Lloyd Bentson fram ásamt Dukakis, en sjálfur á Dukakis að höfða til hefðbundinna demókrata og allra til vinstri við þá skilgrein- ingu. Tvíeggjað herbragð Þrátt fyrir speki þá, sem liggur að baki þesu herbragði em stjóm- málaskýrendur þó á einu máli um að frambjóðendumir megi ekki brúa of breitt bil, þvf slíkt þjóni engum tilgangi öðmm en þeim að minna kjósendur á ágreiningsefni sam- ffambjóðendanna og undirstrika hvílíkt hyldýpi er í raun á milli mannanna í einstökum málum. Talið er að skoðanir þeirra Duk- akis og Bentsens á réttmæti bandarísks stuðnings við kontrana séu öðmm fremur til þess fallnar að varpa kastljósi á ágreining þenn- an og er viðbúið að hann komi ber- Iega í ljós þegar Öldungadeildin tekur til umfjöllunar breytingartil- lögu repúblikana við vamarmála- ^árlögin, en þar í vilja repúblikanar hafa heimild til fjárstuðnings við kontrana. Ljóst er að Bentsen kemst ekki hjá því að taka afstöðu til tillögunnar, en þrátt fyrir að hann vilji ekki enn skýra frá því hvemig hann myndi kjósa um tillög- una, segja nánustu aðstoðarmenn hans að hann myndi standa með Reagan forseta. Dukakis lætur sig þetta litlu varða og þegar hann var spurður um ágreining sinn við Bentsen í utanríkismáium yppti hann einung- is öxlum og sagði: „Við höfum ólík- ar skoðanir á hlutunum endmm og eins.“ Svínakjöt Þegar hann Flosi Ólafsson var að glóðarsteikja svínakjötið í sjónvarpinu um daginn og segja okkur að það væri „algjört æði“, datt mér í hug að koma með uppskriftir af svínakjötsréttum að þessu sinni. Og þar sem ekki hefur viðrað vel fyrir útigrillið á mínum heimaslóðum, læt ég nægja að koma með rétti sem ma- treiddir eru í eldhúsinu. „Paneraðar“ kótelettur með salati (fyrir 4). 4 svínakótelettur (Ú/2-2 senti- metra þykkar), 40 gr smjör, smjörlíki eða olía til steikingar. Til paneringar: 1 egg þeytt saman við eina msk. af vatni, fín- malað rasp kryddað með salti og pipar. Skerið óþarfa fítu af kótelett- unum, veltið þeim upp úr eggja- hræmnni, og síðan upp úr kiyd- daða raspinu.. Steikið kótelettumar í um 4 mínútur á hvorri hlið við vægan hita og gætið þess að feitin brún- ist ekki um of. Kótelettumar em svo bomar fram með hrásalati og grófu brauði eða smábrauði. Til tilbreytingar má gjaman nota fleiri kryddtegundir í raspið. Einnig er mjög gott að sefja um 2 matskeiðar af rifnum parmes- an-osti út í raspið. Svínakambur steiktur með grænmeti (fyrir 4) Um 1 kg svínakambur, 200 gr. beikon, tímían eða rósmarín (um 1 tsk.), 2. kvistar af steinselju, 1 Iaukur, fjórðungur af meðalstórri agúrku, 8-10 kartöflur, salt, pipar og jafningur fyrir þá sem vilja. Skerið tígla eða feminga í fitu- lag svínakambsins og stráið um §órðungi matskeiðar af salti yfír kjötið. Setjið kambinn í ofnfast fat og raðið svo niðurskomu bei- koninu í botninn. Brúnið í 225 gráðu heitum ofni í um 20 mínút- ur. Takið steikina úr ofninum og stráið niðursneiddum lauk, ag- úrku, kartöflum og steinselju auk krydds í botninn á fatinu. Leggið steikina ofan á og hellið um 3 dl af vatni yfír. Lækkið ofnhitann í 200 gráður, lokið fatinu með ál- pappír og steikið áfram í 30-40 mínútur, eða þar til steikarmælir er kominn í um 65 gráður. Látið steikina þá standa í 10-15 mínút- ur. Fleytið fítuna ofan af soðinu, síið það og jafnið ef óskað er. Saltið og piprið eftir smekk, og setjið örlítið af sykri út í. Sneiðið kjötið og raðið því yfir grænmetið í fatinu áður en það er borið fram. Hamborgar-kótelettur með spergilkáli í gratini (fyrir 4) V2-V4 kg hamborgarhryggur, 20 gr smjör eða smjörlíki, um 500 gr spergilkál (broccoli), nýsteyttur pipar, rifínn mildur ostur til gratínering- ar. Sjóðið spergilkálið í léttsöltuðu vatni við vægan hita í 4-5 mínút- ur, og látið vatnið svo renna af því. Raðið kálinu síðan í ofnfast fat, kryddið með pipar og stráið rifna ostinum yfír. Skerið hamborgarhrygginn niður í um 1 sentimetra þykkar kótelettur. Skerið í fítuna á tveim- ur stöðum svo sneiðamar brúnist jafnar. Steikið kótelettumar við vægan hita í um eina mínútu á hvorri hlið. Gratínerið spergilkálið undir grilli þar til osturinn er bráðinn, og raðið kótelettunum á kálið. Borið fram með grófu smá- brauði eða kartöflum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.