Morgunblaðið - 16.09.1988, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988
B 11
Guðað á
skjáinn
Eyðni í sápuóperum
Sápuóperur í bandarísku sjón-
varpi eru þekktar af öðru en að
fjalla um áríðandi þjóðfélags-
vandamál. Þess vegna vakti það
nokkra athygli vestra þegar þrjá
vinsælar dagsápur, svokallaðar
af því þær eru sýndar í eftirmið-
daginn en ekki á kjörtíma, tóku
allt f einu uppá því að blanda
eyðnisjúkdómnum inní enda-
lausan söguþráðinn. Sápurnar
eru: „The Young and the Rest-
less" hjá CBS; „All My Children"
hjá ABC og „Another World" hjá
NBC. Þær fjalla um sjúkdóminn
á ólíkan hátt en eiga þó eitt sam-
eiginlegt; allar þrjár eyðnisögurn-
ar segja frá sjúklingum sem eru
konur.
Sjúkdómar hafa alla tíð séð
handritshöfundum sjónvarps-
mynda og þátta fyrir krassandi
efni en sápuóperur eru ekki endi-
lega þekktar fyrir að fara rétt
með læknisfræðilegar stað-
reyndir. Nýlega gaf t.d. einhver
í einhverri sápunni blóð og reynd-
ist vera í „G“-flokki.
En sumir sápuhöfundar telja
sig vera að gera skyldu sína þeg-
ar þeir vefa alvarlega sjúkdóma
eins og eyðni í söguþræði sína
því þannig komi þeir á framfæri
mikilvægum upplýsingum. Einn
af handritshöfundum „The Yo-
ung and the Restless", Kay Ald-
en, segir að með eyðnisögunni í
CBS-sápunni sé verið að reyna
að „leiðrétta margan misskiln-
inginn um fólk sem er svo óhepp-
ið að hafa fengið sjúkdóminn".
En af hverju eru sjúklingarnir
konur? Það er einfalt eftir því
sem Alden segir: Til að þjóna
best áhorfendunum, sem flestir
eru konur. „Það býður líka uppá
meiri möguleika að nota konur
vegna þess að flestir líta ekki á
eyðni sem sjúkdóm er konur
geta fengið og gera sér ekki grein
fyrir að gagnkynhneigt fólk er í
hættu," segir Alden.
En, segir Deborah Rogers sem
vinnur að bók um kvenlýsingar í
sápuóperum, umfjöllun sápanna
þriggja um eyðni er svo skrum-
skæld til að ná fram auknum
dramatískum áhrifum að áhorf-
endur, samtals 60 milljónir á
viku, gætu fengið ranga hug-
mynd um sjúkdóminn. (tveimur
af sápunum fengu sjúklingarnir
eyðni af vændi — óbeint í öðru
tilvikinu. Eyðnisjúklingurinn í
„Another World", sem nú er lát-
inn, fékk sjúkdóminn með blóð-
gjöf — mögulegt en tölfræðilega
ólíklegt. Það kemur í Ijós að gef-
andinn — gleðikona — er móðir
sjúklingsins sem þá drepur í
rauninni dóttur sína. Ekki beint
huggulegt efni fyrir 80 prósent
áhorfenda sem eru annaðhvort
mæður eða dætur. Eyðni í sam-
bandi móður og dóttur er ekki
bundin við „Another World". í
„The Young and the Restless"
er Jessica Blair fyrrum vændis-
kona sem yfirgaf dóttur sína fyrir
mörgum árum til að sinna
„starfsferlinum" en hefurnú snú-
ið til hennar aftur áður en hún
deyr úr eyðni.
I sjónvarpinu verður eyðni,
sem aðallega tengist kynhverfu
fólki og eiturlyfjaneytendum í
veruleikanum, sjúkdómur gagn-
kynhneigðra kvenna. Og eyðni,
segir Rogers, er ekki aðeins not-
uð til að fjalla um flókið samband
móður og dóttur og krydda svol-
ítið dagsápur heldur til að refsa
konum fyrir léttlyndi í ástarmál-
um.
