Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÓLYMPÍULEIKARNIR Q&P í SEOUL ’88 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 B 7 nn vann í Los Angeles fyrir flórum árum. NÚ er stóra spumingin hvort honum tekst Styrktaraðili IOC biothec Ritvél Olympíuleikanna 1988. Borgarfell hfv Skólavörðustíg 23, sími 11372. kom fyrir mánuði eða svo eí hann tapaði fyrir landa sínum Rodíon Gataúllín, sem varð þriðji á HM í Róm í fyrra. Gataullin stökk 5,95 metra sem er næstbezti árangurinn í heiminum í ár og þriðji bezti frá upphafí. Búbka setti heimsmet snemma í sumar er hann stökk 6,60 metra. Aðrir sovézkir afreksmenn, sem eru líklegir til að keppa um verð- laun eru Oleg Protsenko í þrístökki, Júrí Sedykh, Júrí Tamm og Sergej Litvinov í sleggjukasti, en þeir þykja líklegir til að verða í þremur fyrstu sætunum, Júrí Dumtsjev og Romas Úbartas í kringlukasti, Nadezhda Olizarenko í 800 metra hlaupi kvenna, Natalja Lísovskaja í kúlu- varpi og Tsjistjakova, sem áður er nefnd, í langstökki. Einnig má bú- ast við að Tatjana Samolenko, heimsmeistari í 1.500 og 3.000 frá í fyrra, keppi til verðlauna í þeim greinum. Þá náði Olga Brysgína bezta árangri ársins í 400 metra hlaupi (49,18 sek.) Ennfremur eiga Sovétmenn góðan spjótkastara, Viktor Jevsjúkov, sem vann silfur á HM í fyrra. Loks þeir góða mögu- leika á gullverðlaunum í 4x400 metra hlaupi þar sem ijórar sovézk- ar stúlkur hafa hlaupið 400 metra undir 50 sekúndum í ár, þ.e. Aelíta Júrtsjenko, Maria Pínígína og Olga Nazarova auk Brysgínu. Einvígi Cram og Aouita Eins og áður er vikið að er gert ráð fyrir að einvíg Ben Johnson, Carl Lewis og Calvin Smith í 100 metra hlaupinu verði einn af há- punktum fijálsíþróttakeppninnar í Seoul. Keppni í nokkrum greinum öðrum verður þó sízt risminni. Þannig er beðið með mikilli eftir- væntingu eftir 800 metrunum og þó einkum og sér í lagi 1.500 metra hlaupinu. Þar eigast Marokkobúinn Said Aouita og Bretinn Steve Cram við, en þeir urðu fyrstir til að hlaupa 1.500 metra á skemmri tíma en 3:30 mínútum, og gerðu það reynd- ar í sama hlaupinu. Það var í frönsku borginni Nizza árið 1985 en þá setti Crarri heimsmet (3:29,67). Hefur Aouita ekki tapað hlaupi síðan og bætti hann met Cram skömmu síðar (3:29,46). Aouita er ótrúlegur hlaupari. Hann varð Ólympíumeistari í 5.000 í Los Angeles 1984 og heimsmeist- ari í fyrra. Þá setti hann heimsmet í greininni í fyrra og var skammt frá heimsmeti í 10 kílómetrum, en þykir einna sigurstranlegastur í 800 metrunum ári seinna. Freistandi er að spá Aouita sigri í 800 og 1.500 metrunum og Cram verðlaunum í báðum en þeir munu fá mjög harða keppni í 800 metrunum frá fjölda góðra hlaupara, s.s. Bretunum Pet- er Elliott og Tom McKean, Banda- ríkjamanninum Johnny Gray, sem á bezta tímann í ár, og Brazilíu- mönnunum Jose Louis Barbosa og Joaquim Cruz, sem varð ólvmpíu- meistari í Los Angeles. í 1.500 metrunum verður Elliott þeim líklega erfiður en heimsmeistarinn Abdi Bile frá Sómalíu verður fjarri góðu gamni sökum meiðsla. Jens Peter Herold er áður nefndur sem líklegur verðlaunamaður. Vinnur Thompson þriðja gul- llð? Fastlega má gera ráð fyrir að tugþrautarkeppnin verði einn af hápunktum Ólympíuleikanna í Seo- ul. Margir mjög jafnir og frábærir keppendur mæta til leiks. Spuming- in er hvort Bretanum Daley Thomp- son tákist að bijóta blað í sögu fijálsíþrótta og vinna þriðju gull- verðlaunin í röð í tugþraut, en hann varð meistari í Moskvu 1980 og í Los Angeles 1984. Thompson er orðinn fullgóður af meiðslum sem komu í veg fyrir að hann ynni verð- laun á HM í fyrra, en þá hafði hann ekki tapað keppni í áratug. Ætla má að það verði á brattann að sækja fyrir Thompson. Austur- þýzki heimsmeistarinn Torsten Voss verður í toppæfíngu og Frakk- inn Christian Plaziat hefur bætt sig um 200 stig frá í fyrra og náð bezt- um árangri í heiminum, eða 8.512 stig. Hann varð fjórði á HM í Róm ? fyrra. Vestur-Þjóðveijamir Sigi Wentz og Jiirgen Hingsen mæta einnig til leiks og koma til með að beijast um verðlaun. Norðuriandabúar Sænski hástökkvarinn Patrick Sjöberg og norsku hlaupadrottning- amar Ingrid Kristiansen og Grete Waitz þykja líklegastir Norður- landabúa til að hreppa sigur í sínum greinum í Seoul. Sjöberg varð heimsmeistari í fyrra og setti þá heimsmet, sem Kúbumaðurinn Javi- er Sotomayor sló nýlega. Sá kú- banski keppir ekki í Seoul og þótt Þegar þú innleysir spariskírteini í Búnaðarbankanum færðu. trausta leiðsögn í peningamálum. Búnaðarbankinn veitir alla þjónustu við innlausn á spariskírteinum ríkissjóðs, kaup á nýjum spariskírteinum eða val á öðrum sparnaðarleiðum. Bankinn annast innlausn spariskírteina í öllum afgreiðslustöðum sínum, en nú í september eiga margir eigendur spariskírteina kost á að innleysa þau. Sérfræðingar bankans veita góð ráð í peningamálum. í mörgum tilvikum er tvímælalaust rétt að innleysa spari- skírteini og huga að kaupum nýrra skírteina eða öðrum sparnaðarkostum. í öðrum tilvikum kemur til álita að fresta innlausn. Við bendum þeim sem innleysa spariskírteini sín á eftirfarandi sparnaðarkosti. 1. Gullbók og Metbók sem báðar gáfu mjög góða raunávöxtun á fyrra árshelmingi. 2. Bankabréf Búnaðarbankans til 2-5 ára með 9,25% raunávöxtun á ári. 3. Ný spariskírteini ríkissjóðs sem fást í Búnaðarbankanum. Þau eru til 3-8 ára og gefa 7-8% raunávöxtun. Bankinn hefur opnað nýja afgreiðslu í Hafnarstræti 8, 1. hæð, sem annast viðskipti með Bankabréf Búnaðarbankans og spari- skírteini. Leitaðu ráðgjafar í traustum banka. BINAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.