Morgunblaðið - 09.09.1988, Side 5

Morgunblaðið - 09.09.1988, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 B 5 Rás 1; Hvíta rósin ■U Hvíta rósin 30 nefnist dagskrá sem verður flutt á Rás 1 í dag. Hún flallar um andspymu syst- kinanna Hans og Sophie Scholl í Þýska- landi nasismans. Asamt fáeinum vinum dreifðu þau Hans og Sophie Scholl flugrit- um til námsmanna í Suður-Þýskalandi árið 1942—43, þar sem hvatt var til andspymu gegn ógnarstjóm nasista. Þau guldu fyrir með lífi sínu. Þann 18. febrúar 1943 féllu þau í hendur Gestapo og voru líflátin með fallöxi fjórum dögum síðar. Hvíta rósin var dulnefni andspymuhópsins. Að loknu stríði hóf Inge Scholl að safna saman munnlegum og rituðum heimildum um líf Hans og Sophie og starf andspymuhópsins. Bók hennar um þetta efni, Hvíta rósin, kom út í íslenskri þýðingu á síðasta ári. í þessum þætti segir Inge Scholl frá síðustu mánuðum í lífi systkina sinna og starfí Hvítu rósar- innar. Frásögn hennar var hljóðrituð á heimili hennar í Þýskalandi í sumar. Sömuleiðis verður í þættinum lesið úr flugritum Hvítu rósar- innar, bréfum og dagbókarbrotum Hans og Sophie. Ennfremur heyr- ist úr samtímaupptökum í réttarsölum nasista. Einar Heimisson þýddi og setti dagskrána saman en flytjendur auk hans eru Gerður Hjör- leifsdóttir, Erla B. Skúladóttir og Hrafn Jökulsson. Einar Heimisson með Inge Scholl, systur Schollsystkinanna. Ajfai Kristnið allar þjóðir ■■H Kristnið 1 r 00 allar þjóðir A ” nefnist þáttur sem verður á dagskrá útvarps- stöðvarinnar Alfa í dag. Þetta er fyrsti þáttur af fjórum í umsjá Sambands íslenskra kristniboðs- félaga. Hilmar E. Guðjónsson verslun- Guðlaugur Gunnarsson sýnir mönnum armaður les frásögu- mynd úr biblíusögunum. þátt um Ólaf Ólafsson sem var kristniboði í Kína í 14 ár. Guðlaugur Gunnarsson, kristni- boði segir frá heiðnum siðum í Eþíópíu og Margrét Hróbjartsdóttir hjúkrunarfræðingur flytur hugvekju, en Margrét hefur verið kristni- boði í Eþíópíu. Kynnir er Benedikt Amkelsson. Þátturinn verður endurtekinn nk. þriðjudagskvöld kl. 22. Rás 2: Tónleikar ■■■■ Á Rás 2 í dag eru tónleikar sem hljómsveitin Simple Minds 1 fí00 hélt í Glasgow árið 1985. Tónleikamir vom hljóðritaðir A af breska útvarpinu og flytur hljómsveitin m.a. lög af plöt- unum „New gold dream“ og „Sparkle in the rain“, og söngvaramir Jim Kerr og Bono, söngvari U2, flytja eitt lag í sameiningu. Simple Minds á rúmlega 10 ára langan feril að baki og hefur gefíð út margar vinsælar plötur og lög, t.d. „Promised you a miracle", „Wat- erfront", „Alive and kicking", „Don’t you forget about me“ og fleiri. Kynnir er Skúli Helgason. Sjénvarpið: Myndlist ■IH í Ugluspegli í kvöld verður farið á myndlistasýningar. í O A 45 þaettinum verður rætt við myndlistarmenn og ýmsa aðra um möguleika listamanna að lifa af list sinni, einnig er fjallað um það hverjir fari á myndlistarsýningar og reynt að skoða hveijir það e'ru sem kaupa sér myndir á sýningum. Myndlistamennim- ir sem fram koma í þættinum eru Messína Tómasdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Elín Magnúsdóttir, Kristín María Ingimarsdóttir, Jó- hannes Eyflörð og Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir. Þá verður einnig rætt við Ulfar Þormóðsson, stjómarformann Gallerís Borgar um það hvemig gallerí-rekstur gangi og hveijir sæki málverkauppboð. Um- sjón með Ugluspegli hefur Kolbrún Halldórsdóttir. HVAÐ ER AÐO GERAST í Katel í sal Verslunarinnar Katel er sölusýningu á plakötum og eftirprentunum eftir Chagall. Salurinn ertil húsa að Lauga- vegi 29 (Brynju-portiö). Sýningin er opin virkadaga kl. 10—18. Kjarvalsstaðir Ragna Róbertsdóttir heldur sýningu á Kjarvalsstöðum á skúlptúrum úrtorfi og grjóti sem hún hefur unnið að sl. tvö ár. Ragna var valin Borgarlistamaður 1987 og er með þessari sýningu að þakka fyrirsig. Hún stundaöi nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands og Konstfact, Stokkhólmi. Sýningin er opin frá kl. 14—22 alla daga og stendur til 11 sept- ember. (Austurforsal Kjarvalsstaöa heldur Sigríður Gyða Sigurðardóttir sýningu á u.