Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, ÓLYMPÍULEIKARNIR í SEOUL ’88 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Keppt um 42 gullverðlaun í frjálsíþróttum: Vinnur Carl Lewis fém gullverðlaun eins og á leikunum 1984? FRJÁLSÍÞRÓTTIR eru ein helzta keppnisgrein Ólympíu- leikanna og er keppt um fleiri gullverðlaun þar en í nokkurri annarri grein, eða 42. Keppt er í 24 greinum karla og 19 grein- um kvenna, þ.m.t. tveimur boð- hlaupum í hvorum flokki. Keppnin hefst 23. september og lýkur 2. október að stað- artíma. Fyrirfram kann athygli manna að beinast að ákveðn- um einstaklingum, einkum að væntanlegu uppgjöri nokkurra stórstjarna. Þó má búast við mikilli keppni í flestum greinum og tæpast er hægt að bóka neinum sigur þvf mikil gróska hefur verið f frjálsíþróttum á heimsvfsu undanfarin ár. Til marks um það hafa verið sett 18 heimsmet f frjálsfþróttum frá því f fyrravor. Rétt eins og á heimsmeistara- móti frjálsiþróttamanna í fyrra í Róm má gera ráð fýrir að íþrótta- menn frá Bandaríkjunum, Sov- étríkjunum og Austur-Þýzkalandi verði áberandi í Seoul. Það eru fyrstu Ólympíuleikamir frá 1976, sem fíjálsíþróttamenn frá þessum rílgum etja kappi saman. Bandaríkjamenn verða einkum sterkir í spretthlaupum, boðhlaup- um, grindahlaupum karla, lang- stökki beggja kynja og sjöþraut, en tiltölulega slakir í öðrum grein- um. Austur-þýzkir fijálsíþrótta- menn eru líklegir á pall í þeim grein- um sem þeir keppa, enda ekki send- ir í greinar sem þeir eiga enga möguleika á að vinna. Sovézkir íþróttamenn verða erfiðir viðureign- ar í kastgreinum og Galína Tsjistj- akova er sigurstrangleg í lang- stökki og Sergej Búbka í stangar- stökki. ul. Fari svo verður hann að teljast einn mesti afreksmaður Ólympíu- leikanna fyrr og síðar. Hvað gerir Harry Reynolds? - Harry „Butch" Rejmolds er annar Bandarílg'amaður, sem athyglin mun beinast að í Seoul. Honum skaut upp í fyrra er hann náði bezta árangri við sjávarmál í 400 metrum (44,10). Hann var útbrunninn þegar að HM í Róm kom og krækti þá naumlega í bronzverðlaun. í ár hef- ur hann keppt mun minna og stefnt fyrst og fremst á sigur í Seoul. Skaut hann keppinautum sínum skelk í bringu með því að setja glæsilegt heimsmet, 43,29 sekúnd- ur, í Ziirich fyrir mánuði. Ekki þyrfti að koma á óvart þótt lands- menn hans Danny Everett og Steve Lewis stæðu við hlið hans á verð- launapallinum. Vonir Evrópumanna háfa verið bundnar við austur- þýzka heimsmeistarann Thomas Schönlebe, en hann hefur verið langt frá sínu bezta í ár (aðeins náð 45,09 sek. miðað við 44,62 í fyrra). Hann er þó kunnur fyrir að vera í toppæfingu „á réttum tíma“. Mágkonumar Florence Griffith- Joyner og Jackie Joyner-Kersee verða einnig í sviðsljósinu í Seoul. Sú fyrrnefnda vann silfurverðlaun í 200 metra hlaupi í Los Angeles en vakti meiri athygli fyrir að vera með 15 sentimetra langar neglur á annarri hendinni. Það kom síðan mjög á óvart þegar hún bætti heimsmetið í 100 metrum í sumar um 0,27 sekúndur, eða úr 10,76 í 10,49 sek. Þykir hún sigurstrangleg