Morgunblaðið - 17.09.1988, Side 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, ÓLYMPÍULEIKARNIR Q§&> í SEOUL '88
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988
ÓLYMPÍULEIKAR / ÁST
Astin á sér engin landamæri
Rómeo og Júlía nútímans geta aðeins hitst á stórmótum í borðtennis
Kínverska stúlkan Jiao Zhimin
og S-Kóreumaðurinn Ahn
Jae-hyung eru Rómeo og Júlfa
nútímans. Hún er líklegur sigur-
vegari í einliðaleik kvenna í borð-
tennis en hann á möguleika á
verðlaunum í tvíliðaleik karla. Þau
vilja ganga í hjónaband en rfki
þeirra hafa engin stjómmálaleg
samskipti og þau geta aðeins hitt
hvort annað á alþjóðlegum borð-
tennismótum.
Jiao, sem er 24 ára kennari og
Ahn, sem er 23 ára trygginga-
starfsmaður, urðu ástfangin hvort
af öðru á Asiuleikunum í Isl-
amabad fyrir fjórum árum.
Yfirmenn kínverskra íþrótta-
mála segjast lefja íþróttamenn til
að ganga í hjónaband meðan þeir
séu á hátindi ferils sín. Giftingar-
hugleiðingar á þeim tíma komi
niður á árangrinum. Af þessum
sömu ástæðum hefur heimsmeist-
aranum í karlaflokki, Jiang Jial-
iang, verið fyrirskipað að fresta
fyrirhuguðu brúðkaupi sínu og
Wu Yu Fang, sem er þekkt leik-
kona í Kína.
Ný verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs.
Orugg leið til að ávaxta sparifé þitt.
Þér kann að finnast vandasamt að ráðstafa sparifé þínu á sem arðbærastan hátt. En til eru margar
traustar og góðar leiðir til ávöxtunar.
Ný spariskírteini ríkissjóðs.
8 Þau fást hjá okkur á öllum afgreiðslustöðum og við innleysum jafnframt eldri spariskírteini. Þú
| getur valið um 3 ára bréf með 8,0% ársávöxtun, 5 ára bréf með 7,5% ársávöxtun og 8 ára bréf
með 7,0% ársávöxtun. Spariskírteinin eru ríkistryggð, tekju- og eignarskattfrjáls og fást í 5.000,
£ 10.000, 50.000, 100.000 og 1.000.000 króna einingum.
Verðtryggður sparireikningur og veðdeildarbréf.
Til ávöxtunar sparifjár þíns bjóðum við einnig aðrar hagkvæmar leiðir: Nýjan 18 mánaða verðtryggð-
an sparireikning með 7.5% vöxtum og veðdeildarbréf með 9,5% voxtum hjá Verðbréfamarkaði
Samvinnubankans.
Hugsaðu þig vel um hvernig þú vilt ráðstafa sparifé þínu, hafðu samband, við ráðleggjum þér heilt.
SAMVINNUBANKI fSLANDS HF
ÍÞRÚmR
FOLK
■ BAHAMAEYJAR hafa unnið
flest gullverðlaun á einum_ leikum,
ef miðað er við fólksfjölda. Á leikun-
um í Tokyo 1964 unnu Bahama-
eyjurnar ein gullverðlaun í sigling-
um. íbúar eyjanna voru þá aðeins
108.000 og það er met. Norðmenn
eru í 2. sæti. Þeir unnu 13 gullverð-
laun á leikunum 1920. Þá voru íbú-
ar í Noregi um 2,6 milljónir og því
ein gullverðlaun á hverja 200 þús-
und íbúa. Finnar koma næstir og
svo Svíar.
■ FJÖLMENNASTA þjóðin
sem ekki hefur unnið til gullverð-
launa er Indónesía en þrátt fyrir
177 milljónir íbúa hefur þjóðin aldr-
ei náð gullverðlaunum. Indónesíu-
menn gera sér þó vonir um að ná
gulli í Barcelona 1992, en þá verð-
ur í fyrsta skipti keppt í badminton
sem keppnisgrein. Þá má einnig
nefna Tæland [52 milljónir íbúa]
og Kólumbíu [30 milljónir], en
þessar þjóðir gera sér góðar vonir
um gull í Seoul.
■ ÞÁTTTÖKUÞJÓÐIR a'
Ólympíuleikunum eru alls 161. Að-
eins 55 þeirra hafa unnið til gull-
verðlauna. Það er vart við því að
búast að margar þjóðir vinni til
sinna fyrstu gullverðlauna í Seoul.
. í Mexíkó 1968 unnu 30 þjóðir
gullverðlaun, en það eru flestar
þjóðir á einum leikum. Síðan þá
hafa mest 26 þjóðir, t Montreal
1976, unnið til gullverðlauna.
■ MARGAR þjóðir hafa heitið
góðri uppbót fyrir þá keppendur
sem vinna gull á Ólympíuleikum.
Auðugur kaupsýslumaður á Filips-
eyjum hefur heitið 2,5 milljónum
króna og glæsilegu húsi fyrir þann
sem vinnur fyrsta gull þjóðarinnar.
Gestgjafaniir Suður-Kóreumenn
hafa lofað 5 milljónum fyrir hver
gullverðlaun auk ríflegra eftirlauna.
■ ÞÚSUNDIR sjálfboðaliða eru
á vappi á götum úti hér í Seoul.
Það eru karlar og konur sem ganga
með spjöld framan á sér, sem á
stendur Ég tala ensku, eða ég tala
þýsku, ensku eða spænsku.
Afmælis-
veisla í
ólympíu-
þorpinu
Magnús Már21 árs
Þegar íslensku sundmenn-
imir komu af æfingu í
gærkvöldi var slegið upp af-
mælisveislu, en Magnús Már
Ólafsson hélt
upp á 21 árs af-
mæli í gær. Búið
var að kaupa
stóra ijómatertu.
Þá fékk Magnús gjafir frá
Ragnheiði Runólfsdóttir og
Bryndísi Ólafsdóttir sem er syst-
SigmundurÚ.
Steinarsson
skrifarfrá
Seoul
ir hans.
Magnús er ekki eini íslend-
ingurinn sem á afmæli hér í
Seoul. Sigurður Einarsson,
spjótkastari, verður 26 ára 28.
september.
HAPPDRÆTTI
4 Ford Bronco - 30 Fiat Uno
Dregiö 7. októker.
Fieildarverómœti vinninga 16,5 milljón.
/7/tt/r/mark