Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 Með Richard Crenna i stríði við sovéska herinn í Afganistan. leysa áður en ráðist yrði í gerð myndarinnar: Það var mikið ofbeldi í Rambo, eins og við þekkjum, Hollywood var að bakka útúr Víet- nam-myridunum á þessum árum (rétt um '80) og í sögulok lést Rambo en hamingjusöm endalok eru Hollywood og áhorfendum meira að skapi. Þess vegna gekk rétturinn manna á milli í langan tíma þar til Mario Kassar og Andrew Vajna höndluðu hann fyrir nýja kvikmyndafyrirtækið sitt, Car- olco, og „First Blood“ varð fyrsta mynd þess. Vajna breytti aðalper- sónunni úr geðsjúklingi í fórnar- lamb aðstæðna og leitin að rétta leikaranum hófst. En hún stóð stutt. „Stallone var efstur á lista hjá okkur," segir Vaj- na. Hann var tiltækur og skrifaði sjálfur sjö uppköst að handriti á næstu fjórum mánuðum. Myndin naut mikilla vinsælda þegar hún var frumsýnd og ekki síður fram- haldsmyndin sem tók inn 270 nrtillj- ón dollara um heiminn. Og núna er númer þrjú á leið í bíó. Hvort það er síðasta myndin í flokknum er ekki gott að segja um. Stallone ræður því sjálfsagt. IMikíta litli: Njósnaþriller með Poitier Jeff N. Grant er ósköp venjulegur, bandarískur skólastrákur sem dreymir um að fá inngöngu í Flugliðs- foringjáskóla bandaríska hersins. Foreldrar hans reka gróðrastöð í úthverfi San Diego í Kaliforníu og Jeff er vinamargur og vinsæll. Fjölskyldulífið er eins og best verður á kosið. Roy Parmenter er starfsmaður banda- rísku alríkislögreglunnar, FBI, en eitt af hlutverkum hans er að fara yfir allar umsóknir um skólavist við liðs- foringjaskólann. Þegar hann fer yfir umsókn Jeffs kemur ýmislegt furðulegt í Ijós; svo virðist sem foreldrar hans hafi verið uppi á 19. öld og látist skömmu fyrir síðustu aldamót. Það er eitthvað sem ekki passar og við nánari athugun koma fram í dagsljósið upplýsingar um foreldra Jeffs sem eiga eftir að umturna tilveru hans og sambandi hans við foreldra og félaga. Þetta er partur af söguþræðinum í njósnaþrillernum „Little IMikita", sem Stjörnubíó sýnir á næstunni. Myndin er með Sidney Poitier í aðalhlutverki FBI-manns- ins en River Phoenix leikur strákinn Jeff.Leikstjóri er Richard Benjamin. Poitier leikur nú í hverri mynd- inni á fætur annarri eftir að hann rauf tíu ára kvikmyndabindindi með þrillernum „Shoot To Kill“. Hann varfyrsti svarti leikarinn sem varð súperstjarna í Hollywood, Óskarsverðlaunahafi og fyrirmynd margra listamanna sem reyndu að feta í fótspor hans. Foreldrar hans voru bændur og hann ólst upp, yngstur sjö systkina, á Bahamaeyj- um. Sextán ára fluttist hann til Florída og ári síðar til New York þar sem hann segist hafa orðið fyrir „menningaráfalli". Hann gekk í bandaríska herinn en eftir stríð sótti hann af tilviljun um aðild að „American Negro Theatre". Árið 1950 fékk hann fyrsta hlutverkið í kvikmynd á móti Richard Widmark í „No Way Out“. Hann var útnefndur til Óskarsins árið 1958 og hreppti hann sex árum seinna fyrir Liljur vallarins. Hann hefur leikið í yfir 40 kvik- myndum og hann hefur líka fengist við leikstjórn en hann leikstýrði m.a. gamanmyndinni „Stir Crazy“ með Gene Wilder og Richard Pryor. Við gerð Nikíta litla var skálað fyrir þessum merka leikara í tilefni sextugsaf- mælis hans. Afmæliskveðjan var svohljóðandi: Til hamingju með afmælið, Parmenter. Frá vinum þínum í F.B.I. Þótt River Phoenix sé ekki nema 17 ára er kvikmyndaferill hans hinn athyglisverðasti. Myndirnar sem hann leikur í eru ekki dæmigerðar bandarískar unglingamyndir og léttmeti heldur myndir af alvarlegri tegund eins og „Stand By Me" og Moskítóströndin þar sem hann lék á móti Harrison Ford. Sidney Poitier handsamar einn grimmilegan f Nikfta litli. enberg? Nei, alls ekki. Drengirnir verða læknar þegar þeir vaxa úr grasi og vinna viö fræga sjúkra- stofnun þar sem þeir sérhæfa sig í lækningum á ófrjósemi kvenna. „Ég held að Tvíburar sé ól(k þeirri mynd sem ég fókkst víð síðast," segir Cronenberg. „I „The Fly“ lá listin í því að gera fantasíuna að raunveruleika. í Tvíburum er því öfugt farið — í henni sný óg raunveruleikanum upp í fantasíu." I fyrstunni Kta tvíburarnir út eins og hverjir aðrir bræður sem búa og vinna saman, nema þeir hafa sórstaka skurðlæknahæfi- leika og eru svolitlir sérvitringar. Þeir vinna saman að verkefnun- um sínum, skipta með sér viður- kenningum og jafnvel stundum konum. Þá kemur til sögunnar Claire Niveau (sem Genevieve Bujold leikur) er leitar til bræð- ranna vegna ófrjósemi sinnar. Skömmu seinna fara smávægi- legir andlegir gallar að gera vart við sig i bræðrunum sem aukast og versna í eymd og eyðileggingu þar til þeir mæta grimmum örlög- um sínum. Helsta vandamálið við tækni- brellurnar f þessari Cronenberg- mynd var ekki að t.d. léta flugu breytast í mann heldur láta svo líta út að til væru tveir nákvæm- lega eins leikarar að nafni Jeremy Irons en bræðurnir eru saman í alls 35 atriðum myndarinnar. Þykir það hafa tekist mjög vel. Framleiðsla myndarinnar stöðvaðist um tima fyrir um ári síðan þegar De Laurentis kvik- myndafyrirtækiö, sem ætlaði að fjármagna myndina, þurfti að draga saman seglin og dró sig úr fyrirtækinu. laugardaga 8QP-I8QP sunnudaga IIQPLI8QP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.