í Seoul en gamla hlaupadrottningin Marlies Göhr, sem komst ekki í úrslit á HM í fyrra, hefur beztum árangri hlaupara utan Banda- ríkjanna í sumar eftir tveggja ára lægð. flestir muna frá leikunum 1984. Slaney varð heimsmeistari í 1.500 og 3.000 metrum árið 1983 en hef- ur aldrei unnið ólympíuverðlaun. Líklega er síðasta tækifærið til þess í Seoul. Mestan áhuga hefur hún á 3.000 metrunum en þar eiga einar sjö konur betri tíma í ár. Hún er hins vegar með næstbezta tímann í 1.500 metrum (3:58,92); aðeins rúmenska stúlkan Paula Ivan hefur náð betri tíma (3:58,80). Austu r-Þjóóverja r verda aó- sópsmlklir Austur-þýzkir fijálsíþróttamenn unnu 31 verðlaun á HM í Róm í fyrra. Róðurinn verður þyngri í Seoul en þeir munu eflaust setja glæsilegan svip á leikana, einkum þó austur-þýzku konurnar. Heike Drechsler er þeirra fremst og sigur- strangleg bæði í 200 metra hlaupi og langstökki. Líklega keppir hún einnig f 100 metra hlaupi og 14x100 metra boðhlaupi, en austur-þýzka sveitin hefur náð bezta tíma heims- ins í ár. Petra Miiller er sigurstrangleg í 400 metra hlaupi, Sabine Busch í 400 metra grindahlaupi, en þar gætu löndur hennar Susanne Losch og Ellen Fiedler orðið í öðru og þriðja sæti ef ástralska stúlkan Debbie Flintoff-King kemst ekki upp á milli þeirra. Petra Felke verður að teljast sig- urstranglegust í spjótkasti og Gabrielle Reinsch í kringlukasti. Felke (80.00) og Reinsch (74,60) hafa báðar sett heimsmet nú nýve- rið. Athygli vekur að Ilke Wyludda, heimsmeistari unglinga, sem hefur margbætt heimsmet unglinga í sumar (74.40), var ekki valin til keppni í Seoul. Austur-Þjóðveijar eiga engu að síður möguleika á þreföldum sigri í kringlu kvenna. Silke Gladisch Möller, heims- meistari í 100 og 200 metrum í fyrra, hefur ekki náð eins góðum árangri í ár og fyrra en eins og áður segir eru Austur-Þjóðveijar öðrum fremri í að ná árangri þegar máli skiptir. Góðlr kastarar fí karlagreinum eru möguleikar Austur-Þjóvðeija mestir í kúluvarpi og kringlukasti. Ulf Timmermann setti heimsmet í kúluvarpi í sumar, 23,06 metra, og er sigurstrangleg- astur en Udo Beyer, fyrrum heims- methafi, einnig líklegur verðlauna- maður. Hann varð Ólympíumeistari í Montreal 1976, aðeins 21 árs gam- all, og vann bronz í Moskvu 1980. Timmermann og Beyer fá einna helzt keppni frá Svisslendingnum Wemer Giinthör. Jörgen Schult, heimsmethafí í kringlukasti, kastaði 70,46 metra sl. þriðjudag, sem er bezti árangur í heiminum í ár. í hlaupagreinum gæti 1.500 metra hlauparinn Jens Peter Hérold staðið sig einna bezt Austur-Þjóðveija. Ótrúlegt er að Sven Matthes, sem hljóp nýlega 100 metra á 10,14 sek og setti þar með heimsmet unglinga, komist í úrslit í þeirri grein, en hann gæti átt eft- ir að láta mikið að sér kveða í framt- íðinni. Búbka fremstur sovózku kepp- endanna Svoétmenn senda harðsnúna sveit til Seoul og þar er valinn maður í hveiju rúmi. Sergej Búbka er líklega sá eini, sem talinn er öruggur með gullverðlaun í öllum karlagreinunum, jafnvel sigur- stranglegri en Carl Lewis. Búbka