Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLABIÐ, ÓLYMPÍULEIKARNIR QQ£> í SEOUL ’88 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 B 11 BJaml Á. FrlArlksson með bronz- verðlaun síðan I Los Angeles 1984. Bjami fékk ekki að vita um fána- gönguaefingu BJARNI Ásgeir Friðriksson, júdókappi sem var fánaberi ís- lands við opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Seoul f nótt, mœtti ekki á œfingu sem fána- berar allra þjóða mœttu á í gær. Bjami fókk ekki að vita um æf inguna fyrr en eftir að húnfórfram. Júdómennimir Bjami og Sigurð- ur Bergmann hafa æft vel. Þeg- ar þeir em ekki á æfíngum á keppn- isstað taka þeir glímu við og við í íbúð sinni í ólympíuþorpinu. „Nei það skemmast engin húsgögn f íbúðinni vegna þess að það er ekki mikið um húsgögn í rúmgóðri stof- unni,“ sagði Halldór Guðbjömsson, þjálfari júdómannanna. Það verður ljóst á morgun hveij- ir' verða mótheijar Bjama, sem keppir í 95 kg flokki og Sigurðar, sem keppir í +95 kg flokki, í fyrstu glímu þeirra. „Hér em samankomn- ir allir sterkustu júdómenn heims. 27 keppendur er í flokki með Bjama, en 29 f flokki Sigurðar," sagði Halldór. „Fyrsta glfman hefur mikla þýð- ingu. Hún tekur á taugamar, því að ekkert má útaf bregða. Auðvitað vonumst við eftir léttari mótheijum, en annars er ekki hægt að tala um létta móthéija á Ólympíuleikum," sagði Halldór. SETNINGARHÁTÍÐIN Sex íslenskir keppendur utan vallar við opnunina ÞEGAR 24. Ólympiuleikarnir voru settir í Seoul í nótt, að íslenskum tíma, voru sex íslenskir keppendur ekki með í göngunni. Siglingarmennirnir Gunnlaugur Jónasson og ísleif- ur Friðriksson eru í Pusan og taka þátt f sérstakri opnunar- hátíð þar á mánudag, en sund- fóikið Bryndís Ólafsdóttir, Magnús Ólafsson og Arnþór Ragnarsson horfði á úr stú- kunni. Steinþór Guðbjartsson skrifar fráSeoul Isundinu höfum við alltaf haft það fyrir sið að sundmenn, sem eiga að keppa daginn eftir setning- una, taka ekki þátt í göngunni. Þar er um að ræða þriggja til fjögurra tíma stöðu fyrir ut- an ferðir og biðtfma og við teljum það of mikið álag svo skömmu fyrir •keppni," sagði Guðfínnur Ólafsson, formaður Sundsambands íslands, við Morgunblaðið í gær. Vésteinn Hafsteinsson, kringlu- kastari, er ekki kominn til Seoul, kemur 23. september, en keppnin í kringlukasti verður 30. septem- ber. 32 íslenskir keppendur eru skráðir til leiks og mátti ísland senda 36 manns í gönguna. Þar sem aðeins 26 keppendur voru í göngunni, var ákveðið í gær að flokkstjórar og þjálfarar tækju stöðu sexmenninganna. íslenski hópurinn var því fullskip- aður, en í honum voru; Bjarni Frið- riksson fánaberi (júdo), handknatt- leiksmennimir Einar Þorvarðarson, Guðmundur Hrafnkelsson, Brynjar Kvaran, Guðmundur Guðmundsson, Sigurður Sveinsson, Jakob Sigurðs- son, Karl Þráinsson, Kristján Ara- son, Páll Ólafsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Geir Sveinsson, Sigurð- ur Gunnarsson, Alfreð Gíslason, Atli Hilmarsson, Bjarki