-ai.
Einföldun: Úr þáttunum „All My Children11.
Metsölublað á hverjum degi!
IUIYIMDBÖND
Sæbjörn Valdimarsson
Velgja
spennumynd
Feel the Heat ★1/2
Leikstjóri Joel Silberg. Handrit
Stirling Silliphant, Moshe Dia-
mant. Aðalleikendur David Duk-
es, Tiana Alexandra, Rod Steig-
er. Bandarísk/argentínsk. Trans
World Entertainment 1987.
Laugarásbíó 1988. 90 mín.
Atakamynd í slöku meðallagi.
Til tilbreytingar er sögusviðið að
hluta Suður-Ameríka, nánar til tek-
ið Argentína, þó ekki bjargi það
miklu. Eiturlyfjalögreglumar Duk-
es og Alexandra eru sendar til
Buenos Aires að hafa uppá þeim
sem stunda stórfellt heróínsmygl
til Bandaríkjanna. Sá gmnaði er
umboðsmaðurinn Steiger, því er
Alexandra litla dubbuð upp sem
dansari og þannig kemst hún inní
innsta hring umbans og þarf þá
ekki að spyrja að leikslokum.
Þeir félagar, Stéiger og handrits-
höfundurinn Silliphant, mega svo
sannarlega muna sinn fífíl fegri.
Sú var tfðin að þeir voru dáðir lista-
menn sem risu hæst fyrir tuttugu
árum er þeir hlutu Óskarsverðlaun
fyrir hluteild sína í í hita næturinn-
ar. Steiger fyrir bestan leik í aðal-
hlutverki og Silliphant fyrir óvenju
meitlað og líflegt handrit þar sem
einnig var komið við kynþátta-
vandamál suðursins.
Með hliðsjón af Feel the Heat, á
fólk sjálfsagt bágt með að skilja
að hér fara gömul stórmenni og
Óskarshafar, en hún sýnir best að
verðlaun eru víst engin trygging
fyrir farsæld né ótæmandi hæfileik-
um.
Benni á
tímaflakki
Gamanmynd
Biggles ★ ★
Leikstjóri John Hough. Handrit
John Groves og Kent Waldwin,
byggt á sögupersónum Capt.
W.E. Johns. Kvikmyndatöku-
sljóri Ernest Wincze. Tónlist
Stanislas. Aðalleikendur Neil
Dickson, Alex Hyde-White, Fiona
Hutchinson, Peter Cushing.
Bresk. Gerð 1986. 89 mín. Bönn-
uð yngri en 12 ára.
Þessi lauflétta ævintýramynd
fjallar um sögupersónu sem er
minni kynslóð að góðu kunn, flug-
hetjuna Benna, sem Norðri gaf út
við miklar vinsældir á þeim árum
sem bókin var vinsælasti afþreying-
armiðillinn. Síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar og svo sannarlega
á þessi mjmdbands-Benni lítið ann-
að skylt við garp bemskuminning-
anna en að hann er jú flugkappi.
Því samkvæmt þörfum unglinganna
í dag er hann nú orðin samsuða af
Bennanum hans Johns kapteins og
nýmóðins Spílberghetju sem geysist
aftur til síðari heimsstytjaldarinnar
— sögusviðs myndarinnar — úr
nútímanum. Frambærilegt, undur-
vitlaiiof
Ekkert
blávatn
MARKAÐSÞEKKING
ÚTFLUTNINGSKUNNÁTTA
✓
VILTU VERDA KUNNATTUMAÐUR
í ÚTFLUTNINGIOG
MARKADSSÓKN?
Þér gefst færi á eins vetrar námi til aö ná því marki,
-án þess að það komi niður á vinnunni.
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
UTFLUTNINGS
OG MARKAÐSSKÓLI ÍSLANDS
Ánanaustum 15-101 Reykjavík - Sími (91) 62-10-66
Dauer
léttöl