þ.b. 30 verkum. Þetta er fyrsta einka- sýning hennar i Reykjavik en hún hefur tvívegis tekið þátt í haustsýningu F(M á Kjarvalsstöðum. SigríðurGyða stundaði nám í myndlistarskólum hérlendisí 7 ár. Sýningin er opin daglega kl. 14—22 og stendurtil 11. september. Krókur I Gallerí Krók sýnir Bjarni Þórarinsson mynd unna með bleki. Krókur er að Laugavegi 37 og eropinn á verslun- artíma. Mokka Halldóra Emilsdóttir sýnir pastel-myndir í Mokka við Skólavörðustig. Verkin eru unnin á þessu ári. Halldóra lauk námi frá málaradeild Myndlista- og hándíðaskól- anum 1987 og er við nám í Rietveld Academie í Hollandi. Verkin á Mokka eru til sölu. Sýning stendur út ágúst. Nýhöfn I Nýhöfn, Hafnarstræti 18, stendur nú yfir sumarsýning á verkum ýmissa lista- manna. Verkin eru öll til sölu og til af- hendingar strax, en ætlunin er að þetta form verðjá sýningum í sumar og standi fram í september þegar einkasýningar hefjast á ný. (Nýhöfn eropið alla virka daga kl. 12-18. Lokað um helgar. I innri sal Nýhafnareiga eftirtaldirlista- menn verk til sölu: Ágúst Petersen, Borg- hildurÓskarsdóttir, Bragi Ásgeirsson, Daði Guðbjörnsson, Edda Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, Harpa Björnsdóttir, Haukur Dór, HólmfríðurÁrnadóttir, Karl Kvaran, Karólína Lárusdóttir, Magnús Kjartans- son, Valgaröur Gunnarsson og Vignir Jóhannsson. Nýiistasafnið (Nýlistasafninu standa yfir sýningar á verkum Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur og Söru Pucci. Guðrún Hrönn nam við Myndlista- og Handíðaskóla (slands 1974—1978 og útskrifaðist úr Nýlista- deild. Einnig stundaði hún nám í Hol- landi við Den Vrije Academie i Den Haag og Jan van Eyck Academie í Maastricht 1978—1982. Guðrún Hrönn sýnirolíu- málverk, akrílmyndirog skúlptúra. Sara Pucci er á 85. aldursári og sýnir hún persluskreytta og skrautlega hluti sem hún býr til handa dóttur sinni listakon- unni Dorothy lannone. Sýningamar standa til 18. september og er opiö dag- lega frá kl. 16—29 og kl. 14—20 um helgar. Hafnarborg Hafnarfirði (Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði stendur yfir sumarsýning á verkum úr safni stofnunarinnar. Sýningin er opin daglega kl. 14—19. Vinnustofa og sýningarsalur Rikey Ingimundardóttir hefur opnað vinnustofu og sýningarsal að Hverfisgötu 59. Þar eru til sölu verk hennar; málverk, postulínslágmyndir, stytturog minni hlut- ir úr leir og postulíni. Ríkey málar og mótar verk eftir óskum hvers og eins. Opið er á verslunartima. Hótel Selfoss Ólafur Th. Ólafsson sýnir vatnslitamyndir og teikningar i anddyri Hótels Selfoss í september. Stillholt Akranesi Bjarni Jónsson listmálari og Astrid Ell- ingsen prjónahönnuðuropna sýningu í veitingahúsinu Stillholt á Ákranesi á laug- ardag. Astrid sýnir handprjónaða kjóla og peysurog Bjarni sýnirolíumálverk, akrýlmyndir og vatnslitamyndir. Sýningin verðuropindaglega til 18. september og verða þau Bjarni og Astrid við þar kl. 14—22 um helgar. Hótel Blönduós Rúna Gísladóttir sýnir á Hótel Blönduósi verkfrá síöastliönum 2—3 árum, bæði málverk og collage — eða samfellumynd- ir. Rúna nam við Myndlista- og handíða- skóla (slands i 4 ár, einnig stundaði hún myndlistarnám í Noregi um tima. Hún hefur starfað við myndlist á eigin vinnu- stofu á Seltjarnarnesi og stundað mynd- listarkennslu. Þetta erönnureinkasýning Rúnu, þá fyrri hélt hún á Kjarvalsstöðum í nóvember síðastliðnum. Sýningin er sölusýning og stendurtil 1. október. Opið er alla daga á opnunartíma hótels- ins. Gallerí Allrahanda Akureyri Galleri Allrahanda ertil húsa að Brekku- götu 5 á Akureyri. í sumar er opið þriðju- daga til föstudaga kl. 13.00—18.00 og á miðvikudagskvöldum kl. 20.00—22.00. Galleríið er á efri hæð og eru þar til sýn- is og sölu leirmunir, grafík, textíl-verk, silfurmunir, myndvefnaðurog fleira. Leiklist Alþýðuleikhúsið Alþýðuleikhúsið sýnir