Sigurðsson, fijálsíþróttafólkið Eggert Bogason, Einar Vilhjálmsson, Helga Hall- dórsdóttir, Iris Inga Grönfeldt, Pét- ur Guðmundsson og Sigurður Ein- arsson, sundfólkið Eðvarð Þór Eð- varðsson, Ragnar Guðmundsson og Ragnheiður Runólfsdóttir, Sveinn Bjömsson, forseti ÍSÍ, Jón Hjaltalfn Magnússon, formaður HSÍ og blaðafulltrúi fslensku ólympíu- nefndarinnar, Bogdan Kowalczyk, þjálfari handknattleiksliðsins, ólaf- ur Jónsson, flokkssljóri, Halldór Guðbjömsson, flokksstjóri júdo- mannanna og Ari Bergmann Ein- arsson, flokksstjóri siglingarmann- anna. ÍSLENDINGARNIR Sá elsti og yngsti Bjami Ásgeir Priðriksson, júdómaður og ísleifur Friðriksson, sigl- ingamaður, eru elstu keppendur íslenska ólympíuliðins í Seoul. Þeir eru báðir 32 ára. Bryndís Ólafsdóttir, sundkona, er yngst - 19 ára. íslanska sundliAIA sem keppir í Seoul. Sitjandi, frá vinstr Bryndís, ólafs- dóttir, Ragnar Guðmundsson og Magnús Már Ólafsson. Fyrir aftan eru Ragn- heiður Runólfsdóttir, Amþór Ragnarsson og Eðvarð Þór Eðvarðsson. Bryndís, Magnús og Amþór horfðu á setningarhátíðina úr stúkunni í nótt YFIRSTJÓRN Hið mikla vald alþjóða Ólympíunefndarinnar ÓLYMPÍULEIKARNJR íSeoul í SuAur-Kóeru verða settir í dag og því er ekki úr vegi að rifja upp sögu þeirra og skoða nánar hvaða aðilar standa á bak við þá. Erfingur Jóhannsson skrifarfrá Noregi Fyrstu ólympfuleikar í núver- andi mynd voru haldnir í Aþenu árið 1896. Helsti hvata- maður að endurreisn leikanna var franski baróninn Pierre De Cou- bertine, en hann hefur oft verið nefndur faðir ólympíuleikanna. Þessir fyrstu ólympíuleikar þóttu á sfnum tfma mikil íþróttahátíð og sem dæmi um það má nefna að um 70.000 áhorfendur voru viðstaddir sjálfa opnunarhátíðina á gamla róm- verska marmara leikvanginum í Aþenu. Þar voru saman komnir 311 íþróttamenn frá 13 þjóðum, þar af voru 230 Grikkir. Á leikun- um var aðeins keppt f sjö íþrótta- greinum og aliir þátttakendumir voru karlmenn. Frá þessum tíma hafa átt sér stað miklar breytingar, bæði á sjálfum leikunum auk þess sem áhugi fyrir þeim hefur vaxið með árunum. I framhaldi af þessu má geta þess að fjöldi íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Seoul, sem era þeir 24. í röðinni, era um 10 þúsund og þátttökuþjóðir 160. Nú era hinar svoköliuðu óljrmpfu- greinar orðnar 28 og enn fleiri eiga eftir að bætast við á næstu árum. Fjármögnun ÓL Kostnaður vegna ólympíuleika er geysilega mikill og alþjóða ólympíunefndin tekur vissan þátt í þeim kostnaði. Nefndin úthlutar hveiju landi ákveðinni flárapphæð sem fer til greiðslu ferðakostnað- ar fþróttamanna að hluta. Helstu tekjur nefndarinnar er sala á sjálf- um leikunum og þá einna helst sjónvarpsréttindunum. Banda- ríska sjónvarpsstöðin NBC, sem hefur einkaleyfí á sendingum frá leikunum í Seoul, greiddi um 360 milljónir dollara eða um 16,5 millj- arða íslenskra króna, fyrir útsend- ingaréttinn. Hverjir geta sótt um ÓL7 Það er einungis ein ákveðin borg f hveiju landi sem getur sótt um leikana, en slfk