Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, ÓLYMPÍULEIKARNIR QQ<P í SEOUL '88
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988
ts.
KEPPNIS- OG ÆFINGASKÓR
ÍSPÖRTU. LAUGAVEGI49
ADIDAS HANDBALL SPECIAL
Blátt rúskin. Vinsulastu hand-
boltaskórnir.
Nr. 36-48'/2. Kr. 3.980,-
HANDBALL SPECIAL HÁIR
Fyrir þá sem þurfa stuðning
við ökkla.
Nr. 39-45. Kr. 4.795,-
INDORRSUPER
Alhliða innanhússskór í hand-
bolta, blak, badminton, borð-
tennis o.fl.
Nr. 35-46. Kr. 1.880,-
SQUASH
Sérhannaðir í veggjatennis.
Einnig volley. Sórhannaðir
blakskór.
Nr. 38-46. Kr. 3.940,-
HANDBALLSPECIAL
MARKMANNSSKÓR
Sérstaklega hannaðir með
rúskinnsbót undir hael.
Nr. 40-45. kr. 3.980,-
HANDBALLTOP
Nýir handboltaskór. Hvítt leð-
ur með rauðum röndum.
Nr. 38-47. Kr. 4.550,-
FRJALSIÞROTTIR
Helke Drechsler er fremsta íþróttakona Austur Þýzkalands, af mörgum
frábærum. Hún er sigurstrangleg bæði í 200 metra hlaupi og langstökki.
Líklega keppir hún einnig í 100 metra hlaupi og í 4x100 metra boðhlaupi, en
austur-þýzka sveitin hefur náð bezta tíma heimsins í ár.
Sjöberg hafi átt misjöfnu gengi að
fagna að undanfömu er hann sigur-
stranglegur.
Kristiansen hefur verið ósigrandi
og sett hvert heimsmetið af öðru í
langhlaupum undanfarin ár. í sum-
ar hefur hún hins vegar tapað hvað
eftir annað fyrir skozku stúlkunni
Liz McColgan, en baráttan um sig-
ur í 10 km kvenna í Seoul mun
standa milli þeirra. Waitz keppir í
maraþonhlaupinu en telja verður
Rosu Mota frá Portúgal sigur-
stranglegasta í þeirri grein.
Búlgarir eiga góðar frjálsíþrótta-
menn, einkum þó konur, en þeirra
líklegastar til gullverðlauna eru
heimsmethafamir Jordanka
Donkova í 100 metra grindahlaupi
og Stefka Kostadinova í hástökki.
Þá er Khristo Markov sigurstran-
legur í þrístökkinu, en hann varð
heimsmeistari í þeirri grein í fyrra.
Langhlaup kaiia
í langhlaupum karla má búast
við að Afríkumenn láti að sér kveða,
einkum þó Kenýumenn. Þeir eiga
þijá menn sem sigrað geta í hindr-
unarhlaupi og John Ngugi er líkleg-
ur til að keppa um sigur í 5 eða
10 km hlaupi. Brezki hlauparínn
Eamonn Martin á bezta tíma ársins
í 10 km eða 27:23,06 mín og Aust-
ur-Þjóðverjinn Hansjörg Kunze,
sem hefur náð 27:26 í ár, hefur náð
\
Florence Qrlfflth Joyner.
góðum árangri á stórmótum. ítalir
hafa einnig náð glæsilegum árangri
á stórmótum undanfarinna ára í 5
og 10 km og munu Salvatore Antibo
(27:24,79 í 10 km) og Francesco
Panetta, heimsmeistari í 3.000
hindrun í fyrra, halda merki þeirra
á lofti.
Eþíópíumenn eiga beztu mara-
þonhlauparana í ár, en þeir verða
ekki meðal keppenda í Seoul, sem
ætti að auka möguleika hlaupara á
borð við Ibrahim Hussein, Kenýu,
Ahmed Salah, Djibouti, Juma Ik-
angaa, Tanzaníu, Takeyuki Nakay-
ama, Japan og írans John Treacy.