leikritið Elskhuginn eftirenska rithöfundinn Harold Pinter. Sýningarnareru ÍÁsmunda'rsal við Freyjugötu föstudaga kl. 20.30 og laug- ardaga kl. 20.30 og sunnudaga kl. 16.00. Leikendureru Viðar Eggertsson, Erla B. Skúladóttirog Kjartan Bjargmundsson. Leikstjóri er Ingunn Ásdisardóttir. Ferðalög Upplýsingamiðstöð Upplýsingamiðstöð ferðamála er meö aðsetur sitt að Ingólfsstræti 5. Þar eru veittar allar almennar upplýsingar um ferðaþjónustu á (slandi. Opið er mánu- daga til föstudaga kl. 8.30—19.00, laug- ardaga kl. 8.30—16.00 og sunnudaga kl. 10.00-14.00. Síminner 623045. Útivera Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður laug- ardaginn 10. september. Lagtverðuraf staðfrá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Mark- miðgöngunnarersamvera, súrefni og hreyfing. Nýlagað molakaffi. Allir, ungir og aldnir, eru velkomnir. Ferðafélag Islands Áföstudagskvöld kl. 20.00 verðafarnar tvær helgarferðir á vegum Ferðafélags- ins. Önnurtil Þórsmerkur, þarsem gist verður í Skagfjörösskála í Langadal og farnar gönguferðir um Mörkina, hin ferð- in er til Landmannalauga og í þeirri ferð verður ekið inn Jökulgilið inn í Hattver og gengið til baka í Laugar. Gist er í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Á sunnudaginn verða tvær dagsferðir, gönguferð og ökuferö. Gönguferðin hefst kl. 10 og verður þá gengið um Ólafs- skarð og síöan að Geitafelli og þeir sem vilja ganga á fellið og endar svo gangan á Þrengslavegi. Kl. 13 verður ökuferð um nýju Óseyrarbrúna. Ekið verðurum Þrengslaveg og yfir nýju brúna, komið við á Eyrarbakka og Stokkseyri og ekið þaðan um Selfoss og Hveragerði til Reykjavík. Á Eyrarbakka verður komið við í Alpan verksmiðjunni. Á föstudag kl. 20 verður farin helgarferö til Þórsmerkur og gist í Skagfjörösskála í Langadal. Á laugardag er gengið yfir Fimmvörðuháls frá Þórsmörk og að kvöldi kemur bíll að Skógum og nær [ hópinn. Einnig verður farin helgarferö til Landmannalauga og í þeirri ferð er ekið i Eldgjá og gengið að Ófærufossi. Gist í sæluhúsi Fl í Laugum. Á sunnudag verða tvær dagsferðir. Sú fyrri kl. 10.00 en þá verður gengin gömul þjóöleið frá Hellisheiöi í Grafningi. Kl. 13 verður ekið í Grafning og gengið meðfram ölfus- • vatnsáog aðölfusvatnsárgljúfri. Útivist Eftirfarandi ferðirverða á dagskrá Útivist- ar um helgina: 1. Þórsmörk, haustlita- ferð. Gist i skála. Skipulagðar gönguferð- ir. 2. Löðmundur — Landmannalaugar. Gengið m.a. um Rauöfossafjöllin og á Krakatind austan Heklu. Sunnudags- ferðir 11. september: Strandganga í land- námi Ingólfs 21. ferð. a. Kl. 10.30: Sel- vogur — Þorlákshöfn. b. Kl. 13.00 Flesjar — Þorlákshöfn — Óseyrarbrú. Ganga vestan Þorlákshafnar og litast um í pláss- inu. Byggðasafnið skoðað. Á bakaleið verður ekið um Ölfusárbrúna nýju sem eflaust vekurforvitni margra. Brottförer frá BSÍ, bensínsölu. Viðeyjarferðir Hafsteinn Sveinsson er með daglegar ferðir út í Viðey. Fyrsta ferð er fariö kl. 13.00 og er farið á heila tímanum frá Reykjavík og á hálfa tímanum frá Viðey. Mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga fer síðasta ferð frá Viðey kl. 18.30 en aðra daga kl. 23.30. Aukaferðir eru farn- ar með hópar sem panta sérstaklega. Kirkjan í Viðey er opin og veitingar fást í Viðeyjarnausti. Bátsferðin kostar 300 krónurfyrirfullorðna, 100 krónurfyrir börn að 14 ára aldri en frítt er fyrir börn 5 ára og yngri. Hreyfing Keila (Keilusalnum í Öskjuhlíð eru 18 brautir undir keilu, á sama stað er hægt að spila billjarö og pínu-golf. Einnig er hægt að spila golf í svokölluöum golfhermi. Sund I Reykjavík eru útisundlaugar i Laugar- dal, við Hofsvallagötu og við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Einnig eru útisund- laugar á Seltjarnarnesi, á Varmá og við Borgarholtsbraut í Kópavogi. Innisund- laugar á höfuðborgarsvæðinu eru við Barónsstíg og við Herjólfsgötu í Hafnar- firði. Opnunartíma þeirra má sjá ídag- bókinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.