umsókn er venjulega stór og mikil skýrsla, gjaman 200 til 300 blaðsiður. Þessi skýrsla inniheldur öll þau atriði sem skipta máli í sambandi við mótshaldið. Greinagerð eins og hér um ræðir hefur f för með sér mikinn kostnað og má í því sambandi nefna að Lillehammer í Noregi sem sótti um að halda, og fékk reyndar, vetrarólympíu- leikana 1994, varði um 150 millj- ónum fslenskra króna í undirbún- ingsvinnu sína að slíkri skýrslu. Þessu til viðbótar krefst alþjóða ólympíunefndin að umsækjendur séu með tryggingu frá viðkom- andi ríkisstjóm. Ef þessi trygging er ekki fyrir hendi er umsóknin ekki fullgild. Til gamans má geta þess að flestar borgir þurfa að sækja oft um til að fá leikana. Það hefur aldrei gerst að borg hafí öðlast rétt til að halda ólympfuleikana í fyrstu tilraun. AlþjóAa ólympfunefndin Alþjóða ólympíunefndin (IOC) var stofnuð í Paris 23. júní 1894. Fyrsti forseti nefndarinnar var Frakkinn Pierre De Ceoubertine. Helsta hlutverk nefndarinnar frá upphafi hefur verið að hafa yfíramsjón með leikunum, og þess utan hefur hún reynt að stuðla að eflingu ólympíuandans í sem flestum löndum heims. Einnig er það í valdi nefndarinnar að ákveða hvar ólympíuleikamir fari fram hveiju sinni. Það er einmitt á þessu sviði sem vald hennar er hvað mest. 91 fulltrúi - 6 konur Ef litið er nánar á þá fulltrúa sem eiga sæti í Alþjóða ólympíu- nefndinni kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Fulltrúar nefndarinnar eru alls 91 og þar af aðeins 5 konur. Fyrsta konan kom ekki inn í nefndina fyrr en 1981. Meðalaldur fulltrúa er sagður vera 65 ár og þegar þeir hafa náð 75 ára aldri þykja þeir of gamlir. í þessu sam- bandi má geta þess að tiltölulega margir falltrúar nefndarinnar geta ekki verið viðstaddir Olympíuleikana f Seoul sökum vanheilsu. Hver þjóð getur einungis átt einn fulltrúa í nefndinni að undan- skildum stórveldunum og þeim þjóðum sem hafa haldið ólympíu- leika, en þessar þjóðir eiga rétt á tveimur fulltrúum hver. Island er eina landið á Norðurlöndum sem ekki á fulltrúa í þessari nefnd. Nefndin sér algjörlega um að velja nýja fulltrúa og af þeim sök- Juan Antonlo Samaranch, for- seti alþjóða ólympíunefndarinnar. um era ekki alltaf íþróttalegir hagsmunir hafðir að leiðarljósi í því vali. Ef litið er á þjóðfélagsleg- an bakgrunn þeirra sem sitja í nefndinni, kemur í ljós að sárafá- ir fulltrúanna tengjast íþróttum. Flestir fulltrúar eru vel stæðir borgarar, gjaman kóngafólk, að- alsmenn og menn sem gegna ábyrgðarstöðum f viðkomandi ríkjum. Þetta hefur tvímælalaust átt sinn þátt í að ólympíuleikamir era í rfkara mæli orðnir vettvang- ur stjómmáladeilna. Núverandi forseti nefndarinnar er Spánveijinn Juan Antonio Samaranch. Kjörtímabil hans er átta ár og lýkur því 1994. Vald forsetans er áð sjálfsögðu mikið og margir eru þeirrar skoðunar að ein aðal ástæða þess að Barcel- ona fékk sumarólympíuleikana 1992, hafí verið þjóðemi forset- ans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.