íslenzku keppendumir
Sjö íslenzkir frjálsíþróttamenn
keppa í Seoul; Helga Halldórsdóttir
í 400 metra grindahlaupi, fris Grön-
feldt, Einar Vilhjálmsson og Sigurð-
ur Einarsson í spjótkasti, Vésteinn
Hafsteinsson og Eggert Bogason í
kringlukasti og Pétur Guðmunds-
son í kúluvarpi.
Öll hafa þau náð ströngum lág-
mörkum og eru hvert um sig í hópi
40-50 beztu í heiminum í sinni
grein. Þar er Einar fremstur; hafði
náð íjórða bezta árangri í spjót-
kasti (84,66) í heiminum fyrir leik-
ana. Hlýtur hann að eiga mesta
möguleika íslenzku keppfendanna á
að komast í úrslit. Því næst koma
Vésteinn og íris. Hið virta banda-
ríska tímarit Sports Illustrated hef-
ur spáð Einari þriðja sæti í Seoul,
en hann varð sjötti á Ólympíuleik-
unum í Los Angeles, sem er næst-
bezti árangur Islendings í frjálsí-
þróttakeppni Ólymnpíuleika fyrr og
síðar; aðeins faðir Einars, Vilhjálm-
ur Einarsson, hefur gert betur. f
Los Angeles var Einar reyndar í
svipaðri stöðu og nú; með einn bezta
árangur í heimi og var spáð verð-
launasæti af ýmsum ritum og blöð-
um.
Aðeins fjórir Norðurlandabúar
keppa í kringlukasti. Auk Vésteins
og Eggerts eru það Norðmennimir
Knut Hjeltnes og Svein Inge Val-
vik. Svíar eiga góða kastara; Stefan
Femholm hefur kastað 68,24 metra
í ár og Göran Svensson um 65
metra, en hvorugur keppir í Seoul.
Femholm var valinn en kippt til
baka þegar hann viðurkenndi að
hafa neytt nýlega deyfilyfja vegna
bakverkja, en þau innihalda óleyfi-
leg efni.
Hdga var heiður Norðurianda
Helga Halldórsdóttir mun halda
uppi heiðri Norðurlandanna í 400
grind, því hún er eini fulltrúi þeirra
í greininni. Helga setti íslandsmet,
56,54 sekúndur, og komst þar með
í hóp 30-40 beztu í heiminum í ár,
og náði fjórða bezta árangri á Norð-
urlöndum frá upphafi. Sænska
stúlkan Ann-Louise Skoglund hefur
náð glæsilegum árangri í 400 grind.
Hún varð Evrópumeistari 1982 og
fimmta í Los Angeles, og hefur náð
bezt 54,15 sek. (1986). Þá varð
finnska stúlkan Tuija Helander-
Kuusisto sjöunda í Los Angeles og
fimmta á HM í Róm í fyrra á 54,62
sek., sem er hennar bezta. Hvomg
keppir í Seoul vegna meiðsla.
2xíviku
Nú bjóða Flugleiðir helgarpakkaferðir
til Frankfurt á hagstæðu verði,
frá kr. 19.019.*
Frankfurt hefur ótal margt að bjóða og nú í haust er hún vett-
vangur fjölda glæsilegra vörusýninga:
Automechanika (bílaiðnaður) 13.09. - 18.09.
Frankfurter Gartenbaumesse (garðyrkja) 24.09. - 25.09.
BÁKO (fagsýning bakara) 02.10. - 04.10.
Frankfurter Buchmesse (bækur) 05.10. - 10.10.
IKA/HOGA (matargerðarlist, hótelrekstur) 16.10. - 20.10.
Interstoff (fataiðnaður) 25.10. - 27.10.
Fáið allar nánari upplýsingar á söluskrifstofum Flugleiða,
Lækjargötu, Hótel Esju og Kringlunni, og hjá ferðaskrifstof-
unum. Upplýsingasími 25100.
* 3 nætur í 2ja manna herbergi á Hotel Europa, miðað við
gengi 1.9. 1988.
FLUGLEIDIR
-fyrír þíg-
• • • : "