er þó ekki ósigrandi eins og í ljós Carl Levuls með gullpeningana fjóra sem ha að endurtaka það afrek. Góðir spretthlauparar Slíkur er styrkur Bandaríkja- manna í spretthlaupum að í karla- flokki gætu þeir átt þijá fyrstu menn í mark f 200 og 400 metra hlaupi og 400 'metra grindahlaupi. Einnig í 100 metrum ef Ben Jo- hnson, Kanada, á ekki góðan dag. Johnson setti heimsmet í fyrra (9,83) og sigraði Carl Lewis á HM í Róm. Hann hefur hins vegar tap- að bæði fyrir Lewis og Calwin Smith fyrrum heimsmethafa í ár. Afar líklegt er að þeir standi þrír á pallinum í Seoul en í hvaða röð er útilokað að segja. Smith gæti allt eins unnið. Á Ólympíuleikunum í Los Ange- les 1984 náði Carl Lewis þeim frá- bæra árangri að vinna fem gull- verðlaun; í 100 og 200 metra hlaup- um, langstökki og 4x100 metra boðhlaupi. Til Seoul fer hann með það markmið að vinna sigur í sömu greinum. Fær hann mun meiri keppni nú, einkum frá landsmönn- um sínum. Ekkert má út af bera hjá honum, þá ætti hann á hættu að hljóta í mesta lagi gullí 4x100. En sakir frábærs árangurs í sumar hefur hann mikla möguleika á að endurtaka leikinn frá í Los Ange- les. Hann er með bezta árangur heims í ár í 100 (9,93), 200 (19,82) og langstökki (8,76). Ein helzta spuming, sem íþróttaunnendur spyija sig þessa dagana, er hvort Iæwís vinni fem gullverðlaun í Seo- Vlnnur Jackie Joyner-Kersee tvenn gullverðlaun og Edwln Moses sín þriðju? Jackie Joyner-Kersee setti heimsmet í sjöþraut á bandaríska úrtökumótinu og er talin öruggari en nokkur önnur kona með gull- verðlaun í Seoul. Hún kemur líka til með að blanda sér í baráttuna í langstökki, en hún jafnaði heims- metið og varð heimsmeistari í þeirrri grein í fyrra. Ekki þyrfti að koma á óvart þó Joyner-Kersee, austur-þýzka stúlkan Heike Drech- sler og sovézka stúlkan Galfna Tsjistíakova hlytu langstökksverð- launin og það í sömu röð og þær em nefndar hér. Af öðrum Bandaríkjamönnum, sem nefndir eru þegar spáð er um sigurvegara í Seoul, eru helzt nefndir 800 metra hlauparinn Jo- hnny Gray, grindahlauparamir Ro- ger Kindgom og Edwin Moses, sem unnu sínar greinar í Los Angeles, þrístökkvarinn Willie Banks, hlaupakonan Mary Slaney og jafn- vel kúluvarparinn Randy Bames. Moses vann 400 metra grindahlaup- ið bæði í Montreal 1976 og Los Angeles 1984. Óhætt er að fullyrða að hann hefði einnig farið með sig- ur af hólmi í Moskvu 1980 ef Bandaríkjamenn ekki hundsað leik- ana þar, slíkir voru yfírburðir hans. Árekstur Mary Slaney og Zolu Budd í 3.000 metra hlaupinu í Los Angeles er sá atburður, sem einna Ban Johnson á heimsmetið í 100 m hlaupi — 9,83 m og sigr- aði Carl Lewis á HM í Róm. Hann hefur hins vegar tapað bæði fyrir Lewis og Calwin Smith fyrrum heimsmethafa í ár, en líklegt er að þessir verði á verðlaunapalli nú. SorgsJ Búbka þykir lang sigurstranglegastur f stangarstc skeppninni. Hann á heimsmetið og hefur reyndar stokkið m hærra en aðrir. Hann er talinn öruggastur með gull allra k< enda á leikunum f Seoul.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.